Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 Víðavangshiaup ÍR: Jón vann eftir mikla keppni við Sigurð „ÞAÐ ER ekkert hlaup, sem hefur jafn mikla hefð og á sér jafn mikla sögu og þess vegna setja hlauparar metnað sinn í það að vinna þetta hlaup. Ég er ánægður með útkomuna. Keppnin við þá Sigurð Pétur og Má var mjög hörð og skemmtileg. Ég var í betri aðstöðu en Sigurður á lokasprettinum og vann sökum þess. Hann hefur snúið sór að maraþonhlaupum og því ekki með sama endasprett og ég,“ sagði Jón Diðriksson, sem sigraði í 71. Vfðavangshlaupi ÍR á sumar- daginn fyrsta eftir mikla og harða keppni við félaga sinn úr FH, Sigurð P. Sigmundsson. Þá áttu FH-ingar fjórða mann í mark og sigur þeirra f 3ja manna sveitakeppninni öruggur. í 5 manna sveitakeppni karla var hins vegar mikil barátta milli FH og ÍR, en þeir fyrrnefndu sigr- uðu. ÍR-ingar unnu f 10 manna sveitakeppninni, svo og sveit 30 ára og eldri. í kvennakeppninni urðu Ármenningar sigursælir, áttu þrjár fyrstu konur f mark og einnig fyrstu meyjar og unnu því í sveftakeppn beggja flokka. Fjöldi þátttakenda í hlaupinu hefur aldrei verið meiri, 154 luku keppni en flestir höfðu þeir verið 94 áður. Sigurður Pétur var talinn sigur- stranglegur fyrir hlaup, en hann vann víðavangshlaupið í fyrra og hitteðfyrra. Hann tók strax forystu og fór mjög greitt en Jón Diðriks- son og Már Hermannsson UMFK fylgdu fast eftir. Jón tók forystu er hlaupararnir yfirgáfu Hljóm- skálagarðinn og héldu út í Vatns- mýri. Rétt eftir að hlaupararnir sneru inn á Njarðargötu til suðurs tók Sigurður Pétur aftur forystu og reyndi að skapa sér forskot með því að auka hraðann talsvert. Jón dróst örlítið aftur úr en Már fylgdi Sigurði sem skugginn. Út undir flugvelli hafði Jón dregið þá uppi og tók forystu á ný, sem hann hélt þar til komið var að prófess- orabústöðunum á bakaleiðinni. Hófst nú keppnin fyrir alvöru. Sigurður Pétur tók forystu við pró- fessorabústaöina og gerði enn eina tilraun til að sleppa frá keppi- nautum sínum. Varð Már að gefa eftir en Jón hélt í við Sigurð og voru þeir nær samhliða er komið var inn á Tjarnargötuna á loka- sprettinum. Reyndist Jón sterkari en Sigurður síðustu metrana. Jón sigraði því öðru sinni í hlaupinu, hann vann einnig árið 1978. Keppni þeirra Siguröar Péturs var hápunktur hlaupsins, jafnvel þótt keppni hafi verið mikil um mörg önnnur sæti, stundum milli margra íþróttir helgarinnar ÞAÐ VERÐUR frekar rólegt á sviði íþróttanna hér á landi, að minnsta kosti á suðvestur horn- inu þessa helgi. Á Akureyri fara Andrésar Andar-leikarnir á skíð- um og þar keppa á fimmta hundr- að skíðamenn af yngri kynslóð- inni. Fimleikafólk og körfuknatt- leikskonur eru við keppni erlend- is og handknattleiksvertfðin er á enda nema hvað á miðvikudaginn verður úrslitaleikurinn í bikar- keppninni þar sem Stjarnan og Víkingur eigast við. Danska hand- knattleiksliðið Ribe, með þá Gunnar Gunnarsson og Gisla Felix Bjarnason, kom í gær hing- að til lands og mun á mánudags- kvöldið leika við úrvalslið sem blaðamenn velja og er það skipað leikmönnum úr 1. deildar félög- unum nema Stjörnunni og Vik- ingi. Seinni hluti íslandsmótsins í borðtennis veröur haldiö um helg- ina í Laugardalshöll. í dag klukkan 13.30 hefst keppni í tvíliðaieik karla og kvenna og síðan í tvenndarleik. Á morgun verður síðan keppt í einliðaleik í meistaraflokki og í 1. flokki kvenna og karla auk þess sem keppt verður í 2. flokki karla. Úrslitaleikirnir í kvennaflokki hefj- ast klukkan 15 en klukkan 18 í karlaflokki. íslandsmótinu í ballskák lýkur í dag á Ingólfsbilliard við Hverfis- götu en mótiö hófst á sumardag- inn fyrsta og var síðan framhaldið í gær og lýkur í dag. Reikna má með að úrslitaleikirnir verði um klukkan 19íkvöld. Pílukastarar verða á ferðinni í dag en þá fer fram keppni í hús- næði Pílukastsfélagsins á Lauga- vegi 22. Keppt veröur þar í „501“ og hefst keppnin klukkan 14 í dag. Á mánudaginn leikur Ribe við „úrvalslið" sem blaðamenn velja og verður leikurinn í Laugardals- höll. Þar verður einnig eitthvað til skemmtunar. Tískusýning frá Henson og klappstýrur munu þar koma í fyrsta sinn fram. Einnig er fyrirhugað að íþróttafréttamenn og stjórn HSÍ reyni með sér í ein- hverri tegund íþrótta. Það er Fram sem stendur lýrir heimsókn Ribe hingað. Blakarar eru nú á fullu við undirbúning fyrir Norðurlandamót- ið sem fer fram hér á landi í næsta mánuði. Landsliðið mun leika pressuleik við úrvalslið sem blaða- menn velja og hefst leikurinn klukkan 14.15 í íþróttahúsi Digra- ness í Kópavogi en þar verður Norðurlandamótið einnig haldið. Keppt verður í keilu um þessa helgi eins og flestar aðrar helgar. Að þessu sinni eru það JC Borg og JC Breiðholt sem ætla að reyna með sér og hefst keppnin klukkan 10 árdegis í dag. Klukkan 18 hefst síðan keppni í annarri deildinni og á morgun klukkan 11 árdegis keppa 1. deildarliöin. Ganga og svig í Bláfjöllum SKÍÐARÁÐ Reykjavíkur gengst fyrir nokkuð sérstakri skíða- keppni á sunnudaginn. Þar verð- ur mót sem samanstendur af svigi og skiðagöngu og ræður samanlagður árangur úr þessum tvelmur greinum úrslitum. Þetta mót fór ( fyrsta sinn fram i fyrra og tókst það í alla staði mjög vel og hefur Skíðaráð Reykjavíkur ákveðið að halda þetta mót ár- lega. Keppnin hefst á sunnudaginn kl. 12.00 í Bláfjöllum og fer skrán- ing fram í gamla Borgarskálanum kl. 11.00. Keppnin fer þannig fram að fyrst verður keppt í svigi (ein ferð) og síðan verða gengnir 7,5 km í skíðagöngu. Allir alhliöa skíða- menn eru hvattir til að mæta í þetta sérstæða skíðamót. hlaupara, sem stigu nær samtímis yfir marklínuna. Jón og Sigurður Pétur eru tví- mælalaust sterkustu hlauparar landsins í dag. I kjölfar þeirra kom hins vegar stór hópur hlaupara, sem eru sumir hverjir í mikilli fram- för; þ. á m. yngri menn, sem fram- tíð eiga fyrir sér á hlaupabrautinni. Fyrst kvenna í mark varð Marta Ernstdóttir, Ármanni. Konur voru ræstar samtímis körlum og kom hún í mark í 21. sæti. Ármenningar áttu fyrstu þrjár konur í mark, allar mjög efnilegar hlaupakonur, og sigur þeirra í sveitakeppninni því öruggur. Jafnframt átti Ármann fyrstu meyjar í mark. Undanfarið hefur keppendum í Víðavangshlaupi ÍR fjölgað með ári hverju og hvert metið af öðru sleg- ið. Er nú svo komið að trimmurum og heilsubótarskokkurum finnst þeir ekki geta talizt hlauparar með meiru nema að hafa tekið þátt í þessu sögufræga hlaupi. • Morgunblaðiö/Bjarni •Jón Diðriksson með Morgun- blaðsbikarinn, sigurlaunin (Víða- vangshlaupi ÍR. Úrslit fvíðavangshlaupi IR KARLAR: UónDiörikssonUMSB 13:08 2. Siguröur P. Sigmunds. FH 13:10 3. Már Hermannsson UMFK 13:16 4. Jóhann Ingibergsson FH 13:44 5. Daniel Guömundsson KR 13:47 6. Garðar Sigurösson ÍR 13:48 7. Kristján S. Ásgeirsson ÍR 13:51 8. Bragi Sigurösson Á 13:51 9. Bessi Jóhannesson ÍR 14:00 10. Siguröur A. Jónsson KR 14:11 11. Sighvatur D. Guömunds. ÍR 14:20 12. Frimann Hreinsson KR 14:33 13. Steinn Jóhannsson KR 14:34 14. Knútur Hreinsson KR 14:39 15. JakobB. HannessonÍR 14:46 16. Kári Þorsteinsson UMSB 15:02 17. Finnbogi Gylfason FH 15:09 18. Stefán Friögeirsson ÍR 15:10 19. Jóhann Magnúss. UMFK 15:13 20. Fred Schalk ÍR 15:14 21. Jóhann H. Jóhannsson ÍR 15:26 22. Pétur Baldurss. USVH 15:31 23. Björn Pótursson FH 15:34 24. Ingvar Gíslason HSK 15:36 25. Björn Traustason FH 15:39 26. Aöalsteinn Bernharös. TL 15:43 27. Höskuldur Einarsson KR 15:47 28. Guöni Einarsson UMFK 15:48 29. Kristján Nikulásson ÍR 15:52 30. Jón M. Björnss. UMFK 15:54 31. Ægir Geirdal Gerplu 15:57 32. Magnús Friöbergss. UÍA 16:06 33. Guömundur GíslasonÁ 16:11 34. Guömundur Ólafsson ÍR 16:13 35. Ágúst Böövarsson ÍR 16:13 36. Remi Spilleaért SR 16:15 37. Snorri Briem ÍR 16:17 38. ísleifur Ólafsson Esju 16:18 39. Torfi Þórhallsson R3 16:22 40. Helgi Gústafsson ÍR 16:24 41. Högni Óskarsson KR 16:30 42. Birgir Þ. Jóakimsson ÍR 16:34 43. Sveinn Ásgeirsson TL 16:38 44. Lárus Guömundss. UMFK 16:44 45. Gunnar Kristjánsson Á 16:45 46. TómasPonziÍR 16:54 47. Jón Guömundsson Ófél.b. 17:00 48. Andrés Sigurjónsson ÍR 17:02 49. Sigurjón Andrésson ÍR 17:02 50. Gunnar Grétarss. UMFK 17:03 51. Halldór Halldórsson TL 17:03 52. Axel Árnason KR 17:11 53. CordeJong UMFK 17:13 54. Guðbjörn Sigvaldason ÍR 17:16 55. Þorvaldur Kristjánss. TL 17:19 56. Böövar Jónsson Ófél.b. 17:19 57. Ólafur Gunnarss. Ófól.b. 17:30 58. ÁsgeirTheódórsson KR 17:33 59. Jón Guölaugsson HSK 17:38 60. Hafliöi Kristjánsson ÍLS 17:40 61. Arnar Halldórsson Ófól.b. 17:48 62. Jón G. Jónsson Ófól.b. 17:48 63. Úlfar Aöalsteinsson ÍR 17:51 64. Ásgeir Guönason KR 17:53 65. Brynjólfur Gíslas. Leikni 17:54 66. Siguröur Ásgrimss. Ófél.b. 17:55 67. Eiríkur Þorsteinsson IT 17:58 68. Ólafur Ragnarsson ÍR 18:04 69. Ingimundur Birnir 02 18:11 70. Birgir Þ. Jósafatss. Ófól.b. 18:12 71. Björn Sigurösson 02 18:15 72. Jón R. Guömundsson SV 18:22 73. Siguröur Sigurösson Ófól.b. 18:25 74. Jón S. ólafsson TL 18:26 75. Hreinn Sigmarsson ÍLS 18:28 76. Þorvar Hafstein SV 18:29 77. Kristján Eggertsson KR 18:34 78. MagnúsEgilssonSV 18:37 79. Vilhjálmur Matthíass. Ófél.b. 18:37 80. Friörik E. Jónsson ófél.b. 81. TómasZoega ÍR 82. Friðrik Hilmarss. Ófól.b. 83. Siguröur Ingvarss. UMFK 84. Páll Árnason IT 85. Hilmar Janusson 02 86. Þórir Steinþórsson HSÞ 87. Gísli Guömundsson Ófél.b. 88. Þorsteinn Ólafss. Ófól.b. 89. Jón Hilmarsson UMFK 90. Björn Z. Ásgrímsson IT 91. Árni Sigurðsson Ófól.b. 92. Geir Oddsson 02 93. Halldór Eiríksson IT 94. Starkaöur Barkars. UMFK 95. Freygarður Þorsteinss. 96. Þorbjörn A. Sveinsson ÍR 97. Derek Young Ófél.b. 98. HilmarThorarensen HSS 99. Jón G. Ægisson ÍK 100. Siguröur Þorsteinss. ÍR 101. Þórður Jónsson ÍLS 102. Haukur AlfreÖsson IT 103. Rúnar Gunnarsson SV 104. Ómar Franklinss. UBK 105. Ingi Þór Einarsson KR 106. Guðmundur Brynjólfss. ÍR 107. Sverrir Ólafsson SV 108. Friðrik S. Gylfason Val 109. Guöbrandur Siguröss. TL 110. Vilmar Petersen sr. SV 111. Frank Fetscher Ófél.b. 112. Már Másson 02 113. Páll A. Jónsson TL 114. Óli K. Vilmundarson SV 115. Hilmar Petersen Fram 116. Ólafur Ö. Jósepsson ÍR 117. Ólafur Kjartansson KR 118. Kjartan Ó. Ólafsson KR 119. Þórir Stephensen Ófél.b. 120. Friðrik Halldórsson IT 121. Karl F. Jónsson ÍR KONUR: 1. Marta ErnstdóttirÁ 2. Hulda PálsdóttirÁ 3. Steinunn Jónsdóttir Á 4. OddnýÁrnadóttir ÍR 5. Dagbjört Leifsdóttir HVÍ 6. Ásta M. Ásmundsdóttir 02 7. Guörún Sveinsdóttir UÍA 8. GuörúnZoegaÁ 9. Bryndis ErnstdóttirÁ 10. Fríða Bjarnadóttir UBK 11. Sigríður Eggertsd. KR 12. Hrönn Harðardóttir HVÍ 13. Friöa Þóröardóttir UMFA 14. Fanney Sigurðardóttir Á 15. Helga ÞórhallsdóttirÁ 16. Helga Rúnarsdóttir SV 17. Sigurbjörg Eöavarðsdóttir Ófél.b. 18. Vigdís Jónsdóttir ÍR 19. Stefanía Kjerúlf ÍR 20. Björg Kristjánsd. Ófél.b. 21. Kristín F. Birgisdóttir ÍR 22. Marsibil Hjaltalín ÍR 23. Björg Friöriksdóttir IT 24. Svana Ósk Jónsdóttir 02 25. Sigrún Halldórsdóttir SV 26. Bryndís Gísladóttir ÍR 27. Vilborg Haröardóttir IT 28. Ingibjörg Óskarsdóttir IT 29. Anna Lára Steingrímsd. IT 30. Eva Fetscher Ófél.b. 31. Pia Dahl Ófél.b. 32. Hafdís Steingrímsd. IT 18:38 18:46 18:55 19:03 19:04 19:08 19:18 19:19 19:22 19:23 19:25 19:27 19:30 19:31 19:33 19:35 19:36 19:46 19:48 19:49 19:57 19:59 20:00 20:03 20:07 20:16 20:20 20:35 20:49 20:52 20:59 21:24 21:25 21:48 21:52 21:55 22:09 22:14 22:15 22:31 23:35 25:49 15:21 15:57 16:14 16:50 Björn Pétursson og Björn Traustason. í meyjaflokki varð Guðrún Zoega Á fyrst í mark, þá Bryndís Ernstdóttir Á og þriðja Fríða Þórðardóttir UMFA. í flokki karla 30 ára og eldri urðu fyrstir Sighvatur Dýri Guðmundsson ÍR, Fred Schalk ÍR og Jóhann Heiðar Jóhannsson ÍR. í flokki kvenna 30 ára og eldri urðu fremstar Fríða Bjarnadóttir UBK, Vigdís Jónsdóttir (R og Björg Kristjáns- dóttir, sem er ófélagsbundin. Elzta konan, sem lauk hlaupi, var Vilborg Harðardóttir, starfs- mannasveit Iðntæknistofnunar, og elzti karlmaður Jón Guðlaugs- son HSK. SVEITAKEPPNIN: 3ja manna sveit karla: Morgunblaðsbikarinn: 1. FH 7 stig 2.1'R 22 stig 3. KR 29stig 4. ÍR-b 43 stig 5. UMFK 46 stig Alls luku 27 sveitir keppni 5 manna sveit karla: Morgunblaðsbikarinn: 1. FH 42 stig 2. ÍR 45 stig 3. KR 50 stig 4. UMFK 104stig 5. ÍR-b 105 stig Alls luku 14 sveitir keppni 10 manna sveit: Morgurtblaðsbikarinn: 17:36 1.ÍR 109 stig 17:32 2. KR 176stig 17:54 3. UMFK 261 stig 18:18 4. ÍR-b 280 stig 18:18 18:34 3ja sveina sveit: 19:02 Morgunblaðsbikarinn: 19:09 1.FH 6 stig 19:10 19:11 2. ÍR 15 stig 20:01 20:18 30 ára og eldri: 20:42 Morgunblaðsbikarinn: 20:50 1.ÍR 6stig 21:12 2. l'R-b 15 stig 21:38 3. SV 29 Stig 21:54 22:32 23:35 23:38 24:00 24:05 24:10 24:51 24:54 24:55 24:59 25:48 KONUR: 3ja manna sveit: Morgunblaðsbikarinn: 1. Ármann 6stig 2. Á-b 18stig 3. ÍR 23 stig 4- iR-b 36 stig 5. IT 47 stig i sveinaflokki urðu fyrstir FH-ingarnir Finnbogi Gylfason, 3ja meyja sveit: Bikar Júlíusar Hafstein: 1. Á 2. ÍR 6 stig 15 stig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.