Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.04.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL1986 fclk f fréttum Irland Tefla V-Þyskaland 4*--..- Kýpur lFRIIl SlIlUin Austurríki______lnmiTYI lUg LIIIl Sjónvarpið sýndi í gærkveldi þriðja þáttinn þar sem lögin er írland, Belgía, Vestur-Þýska- land, Kýpur og Austurríki senda í Eurovision-keppnina voru kynnt. Við höfum getað aflað okkur upp- lýsinga viðkomandi öllum lögunum nema því frá Belgíu. Framlag íra að þessu sinni er lagið You can count on me, sungið af Luv Bug hópnum, lagið eftir Kevin Sheerin. Luv Bug koma frá Newry í County Down. Hópurinn samanstendur af tveimur stúlkum og þremur piltum. Þau hafa leikið saman í tæp fjögur ár og átt nokkur metsölulög á írlandi. Majella Grant og Max Cunningham stóðu fyrir stofnun hópsins á sínum tíma. Majella leikur á trommur og syngur. Hún hefur innréttað bílskúrinn hjá sér þannig að þar getur hópurinn æft sig, sungið, dansað og stundað líkamsrækt. Max er vélfræðingur að mennt og var kennari um hríð. Hann hefur lengi fengist við tónlist og lærði á klassískan gítar. Ricky Meyler syngur og leikur á hljóm- borð. Hann stundaði nám við „The London College of Music" í tvö ár. June Cunningham er aðalsöngvari hópsins og hefur unnið til margs konar verðlauna fyrir söng. Hún og Majella forma sviðsframkomu Luv Bug. Söngvarinn Hugh Cunn- ingham er þriðji meðlimur Cunning- ham-fjölskyldunnar í hópnum. Hann hefur leikið á gítar í hljóm- sveitum síðan hann var 15 ára gamall. Vestur-Þýskaland sendir í ár Úber die Brúcke geh’n, sungið af Ingrid Peters, lag og ljóð eftir Hans Blum. Segja má að Ingrid hafí slegið í gegn árið 1975 er útvarpið í Saarbriicken útnefndi hana efni- legasta unga söngvarann það árið og fleiri tóku undir það. Hún hefur átt vaxandi vinsældum að fagna gegn um árin í heimalandinu og erlendis, vann m.a. til verðlauna á „The International Seoul Song Festival" í Suður-Kóreu í maí 1983. Hans Blum fæddist 1928 í Hannov- er og hefur um margra ára skeið verið í fremstu röð þýskra tónlistar- manna, hann syngur, semur lög og Ijóð og annast í þetta skipti hljóm- sveitarstjómina. Lög eftir hann hafa þrisvar sinnum áður verið fulltrúar V-Þýskalands í Euro- vision-keppninni. Hann hefur unnið til íjölda verðlauna og samið fyrir marga fræga söngvara s.s. Ivan Rebroff, Boney M og Hildegard Knef. Frá Kýpur kemur lagið Tora zo, sungið af Elpida o.fl., lag eftir Petros Yiannaki, ljóð eftir Phivos Gavris. Elpida, sem á grísku þýðir von, er mjög vinsæl söngkona á Kýpur og í Grikklandi. Hún byijaði snemma að fást við söng og sín fyrstu verðlaun fékk hún 1972 í söngkeppni í Þessalóníku. Arið 1973 var hún útnefnd vinsælasta ggíska söngkonan af gríska ríkisút- Ingrid Peters: V-Þýska- land. ■ -I Kýpur. LuvBug hópurinn: írland. Timna Brauer: Austurríki. varpinu. Elpida hefur haldið tón- leika víða um heim og unnið til margs konar verðlauna í ýmsum löndum. Hún hefur sungið inn á margar plötur og var fulltrúi Grikk- lands í Eurovision-söngvakeppninni 1979. P. Yiannaki fæddist í London 1953 og lagði stund á auglýsinga- tækni og markaðsmál við „Kingston Polytechnic". Hann flutti til lands feðra sinna, Kýpur, árið 1983. Tón- listamám hóf hann ekki fyrr en 1982, en vann til verðlauna í söngvakeppninni í Þessalóníku 1985, er lag hans varð í þriðja sæti af 300. P. Gavris fæddist í Nikósíu 1951 og stundaði nám í grísku og bókmenntum í Aþenu. Hann er ljóðskáld og hafa ljóð hans verið gefín út og samin lög við mörg þeirra. Austum'ska lagið heitir Die Zeit ist einsam, sungið af Timnu Brauer, lag eftir Peter Janda, ljóð eftir Peter Comelius. Brauer-fjölskyldan var vön að syngja og spila saman fram eftir kvöldi a.m.k. einu sinni í viku, þannig að það lá beint við að Timna legði stund á tónlist. Hún hefur m.a. áhuga á jazz og hefur sungið töluvert af slíkri tónlist. Timna var við nám við Sorbonne í París þegar henni var boðið að taka þátt í sönglagakeppninni fyrir hönd lands síns. Lagasmiðurinn P. Janda fædd- ist í Vínarborg árið 1955 og stund- aði píanónám og lagasmíð við „The High School for Music and Perform- ing Arts“ í Vín. Hann þykir mjög góður hljómborðsleikari og hefur leikið undir á mörgum plötum. Þá vitum við það, hvað varðar þessa ágætu listamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.