Morgunblaðið - 11.05.1986, Side 26

Morgunblaðið - 11.05.1986, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 Það fer ekki margt firamhjá honum Svo eitrar hann reglulega Við gerum eins og við getum til að forðast óþrif á plöntunum okkar. Metsölublað á hverjum degi! Gróðrarstöðin við Hagkaup Skeifunni sími 82895 lega samstæð — eða einmitt þess vegna. Allir eru þeir alvarlega þenkjandi og yfirvegaðir myndlistarmenn, sem reyna að vinna myndverk sín til hlítar og höndla þar með innri lífæðir myndflatar og rúmtaks. Þetta kemur mjög greinilega fram í fjölþættum myndverkum Peter Esdaile, sem eru í senn unnin í tví- og þrívídd. Gott dæmi eru myndir hans „Gepetto" annars vegar, sem unnin er í tvívídd og hinsvegar myndverkið „Mon Pére“ (5) svo og „Sjaman" þar sem tvívíð- ir litafletir og rúmtak vinna saman. Síðasttalda myndin er mjög sér- kennileg, mögnuð og sterk og getur í senn minnt á norskar hefðir sem og hámarks nýlist. Þá er henni einkar vel komið fyrir í uppsetningu og lýsingu. Jöm Nielsen er gott dæmi um málara, sem með brögðum mark- vissrar litasamsetningar tekst að halda miklum form- og litrænum sviptingum á myndfleti í skefjum. Myndir hans eru áhrifaríkar og þróttmiklar og því virðist fullþröngt um þær í kjallarasölunum vegna lítillar lofthæðar og einnig full- margra rúmfrekra mynda. Ulf Valde Jensen virðist vera óhemjan í hópnum og myndir hans sverja sig sumar í ætt við hið villta í villta málverkinu, einkum mál- verkið Deviris" (10). Hann vinnur einnig í grafík og þar tekst öllu betur að hemja myndmálið. Myndhöggvarinn Axel Tostrup heggur í hvítan marmara og gerir það af alúð og tilfinningu. Mikið rétt, sem hann sjálfur segir, að áhrifa gæti frá Brancusi, en Tos- trup fer þó sínar eigin leiðir. Eftir- minnilegur er skúlptúr hans, er nefnist „Hvít drottning" og er á bláum tréstöpli — hér er samræmið mikið og einnig í verkinu „Hlutur" XI, í myndverkum Tostrups fer saman rík tilfinning fyrir formi og áferð, og þau eru ekki eins lík hvert öðru við nánari skoðun og mörgum mun virðast í fyrstu. í þessum verkum sínum í kjall- arasölum Norræna hússins sýna listamennimir á sér nýja hlið og þau hafa ekki verið sýnt opinber- lega áður. Allir eru þeir félagar á besta aldri og vafalítið 'á öru þroskaskeiði, þannig að við öllu má búast af þeim í framtíðinni. Þeim fylgja góðar óskir á listabrautinni og miklar þakkir fyrir komuna. Bragi Ásgeirsson Munið mæðra- daginn. Úrval af pott- aplöntum og afskornum blómtun. Góðir gestir IWyndlist BragiÁsgeirsson Það leika ferskir vindar um sýn- ingarsali Norræna hússins um þess- ar mundir, líkast vorboða eftir nokkur hret á undanförnum misser- um. Ekki er vanþörf á, að þessir ágætu sýningarsalir endurheimti fyrri sess sinn í vitund listunnenda og endurheimti þá jöfnu aðsókn, er sýningar hlutu þar fyrstu árin auk vinsælda meðal virkra mynd- listarmanna. Er sýningarsölunum stórfjölgaði á höfuðborgarsvæðinu á nokkrum árum samfara því, að um skeið var að nokkru slakað á kröfum um gæði sýninga á staðnum, minnkaði aðsóknin jafnt og þétt, hvað al- mennar sýningar snertir. Það var líkast því sem menn hafi ekki verið viðbúnir slíkri samkeppni og ekki risið undir henni né áttað sig á því, hvernig bregðast skyldi við. En það er vissa mín, að um leið og fólk veit, að það getur jafnan gengið að áhugaverðum og vönduðum sýn- ingum á þessum stað, muni fasta- gestum fjölga aftur. — Það er norski listahópurinn „Deviris“, sem á heiðurinn af þeim uppörvandi ferskleika, er ríkir í salarkynnunum þessa dagana, en í honum eru þrír málarar og einn myndhöggvari. Málararnir eru þeir Peter Esdaile, Ulf Valde Jensen og Jöm Nielsen, en myndhöggvar- inn Axel Tostrup. Listhópurinn sem var stofnaður árið 1983, kom fyrst fram í Gallerí F-15 í Moss árið eftir og var honum mjög vel tekið af löndum sínum, en meðlimimir starfa jafnt á megin- landinu sem heima. Þeir félagar leitast við að vera vel inni í þeim hræringum, sem eiga sér stað í nýlist meginlandsins án þess að glata um leið hinum norska uppruna sínum. Stefnumörkin, em mjög til eftir- breytni og einkum vegna þess að hér er ekki á ferð lítilsiglt orðagjálf- ur, heldur fúlasta alvara, og því gengur dæmið upp, er best lætur. Þá eru þeir félagar alls óhræddir við að viðurkenna áhrif utan að og nefna jafnvel nöfn heimskunnra listamanna ásamt stefnum, stíl- brögðum og þjóðfélagshræringum. Slíka hreinskilni kann sá, er hér ritar, vel að meta, því að hún er heilbrigð og ber vott um, að viðkom- andi hafi brotist út úr öfugsnúinni norrænni einangrun, sem kemur m.a. einmitt fram í hræðslu við að viðurkenna áhrif frá öðrum lista- mönnum og heimfæra list sína við sjálfsprottna einhverfa lifun . . . Listamennirnir eru allir á svipuð- um aldri, tveir þeirra fæddir 1945, en tveir 1947. Þeir eru þannig af svipaðri kynslóð og t.d. Einar Há- konarson, Gunnar Örn, Jón Reyk- dal, Sigurður Örlygsson o.fl. og eiga ýmislegt sameiginlegt þeim í hugs- unarhætti, þótt um mjög ólíka mál- ara sé að ræða. Það sem þeir eiga sameiginlegt er, að þeir leita fijálslega að mynd- efni úr umhverfi og samtíma — láta hér gamminn geisa, að því er segja má og hafa þó til að bera yfirvegaða fágun ef svo ber undir. Myndefnið getur verið ástleitið í besta lagi (erótískt), og tengist alþjóðlegum straumum og viðhorfum í myndlist samtíðarinnar. Ég nefni þetta hér vegna þess, að það skiptir nokkru, að menn geri sér grein fyrir því, að þessi kynslóð norrænna myndlistar- manna, er fæddist í lok og eftir síðustu heimsstyijöld, hefur margt sameiginlegt og gengur út frá skyldum grundvallaratriðum í list sinni. Þetta jafnvel þrátt fyrir gjör- ólíkt upplag og skólun. Það kemur og fram á sýningunni í Norræna húsinu, að listamennirnir eiga fátt sameiginlegt annað en aldurinn og grundvallarskoðanir í myndlist og þó er sýningin merki- ★ GO-KART ★ KOLKRABBI ★ HRINGEKJA ★ KLESSUBÍLAR ★ KLESSUBÁTAR ★ SKILVINDA ★ SKOTBAKKAR ★ TOMBÓLUR O.FL. FRÁBÆR FJÖLSKYLDÖ SKEMMTUN Æ Opið virka daga 14.00-22.00 og um helgar 12,00-22.00.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.