Morgunblaðið - 11.05.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.05.1986, Qupperneq 33
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR11. MAÍ1986 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1986 33 fttttgmtÞlafrife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Ein þjóð í einu landi Samtökin Líf o g land efndu nýlega til ráðstefnu á Akureyri undir heitinu: Ein þjóð í einu landi. Þar var rætt um það, sem skilur á milli þéttbýlis og dreifbýlis. Af frásögn blaðamanns Morgunblaðsins, sem sat ráð- stefnuna, má ráða, að þar hafí enn einu sinni komið fram sú skoðun, að flest sem aflaga fer á landsbyggðinni sé í raun Reykvíkingum til góða. Þetta er hættuleg kenn- ing, svo að ekki sé meira sagt. Eins og yfírskrift ráðstefnu Lífs og lands ber með sér erum við ein þjóð í einu landi. Bjöm Dagbjartsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, komst réttilega að orði, þegar hann sagði á ráðstefnunni: „Hitt er staðreynd að þegar vel gengur hjá atvinnuvegun- um úti á landi þá er líka gróska í Reykjavík og suð- vesturhomið blómstrar ekki ef illa gengur annars staðar á landinu." Tómas Ingi Olrich, menntaskólakennari á Akur- eyri, rakti þróun búsetu í landinu. Um aldamótin bjuggu 78,5% þjóðarinnar í sveitum, nú búa þar um 9%, rúmur helmingur þjóðarinnar býr í Reykjavík eða nágrenni. Tómas Ingi vék að sálrænni hlið þessarar þróunar, ef svo má segja, og komst þannig að orði: „Otalin em þau áhrif búsetuþróunarinnar, sem erf- iðast er að skilja, skilgreina og meta, en hafa þó ugglaust mest áhrif á þjóðmenningu okkar. Hér er átt við siðferði- leg viðhorf höfuðborgarbúa til sjálfra sín annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar, og svo á hinn bóginn sjálfsímynd og sjálfsvirðing landsbyggðarinnar og viðhorf hennar til höfuðborgarinnar." Tilvitnun blaðamanns Morgunblaðsins í ræðu Tóm- asar Inga lýkur með þessum orðum: „íslendingar lifa í tveimur heimum. Öðmm er tekið blóð, hinum er gefíð vítamín. Síðasta blóðtakan heitir fastgengisstefna, nýj- asta vítamínið em lækkaðir innflutningstollar.“ Sú spuming vaknar, hvort þessi síðasta skilgreining á hinum sálræna vanda, sem byggðaþróunin hefur haft í för með sér, fær staðist. Er það svo, að fastgengisstefnan jafngildi blóðtöku á lands- byggðinni en lækkun inn- flutningstolla sé vítamín fyrir höfuðborgina? í Morgunblað- inu á fimmtudag er birt erindi eftir Brynjólf Bjamason, for- stjóra Granda hf., hins mikla útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækis í Reykjavík. Brynjólfur segir meðala annars: „Um áratuga skeið hefur verið litið á gengi íslensku krónunnar sem eins konar afgangsstærð. í fáum orðum sagt, þá hafa fyrst verið tekn- ar ákvarðanir um fjárfesting- armál, launamál, byggðamál og peningamál, sem iðulega hafa skapað eftirspumar- þrýsting og slök afkomuskil- yrði fyrir útflutningsgreinar og samkeppnisiðnað. Til þess að láta afleiðingar ekki bitna á þeim atvinnurekstri sem á í erlendri samkeppni, hefur gengi verið fellt eða látið síga. Sama hefur verið gert, þegar dregur úr sjávarafla eða markaðsskilyrði ytra em erf- ið. Afleiðingin er hins vegar alltaf sú sama. Innlendri eftir- spum er haldið uppi og víta- hringur verðbólgu og gengis- lækkunar helst við.“ Sá skoðanamunur, sem hér er lýst, byggist ekki á ólíkum stjómmálaviðhorfum, heldur á hinu, hvaðan litið er á vandamálið. Brynjólfur Bjamason bendir réttilega á það í erindi sínu, að stærri þjóðir en hin íslenska hafa talið sér fyrir bestu að afsala sér ákvörðunarvaldi um skráningu eigin gjaldmiðils með samningum við aðrar þjóðir. „Þannig hafa þær í raun orðið efnahagslega ör- uggari, þar sem fjárhagurinn hefur batnað, þótt nokkm sjálfræði í hagstjóm hafi verið fómað,“ sagði Brynjólfur. Sé það skoðun þeirra, sem hvað mest hafa hugleitt byggðaþróun á íslandi og orsakir hennar, að festa í gengisskráningu stangist á við hagsmuni íbúa hinna dreifðu byggða í landinu, er nauðsynlegt að ræða það mál til hlítar. Við emm ein þjóð í einu landi og verðum að uppræta allt, er stuðlar að annarri skoðun; það ætti að vera tiltölulega auðvelt, þegar um peningamál er að ræða, hitt er flóknara að taka á sálræna vandanum. Island er sameign okkar allra, gæði þess og auðlindir. Við eigum að nytja þessa eign á sem arðvænlegastan hátt — og þá ekki sízt hafsvæðin umhverfis landið. En þá erum við komin að umhugsunar- og deiluefni sem erfitt er við að eiga, þ.e. nýtingu fiskimiðanna og auðlinda hafsins og hafs- botnsins. Þar sýnist sitt hveijum eins og oft vill verða. Stjórnvöld hafa framselt útgerðinni réttinn til að sækja fiskimiðin og nýta þau og jafnframt að ráðstafa aflanum að eigin geðþótta, en sú ákvörðun er harla umdeild og tala sumir jafnvel um að stjómvöld hafi enga lagalega heimild til að setja á kvótakerfi eins og gert hefur verið, né einstakir útgerðarmenn siðferði- legan rétt til að ráðastafa aflanum að eigin geðþótta. Það em einkum þeir sem að fiskvinnslu starfa, sem gagnrýna þetta fyrirkomulag, svo og einnig ýmsir sem sækja sjóinn og hafa orðið undir í kapp- hlaupinu um kvótann. Sums staðar hefur fiskvinnslan þó tekið þátt í gámaútflutningi og náð samkomu- lagi um skipulag arðsins við sjómenn og útgerðarmenn. Skipulags og samstarfs er þörf við nýtingu auðlinda hafsins, það eru menn farnir að skilja, og því má ekki gleyma að gámafiskur hefur sums staðar reist kollsiglda útgerð við, jafnvel komið í veg fyrir gjaldþrot útgerðarfélaga vegna þess hversu útflutningur á óunnum, fersk- um gámafiski hefur verið útgerðarmönn- um miklu hagkvæmari en sala til fisk- vinnslustöðva, bæði í frystingu og saltverk- un. Þessi staðreynd mælir að sjálfsögðu með því að útgerðarmönnum ætti að vera heimilt að ráðstafa aflanum að eigin vild. En á því máli eru þó einnig tvær hliðar. Menn eru ekkert ánægðir með það að flytja út atvinnu, ef svo mætti segja, enda þótt þeir fái meir en tvöfalt verð fyrir aflann eins og á sér stað um botnfiskinn, jafnvel allt að fímmfalt verð þegar kolinn er fluttur út í gámum, en hér heima fæst lítið sem ekkert fyrir hann. Það ætti a.m.k. enginn að hafa neitt á móti gámaút- flutningi á kola, sem hægt er að koma í sambærilegt verð á brezkum markaði og um væri að ræða fyrsta flokks botnfisk í frystingu. En sóknin á miðin verður að vera háð markaðslögmálum. Menn veiða eins og ábatasamast er og selja þar sem mest fæst fyrir fiskinn. Kvótakerfíð hefur því ekki komið í veg fyrir að framfylgt sé lögmálum framboðs og eftirspumar, þ.e. markaðslögmálum. Þetta mál verður ekki frekar en önnur Ieyst með boðum og bönnum, lögmál markaðarins verður að ráða. Gámafiskurinn gefur að sögn jafn mikið í aðra hönd og og fullunninn fiskur á kröfuharðasta markaði okkar í Banda- ríkjunum, jafn óskiljanlegt og það er. Það er því ekkert undarlegt þótt sjómenn og útgerðarmenn vilji fá skýringar á því hvemig þetta megi vera. Og það er athygl- isvert, því verður ekki neitað, að óunninn ferskfískur er seldur jafn háu verði í Evrópu og gæðafískur sem snyrtur hefur verið af natni og kunnáttu og seldur fryst- ur á Bandaríkjamarkað, svo að dæmi sé tekið. En við verðum einnig að gæta dýrmæt- ustu markaða okkar, ekki síst vestan hafs, og kasta ekki hagsmunum landverkafólks í fískvinnslustöðum fyrir borð. Það á einnig kröfur til mannsæmandi lífs og arðvæn- legrar atvinnu. Sameign okkar allra Sumir em þeirrar skoðunar að séreign- arskipulag á fískimiðum sé bezta lausnin en sá hængur er á því áð engir einstakling- ar eiga hafsvæðin, fískimiðin em sameign okkar allra eftir íanga og harða baráttu allrar þjóðarinnar fyrir rétti sínum. Fisk- veiðilögsagan að 200 mílum var til skamms tíma alþjóðlegt yfirráðasvæði sem síðar féll í skaut íslendinga. Sumir segja að ekki sé hægt að selja eða gefa miðin nema þá með því að skipta þeim meðal landsmanna allra, t.a.m. með því að senda eigendunum, þ.e. öllum landsmönnum, hlutabréf í þessu fyrirtæki. Segja mætti að það væri lýðræð- islegasta aðferðin og sú sem allir ættu að geta komið sér saman um. Þó er það vafasamt svo að ekki sé meira sagt. Þessi hugmynd minnir á hugmyndir breska hagfræðingsins Samuel Brittan, sem gerði það að tillögu sinni að Bretar fengju í pósti hlutabréf í fyrirtækinu sem á Norður- sjávarolíuna, enda eigi enginn hefðbundið tilkall til hennar. Síðan gætu menn selt eða haldið þessum hlutabréfum að vild. Það er ekki fráleitt að minna á þessar hugmyndir til íhugunar, þó ekki hafi þær orðið ofan á í Bretlandi. Hitt er annað mál að slíkt mætti auðveldlega gera við stórfyrirtæki eins og Landsvirkjun og einhver fyrirtæki önnur á vegum ríkis og sveitarfélaga. Þau gætu orðið almennings- hlutafélög. Og hvað væri á móti því að fiskimiðin væru það einnig, ef menn hefðu ekkert á móti því að orka fallvatnanna og aðrar sameiginlegar náttúruauðlindir væru það? Enginn vafí er á því að núverandi kvóta- kerfí er miðstýring. Sjávarútvegsráðherra skammtar aðganginn að miðunum með beinum eða óbeinum hætti. Varla er ástæða til að efast um að reynt sé að fara sanngjama leið í þessum efnum en þó er víða pottur brotinn og merkum sjósókn- urum hefur óvart verið refsað vegna óhappa fyrrum. Kvótakerfíð er tilraun til aðhalds sem er að sjálfsögðu nauðsynlegt, en hefur haft í för með sér erfíða og óvin- sæla fylgikvilla eins og kunnugt er. Mörg dæmi þess hafa verið nefnd án þess að reynt verði að tíunda þau hér. Markmið séreignar Tvennt er nauðsynlegt: að nytja miðin umhverfís landið eins og bezt verður á kosið, bæði með fyrirhyggju og arð í huga, en jafnframt að koma eins og unnt er í veg fyrir rányrkju og ofveiði. Ýmsir eru þeirrar skoðunar að séreignarskipulag hentaði bezt til að tryggja hvort tveggja. Einn þeirra er Hannes H. Gissurarson, sem skrifað hefur um það hvemig kvótakerfið geti orðið skynsamlegt, eins og grein hans í sjávarútvegsriti Heimdallar heitir, en hún birtist á síðasta ári. Hannes veit að sjálf- sögðu að greinin er mikil einföldun flókins vanda. En þær hugmyndir sem í henni birtast em allrar athygli verðar og fram hjá þeim verður ekki gengið þegar deilt er um nýtingu auðlinda hafsins og rætt um hvemig bezt sé að leysa vanda sjávar- útvegsins. Hannes er hrifínn af hug- myndum Rögnvaldar Hannessonar pró- fessors, sérfræðings í fiskihagfræði, sem komst að svipaðri niðurstöðu og hann, þ.e. að váranlegum og seljanlegum kvótum sé úthlutað í eitt skipti fyrir öll. Rökin fyrir þessu em mörg, s.s. að fískistofnanir séu lífsgæði sem skortur er á, en um öll slík lífsgæði gildi, að þau verði að skammta með einhveijum hætti. Hannes fullyrðir að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem ólmast gegn kvótakerfinu neiti að viður- kenna þessa staðreynd. Spurningin sé ekki hvort skammta verði aðgang að auðlind- inni, heldur hvernig eigi að gera það. Leiðimar séu tvær, miðstýring og sjálfstýr- ing. Ef kvótamir séu seljanlegir safnist þeir smám saman á hendur þeirra sem reka skip sín með lægri tilkostnaði en aðrir. Þeir geti keypt kvóta af hinum. Samkeppnin sé risastór skilvinda sem skilji ijómann frá undanrennunni og færi fjármuni frá óhagsýnu fólki til hagsýnna og fyrirhyggjusamra atvinnurekenda. Hannes hefur alltaf lagt mikla áherslu á þá hugmynd Adams Smith um ósýnilegu höndina, að eins gróði þurfí ekki að vera annars tap. Þau verðmæti sem fengjust með því að skilgreina séreignarrétt á físki- stofnunum (en hugmynd um kvótakerfíð sé hugmynd um eignarrétt), myndi ekki skapast nema með því að skilgreina sér- eignarrétt. Þau verði með öðrum orðum ekki til nema séreignarréttur sé til. Hann heldur því fram að offjárfesting í sjávarút- vegi miðað við aðra atvinnuvegi stafí að miklu leyti af því að auðlindin er ekki verðlögð rétt. Það megi veiða sama afla og fæst nú með helmingi minni tilkostnaði. Fyrir þá upphæð sem fór í að koma þessum 40, 50% upp hefði mátt reisa tvær Hraun- eyjarfossvirkjanir og selja síðan rafmagnið þremur, fjórum álverum en það hefði veitt Qölda manna vinnu og malað tugum þús- unda íslendinga gull. Einhvers staðar verði ungt fólk á íslandi sem fer út á vinnumark- aðinn á næstu árum að fá atvinnu. Ef séreignarréttur hefði verið, þá hefði þessi tegund sóunar ekki komið til. Þá hefði verðmætum ekki verið fleygt út um gluggann. Þá hefði sami afli kostað miklu minna og því verið meira til skiptanna. Ástæðan til þess að Hannes vill að út- gerðarmenn fái kvótann í sinn hlut er sú að þeir verði að vera seljanlegir og við- skipti með þá sem auðveldust til þess að viðskiptin nái tilgangi sínum. Ef áhafnir eigi kvótana þá verði viðskipti mjög erfíð því menn komi og fari í áhafnir. Því ein- faldari sem eignarréttur og lífsgæði séu, því auðveldari verði viðskipti með þau og því auðveldari sem viðskipti séu, því hag- kvæmari verði nýtingin. Ennfremur telur Hannes að útgerðarmenn eigi meira tilkall til fiskistofnanna en aðrir landsmenn af því að þeir hafi stundað sjóinn og sótt í hann verðmæti marga mannsaldra. Ýmsir munu áreiðanlega hafa sitthvað við þetta að athuga, og þá ekki sízt sjó- menn og landverkafólk sem hefur sótt afkomu sína í þennan sama afla, og raunar öll íslenzka þjóðin, sem hefur lifað á físki- miðunum og gerir enn. Forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, Friðrik Pálsson, er þeirrar skoðunar að bezt færi á því að fiskvinnslustöðvamar ættu kvótann, því þær mundu haga veiðum á þann hátt að sem mestur arður félli í sem flestra skaut. Þá yrði komið í veg fyrir deilur eins og þær sem upp hafa risið undanfarið um það hvemig nýta skuli aflann. Þeir sem hlotið hafí kvótann verði að nýta hann með hagsmuni sem flestra í huga en ekki einungis þeirra sem sjóinn sækja eins og t.a.m. í Vestmannaeyjum þar sem ferskfískur hefur verið sendur til útlanda í gámum án þess að fískvinnslufólk kæmi þar nálægt eða væri um það spurt. Þessi þróun gæti haft slæmar afleiðingar ef skortur yrði á þeim físki sem mikilvæg- asti markaður okkar í Bandaríkjunum sækist eftir. En þá mætti svara því til að verkaskipting er nauðsynleg í þjóðfélagi eins og okkar og vinnslustöðvunum sé hollast að kaupa hráefnið af þeim sem hafa auðlindimar. Þannig kaupa slátur- húsin hráefni af bændum en þar mætti vera meiri samkeppni um vörana. Fiskeld- isstöðvar gegna að vísu svipuðu hlutverki og Friðrik Pálsson talar um. Samræmaþarf ólík sjónarmið Þama stangast á hugmyndir sjávarút- vegsráðherra og margra stjómmálamanna um miðstýringu, sjómanna og útgerðar- manna um séreign og þeirra sem starf- rækja fiskvinnslustöðvar eins og frystihús um nýtingu aflans. Þessi sjónarmið þarf að samræma ef vel á að fara en það verður hvorki gert með einföldum miðstýringarað- ferðum né séreignarskipulagi sem byggir á vafasamri hefð sem á ekkert skylt við það þegar landnámsmenn helguðu sér jarðir hér á landi sem síðan hafa gengið kaupum og sölum eins og eðlilegt var. Eitt sinn átti kirkjan ísland að mestu, síðan kóngur, nú við öll. ' Hafsvæðin era ný eign allrar þjóðarinn- ar og um það yrðu stórátök ef gefa ætti þetta fjöregg einhveijum fáum útvöldum, jafnvel skussum sem ekki hafa til þess unnið. Á þessu máli era því augsýnilega margar hliðar. Það er nauðsynlegt að skoða þær allar og reyna að gera upp hug sinn án þess að upp úr sjóði. Eignarréttur á óbyggðum íslands og hafsvæðum sem engum heyra til nema þjóðinni allri er viðkvæmt mál sem menn skyldu ekki flytja einstrengingslega og án víðsýni eða tillits til þeirra sem engar eða litlar kröfur hafa gert til sémytja og yfírráða. Menn skyldu einnig muna það að senn kemur að hafs- botninum. Hver á að nytja hann? Hver á að eiga hann? Ef olía fínnst á íslenzku landgranni mun hún ekki verða afhent þeim orðalaust sem þar hafa öðram fremur skarkað með tól og tæki, ekki frekar en eitthvert mesta orkusvæði heimsbyggðar- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 10. maí innar, Vatnajökull, verður afhentur ein- hvetjum sérstökum gæðingum þegar að því kemur að nýta orkuna sem í iðram hans býr. Menn skyldu því ekki telja að það gæti leyst allan vanda ef sjávarútvegs- ráðherra úthlutaði kvótunum til fullrar eignar en ekki aðeins til tímabundinnar nýtingar, þ.e. að núverandi kvótakerfí yrði breytt í séreignakerfi. Menn skyldu ekki heldur gleyma hugmyndinni um auðlinda- skattinn, þótt Hannes Hólmsteinn telji að hann feli í sér þjóðnýtingu miðanna og loks hafa þær raddir heyrzt að arðvænleg- asta nýting miðanna gæti verið sú að bjóða þau upp og afhenda þau tímabundið hæstbjóðanda til skynsamlegrar nýtingar — og þá án tillits til þess hvort um væri að ræða innlendan aðila eða erlendan. Utflutningur á ísuðum gámafiski sé hvort eð er útflutningur á atvinnu. íslenskir sjó- menn veiði ferskan físk án þess að innlent vinnuafl sé notað við framleiðslu hans. Sú atvinna falli í skaut útlendinga. Enn aðrir segja að sjómönnum og útgerðarmönnum sé fijálst að flytja gámafiskinn út ef þeir tryggi fiskvinnslufólki einhvem mismun á verði físksins til vinnslu hér og á hagstæð- ari erlendum mörkuðum í Evrópu. Þannig yrðu útlendingar látnir greiða íslenzku landverkafólki betri laun en það nú hefur auk þess sem vinnuálagið yrði minna. Kolinn hefur t.a.m. verið á litlu verði á heimamarkaði og þá helzt heilfrystur fyrir lítið verð á Rússlandsmarkað. Fengizt hefur allt að því fímmfalt verð erlendis fyrir hann, en vegna eignar okkar allra á fiskimiðunum ætti einhver hluti þessa fimmfalda verðs að falla í skaut íslenzku verkafólki. Kristján Ragnarsson er ekki sammála slíkum málflutningi og er það að vonum. Hann telur hefð fyrir því að togaramönnum sé bezt treystandi til að nytja miðin, en t.a.m. alls ekki fískvinnsl- unni. Óeðlilegt sé að útvegsmenn þurfí að sækja veiðirétt til annarra en stjórnvalda í samræmi við markmið um fískveiðistjóm- un eins og hann hefur komizt að orði í grein hér í blaðinu. Þó að fískveiðar verði öðram greinum frekar að vera í höndum kunnáttumanna, eins og Hannes H. Gissurarson segir í fyrmefndri grein sinni um kvótakerfíð, þá hafa þeir skyldum að gegna við aðra lands- menn, ekki sízt landverkafólk. Og við verðum að gæta þess að hafsvæðin lendi ekki á fárra manna hendur. Það gæti verið misnotað. Þau gætu orðið svo dýr að enginn gæti nýtt þau nema sem leppar erlendra stórfyrirtækja. Við megum ekki bjóða hættunni heim. Hitt er réttmætt að Hannes varpi fram spumingunni, hver sé ástæða til hinnar hagfræðilegu ofveiði og hvers vegna menn breyti svo óskynsamlega sem raun ber vitni, eða hvers vegna þeir hugsi ekki betur um eigin hag? Það sé einfaldlega vegna þess að ekki sé um neinn eigin hag að ræða. „Enginn á fískistofnana og enginn gætir þeirra því fyrir öðram," segir Hann- es. Reynt hefur verið að ráða bót á þessu með aðhaldi ríkisins og takmörkuðu afla- magni. Ný eign þjóðarinnar Séreignarskipulag á miðunum gæti að sjálfsögðu verið hagkvæmt því að menn rækta og ávaxta bezt það sem þeir eiga sjálfír. En það er ekki hægt að gefa mönnum annað en það sem gefandinn á sjálfur. Þannig er ekki hægt að gefa nein- um sérstökum mið sem við öll eigum og enginn öðram fremur. Allir landsmenn eiga miðin og ekki síður afkomu sína undir afrakstri þeirra. Bændumir helguðu sér aftur á móti jarðeignir þegar á landnáms- öld og mikið af landinu er í einkaeign samkvæmt erfðavenju. Hægt var að helga sér ónumið landsvæði en ekki lengur. Hafsvæðin urðu ekki eign neinna fárra útvalinna sem höfðu sótt sjóinn þegar 200 mílumar vora viðurkenndar. Nytjar og forréttindi þeim samfara veita engum eignarrétt, hvorki á landi né hafí. Við fengum landgrannssvæðið sem þjóð með alþjóðalögum um hafréttarmál. Fiskurinn er lífsbjörg okkar allra. Miðin sú gullnáma sem mest gefur af sér. Miðin eiga ekki að gegna sama hlutverki oer gullnámumar í Vesturheimi. Þau eiga ekki að vera forsenda þess villta vesturs sem engu þyrmir og leiðir til illinda og úlfúðar vegna græðgi og tillitslausra hagsmuna. Sjónarmiðin þarf að samræma. Varðveizla fískimiðanna, barátta gegn ofveiði og skynsamleg nýting fískimiðanna era hags- munir okkar allra, hvers og eins. Eins og- stórfyrirtæki Við eram iítil þjóð. Sum fyrirtæki í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum hafa jafn- marga starfsmenn og öll íslenzka þjóðin er. Þessir starfsmenn hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þeir þurfa að leggjast á eitt um að fyrirtækið sé samkeppnisfært á ströngum alþjóðlegum mörkuðum. Þetta er einnig okkar hlutverk. Og það era einnig okkar hagsmunir að þau verðmæti sem stórfyrirtækið ísland framleiðir standist samkeppnina á kröfuhörðum alþjóðlegum mörkuðum. En við höfum það framyfir stórfyrirtækin erlendu að hér ættu dugleg- ir og útsjónarsamir einstaklingar að geta hagnazt meira á þessari samkeppni en fjöldinn í stórfyrirtækjunum. Þar hverfur einstaklingurinn í mergðina. Tækifæri hans era af skornum skammti. Við eigum að stefna að því að breyta gæðum í mikil verðmæti en ekki magni í lítil verðmæti. Og við eigum að breyta litlu þjóðfélagi í verðmæta einstakiinga. Séreignarskipu- lagið er af hinu góða, það er hvetjandi. En það er ekki mikilvægara en frelsi og réttur einstaklinga. Dugnaður og útsjónar- semi era einnig mikil eign, dýrmæt eign. Og hvetjandi. Andstæða við doðann í austri. Við eigum að byggja upp þjóðfélag einstaklingsins sem ræktar trillukarlinn í okkur öllum. En við eigum jafnframt að búa svo um hnútana að sameiginlegar auðlindir okkar séu hvetjandi takmark, þannig að dugnaður og fyrirhyggja eins komi allri þjóðinni að fullu gagni. Og þeir sem láta sér ekki nægja hlutskipti trillu- karlsins, þeir sem vilja taka þeirri áskoran að sá grái er utar eiga ekki síður að hafa gott olnbogarými í þjóðfélaginu en hinir sem hverfa vilja í ijöldann og losna við áhættu. Það var hvorki góð hagfræði né örvandi hvatning til dáða þegar sjávarút- vegsráðherra var fyrir skemmstu spurður um það í sjónvarpinu hvað spyrillinn ætti að gera, ef hann vildi hefja útgerð. Þá svaraði ráðherrann: „Þú getur keypt þér trillu!" Auðvitað á hann að geta keypt þau skip sem dugnaður hans stendur til og nýtt þann kvóta sem hann gæti nýtt öðram mönnum betur. En til þess þarf hann að hafa svigrúm sem kvótakerfið í núverandi mynd veitir ekki. Vel má vera að leiga til langs en tak- markaðs tíma yrði heppilegasta lausnin. Þá gætu menn fengið svipaða tilfínningu fyrir miðunum eins og þau væra þeirra eign. Þannig hafa margir laxveiðimenn fengið svipaða tilfinningu fyrir ám sem þeir hafa tekið á leigu til langs tíma. Enginn hefur umgengizt þær betur eða nytjað þær af jafnmikilli fyrirhyggju og kurteisi og þessir áhugasömu einstaklings- hyggjumenn, bæði útlendir og innlendir. En leiga karfamiðanna við Grænland virð- ist ekki hafa tryggt Grænlendingum þær tekjur sem þeir hefðu getað haft, ef þeir hefðu nytjað miðin sjálfír. Hvað sem líður skoðunum Hannesar H. Gissurarsonar og samskoðunarmanna hans verður því ekki neitað „að fískimenn hefðu hag af því sem eigendur fiskistofnanna að koma sér saman um skynsamlega nýtingu þeirra“. Og einnig hitt „að þeir sem trúa á ríkis- forsjá geta trauðla fundið trú sinni stað í fiskveiðunum. Ríkið hefur lítið sem ekkert gert til þess að stöðva hina hagfræðilegu ofveiði — lítið sem ekkert gert til þess að fækka þeim handtökum, sem farið hafa til spillis. Öðra nær. Ríkið hefur beinlínis stuðlað að þessari ofveiði með ódýram lán- um og ábyrgðum á lánum til skipakaupa og með ódýram afurðalánum og ódýrri fyrirgreiðslu." Eignarrétturinn ér friðhelgur, jafnvel eignarréttur á hugmyndum, þótt þær minni á gamlan sokk eins og Kristján Karlsson yrkir um í meinfyndnu ljóði um ímyndaðan ráðherra og hvert okkar sem en Hver gamall sokkur á grein segir oss óðara til um vindáttina ein hugmynd yðar hæstvirtur ráðherra mun að öllu forfallalausu dingia lengst koma tímar koma ráð. Eignarréttur á sameiginlegum auðlind- um hlýtur einnig að vera sá eini sanni sokkur. Hann er friðhelgur við venjulegar aðstæður. En bezt fer á því að einkafram- takið annist nýtinguna þegar um sameigin- lega eign er að ræða, ekki ríkið, því þá fer allt í grænan sjó eins og sýnt var fram á í síðasta Reykjavíkurbréfí með tilvísun til, af hve lítilli virðingu Rússar umgangast „eignir sósíalismans". Það er rétt stefna að einstaklingar hafí samkeppni um að selja ferðir inn í óbyggðir, en það merkir ekki að þeir eigi smám saman eitthvert tilkall til öræfanna, né heldur að þeir sem reka áætlunarferðir um Sprengisand geti gert tilkall til hans einn góðan veðurdag, né heldur þeir sem selja aðgang að skíða- brekkum í Kerlingarfjöllum geti eignazt fjöllin einn góðan veðurdag vegna hefðar. Þó menn eigi ekki það sem þeir selja, geta þeir haft nægan metnað til að um- gangast það af kurteisi og fyrirhyggju. Þeir hafa nægilegt aðhald ef þeir þurfa að lúta samkeppni og markaðslögmálum. Þess vegna er hægt að selja ferðir til Þórsmerkur með mannsæmandi hugarfari og án tilkalls til eignarréttar á „söluvam- ingnum". Aths. í síðasta Reykjavíkurbréfí féll niður lína svo að merkingarbreyting varð. Þar var vitnað í enskt ágrip greinar Jónasar H. Haralz í Klemensar bók og átti setning- in að vera svohljóðandi: Markaðskerfi getur ekki verið virkt nema þar sem eigna- réttur er ríkjandi, né heldur er unnt að gera ráð fyrir að eignaréttur sé virtur nema þar sem markaðskerfi er virkt. Þetta leiðréttist hér í lokin, enda snertir það kjama þess efnis sem rætt hefur verið í tveimur síðustu Reykjkavíkurbréfum. En bezt fer á því að einkaframtakið annist nýtingnna , þegar um sameig- inlega eign er að ræða, ekki ríkið, því þá fer allt í grænan sjó eins og sýnt var fram á í síðasta Reykjavík- urbréfi með tilvís- un til, af hve lítilli virðingu Rússar umgangast „eignir sósíalismans“. Það er rétt stefna að einstaklingar hafi samkeppni um að selja ferðir inn í óbyggðir, en það merkir ekki að þeir eigi smám saman eitthvert tilkall til öræfanna. 4<
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.