Morgunblaðið - 11.05.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 11.05.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. MAÍ 1986 63 Hópur lœknisfrœðinema á ferð í Englandi fyrir nokkrum árum kom við í Liverpool og heimsótti hið heims- Grímur Sœmundsen á læknisstofu sinni. fræga knattspyrnulið samnefnt. Farið var á æfingu hjá liðinu og afhenti Grímur þá Emlyn Hughes, þáver- andi fyrirliði liðsins, Valsveifu. Á myndinni eru fslenski hópurinn ásamt mörgum leikmanna Liverpool. í Noregi 1973. „Ég er þarna í mjög skemmtilegri stellingu að hreinsa frá. Helgi Benediktsson er ( baksýn. Við vorum 2. flokkur Vals, að leika gegn liði er heiti Drummendal — vorum á keppnisferð í Noregi." Þegar Grímur kom inn í meist- araflokksliðið voru þar fyrir kappar eins og Jóhannes Eðvaldsson, Berg- sveinn Alfonsson, Alexander Jó- hannesson og Hermann Gunnars- son. „Þetta voru þeir eldri sem ég náði að spila með. Svo voru þama Dýri Guðmundsson, Ingi Bjöm Albertsson, Hörður Hilmarsson og Vilhjálmur Kjartansson. Síðar komu svo Albert Guðmundsson, Guðmundur Þorbjömsson, Atli Eðvaldsson, Magnús Bergs og Guðmundur Kjartansson og þar er kominn sá kjami sem bar hitann og þungann af velgengnisámnum 1976-80.“ Grímur hefur verð fyrirliði Vals- liðsins síðan 1981. „Búbbi var fyrir- liði er ég kom inn í liðið síðan var Ingi Bjöm fyrirliði árin sem Youri var hjá okkur og síðan Gummi Þorbjöms, en eftir að hann fór út í nám varð ég fyrirliði." Þú hefur ekki tekið á móti mörgum bikurum? „Nei, það em orð að sönnu. Ég tók við fyrirliðastöðunni, þegar liðið var á leið í lægð. 1981, er Víkingar urðu meistarar vom við reyndar í baráttunni vel fram eftir móti. 1982 vomm við svo í fallbaráttu og 1983 stóðum við nálægt því að falla í aðra deild. En þá sýndum við þann „karakter" sem kjaminn hefur, við unnum fjóra síðustu leikina í deild- inni, er langflestir höfðu afskrifað möguleika okkar á að hanga uppi. Þýski þjálfarinn, Klaus Peter, sem þjálfaði okkur þá var látinn víkja um mitt sumar og Siggi Dags tók þá við. Það var mikið gæfuspor. Hann náði að laða fram félagskennd okkar Valsmanna. Samstaðan sem þurfti náðist — Siggi hefði forystu um það. Það hefur alltaf verið mikið mál fyrir mér að vera Valsmaður, ég hef átt ógleymanlegar stundir í góðum hópi síðan ég var 6 ára gamall og mér fínnst ég alltaf skulda félaginu fyrir þátt þess í að skapa persónuleika minn.“ Svo lyftirðu þeim stóra í haust? „Já, og það var gífurlegur per- sónulegur sigur að taka við íslands- bikamum að Hlíðarenda — að standa þar uppi sem íslandsmeist- ari. Ég hætti með trega en geri mér grein fyrir því að það er ekki hægt að spila með að eilífu. Og auðvitað er stórkostlegt að geta stigið út með þessum hætti. í þessu sambandi get ég ekki látið hjá líða að minnast á Ian Ross þjálfara okkar Valsmanna síðastliðin tvö ár. Honum tókst að skapa sterkt og heilsteypt lið sem ekki gafst upp, þótt á móti blési og tókst að skapa með mönnum skilning á mikilvægi styrks liðsheildarinnar. Það hefði ekkert lið nema Valur getað unnið íslandsmeistaratitilinn með þeim hætti sem við gerðum síðastliðið keppnistímabil." Grímur lék aldrei í A-landsliði og segir hann þá staðreynd það eina sem honum finnst slæmt við ferilinn. „Ég man ekki eftir að nafn mitt hafi nokkum tíma verið nefnt í umræðu um mögulega leikmenn í landslið. Auðvitað er bara til ein skýring á þessu — að ég hafi ekki verið nógu góður, það hefði vissu- lega verið gaman að fá að spreyta sig með landsliðinu. Ég sagði oft við sjálfan mig, andsk ... hljótum við vinstri bakverðir í landinu að vera lélegir — það hefur verið vandræðaástand með þessa aðstöðu en alltaf fundnar bráðabirgðalausn- ir, miðvallarleikmenn iðulega settir í hana; góðir leikmenn en slakir vamarmenn. Ég náði alltaf að komast í Valsliðið, hef unnið undir stjóm sjö þjálfara, sem allir hafa verið ánægðir með mig í stöðu vinstri bakvarðar. Ég held líka, að á stundum hafi ég staðið mig vel, allavega vom þjálfarar mínir og vinir í liðinu stundum undrandi að mínu nafni væri aldrei velt upp. Það hefði verið gaman að geta sagt bamabömunum frá því að ég hefði spilað landsleik — en því er ekki aðheilsa úrþessu!" Grímur sagðist ef til vill geta sjálfum sér um kennt. „Ég var í knattspymunni með erfiðu námi og síðan erfiðu starfi og hafði ekki tækifæri til að stunda hvort tveggja á fullu. Það hefur líklega enginn almennilegur vinstri bakvörður verið til hér á landi sfðan Trausti Haraldsson hætti. Mitt markmið var að keppa við hann en einmitt er hann hætti átti ég minn lakasta kafla. Var beinlínis slakur. 1981 var ég að ljúka embættisprófinu og síðan tók við erfitt kandidatsár. Þá Morgunblaðið/Árni Sæberg. Grímur ásamt eiginkonu sinni Björgu Jónsdóttur, syni þeirra Jóni Gunnari Sæmundsen og nýfæddu dótturinni. vann ég mikið á vöktum og gat því ekki æft sem skyldi." „Ekki beint verið markamaskina“ Geturðu ekki sagt mér frá einhveijum eftirminnilegum leikjum? „Jú, jú — sá fyrsti sem kemur upp í hugann er leikur í fyrstu deiid gegn Þór á Akureyri 1983, þá skoraði ég eina deildarmarkið mitt á ferlinum og var síðan rekinn útaf! Þórsarar skoruðu tvö mörk í byrjun leiks — en mér tókst að minnka muninn með skoti (með hægri!) fæti frá vítateig. Skaut í stöngina og þaðan hrökk boltinn í höfuð Þorsteins Ólafssonar, markvarðar, sem hafði hent sér á eftir honum, og inn!! Þetta var eina markið mitt í deildinni öll þessi ár — ég hef ekki beint verið markamaskína! Annað eftirminnilegt mark skor- aði ég í Reykjavíkurmótinu 1984. Það var í síðasta leik mótsins gegn Ármanni. Við urðum að vinna með þriggja marka mun til að fá auka- stig og vinna mótið. Við sóttum og sóttum en markvörður Armenninga hafði varið ævintýralega. Við höfð- um þó skorað tvívegis en þriðja markið lét á sér standa. Er tvær mínútur voru eftir fékk ég boltann út á vinstri vængnum, gaf til Himma Sighvats og rauk síðan sjálfur inn á teig. Himmi áætlaði brasilíska fyrirgjöf en hún mislukk- aðist gjörsamlega, boltinn stenfdi til mín þar sem ég stóð á vítateigs- línunni í höfuðhæð. Ég skallaði hann — þetta var þrumu skalli — og það var eins og við manninn rnælt, boltinn söng í netinu. Skömmu síðar var flautað af og við urðum Reykjavíkurmeistarar. Þá man ég eftir einu marki sem ég skoraði gegn IA í meistarakeppni KSÍ fyrir nokkuð mörgum árum. Fékk boltann vel fyrir utan vítateig og hamraði hann í samskeytin og fagnaði fjálglega — en þá vildi ekki betur til en svo að Ingi Björn var rangstæður og markið var dæmt af! Þá er það upptalið!" Valsliðið lék oft skemmtilega knattspyrnu — hvaða ár held- urðu að liðið haf i verið sterkast? „Ja, 76-liðið var skemmtilegasta liðið. Það lék stórkostlegan „bolta“. Hemmi Gunn, Ingi Bjöm og Gummi Þorbjöms léku þá frammi og vom frábærir. En sterkasta liðsheildin, og sennilegasta besta liðið, sem við Valsmenn höfum átt er 78-liðið. Þá unnum við fyrstu deildina með 35 stigum af 36 mögulegum. 1979 vomm við síðan með langbesta liðið á pappímum. Okkur gekk vel í vorleikjum og það vom allir búnir að bóka okkur meistara áður en að keppni hófst. Eingöngu átti að vera formsatriði að spila fyrstu deildina. Það sannaðist enn eina ferðina þá að það er ekki hægt að vinna knattspymuleiki á pappímum og við misstum af stóm titlunum tveimur. Þessi hópur var þó líklega sá besti til að vinna titla. Mannvalið varótrúlegt." Þú varst einn af stofnendum Samtaka fyrstu deildar leik- manna. Hvernig kom tii að þau voru stofnuð? „Þetta hófst þannig að Ög- mundur Kristinsson og Heimir Karlsson, þá báðir í Víkingi, skrif- uðu bréf til fyrirliða fyrstu deildar liðanna og stungu upp á þessu. Að stofnuð yrðu samtök, sem berðust fyrir sameiginlegum hagsmunamál- um leikmanna og héldu hóf í lok hvers keppnistímabils, þar sem valdir yrðu bestu leikmenn sumars- ins. Markmiðið var einnig, að auka kynni leikmanna frá hinum mis- munandi félögum. Þessi hugmynd fékk mjög góðar undirtektir og valin var framkvæmdastjórn. í hana voru valdir, auk Heimis og Ög- mundar, ég, Sverrir Einarsson úr Fram og Stefán K. Jóhannsson úr KR. Við héldum síðan hóf í lok keppnistímabilsins 1984 sem þóttj takast með afbrigðum vel. Helsta ástæða þess var ekki síst sú, að Flugleiðir tóku þátt í kostnaði og uppsetningu hófsins. Fyrirtækið veitti leikmönnum liða utan af landi afslátt af flugi og gistingu, greiddi ferðir og uppihald fyrir heiðursgest kvöldsins sem þá var Allan Simon- sen og eiginkonu hans og síðast en ekki síst gáfu Flugleiðir glæsilega farandgripi — Flugleiðahomin — ásamt veglegum eignargripum, sem þeir hlytu er kosnir væm „besti**^ leikmaður ársins" og „efnilegasti leikmaður ársins". Óllum fannst orðið tímabært að halda slíkt hóf og staðreyndin er sú að fyrir leik- menn er viðurkenning keppi- nautanna langmest verð. Veislan í haust gekk enn betur en sú fyrri og ég held að það sé ekki spuming um að þetta hóf hefur unnið sér fastan sess.“ Samningur við Sjóvá Grímur nefndi annað sem Sam- tökin hafa gert: „Við höfum gert samkomulag við Sjóvá um að allir leikmenn meistaraflokks og fyrsta flokks fyrstu deildarliðanna verði sérstaklega slysatryggðir 1986, -r einnig verða menn slysatryggðir á ferðum til og frá keppni utan síns heimabæjar. Við emm styrktir glæsilega af Sjóvá til að gera þetta mögulegt og einnig munum við nota hagnað af undanfömum tveimur lokahófum til að greiða niður iðgjaldið af þessari tryggingu. Þó mun hver leikmaður þurfa að greiða eitthvað lítilsháttar iðgjald sem er í raun hlægilegt ef tekið er tillit til aukins öryggis leikmanna og fjölskyldna þeirra sem skapast með þessu." Eins og fyrr segir hefur Grímur nú ákveðið að snúa sér að læknis- starfinu. Hann hefur opnað lækna- stofu í Austurveri í Reykjavík og hefur varla mikinn tíma til að sinna öðm meðan hann er að byggja upp það starf, eða hvað? „Þó ég sé hættur fyrstu deildar keppni, kem ég til með að reyna að leggja mitt lóð á vogarskálina félagslega og ég hef gefið kost á mér í starf formanns meistara- flokksráðs knattspymudeildar Vals. Nú, það varð fjölgun í fjölskyldunni í apríl, við eignuðumst litla prins- essu, við vomm að fjárfesta f stærra húsnæði, einnig þarf ég að sinna verkefnum fyrir Menntamálaráðu- neytið; könnun á líkamshreysti skólabama, sem nokkuð hefur setið á hakanum auk þess að byggja upp frambærilega heimilislæknis- og íþróttalækningaþjónustu þannig að ég þarf ekki að óttast aðgerðar- Ieysi.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.