Morgunblaðið - 18.05.1986, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18.MAÍ 1986
Ingi Tryggvason formaður
Stéttarsambands bænda:
„Verðum að aðlaga
okkur markaðnum“
INGI TRYGGVASON formaður Stéttarsambands bænda segir að
nauðsynlegt hafi verið, við núverandi aðstæður að ákveða að
bændur fái einungis 6 krónur fyrir lítrann af umframmjólk sem
þeir framleiða eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær.
„Þetta er nauðsynlegt, fyrst og væri ekki réttlátt að fara að greiða
fremst vegna þess að reglugerðin
kom fram seint, og bændur höfðu
takmarkaðan tíma til þess að aðlaga
sig þessari framleiðslustjóm," sagði
Ingi. Hann sagði að þessi upphæð,
sem ráð væri fyrir gert að greiða
fyrir mjólkurlítrann, væri að sjálf-
sögðu ekki nema hluti af fram-
leiðslukostnaði, þannig að það
hagnaðist enginn á að framleiða
umframmjóik. „Hins vegar dregur
þessi upphæð svolítið úr skaðanum
sem menn verða fyrir við að fram-
leiða hana, og hjálpar mönnum til
þess að vera viðbúnir eðlilegri fram-
leiðslu á næsta verðlagsári," sagði
Ingi-
Ingi var spurður hvort ekki
mætti eiga von á harkalegum við-
brögðum kúabænda við þessari
ákvörðun:
„Auðvitað verður enginn ánægð-
ur með þetta verð. Það dettur mér
ekki í hug. En á móti kemur það,
að margir bændur hafa reynt að
aðlaga sig þessum aðstæðum. Menn
vissu meira og minna hvað í vænd-
um var. Gagnvart þessum mönnum
tiltölulega hátt verð fyrir umfram-
framleiðsluna."
Ingi var spurður hvað hann vildi
segja um yfirlýsingar kúabænda í
þá veru að þeir helltu frekar niður
mjólkinni, en leggja hana inn í
mjóikursamlögin fyrir litla sem
enga greiðslu: „Það verður að vera
þeirra mál. Það verður hver og einn
sem í hlut á, að ákveða sjálfur
hvemig hann bregst við þessu. Það
voru gerðir samningar um ákveðið
magn, og við eigum ekki annars
kost, en reyna að aðlaga okkur
markaðnum," svaraði Ingi
Tryggvason.
Morgunblaðið/RAX
Fimm á slysadeild
Harður árekstur varð á mótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar laust fyrir hádegi í gær.
Þar rákust saman Saab-bOl úr Reykjavík og Dodge úr Keflavík. Fimm voru fluttir á slysadeild úr
Keflavíkurbílnum. Báðir bílamir eru mikið skemmdir.
Er leghálskrabba-
mein vírussjúkdómur?
Tíðni forstigsbreytinga hefur farið
vaxandi hér á landi á undanf örnum árum
„ERLENDAR rannsóknir hafa sýnt fram á að ákveðin vírustegund,
sem nefnd hefur verið HPV hefur fundist í 90% þeirra kvenna sem
hafa sterkar forstigsbreytingar eða krabbamein í leghálsi. Það er
hugsanlegt að þarna sé á ferðinni sökudólgur forstigsbreytinga eða
krabbameins,“ sagði Kristján Sigurðsson yfirlæknir Leitarstöðvar
Krabbameinsfélagsins í samtali við Morgunblaðið. Tíðni forstigs-
breytinga hefur farið vaxandi að undanförnu lyá konum í ákveðnum
aldurshópi hér á landi, mest hefur aukningin orðið í aldurshópnum
25—34 ára samkvæmt upplýsingum úr skýrslu Krabbameinsfélagsins
sem lögð var fyrir á aðalfundi félagsins 9. mai sl.
Akureyri:
Bautinn eldar
fyrir Sjallann
Akureyri.
Veitingahúsið Bautinn hefur
gert samning við skemmtistaðinn
Sjallann um að sjá um alla mat-
seld fyrir húsið, og tekur vænt-
anlega við strax eftir helgina.
„Það má segja að við verðum
verktaki hjá Sjallanum — þeir
kaupa af okkur matinn og selja
hann svo í húsinu og út í bæ,“ sagði
Stefán Gunnlaugsson, einn eigenda
Bautans, í samtali við Morgunblaðið
í gær. Matsveinar þeir sem starfað
hafa hjá Sjallanum undanfarið hafa
hætt störfum, og Bautamenn mæta
væntanlega í Sjallaeldhúsið eftir
helgina.
Kristján sagði að forstigsbreyt-
inga yrði vart svo til eingöngu hjá
þeim konum sem lifa samlífi. „Það
hefur oft verið talað um tengsl milli
vírusa og krabbameins, en aldrei
fyrr hefur verið hægt að einangra
vírus í jafn ríkum mæli og nú.“ A
síðasta ári fundust 364 konur með
forstigsbreytingar í leghálsi hér á
landi sem skiptist þannig, 89 konur
með forstigsbreytingar á vægu stigi,
67 konur með forstigsbreytingar á
miðlungsstigi, 117 konur með alvar-
legar forstigsbreytingar, 91 kona
með breytingar á óljósu stigi og 15
konur með grun um krabbamein í
leghálsi. Meðalaldur kvenna sem
greindust með forstigsbreytingar
lækkaði um 2,75 ár á tímabilinu
’79-’84, úr 35,90 árum í 33,15 ár.
Á síðasta ári voru 20.562 konur
skoðaðar á vegum Leitarstöðvarinn-
ar, fleiri en nokkru sinni fyrr, en
alls voru 23.458 sýni rannsökuð á
frumurannsóknarstofunni. Sýni eru
einnig tekin hjá kvensjúkdómalækn-
um og á heilsugæslustöðvum um
land allt. Um 59% krabbameins-
tilfella í leghálsi greindust við leit,
og 44% af þeim sem fengu brjósta-
krabbamein. Samkvæmt bráða-
birgðauppgjöri krabbameinsskrár
greindust 95 tilfelli af bijósta-
krabbameini, en það er hærri tala
en nokkru sinni fyrr.
Samkvæmt upplýsingum úr
skýrslu Krabbameinsfélagsins er
mæting kvenna í skoðun misjöfn
eftir búsetu, flestar konur mæta til
skoðunar á Flateyri, eða 93%, en
yfír 90% mæting er einnig á Grund-
arfírði, Hólmavík, Blönduósi, Seyðis-
fírði, Laugarási og Vestmannaeyj-
um. Á Reykjavíkursvæðinu mæta
aðeins um 64% kvenna til skoðunar,
og mæta konur á Reykjavíkursvæð-
inu verst kvenna á landinu að undan-
skildum konum á Kópaskeri, en þar
koma einnig aðeins 64% kvenna til
skoðunar. Fast á hæla þeirra koma
konur á Akureyri, en þar mæta
aðeins 65% kvenna til skoðunar.
„Mæting kvenna í krabbameins-
skoðanir hefúr aukist um 16% á
árunum ’79-’85, meðaltalsmæting
um allt land er um 70%. Átak var
gert í því að auka mætingu utan
höfuðborgarsvæðisins með breyttri
skipulagningu og hefur það skilað
sér. Hægur bati hefur einnig átt sér
stað á Reykjavíkursvæðinu, á síðasta
ári komu 6% fleiri konur til skoðunar
en tveim árum áður. Aðstaðan í hinu
nýja húsnæði Leitarstöðvarinnar er
langt í frá fullnýtt, við getum tekið
við 60% fleiri konum til skoðunar,"
sagði Kristján Sigurðsson.
„ Allt í einu varð
mótið eitt eldhaf “
— segir Ljubodrag Mark Ovic, sem slapp
naumlega úr brunanum á Skagaströnd
Skagaströnd.
Á f immtudag varð stórbruni hér á Skagaströnd þegar plastverk-
smiðja og verkstæði við hlið hennar brunnu til kaldra kola. Oðru
verkstæði í sama húsi tókst að bjarga með naumindum, þó þar
yrðu töluverðar skemmdir af vatni og reyk. Annar eigandi plast-
verksmiðjunnar, Ljubodrag Mark Ovic, sem er fæddur í Júgóslav-
íu, var við vinnu í plastverksmiðjunni þegar eldurinn kom upp.
Hann bjargaðist á undraverðan hátt út um glugga. Fréttaritari
Morgunblaðsins hitti Marko, eins og hann er kallaður, að máli í
dag.
— Marko, hvað gerðist eigin-
lega?
„Ég veit það ekki. Ég var að
vinna með slípirokk, var að slípa
styrkingar í bátinn, sem við vorum
að smíða. Við vorum nýbúnir að
sprauta plasti í mótið af trillunni,
ca. 40 fermetra flöt, höfðum lokið
við það ca. 20 mínútum áður. Ég
get ekki sagt hvað kom fyrir,
hvort það var slípirokkurinn sjálf-
ur sem brann yfír eða hvort neisti
hefur hlaupið frá honum. Ég veit
bara að allt í einu verður mótið
eitt eldhaf."
— Hvað gerðir þú?
„Ég reyndi fyrst að komast að
dyrunum á austurstafninum en
eldurinn lokaði þeirri leið. Þá sneri
ég við og ætlaði yrfír á verkstæðið
hinum megin við vegginn að vest-
anverðu en þá varð sprenging og
eldurinn komst í veg fyrir mig
þar.“
— Þá var glugginn einn eft-
ir . . .
„Já, ég hljóp að glugganum og
sté upp á loftpressuna, sem var
undir honum. Síðan reyndi ég að
bijóta glerið með hnefunum en
það tókst ekki, hvemig sem ég
reyndi. Þá, þegar ég var farinn
að hugsa að nú væri þetta allt
búið, og ég myndi brenna þama
inni, þá verður önnur sprenging,
sem þeytti mér í gegnum rúðuna
og út á götu.“
— Þú hefur þá verið inni ein-
hvem tíma eftir að eldurinn kvikn-
ar?
„Já, ég giska á, að það hafi
verið kannski ein mínúta eða svo.
En ég var með rykgrímu fyrir
andlitinu og ég held að hún hafí
bjargað lífí mínu. Einnig það, að
bátsmótið, sem eldurinn kom upp
í, lá á hliðinni og sneri frá mér.
Eldhafíð og reykmökkurinn leitaði
þess vegna í fyrstu frá mér.
— Hvar var félagi þinn þegar
eldurinn kviknaði?
„Hann hafði skroppið út í
búð til að kaupa eitthvað með
kaffinu. Ég var að strekkja við
að klára styrkingamar fyrir kaff-
ið. Þegar hann var svo að koma
heim að húsinu þá sér hann hvar
ég kem fljúgandi út um giuggann
í reyk- og eldhafí. Hann dró mig
síðan frá og tók af mér rykgrím-
una, því ég náði ekki andanum.
Fljótlega kom svo lögreglan og
flutti mig inn á Blönduós á spítal-
ann, þar sem læknir saumaði
skurði á hendinni á mér. Ég var
svo á spítalanum í nótt en kom
heim rétt fyrir hádegi í dag.
— Marko, nú brann þama rúm-
lega 200 fermetra hús, allur lag-
erinn ykkar, mótin, plastsprautan
og öll ykkar verkfæri. Var þetta
tryggt?
„Já, þetta var allt tryggt en
tryggingar bæta aldrei svona
lagað að fullu. Þú veist til dæmis
að húsnæði fyrir svona starfsemi
er ekki til héma á staðnum.
Verkefnin, sem við vorum búnir
að fá allt til haustsins, þau miss-
um við sjálfsagt og fleira þess
háttar fæst aldrei bætt.“
— Þið ætlið sem sagt að halda
áfram?
„Ég hef nú ekki haft tfma til
að ræða það við meðeiganda minn
en ég reikna þó frekar með þ\n.“
— Marko, geturðu nokkuð
giskað á hve tjónið er mikið?
„Nei, það get ég ekki. Þetta
er milljónatjón. Til dæmis kostar
sprautan með fylgibúnaðinum
800 þúsund krónur. Húsið og allt
saman — það skiptir áreiðanlega
milljónum."
- ÓB.