Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986
15
Morgunblaðið/Þorkell
Börnin eru alsæl að fá að koma með mömmu sinni til íslands
í allt frelsið við litla húsið þeirra á Grímsstaðaholtinu. Sigríður
Ella með tvíburana Magnús og Vilhjálm og dótturina Ónnu.
Með þeim er barnfóstran Hrefna.
li
aldrei slíkt alvarlega fyrr en búið
er að skrifa undir samninga eins
og Sigríður Ella bendir á, „en svona
gerist þetta í þessu starfi." í þessari
sömu ferð söng hún líka hjá Scand-
inavian-félaginu í New York við
undirleik íslenska píanóleikarans
Selmu Guðmundsdóttur.
U
Carmen í Frans og
Bandarí kjaferð
1 Það er rétt að Sigríður Ella er
mjög varkár að tala um það sem
fyrir liggur hjá henni. Verður að
toga það út úr henni. Carmen er
þó á dagskrá hjá henni á tveimur
stöðum í Frakklandi og Bretlandi
næsta vetur og svo tónleikaferð um
Bandaríkin frá febrúar og fram í
mars, þegar hún er orðin bundin í
Frakklandi. Ljóst að hún verður á
næsta ári að velja og hafna. Meira
vill hún ekki segja um það. Hún
er með allan hugann við næsta
verkefni, tónleikana á íslandi. „Ég
hefi ekki sungið heilan konsert hér
heima í fjöldamörg ár og langaði
svo til þess núna fyrst ég er heima,
segir hún. Hún hefur til hans vand-
að og umboðsfyrirtæki hennar ætl-
ar að senda sérstakan fulltrúa sinn,
Penelope Marland, til að hlusta á
hana syngja og einnig til að sjá
hana syngja í 11 Trovatore, því „við
erum eins og hver önnur söluvara
og þeir vilja vita hvað þeir eru að
selja,“ útskýrir Sigríður.
Talið berst aftur að Pavarotti-
tónleikunum og við spyijum Sigríði
Ellu hvemig þessi stórsöngvari sé
eiginlega í viðkynningu. Hún svarar
um hæl: „Hann er óskaplega stór
og feitur. En sérstaklega skemmti-
legur og heillandi, hvert einasta
kíló af honum. Og hann hefur ríka
kímnigáfu og er einstaklega lítillát-
ur og hæverskur. Eftir því sem fólk
veit meira og kann meira, þeim
mun umburðarlyndara verður það.“
Með hendurnar á kafi
í moldinni
Eins og að ofan má sjá er ekki
einfalt mál að vera söngkona, búa
f London með fjölskyldu og eiga
eiginlega „sel“ til að flytja sig í á
íslandi. í Bretlandi býr hún með
manni sínum, Simon Vaughan, í
útjaðri London, þar sem foreldrar
; hans eiga búgarð og rækta blóm
og grænmeti, sem hann sér um, auk
[ þess sem hann hefur eigin ræktun.
Þetta er á græna beltinu sem um-
lykur London, aðeins 15 kílómetra
leið inn á Piccadilly í miðborginni.
Sigríður sagðist rétt komast í plönt-
umar sínar eftir að hún kemur núna
frá íslandi eftir tónleikana, áður en
hún þarf að fara að syngja í Frakkl-
andi. En hún kveðst njóta þess svo
vel að geta farið út á akur með
bömin á traktor. „Mér þykir gott
að vera skítug um hendumar,"
bætir hún við kímin. Eiginmaður-
inn, sem í vetur var að syngja í
ópemnni Nabucco í Bretlandi,
kemst ekkert frá á vorin vegna
blómanna og gat því ekki komið
með til íslands núna. „Nú lítur hann
ekki upp úr moldinni," segir Sigríð-
ur. Fyrir utan sumarblómin og
grænmetið sem fer á markað, rækta
þau hjónin allt grænmeti til heimil-
isins og einnig hindber og jarðarber.
Krakkarnir sækja í frelsið
En þótt heimilið sé úti í sveit er
ekki hægt að sleppa hendinni af
bömunum einum í nánd við stór-
borgina og því eru þau alsæl með
að fá að koma með mömmu sinni
til íslands. Heima eru þau í skólan-
um samfellt frá klukkan níu að
morgni til klukkan ljögur og ekki
hleypt út fyrr en foreldramir sækja
þau. Slíkt fyrirkomulag þykir for-
eldrum ágætt, en krökkunum lítið
skemmtilegt. Og ef þau vilja fá
önnur börn að leika sér við, þá
verður að bjóða þeim og sækja þau
og flytja. Munur eða frelsið hér.
Sigríður Ella segist alltaf hafa haft
þau með sér þangað til sl. haust
þegar þau urðu eftir hjá pabba sín-
um, sem þótti gott að hafa þau
hjá sér. En auk þess er ekki mjög
vinsælt í skólanum að fá mikið frí,
þótt það gangi meðan þau em ekki
eldri en þetta. Og hér ganga þau í
Melaskólann. Þetta hefur ekki
komið að sök, segir móðir þeirra.
þvert á móti að hún telur.
„Fyrir utan það að söngurinn er
allt mitt líf, er ég svo mikill sígauni
í mér að ég verð að vera á ferð-
inni,“ segir Sigríður Ella. „Þegar
fer að vora verð ég friðlaus, verð
að komast til íslands í bjartar
nætur. Núna hefi ég líka frábæra
stúlku, hana Hrefnu, enda er ég
að læra svo mikið. Hefi enga haft
undanfarin tvö ár og þá er sífelld
togstreita hvort nú eigi að skúra
gólfin eða læra ópemaríur. Ég get
ekki lifað öðmvísi en að koma hing-
að. Vinirnir verða ennþá meira virði
og verðmætamatið verður kannski
annað eftir því sem maður verður
eldri.“
Viðtal: Elín Pálmadóttir
Stúdentavasinn
frá Qlit
Sérsti
tímamótagjöf!
GL.IT
Höfðabakka 9
S. 685411
LAUGAVEGI 40
REYKJAVÍK - SÍMI 16468
Kertastjakar úr hreinum og tærum
kristal frá Kosta.
Sendum í póstkröfu
Bankastræti 10, sími 13122
Garðakaupum. Garðabæ, sími 651812