Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 18

Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAl 1986 þetta fjallar Richard Halliburton í l>ók sinni Sjömílnaskónum (Ak. 1943). Inn í þessar deilur hefur dregizt prófessor nokkur við Kalifomíu- háskóla, Jonathan Ericson, sem hefur boðizt til að rannsaka líkin með strontíum-ísótóp-aðferð. Ericson notaði þessa aðferð í fyrra til að bera kennsl á lík land- vinningamannsins Francisco Piz- arro og hefur beðið um að fá að gera samanburð á tönnum líkanna í Santo Domingo og Sevilla til að aldursgreina þær. Hann heldur því fram að tennumar muni leiða í ljós hvar eigandi þeirra hafi búið á yngri ámm, þar sem þær muni gefa bendingar um mataræði hans. Kenningar Ericsons eiga ekki upp á pallborðið hjá prófessor Gaetano Ferro við landfræðideild háskólans í Genúa, fæðingarbæ Kólumbusar á Ítalíu. Hann segir að skekkjumörk aðferðar Ericsons séu 20 ár og beinin í dómkirkjunni í Santo Domingo séu í raun og veru jarðneskar leifar sonar Kólumbus- ar, Diego. Diego Kólumbus erfði titil föður síns, „aðmíráll úthaf- anna“, og andaðist í Santo Domingo 20 ámm eftir dauða föður síns. Ruglingurinn jókst þegar birt var grein eftir spænskan fræðimann, Jose de la Pena. Hann heldur því fram að skekkjumörk strontíum- ísótóp-greiningar séu of mikil til að hægt sé að komast að ótvíræðri niðurstöðu. Hann gefur í skyn að í grafhvelfíngunni í Santo Domingo sé aðeins hluti af beinum Kólum- busar og þar að auki lík sonarsonar hans. Hann hét líka Kristófer og' lézt í Santo Domingo 40 ámm eftir Gröf Kólumbusar í dómkirkjunni í Sevilla. dauða Genúamannsins nafntogaða, sem fann Ameríku. Kenningin um að bein Kólumbus- ar séu í báðum dómkirkjunum byggir á tilgátu um að aðeins hluti beinanna hafí verið fluttur úr graf- hvelfíngunni í Santo Domingo þeg- ar ákveðið var að senda þau til LA NAVIDAD Er „hinn týndi bær“ Kólumbusar fundinn? Hispaniola og nærliggjandi eyjar. Teikningin er sögð eftir Kólumbus. Havana, Kúbu, og hvelfingin var opnuð 1795. Mannfræðingur í Santo Dom- ingo, Carlos Esteban Deiven, hefur fordæmt kenninguna og kallar hana tilraun til að kveða upp „Salómons- dóm“. Hann heldur því fram að engar skjallegar sannanir styðji kenninguna um tvo legstaði Kólum- busar og er sammála því að lík hans hvíli í Santo Domingo á Hi- spaniola. Fáir gera ráð fyrir að þessar deilur hjaðni á síðustu ámnum fyrir afmæli Ameríkufundar Kólumbusar 1992, sem Jóhannes Páll páfi II hefur lýst heilagt ár. De la Pena segir: „Báðir aðilar geta afsannað kenningar mótaðilans, en þeim bregst bogalistin þegar þeir þurfa að sanna eigin kenningu." Ekki liggur því ljóst fyrir hvort bein Kólumbusar hvíla í gamla heiminum eða hinum nýja. A hinn bóginn getur fengizt úr því skorið áður en fimm aldir verða liðnar frá Kólumbus endurfann Nýja heiminn, hvort leyndardómar La Navidad hafa verið afhjúpaðir og fundin sé nýlenda sú, sem hann stofnaði í Nýja heiminum, fimm öldum eftir að norrænir menn námu þar land, en urðu frá að hverfa. GH ALLT AÐ VERÐA UPPSELT Hafir þú hugsað þér MALLORKAFERÐ með ATLANTIK í sumar þá skaltu ekki draga lengur að panta. Við erum að fylla í síðustu sætin og nú fer hver að verða síðastur að komast með í sólarlandaferð í HÆSTA GÆÐAFLOKKI. Hringdu strax og pantaðu í síma 28388. Brottfarardagar 25. maí uppselt/biðlisti. 15. maí júní 8 sæti iaus. 2. júlí nokkur sæti laus. 23. júlí nokkur sæti laus. 13. ágúst uppselt/biðlisti. 3. sept. nokkur sæti laus. 23. sept. 12 sæti laus 3 vikur ffá kr. 27.926,- Á mann miðað við 4 manna fjölskyldu •• mmmmmii OtCDMIK Umboö a Islandi fynr DINERS CLUB INTERNATIONAL SIMAR 28388 FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTIG 1, - 28580

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.