Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. MAÍ1986 Geislavirkni mæld í farþegnm sem koma til Vestur-Þýzkalands frá Austur-Evrópu. Vestur-þýzkir slökkviliðsmenn þvo geislavirkt ryk af bifreið frá Austur-Þýskalandi. L-j L i !£* t i \ Annarskonar geislavirkni Fylgzt með pósti að austan við komuna til Vestur- Þýskalands. — eftir Isaac Asimov Kjarnorkuslysið í Chemo- byl gaf Bandaríkjunum einstakt tækifæri til að nýta sér hagstætt stundarfyrirbæri, sem þó getttr valdið þeim lang- tíma erfiðleikum. Sovétríkin reyndu af fremsta megni að gera lítið úr atburðinum af augljósum ástæðum. Hver svo sem þar hefur ráðið ríkjum hefur sinnuleysi gagn- vart stórslysum verið ríkjandi í Rússlandi. í Sovétríkjunum hefur áherzla verið lögð á að dugmikið og vísindalegt stjóm- arfar landsins tryggi að þar verði engin stórslys, en ef þau gerist sé fljótlega ráðin á þeim bót. Það var þvi ekki tiikynnt um slysið í Moskvu fyrr en geisla- virkni hafði aukizt svo í Svíþjóð að ekki var lengur unnt að halda þvi leyndu. Og þá var sagt að fljótlega hafi verið unnt að stöðva geislunina. Bersýnilega var verið að gera sem minnst úr ástandinu og Bandaríkjamenn voru alls ekki á því að láta það viðgangast. Það voru skammtímahagsmunir Bandaríkjanna að koma í veg fyrir fýrirætlanir Rússa. Frá upphafi héldu Bandaríkja- stjóm og þarlendir Qölmiðlar því eindregið fram að slysið væri mun meira en Sovétmenn viðurkenndu og að alls ekki hefði lánast að hafa hemil á geisluninn, heldur héldist hún óbreytt. Bandarískir fjölmiðlar voru iðnir við að dreifa óstaðfestum fregnum um að þús- undir hafi farizt, en sú tala var fljótlega lækkuð niður í hundruð, og síðar sagt að hugsanlega yrði aldrei ljóst hve margir hafi látizt, en jafnvel þótt sovézkir upplýsing- ar um fjölda látinna væru réttar, hafi slysið engu að síður verið mun meira en þeir hafi viljað vera láta. Nú er skýrt frá því að eldurinn hafi verið slökktur. Tilgangur Reagan-stjómarinnar er þnskipt- ur, að því er mér virðist. í fyrsta lagi vill hún sýna fram á að í sovézka stjómkerfinu séu þekk- ing, starfshæfni og öryggisráð- stafanir í algjöru lágmarki og því hljóti svona slys að koma fyrir. I öðru lagi séu Sovétmenn svo tilfínningalausir varðandi mannslífin að þeir hafi gert lítið úr slysinu þótt það hafi stofnað þeirra eigin þjóð í hættu. í þriðja lagi að Sovétmenn væru svo meinlygnir að orðum þeirra væri aldrei treystandi. Það hefur einnig verið ítarlega skýrt frá geislavirkni í nærliggj- andi löndum. Tíundaðar hafa verið varúðarráðstafanir í nágranna- ríkjunum, sérstaklega í ríkjum Austur Evrópu. Sagt er frá því þegar bömum em gefnar skammtar af kalíumjoðíði. Aðvör- unum um að neyta ekki vatns, mjólkur eða grænmetis. Tilmæl- um um að bömum sé haldið innan dyra og nautgripum ekki hleypt út til beitar. Auðséð er að allt getur þetta vakið reiði í Evrópu í garð Sovétríkjanna fyrir að stofna nágrönnum sínum í hættu með því að gefa ekki nákvæmar upplýsingar um hvað var að ger- ast. Vonir gætu staðið til að slysið vekti sérstaka reiði í löndum eins og Póllandi og Rúmeníu, og þann- ig ýtt undir þessar þjóðir að snúast gegn yfirráðum Sovétríkjanna. Sumum finnst ef til vill að hér sé um snjallan leik í kalda stríðinu að ræða. En þetta gæti verið skammgóður vermir sem Sovét- ríkin gætu hæglega staðið af sér með því að sýna biðlund (eins og þeim tókst þegar þeir skutu niður kóresku farþegaþotuna árið 1983), og ekki er víst að þessi leikur hafí til lengdar þau áhrif sem falla Bandaríkjamönnum i geð. Til dæmis gæti slysið í Chemo- byl leitt til tortryggni varðandi öll kjamorkuver um heim allan. Til lengdar gætu áhrifin orðið þau að fyrirhugaðar framkvæmd- ir við kjamorkuver, sem áttu erfítt framdráttar eftir Three Mile Is- land, stöðvast að fullu í Bandaríkj- unum, meðan kjamorkuvirkjun haldi áfram að þróast í Sovétríkj- unum, undir (skyldi maður ætla) strangari varúðarreglum. í öðru lagi ýttu bandarískir fjölmiðlar undir ótta manna með því að undirstrika hve langt geislarykið barst, með kortum er sýndu geislaskýin dreifast vestur yfir Evrópu og austur yfir Ukra- ínu. Frásagnir af menguðu drykkjaravatni, aukinni tíðni krabbameins og spilltum ökrum ólu á óttanum. Skjót brottför nokkurra bandarískra skólanema frá Sovétríkjunum sýndi hvað um var að vera. Bandaríkjamenn ótt- uðust áhrif geislavirkninnar þegar hún bærist til Bandaríkjanna, jafnvel þótt talsmenn ríkisstjóm- arinnar gættu þess vel að ítreka að hún yrði algjörlega skaðlaus strax og hún bærist inn fyrir landamærin. Þessi óttatilfínning getur haft þessar afleiðingar: Menn geta hugsað sem svo að ef bráðnun í aðeins einum kjamaofni getur valdið svo miklu tjóni hundruð og þúsunda kílómetra frá slysstaðn- um; ef svona slys em þetta hræði- lega hættuleg jafnvel þegar allt er gert til að draga úr áhrifunum, hvað gerist þá ef lq'amorku- sprengja springur, og ekki aðeins ein, heldur hundmð þeirra? Með öðmm orðum, hvað ef kjamorkustríð skellur á við „hag- stæðustu" skilyrði? Hvað ef Bandaríkin ráðast til atlögu að fýrra bragði með svo miklum styrk og svo mikilli nákvæmni að möguleikar Sovétríkjanna til að svara í sömu mynt em gerðir að engu, þannig að Sovétríkin tapa stríðinu á fyrsta hálftímanum? Ef bilaður kjamaofn getur valdið svo miklu hættuástandi í Evrópu, hvað þá um allsheijarárás með hundmðum kjamorku- sprengna. Hvaða áhrif hefur géislaskýið, hundrað, þúsund, mörg þúsund sinnum ofsalegra en skýið frá Chemobyl, á önnur lönd, jafnvel áBandaríkin? Mun ekki sama árásin og legg- ur Sovétríkin í eyði einnig eyða Vestur Evrópu nokkmm dögum síðar, og í raun einnig öllum öðr- um heimshlutum? Um leið og þessi skoðun festir rætur munu kröfur Evrópubúa um að komið verði í veg fyrir kjam- orkustríð hvað sem það kostar fá byr undir báða vængi. Þrýstingur- inn fyrir því að komið verði á vopnaeftirliti og alþjóða sam- komulagi getur orðið ómótstæði- legur, og utanríkisstefna Ronalds Reagans getur orðið óveijandi. Sumum bandarískum embættis- mönnum gæti þá dottið í hug að ef til vill hafi þessi snöggu „látum-þá-þjást“ viðbrögð við Chemobyl ekki verið þau viturleg- ustu sem um var að ræða. Hiífundurinu, Isaac Asimov, hefur skrifað 340 bækur og er prófessor ( lifefnafræði við læknadeild há- skólans i Boston. Mynd þessi var tekin á vegum Tass-fréttastofunnar af kjamorkuverinu I Chernobyl 9. maí. Örin bendir á staðinn þar sem slysið varð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.