Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986 37 Italía: Baráttan hert gegn of hröðum akstri Tórínó. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunbladsins. Seldi falsaða Chernobyl-filmu ÍTÖLSKU vegalögreglunni hafa nú verið gefnar frjálsari hendur en áður í baráttunni gegn of hröðum akstri. Auk hefðbund- inna radarmælinga hefur lög- reglan nú leyfi til að athuga „svarta kassann" í vöruflutn- ingabifreiðum og enn fremur hraðbrautarmiða, þar sem stimplað er á hvaða stað og tíma bifreiðin kom inn á hraðbraut- ina. Franko Nicolazzi, samgöngu- málaráðherra Ítalíu, undirritaði síð- astliðinn þriðjudag reglugerð, sem gefur ítölsku vegalögreglunni frjálsari hendur í baráttunni við of hröðum akstri, en hér á Ítalíu eru mikil brögð að því að menn aki langtum hraðar en leyfilegt er og alvarleg umferðarslys skipta tugum þúsunda á ári hveiju. Það sem er einna athyglisverðast í reglugerð ráðherrans er leyfi vegalögreglunni til handa til að athuga miða þá, sem bílstjórar fá í hendur er þeir koma inn á hrað- brautir. A miða þessa er tilgreint hvar bifreiðin kom inn á hraðbraut- ina og á hvaða tíma. Þannig getur lögreglan reiknað út meðalhraða þeirra bifreiða sem hún stöðvar vegua gruns um of hraðan akstur og hefur þannig haldbærari sannan- ir í höndum en áður fengust með hefðbundnum radarmælingum. Þá mun vegalögreglan ítalska einnig notast við athuganir á hinum svo- kallaða „svarta kassa", sem finnst í öllum stærri bifreiðum. Ekki eru menn á eitt sáttir um ágæti þessarar nýjungar, en búist er við að lögreglan muni beita þessum nýju aðferðum af hörku. Fjársektir við brot á reglum um hámarkshraða nema allt að 150 þúsund lírum (um 4 þúsund íslensk- um krónum) og sviptingu ökuleyfis um lengri eða skemmri tíma. Hóm. AP. LÖGREGLAN í Róm tilkynnti í gær að handtekinn hefði verið 24 ára gamall Frakki fyrir að selja tveimur bandarískum sjón- varpsstöðvum filmu undir því yfirskyni að hún hefði verið tekin við kjarnorkuverið í Chernobyl skömmu eftir slysið. Maðurinn, Thomas Garenq, var fyrst talinn Júgóslavi, en lögreglan sagði síðar að hann væri Frakki. Hann er sakaður um svik. Sjónvarpsstöðvamar ABC og NBC sýndu fílmuna. En það komst fyrst upp um svikin þegar filman var sýnd í ítalska sjónvarpinu, RAI. Ibúar borgarinnar Trieste við júgóslavnesku landamærin hringdu umvörpum til sjónvarpsstöðvarinn- ar til að kvarta yfir því að myndin hefði í raun sýnt ýmis svæði utan við borgina. Haft er eftir áreiðanlegum heim- ildarmönnum að Garenq hafi fengið 2.000 dollara (80.000 ísl.kr.) fyrir- framgreiðslu frá hvoru sjónvarps- fyrirtæki og 20.000 dollara (800.000 ísl. kr.) þegar filman var afhent. m og stéttum MUNSTUR NO. 1 BOMANITE er járnbent steinsteypa (S-300), sérstaklega lituð og hert á yfirborði með kvarz hersluefni, sem eykur högg og slitstyrk. Fœst í 8 litum. Steypan er greypt með sérgerðum verkfœrum. Með þessu móti fœst fjölbreytilegt útlit og ending, sem erfitt vœri að ná með helium eða steinum. BOMANITE er auðleggjanlegt að niðurföllum, stöllum og veggjum, í halla sem á jafnsléttu. Gliðnar ekki í vatnsgangi og springur ekki í frostum. BOMANITE sameinar þannig hagkvœmni, endingu og slyrkleika járnbentrar steinsteypu og fegurð fínnar steiniðju. BOMANITE er sérlega hentugt í stígum og stéttum, bílastceðum og heimkeyrslum . og f sólstofum og gróðurhúsum. BOMANITE býður því upp á sveigjanleik í skipulagi og verulegan sparnað. BOMANITE á íslandi sf. er einkaleyfishafi þessarar tœkni frá BOMANITE Corp. í Bandaríkjunum. Þar sem verktakinn sér um aliar framkvœmdir og útvegun hráefnis, er reynsla hans og sérþekking trygging fyrir faglegri vinnu. BOMANITE International Society er féiagsskapur meir en 100 verktaka um víða veröld. BOMANITE verktakar hafa steypt milijónir fermetra við öll veðurskilyrði. Sérhver BOMANITE verktaki hefur því aðgang að fjölda annarra verktaka og BOMANITE Corp., um reynslu og þekkingu f einstökum tilvikum. DCDac OCDCD DCDCDC CDOCD ‘my MUNSTUR NO. 2 MUNSTUR NO. 3 MUNSTUR NO. 4 MUNSTUR NO. 5 MUNSTUR NO. 6 MUNSTUR NO. 7 Á höfuðborgarsvæðinu notum við eingöngu steypu frá ÓS. STEYPA SEM STEIMST BOMANITE AKUREYRI Magnús Glslason Múrorameistari Lerkilundi 28 S. 96-21726 BOMANITE BOMANITE HAFNARFIRÐI / GARÐABA KEFLAVÍK / SUÐURNESJUM Bjóm Ámason Einar Traustason Múrarameistari Múraramelstari Hjallabraut 13 Hafnargötu 48 S. 53468 S. 92-3708 Samaníle Á fSLANDI SMIÐJUVEGI 11 e S. 641740 midas Gangi þér vel á BOMANUE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.