Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 38
I eltingarleik við
utanrikisráðherra eða
Lí fsrey nslusaga frá Fes
ÞEGAR ég sat í blaðamanna-
stúkunni í Ráðstefnuhöllinni í
Fes í Marokkó og horfði á
utanríkisráðherra Arabaríkj-
annna og sendinefndir, örygg-
isverði og fána og hlustaði á
forseta Arababandalagsins,
Chadli Klibi flytja innantóma
ræðu, hvarflaði að mér sú
hugsun, hvort vesenið við að
fá að sitja þama, hefði verið
fyrirhafnarinnar virði.
Að vísu gat ég virt fyrir
mér Hassan Mansour, utanrík-
isráðherra Libýu, stuttan
mann og hnellinn með fallega
sköllótt höfuð. Ég gat sömu-
leiðis horft á fylupokana frá
Saudi Arabiu og fallegu strák-
ana frá Óman, sem voru í lit-
fegurri búningum en aðrir.
Og hvað með það? Síðustu þrír
dagar höfðu farið í stöðugar
ferðir í upplýsingadeildina í Fes,
þar sem herra Boukanan hafði beðið
um staðfestingar á hver ég væri,
hvemig stæði á því, að ég hefði
I áhuga á þessum fundi, hvemig blað
Morgunbiaðið Reykjavík Iceland
væri. Þegar við Boukanen höfðum
gefíst upp á hvort öðm, tóku við
leigubílaferðir til bæjarins Meknes,
60 km frá Fes. Þar átti að vera
svokölluð miðstöð blaðamanna.
Eins og áður hefur komið fram í
pistli um fundinn var blaðamönnum
ekki hleypt til Fes þessa daga. En
fyrir einskæra heppni hafði ég
fengið inni á hótel Fes áður en
fundurinn hafði verið ákveðinn. Þar
áttu svo flestar sendinefndimar að
búa, meðal annars sú sýrlenzka —
ef hún kæmi — og sú lýbíska. Hótel-
ið hafði verið rýmt af ferðamönnum
og hótelstjórinn hafði reynt að út-
skýra fyrir mér í mestu vinsemd,
að ég yrði að flytja. Blaðamenn
mættu ekki vera í Fes og þó allra
sízt þama á hótelinu. Þetta hlyti ég
að skilja.
Ég sagðist skilja að hann væri í
erfíðri aðstöðu. Á hinn bóginn yndi
ég mér prýðilega, þetta væri huggu-
legt hótel og gott starfslið og ég
myndi ekki gera flugu mein. Þessar
samræður okkar Zekri hótelstjóra
f stóðu lengi og hvikaði hvorugt frá
sínu.
Loks var ákveðið að við skyldum
. tala saman daginn eftir, ég hlyti
að skilja að hótelstjómin hefði feng-
ið sín fyrirmæli og það væri ekkert
persónulegt við þetta. Nema síður
væri. Ég sagði honum glöð í bragði
að ég myndi hvergi fara og hann
yrði að láta vopnaða hermenn bera
mig út. Herra Zekri fómaði höndum
og spurði hvort íslendingar væru
allir svona þrjóskir og svona yfír-
máta kurteisir. Ég bar töndum mín-
um vel söguna.
Daginn eftir þeyttist ég enn til
Meknes og í þijá tíma, þrasaði
ég á þeirri kurteisku sem maður
verður að nota við araba, ef maður
ætiar að fá einhverju framgengt.
Án árangurs í bili. Leigubílakostn-
aðurinn var orðinn geigvænlegur.
Það leit ekki út fyrir, að neinar þær
staðfestingar eða skeyti sem voru
sendar, gætu sannfært stjómendur
miðstöðvarinnar. Ég kom gijótfúl á
Hótel Fes um kvöldið, skundaði inn
í kaffíteríuna og pantaði mér rósa-
vín og salat. Fundurinn átti að byija
klukkan fímm daginn eftir og ég
var engu nær því en þegar ég
byijaði að vafstra í þessu að komast
á fiindinn, hvað þá að ég myndi
komast í návígi við neina sem skiptu
máli.
Þjónninn Housan færði mér rós
með rósavíninu og það léttist enn
á mér brúnin, þegar ég kom upp í
herbergi 310 og sá, að alit var þar
með felldu og engin frekari skilaboð
biðu frá herra Zekri.
Ég ákvað að gera eina tilraun
enn og hringdi í Ben Yonan í
Meknes sem hafði haft með þetta
endalausa mál mitt að gera. Og
viti menn. Staðfestingin var þá
bara löngu komin. Nú skyldi ég
bara skreppa eina ferðina enn til
Meknes morguninn eftir og sækja
skilríkin mín og muna að taka far-
angurinn minn, þvi það mættu sem
sagt engir biaðamenn vera í Fes.
I býtið morguninn eftir dreif ég
mig af stað. Ben Yonan fagnaði
mér eins og gömlum vini. Það var
alveg óskiljanlegt, hvemig þetta
hafði getað gerzt, en einhveijir
starfsmenn höfðu ekki áttað sig í
tæka tíð. Hann var harmi lostinn
yfír þessu klúðri, en hann var að
minnsta kosti búinn að panta fyrir
mig herbergi í Meknes.
Eg sagði honum, að því miður
hefði ég steingleymt að taka dótið
og nú þætti mér sem sagt vænt um,
elsku vinur, að fá skilríkin og svo
skyldum við sjá til.
Þegar ég kom aftur til Fes var
ég rétt eina ferðina enn stöðvuð;
sendinefndimar voru að streyma
að og allir ferðamennimir fluttir
burtu, stólamir við sundlaugina og
útigrillið hafði einnig verið fjarlægt.
En inn komst ég og klukkan var
að nálgast tólf á hádegi, það var
miðvikudagur og fundurinn átti að
byija klukkan fímm.
Til vonar og vara skauzt ég upp
í herbergi. Það leit alténd ekki
út fyrir að ég yrði borin út þann
daginn. Eg tók blað með mér niður
í kaffístofuna og pantaði mér te og
lét sem ég væri niðursokkin í að
lesa. Herra Zekri gekk hjá. Hann
leit líka í aðra átt. Sennilega var
gengið í gildi þegjandi samkomulag.
Klukkan fímm fór ég út að Ráð-
stefnuhöllinni. En því miður. Fund-
urinn myndi byija kiukkan sex. Ég
tyilti mér á tröppur og beið. Allar
götur höfðu verið rýmdar, fánar
blöktu við hún, stressaðir lögreglu-
þjónar og hermenn á hveiju strái.
Klukkan sjö kom blaðamannarútan
frá Meknes og æstir blaðamenn og
sjónvarpsmenn kollsteyptust út til
að verða fyrstir að mynda það sem
var reyndar ekki mætt á svæðið:
utanríkisráðherrahópinn. Margir
blaðamannanna voru öskureiðir,
einkum þeir evrópsku. Ég sagði
einhveijum sem ég hitti að síðasta
lögga hefði sagt að fundurinn byij-
aði um átta.
Öllum blaðamönnunum var því
boðið inn, garðurinn blómum
skrýddur og lýstur með marglitum
ljósum, og svo var te og kaffí á
boðstólum eins og hver vildi.
Klukkan hálf átta fer að komast
hreyfíng á. Sírenuvæl og öryggis-
verðir þyrpast að og allir ljósmynd-
aranir og sjónvarpsmennimir tróð-
ust hver um annan þveran en lang-
mestur var þó áhuginn á að ná
myndum, þegar Hassan Mansour
frá Líbýu kom til fundarins. Hann
bandaði blaðamönnum frá sér og
öryggisverðir vom allt í kringum
hann.
Svo vorú allar sendinefndimar
komnar — nema sú sýrlenzka og
það var enginn mættur frá Norður-
Jemen heldur. Hvað sem þvi nú
leið, herra Klibi flutti áðumefnda
ræðu og voru þar línur lagðar: ekki
yrði rætt Líbýumálið eitt sér eins
og Gaddafí hafði krafíst. Mansour
kveikti sér í sígarettu og horfði
fram fyrir sig, svipbrigðalaus.
Sjö auðir stólar vom áberandi,
þar hafði Sýrlendingum verið ætlað
pláss. Klibi virtist biðla meira til
Sýrlendinga en hann fordæmdi
Bandaríkjamenn vegna árásar
þeirra á Líbýu. Hann útskýrði
vandlega fyrir viðstöddum, hvað
Sýrlendingar byggju við mikla
erfiðleika vegna yfirvofandi árásar
ísraelskra síonista á þá og innlimun-
ar Golan-hæða í Israel á sínum
tíma.
í fundarhiéi hitti ég hollenzkan
útvarpsmann, Jan Keulen, og við
tókum tal við Antonio nokkum frá