Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1986
39
Spáni og vorum að velta fyrir okkur
hvað vekti fyrir forsvarsmönnum
Arababandalagsins. Ksulen sagðist
vera hissa á að Sýrlendingar kæmu
ekki, þar sem það hefði gengið afar
hratt fyrir sig að skipuleggja þenn-
an fund — þótt hann væri með
afbrigðum illa skipulagður — og
þó hefðu allir þust á svæðið. Þó að
það væri heyranlegt að þeir vildu
tala gætilega og ekki hvað sízt
Saudar tregir að taka undir nokkra
gagnrýni á Bandaríkin.
*
Ihliðarsölum voru ráðherramir að
tala saman. Klukkan varð tíu og
svo ellefu. Garðurinn var baðaður
í blómum og ljósum. Gjörvulegur
maður kom og heilsaði upp á Anton-
io. Hér var kominn herra Ramadan
Barr, einn úr líbýsku sendinefnd-
inni. Hann hafði unnið í sendiráði
Líbýu í Madrid.
Mér þótti bera vel í veiði og
spurði hvort hann hefði heyrt ís-
lands getið og hann hló við: „Ég
hefði nú haldið það. Ég hef meira
að segja millilent í Keflavík. Ég var
á leiðinni til náms í Bandaríkjunum
með átján félögum okkar. Þetta var
í fýrsta skipti sem ég sá snjó. Ég
gleymi því aldrei."
Eftir að við höfðum skipzt á
nokkrum orðum féllst herra
Ramadan á að skila kveðju til
Mansours, en hann ítrekaði að það
þýddi ekki að hugsa um viðtal. Ég
sagði það myndi ekki skaða að biðja
að heilsa. Skömmu seinna rölti ég
svo þessa fáu metra heim á hótel
og tók tali vingjamlegan mann í
móttökunni. I hvaða herbergjum
Líbýumennimir byggju? Hann hristi
höfuðið. Hann var bundinn þagna-
reiði. Ég rétti honum litlu blokkina
mína; þar með hefði hann ekkert
sagt. Herbergi 428-432. Takk fyrir.
Morguninn eftir fór eins og þytur
um hótelið: Sýrlenzka nefndin með
Farouk A1 Sharie í broddi fylkingar
er komin. Ástæðan fyrir að Sýrlend-
ingar vom ekki hér í gær er sú að
það varð einhver truflun á sam-
göngum. Sú skýring fannst mér
ekki vitlausari en hver önnur og
bera vott um húmor.
Hins vegar var ljóst að engir
fundir yrðu fyrr en um kvöldið og
ég heyrði því fleygt, að sýrlenzku
og líbýsku fulltrúamir ætluðu að
nota daginn til að ræðast við f svít-
um sínum og um hádegisbilið yrði
móttaka hjá Hassan kóngi. Ég sá
því engan tilgang í að hanga á
hótelinu og fór niður í gömlu Fes
sem er kapituli út af fyrir sig.
Ég kom upp á Hotel Fes um
hádegisbilið, klyfjuð plastpokum,
og geng þá beint í flastið á herra
Mansour, utanríkisráðherra Líbýu,
þar sem hann er að leggja af stað
til að hitta kónginn.
Ég stillti mér upp fyrir framan
ráðherrann og bauð honum flaust-
urslega góðan dag. Samstundis
fann ég að tveimur byssum var
beint að hausnum á mér. Næstu
sekúndubrot em harla ólýsanleg,
en mér hmtu af vömm spekiorð sem
hver Snorri hefði mátt vera full-
sæmdur af: Æ, ráðherra, ekki
skjóta mig . . .
Einhvem veginn tókst mér að
stynja því upp hvort ráðherrann
hefði fengið kveðjuna frá mér. Já,
herra Ramadan hafði skilað henni.
Hvort hann vildi kannski segja við
mig eitt orð um kvöldið, eftir að
fundinum væri lokið?
Frúirr er frá íslandi, frá Reykja-
vík, sagði Mansour og ég fann
að byssumar þrýstu ekki lengur að
höfðinu á mér. „En ég sagði strax
að ég ætlaði ekki að tala við blaða-
menn og það á alls ekki að vera
hægt að koma svona að mér hér á
hótelinu. Eitt orð samt? Ég hef
náttúrlega aldrei hitt blaðamann
frá Reykjavík, og þegar ég fer að
hugsa málið, því ekki örfá orð?
Komið upp til okkar eftir að fundin-
um er lokið og við sjáum til hvort
ég hef fáeinar mínútur."
Öryggisvörðunum var nú ofboðið
og sópuðu ráðherranum inn í bílinn.
Ég skjögraði inn í kaffíteríuna og
fann að fætumir á mér vom í sér-
kennilegu ástandi. Housan kom
hlaupandi og spurði hvað mætti
bjóða mér. Ég bað um kaffí og stór-
an koníak. Eg hefði ekki haldið að
ég gæti orðið jafn hrædd og þessi
sekúndubrot með byssumar við
höfuðið á mér.
Seint og um síðir hófst svo seinni
„fundurinn" í Ráðstefnuhöllinni. Af
öllu mátti ráða að engin samstaða
hafði orðið um kröfur Líbýu: „Við
hittumst einhvem tíma eftir
Ramadan" var sagt í lokatilkynn-
ingunni. Sýrlenzki utanríkisráð-
herrann sat og hjalaði við starfs-
bróður sinn frá írak. Fyrir fáeinum
vikum höfðu Sýrlendingar hengt
opinberlega í Damaskus hryðju-
verkamann frá írak. Saudamir yrtu
ekki á sýrlenzka ráðherrann og
utanríkisráðherra Túnis spjallaði
aðeins við marokkanskan starfs-
bróður sinn.
Fundurinn hafði sem sagt farið
út um þúfur og trúlega yrði nú
herra Mansour í svo vondu skapi
að hann myndi varpa mér á dyr
þegar ég bankaði upp á. Sennilega
tæki ekki einu sinni að reyna það.
Eftir að fundurinn hafði staðið í
örfáar mínútur var honum slitið,
blaðamönnum, öðrum en mér var
smalað í einum grænum upp í rút-
una til Meknes og ég fór upp á
hótel eina ferðina enn.
Eg ýtti á hnapp númer íjögur í
lyftunni áður en kjarkurinn
brygðist mér. Oryggisverðimir
komu þjótandi en hafa líklega
munað eftir mér, svo að ég fékk
að banka upp á númer 428 og herra
Ramadan kom til dyra.
„Æ, eruð það þér, sagði hann.
Ráðherrann er í næsta herbergi, svo
er hann að fara í kvöldverðarboð
eftir örstutta stund, jú, en ég býst
við að hann tali við yður, fyrst hann
sagði þetta um hádegið. Við Líbýu-
menn reynum að halda það sem við
segjum."
Oryggisverðimir voru komnir
aftur og stöðugt með byssumar á
lofti. Ég sagði herra Ramadan að
ég væri byssuhrædd með afbrigðum
og hvort þeir vildu ekki frekar taka
töskuna mína og leita í henni. Því
að ég ætlaði nefnilega að hinkra
eftir herra Mansour. Höfuðhrejrfíng
frá Ramadan nægði.
Það leið æði stund og við vomm
niðursokkin í líflegar samræðum
um ferðalög, þegar glaðhlakkaleg
rödd að baki mér segir:
„— Ja, það er frúin frá íslandi.
Afsakið að ég var seinn fyrir. Ég
kann að meta fólk sem sýnir þolin-
mæði. Hins vegar vildi ég miklu
frekar tala um skák en stjómmál
af því að þér emð frá íslandi og ég
og synir mínir höfum svo gaman
af að taka skák. En við skulum
sjá. Hvaða spurningar höfðuð þér
helzt í huga?“
Hann bandaði öryggisvörðunum
frá og við hófum spjall það sem
hefur birzt áður hér í blaðinu og
var það hið eina sem hann talaði
við blaðamenn og við kvöddumst
með virktum og vonaryfírlýsingum
að sjást seinna í Líbýu.
Samt hafði þetta allt eiginlega
byijað með samskiptum mínum
klukkan átta á morgnana við mar-
okkanskan lögregluforingja. En það
væri efni í annað vers.
Texti/Jóhanna Kristjónsdóttir
heimili landsins!
Hugheilar þakkir til vina, barna og vancia-
manna fyrir óg/eymanlegan dag 8. mai sl., i
tilefni 70 ára afmœla okkar. Sérstakar þakkir
til vina okkar viÖ Langholtskirkju, safnaÖar-
félaga ogkórs, sóknarnefndar og samstarfsfólks
fyrir veglegt samsœti og rausnarlegar gjafir.
Víst voru gjafir ykkar góÖar, en dýrmœtust þó
vinátta ykkar og hlýhugur.
GuÖ oggcefa fylgi ykkur
RagnheiÖur Þórólfsdóttir,
Kristján J. Einarsson.
/Miklar sviptingdr eru í umhve/fi flestra fyrirtœkja
er gera kröfur/til œðstu stjór/ienda þeirra og stjór\
a timum
Hver kannq'st ekki við eitýeða fleiri eftirtalinna/atriða:
• Samkeppni við innfluttan varning hefur aukist stórlega.
• Það reýnist sífellt erffðara að standa sig á alþjóðamarkaði.
• Hagnáður hefur mi/tnkað og fyrirtækið á/því í erfiðleikumv
• Gengi erlends lánsfjár er háð mikilli óvissu.
• Þqo reynist sífell/erfiðara að finna hœfa stjórnendur í œðstu
síjórnunarstörf/n, o. s. frv.
flestum fyrir/œkjum er það hlutvenk stjórnar að mótd og fylgja
eftir stefnu fyrirtœkisins þannig að/riún stuðli að vexfí, stöðug-
leika í reksfri og fyrirtækið njóti þar með eðlilegs hdgnaðar.
/ / /
NámskeiÓið gefur mjög gott yfirlit yfir starfssvið/tjórnarmanna
og þœrppplýsingar og kennitplur sem nauðsynfegar eru til að
skoða/stöðu fyrirtœkisins hyerju sinni. Námskeiðið gefur
stjórharmönnum fyrirtœkja jafnframt tækifœ'ri til að fá nýjar og
ferskar hugmyndir frá Norðurlöndum um þ'að hvernig
stfórnarmenn geta sinnt'því hlutverki að ýtjórna fyrirtækjum
'ínum af meiri fagme/nsku.
/
Efni námskeiðsihs er í aðalatriðum:
Hriðj-
Setning: Þórður EHðjónsson, formaÖur SFI. Formáli að
námskeiðinu • /Verkefni kynnt og/unnin • Stjórnir fyrirtækja á
9. áratugnum • Meginstarfssvið/tjórnar • Hlutverk stjórnar
gagnvart stjórnendum og tengdúm aðilum/verkefnum • Lagaleg
ábyrgð eins/akra stjórnarmanna • Siðferðileg ábyrgð
stjórnarin/iar • Þóknun fyri/stjórnarstörf • Þegar stjórnir og
eigendur/draga sig í hlé —Jara á eftirlaun • Kynning á
niðurstpðum verkefna • /yrirspurnir—hádegisverður
Leiðbeinendur:
Kjéld Bundgaard/Verkfrœðingur frá Danmarks Tekniske
ojskole 1957 og fo/stjóri hjá Flexplan-Gruppen.
Preben Juul Kfcer. Löggiltur endurskoðandi, fyrrverandi
formaður sambqnds löggiltra endurskoðenda í Danmörku og
fyrrverandi ritstjóri Revision og Regenskabsvœsen.
Laue Trabérg Smidt. Forstjóri Hándvœrksrádet, systur-
samtaka Lqndssambands iðnaðarmanna. Jafnframt á hann sæti
í Monopjrádet og Exportkreditrádet.
Henrik Möller. Framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtœkisins AIM
Ma rkedsfori ngs rádgivning.
Baldur Guðlaugsson. Hœstaréttarlögmaður.
'íini og staður:
Mánudagur 26. maí kl. 10.00-18.00 og þriðjudagur 27. maí
kl. 09.00-12.30 í Hótel Borgarnesi.
Þátttaka tilkynnist í síma 62 10 66.
Stjórnunarfélag íslæds
*Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66