Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 41

Morgunblaðið - 18.05.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAU986 41 laga á Búnaðarþingi, um stofnun búnaðarskóla á Skriðuklaustri. Samþykkti þingið að koma á fót búfræðslunámskeiðum, og var eitt slíkt haldið þar næsta vetur, en ekki varð meira úr þeirri starfsemi. í ráðherrasamþykktinni frá 1972 er getið ýmissa nýmæla í notkun Gunnarshúss. Meðal annars var áætlað að koma þar upp „aðstöðu fyrir listamann, fræðimann eða vís- indamann, til skammrar dvalar á staðnum". Gististaða hefur verið fyrir hendi í húsinu, en lítið verið notuð, enda aldrei auglýst eða kynnt á annan hátt. Þá var ráðgert að sérstakt herbergi eða safndeild, „helguð frú Franziscu og Gunnari skáldi Gunnarssyni", skyldi vera í húsinu, „aðgengileg til skoðunar fyrir almenning", ásamt öðrum hlutum hússins. Er það ítrekað í samþykktinni frá 1979, og verður því að skoðast í fullu gildi, þótt ekki hafi enn orðið af framkvæmd- um í þá átt. Loks var gert ráð fyrir aðstöðu í húsinu fyrir ýmis félaga- samtök á Austurlandi. Tillaga um frœðasetur Tillaga um „fræðasetur" á Skriðuklaustri var sett fram haustið 1985 af þeim Helga Hallgrímssyni safnverði á Akureyri (frá Droplaug- arstöðum í Fljótsdal) og Þórarni Lárussyni tilraunastjóra. Hug- myndin var kynnt þingmönnum Austurlands stuttu seinna, og tóku þeir Helgi Seljan og Jón Kristjáns- son hana upp sem tillögu til þings- ályktunar (195. mál, 180. löggjaf- arþings), en hún hlaut ekki af- greiðslu. Samkvæmt tillögunni skal hlut- verk fræðasetursins vera: „almenn þekkingaröflun um mannlíf, menn- ingu og náttúrufar á Austurlandi, þar með talið saga landshlutans, þjóðhættir, þjóðtrú, ömefni, bók- menntir og listir. Sérstök áherzla skal lögð á samskipti mannlífs og náttúru í ljósi sögunnar, með raun- hæfa framtíðarskipan þeirra mála fyrir augum. Fræðasetrið skal leit- ast við að safna skrifuðum og prent- uðum heimiidum, er varða ofan- greind fræði austantands, og koma upp sem fullkomnustu bókasafni." Leitast skal við að koma upp vinnu- stofum fyrir þær fræðigreinar, sem einkum hafa verið stundaðar á Austurlandi. „Er svo til ætlast, að lífsviðhorf eða heimspeki Gunnars, sem birtist í skáldverkum hans og öðrum ritum, verði haft að leiðar- ljósi við alla starfsemi fræðaseturs- ins.“ Starfsemin skal fyrst um sinn einkum miðast við það, „að skapa fræðimönnum aðstöðu til dvalar og rannsókna", ogþví skal setrið ,jafn- an hafa til reiðu, eina meðalstóra íbúð fyrir fræðimenn og fjölskyldur þeirra, sem dvelja vilja á staðnum", um lengri eða skemmri tíma, og nokkur einstaklingsherbergi. „Til þess er ætlast, að íslenzka ríkið leggi fræðasetrinu til hús- næði“, þ.e. Gunnarshús. Verði það afhent setrinu til fullra umráða á aldarafmæli Gunnars vorið 1989. Húsinu fylgi lóð eða landskiki, er miðist við að skapa því eðlilegt og fagurt umhverfi. Stofnun fræðasetursins hugsa tillögumenn sér að geti farið þannig fram, að áhugamönnum verði boðið að gerast stofnfélagar setursins, með því að leggja fram gjafir (stofn- framlög) í formi bóka, muna eða annars sem að gagni má koma við uppbyggingu þess, eða lágmarks- upphæð í peningum. Má geta þess, að setrið hefur þegar fengið tilboð um allstórt bókasfn, þjóðfræðisafn ogýmis tæki og húsgögn. Tilraunastöð landbúnaðarins, sem rekin er á Klaustri, telja flutn- 'ingsmenn tillögunnar, að geti tengst fræðasetrinu, „eða jafnvel fallið undir starfsemi þess, er tímar líða fram“. Til þess þyrfti þó að afmarka hlutverk hennar betur og gera hana óháðari höfuðstöðvunum í Reykjavík. „Fræðasetrinu á Klaustri er ætl- að að bæta úr brýnni þörf lands- hlutans (Austurlands) fyrir aðstöðu til fræðilegrar iðkunar, sem heita má að sé hvergi fyrir hendi nú sem stendur, þótt nokkur vísir sé að slíku í skjalasafninu á Egilsstöðum. Nær allar rannsóknir og aðrar fræðiiðkanir, sem viðkoma Austur- landi, verða því að fara fram í öðrum landshlutum, aðallega í Reykjavík, þar sem þær skapa fólki vinnu og gefa ýmsan annan af- rakstur. Hinsvegar hafa Austfirð- ingar lítil sem engin áhrif á fram- kvæmd þeirra og má kallast gott ef þeir fá einhvern tíma að sjá niðurstöður. Sjálfstæði landshlut- anna í rannsóknum og fræðum, er varða þeirra eigin mannlíf eða nátt- úru, hlýtur að vera keppikefli, enda stór þáttur í almennu sjálfstæði nú á tímum, auk þess sem allt fræða- starf skapar ný atvinnutækifæri og er því ekki ómerkur þáttur í marg- Umtöluðu jafnvægi í byggð lands- ins.“ Sameiningartákn Ýmsir landshlutar eiga sína sér- stöku sögustaði, sem íbúar þeirra eru bundnir tilfinningaböndum, líta á sem sameiningartákn og leggja metnað sinn í að styðja og efla á allan hátt. Þannig er Skálholt Sunnlendingum, Hólar Norðlend- ingum og Hrafnseyri fyrir Vest- firðinga. Í seinni tíð hefur farið fram margvísleg uppbygging og endurreisn á þessum stöðum, og þeir hafa á ýmsan veg orðið menn- ingarsetur fjórðunganna að nýju. Austurland hefur til þessa ekki getað státað af neinum sérstökum stað, er skipi svo veglegan sess, en fáir eða engir staðir í fjórðungnum hafa jafn góða möguleika á að öðlast hann, eins og höfuðbólið Skriðuklaustur í Fljótsdal, vegna sögulegrar hefðar, náttúrufegurð- ar, veðurblíðu og hagstæðrar legu í miðju Austurlandskjördæmi, þar sem einnig má ætla að krossgötur verði í framtíðinni. Með uppbyggingu fræðaseturs á Skriðuklaustri er stefnt að því að efla menningarlegt gildi staðarins, og fá honum framtíðarhlutverk, er sæmi sögu hans og þeim stórhug og bjartsýni, er Gunnar skáld sýndi með byggingu hússins fagra, jafn- framt sem heiðruð er minning skáldsins, sem hæst hefur borið hróður Austurlands og lengst út fyrir landsteinana. Því skorum við undirritaðir á Austfírðinga, hvar sem þeir eru búsettir, að veita þessu máli liðsinni sitt, í smáu eða stóru, og tryggja þannig að Austurland eignist sitt menningarsetur og helgistað. Á hvítasunnu (18. maí), 1986. Bjarni Guðjónsson prestur, Val- þjófsstað. Egill Jónsson alþingismaður, Seljavöllum. Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráð- herra. Eyþór Einarsson grasafræðingur. Guttormur Þormar hreppstjóri, Geitagerði. Halldór Ásgrímsson ráðherra. Halldór Sigurðsson form. Safna- stofnunar Austurlands. Helgi Seljan alþingismaður. Hjörleifur Guttormsson alþingis- maður. Jón Kristjánsson alþingismaður. Jónas Pétursson fyrrverandi al- þingismaður. Magnús Einarsson banka- útibústjóri, Egilsstöðum. Ragnheiður Helga Þórarinsdótt- ir borgarminjavörður. Sigurður Blöndal skógræktarstjóri. Sigurður Óskar Pálsson forstöðu- maður Héraðsskjalasafns Austfirð- inga. Sveinn Guðmundsson form. Bún- aðarsambands Austurlands. Vilhjálmur Einarsson skólameist- ari, Egilsstöðum. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrver- andi ráðherra. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri, Akureyri. Þór Magnússonþjóðminjavörður. Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri, Egilsstöðum. Höfundar á varpsins eru Helgi Haligrímsson safnvörðurá Akur- eyri ogÞórarinn Lárusson til- raunastjóri á Skriðuklaustri. Morgunblaðið/H.Hfj. „Dalbotninn er iðjagrœn, rennislétt grund, þar sem árnar liðast um svarta sanda.“ Séð inn í Fljótsdal frá Brekku. Spanspennar Breyta 12VDC í 220VAC. Þannig er hægt að nota 220 volta tæki og verkfæri þar sem ekki er aðgang- ur að 220V rafmagni. Tilvalið fyrir sumarbústaði (td. með vindmyllu), fyrir verktaka, bændur, bátaeigendur (4VDC í 220VAC) og fleiri. Taktu ryksuguna, sjónvarpið eða borvélina með í sumarústaðinn. Skipholti 9. Símar 24255 og 622455. ISUPER llNVERTER Eins og undanfarin ár mun Ferðskrifstofa ríkisins bjóða upp á ferðir um landið í sumar undir leiðsögn fróðra og reyndra manna. Farið verður um helstu héruð landsins, svo fólki gefist kostur á að skoða fagra og merka staði, rifja upp atburði og sögur sem tengjast þeim og njóta náttúru landsins áhyggjulaust um mat, næturstað og leiðir. HRINGFERÐ UM LANDIÐ 10 dagar. Brottfarardagur 4. júlí. f BYGGÐ OG ÓBYGGÐ 10 dagar. Brottfarardagar 18. júlí og 8. ágúst. ISLAND I HNOTSKURN Snæfellsnes, Vatnsfjörður og Látrabjarg — 6 dagar. Brottfarardagur 11. júlí. JOKLAR, HRAUN OGFOSSAR 6 dagar. Brottfarardagar 8. ágúst og 22. ágúst. FJOLLOG FIRÐIR 6 dagar. Brottfarardagur 1. júlí. Gist í þægilegum herbergjum á Eddu- hótelum. Hálft fæði er innifalið í verði. Svefnpokagisting möguleg. TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI í ALLAR FERÐIR. gu FRÍ Feróaskrifstofa Ríkisins i Skógarhlíð 6, Reykjavík, sími 25855.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.