Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 Nýtt fiskverð gildir til áramóta - meðalhækkun 1,5%, skiptahlutfall hækkar um 1% 1. september HÆKKUN fiskverðs um 1,5% að meðaltali var samþykkt í yfimefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins síðastliðinn laugardag. Verðið gildir til áramóta og 1. september næstkomandi hækkar hlutfall skipta- verðs af heildarverði úr 70% í 71%. Verð á þorski hækkar um 0,7%, á ýsu og ufsa um 2%, á karfa um 4% og á grálúðu og kola um 7%. Þrir nýskipaðir sendiherrar á íslandi afhentu forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, trúnað- arbréf sin í gær, að viðstaddri Ragnhildi Helga- dóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sem fer með málefni utanríkisráðuneytisins i fjar- veru Matthíasar Á. Mathiesen utanríkirsáðherra. Myndin var tekin á Bessastöðum við ofan- greint tækifæri. Frá vinstri á myndinni era Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- og trygg- Dagskrá Listahátíðar: Verk eftir Jón Nordal í Norræna húsinu - þriðja sýningin á Fröken Júlíu í athugun ingaráðherra, dr. Gerhard Gmoser, nýskipaður sendiherra Austurríkis, forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hr. Jean Wagner, nýskipaður sendiherra Lúxemborgar, og hr. Stephanos G. Stathatos, nýskipaður sendiherra Grikklands. Sendiherra Austurríkis hefur aðsetur í Kaup- mannahöfn, en sendiherrar Lúxemborgar og Grikklands í Lundúnum. Samkomulag varð um þessa ákvörðun í yfimefndinni, en fulltrú- ar sjómanna og útvegsmanna tóku fram, að þeir hygðust gera sam- komulag um það á næstunni að hlutfall skiptaverðs af heildarverði við heimalöndun hækki úr 70% í 71% 1. september næstkomandi. I yfimefndinni var samþykkt, að gefin yrði út sérstök verðtilkynning um nýtt skiptaverð frá 1. september næstkomandi, þegar sjómenn og útgerðarmenn hafí gert slíkan samning. í lögum um skiptaverð og greiðslumiðlun innan sjávarút- vegsins, sem samþykkt vom í þing- lok, var hlutfall skiptaverðs af heild- arverði við heimalöndun fastsett á 70%. 1,5% hækkun fískverðs að meðaltali eykur útgjöld fískvinnsl- unnar um 0,75% og er hún eftir þetta talin rekin með tæplega 3% tapi. Staða útgerðar er mun betri og vegna þess tekur hún ein á sig launahækkanir sjómanna 1. sept- ember með hækkun skipahlutfalls. Sú hækkun verður 1% og miðast að einhveiju leyti við umsamdar launahækkanir verkafólks í landi. Yfímefnd skipuðu að þessu sinni Lágheiðin loksins opnuð Siglufirði SVO virðist sem Vegagerðin á Sauðárkrók hafi stundum ekki hugmynd um hvað Vegagerðin á Akureyri gerir. Það kom glöggt fram í gær, því í gær- kveldi var opnaður Lágheiðar- vegurinn fyrir fólksbíla og jeppa, en það virtist ekki sem Vegagerðin á Sauðárkrók hefði hugmynd um þetta, og töldu starfsmenn hennar af og frá að vegurinn hefði verið opnaður, þegar haft var samband við þá. Siglfirðingar era því ákaflega fegnir að Lágheiðin hefur nú loks verið opnuð, því leiðin til Akureyrar styttist um 60 til 70 kílómetrar þegar talað er um leiðina fram og til baka og einn- ig mikið niðurtil Ólafsfjarðar. Fréttaritari. Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, sem var oddamaður, Ámi Benediktsson og Magnús Gunnarsson, fulltrúar kaupenda, og Kristján Ragnarsson og Guðjón A. Kristjánsson, fulltrúar seljenda. Samkvæmt verðhækkunum þess- um verður verð á fyrrgreindum físktegundum sem hér segir, skipta- verð innan sviga. í öllum tilfellum er miðað við fyrsta flokks físk, slægðan og í efsta stærðarflokki: Þorskur 27,20 (19,04), ýsa 28,30 (19,81), ufsi 14,30 (10.01), karfí 14,10 (9,87), grálúða 15,70 (10.99) og skarkoli 32,90 (23,03). Verð á öðrum físktegundum breytist ekki að þessu sinni. Efstu mennirnir að tafli. Sigur- vegari mótsins, Hannes Hlífar Stefánsson, t.h. og Guðmundur Pálmason. Afmælisskákmót Landsbankans: Hannes Hlífar Stefánsson vann Afmælisskákmót Landsbankans var haldið 1. júní. Sigurvegari varð Hannes Hlífar Stefánsson með 9'/2 vinning, annar var Guðmundur Pálmason með 9 vinninga, þriðji Jóhann Öm Siguijónsson með 8V2 vinning, fjórði Þröstur Ámason með 7 vinninga og fímmti Ingvar Ás- mundsson með 6V2 vinning. Heild- arverðlaun í mótinu vora 100.000 kr. og afhenti Lúðvík Jósepsson, fyrir hönd bankaráðs Landsbanka íslands, sigurlaunin í lok mótsins. Á DAGSKRÁ Listahátíðar i dag eru tónleikar í Norræna húsinu. Leikin verða verk eftir Jón Nordal í flutningi kennara við Tónlistarskólann í Reykjavík og Hamrahlíðarkórsins. Á efnisskrá er „Systur í Garðs- homi“, fyrir fiðlu og píanó. Laufey Sigurðardóttir leikur á fíðlu og Selma Guðmundsdóttir á píanó. „Tríó fyrir blásara", Kristján Þ. Stephensen leikur á óbó, Einar Jó- hannesson á klarinett og Joseph Ognibene á hom. „Sónata fyrir fíðlu og selló", Rut Ingólfsdóttir leikur á fíðlu og Gunnar Kvaran á selló. „Ristur fyrir klarinett og píanó", Sigurður Snorrason leikur á klarin- ett og Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó. Loks syngur Hamrahlíðar- kórinn undir stjóm Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, „Smávinir fagrir", „Umhverfí" og „Heilræðavísa". Jón Nordal fæddist árið 1926 og hóf tónlistamám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík hjá Áma Krist- jánssyni, Jóni Þórarinssyni og Dr. Viktor Urbancic. Hann fór til Sviss og nam hjá W. Frey í Ziirich á áran- um 1949 til 1951 og seinna nam hann í Paris og Róm. Tónleikamir í Norræna húsinu era haldnir Jóni til heiðurs í tilefni sextugsafmælis hans. Salvör Nordal framkvæmdastjóri Listahátíðar staðfesti í gærkveldi að líkur væra á að ákveðin verði RANNSÓKN á fugladrápinu f Krísuvíkurbjargi stendur nú yfir hjá rannsóknarlögreglunni í Kópavogi. Þrír menn koma þar við sögu og hafa þeir allir verið yfirheyrðir. ein aukasýning á Fröken Júlíu eftir August Strindberg í uppfærslu Kungliga Dramátiska Teatem í Stokkhólmi undir leikstjóm Ing- mars Bergman, heiðursgests Lista- hátíðar. Ef af verður, verður sú sýning nk. sunnudag, en þegar er svo gott sem uppselt á þær tvær sýningar sem ákveðnar era. Sjá umsagnir um Listaliá- tíð á bls. 14 og 15 og frá- sögn og fréttir í miðopnu. Rannsókn er þó ekki lokið, en er að því kemur verður málið sent ríkissaksóknara éins og venja er. Talið er fullvíst að mennimir hafí gerzt brotlegir við fuglavemdunar- lög. Fugladrápið í Krísuvíkurbjargi: Þrír menn yfirheyrðir Glæsibyrjun í Norðurá Þau vora Ijómandi eins og tungl í fyllingu, andlitin sem mættu útsenduram Morgunblaðsins í veiðihúsinu við Norðurá á Rjúpna- hæð í miðdegishléinu á sunnudag- inn. Klukkan sjö um morguninn höfðu allir verið komnir stundvís- lega niður að á og hófu menn þegar að draga fisk. Á hádegi lágu 15 stórlaxar, 8—14 pund, í valn- um og átti eftir að bæta við þá tölu. Það var stjóm Stangveiðifé- lags Reykjavíkur sem „opnaði" ána að vanda og tjáðu þeir Morg- unblaðinu að þetta væri besta byijunin síðan árið 1977, en þá veiddi stjómin 58 laxa á sínum tveimur og hálfa degi. Það sumar veiddust að vfsu „ekki nema“ rúm- lega 1.400 laxar, en umrætt sumar var undanfari metára. Fyrsti morguninn er merkileg- asti tími þessa fyrsta veiðitúrs og var álitamál hversu góðar horf- umar gætu talist, áin í vexti, skoluð og aðeins 5 gráðu heit. En laxinn lét ekki á sér standa og tók grimmt. Best var veiðin fyrir neðan Laxfoss og á Stokk- hylsbroti, að vanda, og á fyrr- nefnda svæðinu var aðallega um veiði að ræða að norðanverðu þar sem menn drógu laxa beggja vegna Skerjanna svo og niður á Broti. Karl Guðmundsson fékk fjóra laxa, tvo landmegin við Skerin og tvo réttu megin, alla á maðk. Olafur G. Karlsson, fór- maður SVFR, og Magnús Ólafs- son, ritstjóri Veiðimannsins, byrj- uðu saman á Stokkhylsbroti og vora þegar í óðum físki, drógu fjóra á svipstundu, 10, 10, 13 og 14 punda. Ólafur fékk alls fjóra. Aðrir fengu minna, Jón G. Bald- vinsson dró tvo, báða á flugu, Kjaftopnu og Þingeying. Halldór Þórðarson, Friðrik D. Stefánsson og Karl Ómar Jónsson fengu sinn fískinn hver, lax Halldórs var glæsilegur 14 punda hænur, en lax Karls gein við flugu. Fyrri lax Jóns, 9 punda hrygna úr Drottn- ingarhyl, var fyrsti lax vertíðar- innar að þessu sinni. Það er óhætt að segja að þessi byijun lofi góðu og líkur séu á því að ef eitthvað vanti í sumar þá verði það ekki laxinn. Kannski frekar vatnið saman við hann. í fyrrakvöld höfðu svo veiðst 23 laxar og í gær bættist enn við, en stjómin lýkur veiðum á hádegi í dag og telst áin þar með „galopn- uð“. „Skot“ í Þverá/Kjarrá „Byijunin var góð svo langt sem hún náði, það komu 15 laxar á land fyrsta morguninn, en svo náði rigningin mikla yfírhöndinni, eftir hádegið var áin orðin ger- samlega óveiðihæf, í foráttuvexti og kaffíbrún og nú á hádegi er ailt við það sama. Þeir hafa ekki einu sinni farið út úr húsi veiði- mennimir, heldur hafa það gott og spá í hlutina," sagði Halldór Vilhjálmsson, kokkur Þverárveiði- manna í veiðihúsinu að Helga- vatni. Talan sem Halldór lét í té er fyrir alla ána, bæði Þverá og Kjarrá, neðri áin gaf 8 físka, efri áin 7, en í báðum hlutum er veitt á 7 stangir. Halldór sagði jafnframt, að flestir laxanna hefðu verið ný- runnir með sjólús, allir mjög vænir. Enginn undir 10 pundum og sá stærsti 17 punda hængur sem Jón Ingvarsson veiddi í Landadrætti í Kjarrá. Var það einn af fjóram löxum sem veidd- ust í þeim veiðistað, en neðar veiddist mest í Kirkjustreng og á Guðnabakkasvæðinu. Einn í Myrkhyl. Flestir laxanna veiddust á maðk, en að minnsta kosti einn lést af fíður- og stáláti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.