Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 Hvað segja þau um úrslit sveitarstjórnarkosninganna: „Ekki mikil áhrif á lands- málapólitíkina“ - segir Þorsteinn Pálsson „ÉG Á ekki von á því, að úrslitin í þessum kosningum hafi mikil áhrif á landsmálapólitíkina. Satt að segja breyta þessi úrslit ekki miklu þegar á heildina er litið,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formað- ur sjálfstæðisflokksins. „Við Sjálfstæðismenn getum verið nokkuð ánægðir með heildamiður- stöður kosninganna. Mest er um vert hinn mikli sigur okkur í Reykjavík, sem er óumdeilanlega mikið pólitískt afrek. Því er ekki að leyna, að við urðum fyrir von- brigðum með úrslit víða úti á lands- byggðinni, þar sem _ við töpuðum sums staðar fylgi. Á móti vegur fylgisaukning á öðrum stöðum. Það var ánægjulegt, að endurheimta meirihluta í Grundarfírði og Ólafs- firði, en þeir sigrar sýna mikinn styrk flokksstarfsins á þessum stöð- um. Við unnum einnig á í Þorláks- höfn, Hveragerði, Mosfellssveit, ísafirði, Patreksfirði, Dalvík og Akureyri og víðar. Á heildina litið getum við vel við unað.“ Þorsteinn kvaðst telja, að lands- málin hefðu ekki haft mikil áhrif á kosningaúrslitin og benti á hversu misjöfn þau væru frá einum stað til annars. Vera mætti þó, að hinar ákveðnu aðgerðir til að kveða niður verðbólgu drægju eitthvað úr fylgi stjómarflokkanna, og væri það út af fyrir sig eðlilegt. Hann benti á, að stjómarandstaðan hefði ekki unnið verulega á í kosningunum. Alþýðubandalagið hefði tæplega unnið um það fylgi sem Kvennalist- inn tapaði, en í síðustu kosningum hefði fylgi Kvennalistans verið jafn mikið og tap Alþýðubandalagsins. Velgengni Alþýðuflokksins yrði að skoða í ljósi þess að Bandalag jafn- aðarmanna hefði ekki boðið fram, og heildarútkoman væri því ekkert sérstök. Þó væri fylgisaukningin á Suðumesjum verulegur ávinningur fyrir flokkinn. „Sé ekki kosn- ingar í haust“ - segir Steingfrímur Hermannsson „ÉG SÉ ekki, að þessi úrslit hafi nein áhrif á stjórnmálin á lands- vísu,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Hann kvað stjórnarflokkana hafa gengið til samninga við verkalýðshreyfingu og vinnu- veitendur og niðurstöður kosn- inganna breyttu engu um þá. Þð væri skylda stjómarflokkanna að standa við samningana. „Ég sé þvi ekki kosningar i haust,“ sagði forsætisráðherra. Steingrímur sagði, að þegar á heildina væri litið væm kosningaúr- slitin viðunandi fyrir Framsóknar- flokkinn. í skoðanakönnunum hefði flokkurinn verið í mikilli lægð sl. tvö ár og honum spáð mjög litlu fylgi í Reykjavík, en úrslitin hefðu orðið önnur. „Það var mjög slæmt að missa mann í Kópavogi og Hafnarfirði," sagði Steingrímur, en benti á að á nokkmm öðmm stöðum hefði flokkurinn fengið ágæta kosn- ingu eða haldið sínu og vegið þannig upp á móti tapinu. „Mesti sigur í sveitarstjórn- ar kosningum“ - segir Jón Baldvin Hannibalsson „ÞETTA er að mínu mati mesti kosningasigur Alþýðuflokksins í sveitarstjóraarkosningum á lýð- veldistímanum," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins. Hann kvað árang- urinn nú heldur betri en í kosn- ingum 1978, ef tekið væri mið af hlut Alþýðuflokksins í fram- boðslistum með öðrum aðilum víða um land og því, að sam- kvæmt skoðanakönnunum hefði um helmingur væntanlegra kjós- enda Alþýðuflokksins í þing- kosningum kosið Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjórnarkosn- ingunum. „Þetta þýðir, ef við hugsum til framhaldsins, að Alþýðuflokkurinn getur gert sér vonir um mun meiri fylgisaukningu í þingkosningum og að munurinn á okkur og Alþýðu- bandalaginu upp á 2% er ekki marktækur," sagði Jón Baldvin. Hann kvaðst sérstaklega ánægður með hinn mikla árangur úti á landi. Þar væri Alþýðuflokkurinn nú næst stærsti flokkur þjóðarinnar, en Framsókn minnsti. „Ég minni á að eftir flokksþingið 1984 hef ég reynt fyrir mitt leyti að leggja rækt við landsbyggðina og hef varið mínum tíma þar einna mest. Þar með er ég ekki að þakka mér árangurinn, heldur aðeins að láta í ljós von um að þetta hafi hjálpað til við uppsker- una.“ „Ef við stöldrum við úrslitin í Reykjavík finnst mér að fjölmiðlar hafi rangtúlkað eða misskilið ár- angurinn þar. Hann er vissulega takmarkaður og minni en víða úti á landi. Engu að síður þá bættum við stöðuna hér verulega. Við jukum fylgið um rúmlega 1.300 atkvæði, sem er um 20% aukning. Við styrkt- um stöðuna þannig að frá því að vera minnsti flokkurinn í borgar- stjórn erum við nú þriðji stærsti. Sérstaklega tel ég að við höfum náð miklum árangri í kosningabarátt- unni hér í Reykjavík, því í upphafi voru kosningaspámar mjög hrak- legar. Ég styðst bæði við talnaleg rök og sögulega reynslu þegar ég segi að á grundvelli þessara kosningaúr- slita tel ég líkur Alþýðuflokksins á meiri háttar kosningasigri í þing- kosningum mjög góðar," sagði hann að lokum. „Vor í lofti fyrir vinstri menn - segir Svavar Gestsson „VIÐ bættum við okkur um 4.000 atkvæðum yfir landið, förum úr um 20.000 atkvæðum í um 24.000 og erum afgerandi næst stærsti flokkur landsins og stærsti and- stöðuflokkur íhaldsins. Fram- sóknarflokkurinn er orðinn sá minnsti af þessum gömlu fjóru flokkum og fær þannig alveg nýjan sess í sveitarstjórnum hér á Iandi,“ sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins. Svavar kvað það mjög athyglis- vert í sambandi við útkomu Al- þýðubandalagsins, að í sveitarfélög- um í Reykjavík og nágrenni, s.s. Kópavogi, Seltjamamesi og Mos- fellssveit, væri flokkurinn með milli 21 og 22% fylgi, en Alþýðuflokkur- inn með milli 11 og 12%. Þetta sýndi kannski betur en annað hve breytingamar væm mismunandi eftir svæðum, því annars staðar á suðvesturlandi væm Alþýðuflokks- menn mjög sterkir, en útkoma Alþýðubandalagsins ekki nógu góð nema í Grindavík og Sandgerði. Svavar benti á, að á Suðurlandi bætti flokkurinn vemlega fylgi sitt í öllum byggðarlögum, þar sem boðið var fram. Samtals hefði flokk- urinn aukið fylgi sitt í 18 sveitarfé- lögum og sums staðar mjög glæsi- lega, s.s. á Akranesi, Bolungarvík, Hvammstanga og Vopnafirði. „Við emm sæmilega hress eftir að hafa virt þessa útkomu fyrir okkur," sagði hann. „Ég tel að það sé vor í lofti fyrir vinstrimenn í landinu eftir þessi kosningaúrslit,“ sagði Svavar enn- fremur. „Úrslitin fela í sér fyrirheit um tímamót í íslenskum stjóm- málum. Hægri sveiflan, sem var í hámarki 82 og 83 er gengin yfir. Þess vegna tel ég eðlilegt og sjálf- sagt, að í framhaldi þessara úrslita leggi félagshyggjuöfl í landinu, sem einkum er að finna í Alþýðubanda- laginu, Alþýðuflokknum og Kvennalistanum, áherslu á að vinna meirihluta í næstu alþingiskosning- um. Ég tel það ekki eins fjarlægan möguleika og áður eftir þessi kosn- ingaúrslit að vinna slíkan meiri- hluta." Konum fjölgar í s veitar slj órnum í bæjar- og sveitarstjórnar- kosningunum á laugardaginn var kosið um 416 fulltrúa. Samsvarandi tala í kosningun- um 1982 var 415. Að þessu sinni náðu 109 konur kjöri eða 26,2% kjörinna fulltrúa. 307 karlar voru kjörnir sem er 73,8% full- trúa. Hlutfall kjörinna karla og kvenna innan flokka er þannig að á A-lista eru karlar 76,2% en konur 23,8%, á B-lista eru karlar 75,7% en konur 24,3% á D-lista eru karlar 75,8% en konur 24,2%, á G-lista eru karlar 63% en konur 26,3%, á V-lista eru eingöngu konur og á öðrum listum eru karlar 79,6% en konur 20,4%. í kosningunum 1982 náðu 72 konur kjöri í kaupstöðum og kauptúnahreppum eða 17,34% kjörinna fulltrúa og hefur þeim því fjölgað um tæp 9%. ______Képavogur;_______ Richard Björgvinsson, D-lista: „Landsmálin höfðu áhrif“ „ÞAÐ ER auðséð að landsmálin hafa haft áhrif á gengi fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins því almennt tap er hjá flokknum á suðvesturlandi, allt frá Akra- nesi til Vestmannaeyja, með ein- staka undantekningum," sagði Richard Björgvinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Kópavogi. Flokkurinn fékk fjóra menn kjöraa en hafði fimm á síðasta kjörtímabili. „Hér í Kópavogi virðist það hafa gerst að hluti af okkar flokksmönn- um hafi ekki sætt sig við framboðs- listann þó hann hafi verið valinn í Qölmennu prófkjöri og mótmælt með því að sitja heima. Léleg kosn- ingaþátttaka virðist benda til þess. Þetta virðist vera hluti af skýring- unni en einnig virðist það hafa haft einhver áhrif að áróður andstæðing- anna beindist mjög gegn mér per- sónulega. Ég tel að Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag hljóti að halda sinni samvinnu áfram í nýjum meirihluta, en Framsóknarflokkurinn detti út úr þeirri mynd. Hann yrði áhrifa- laust aukahjól undir vagninum sem þeir þurfa ekki á að halda. Ég tel ekki líkur á öðru en að þeir haldi samstarfinu áfram, enda boðuðu þeir það fyrir kosningar," sagði Richard. Heimir Pálsson, ‘ G-lista: „Meirihlutinn styrkir stöðuna“ „VIÐ eram afskaplega ánægð með okkar hlut og þá einnig með hlut meirihlutans í bæjarstjóm. Það gerist ekki viða að meirihluti styrki stöðu sína eins og hér gerðist," sagði Heimir Pálsson efsti maður á lista Alþýðubanda- lagsins í Kópavogi. Flokkurinn fékk þijá menn kjöraa, bætti við sig einum. „Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur missa einn mann hvor flokkur og er augljóst að þeir tapa á þátttöku í ríkisstjóminni sem menn fá ekki allt of gott orð af að sitja í. Við höfum oft séð að þegar Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að óvinsælli ríkisstjóm færist fylgi til Alþýðuflokksins. Það virðist hafa gerst hér. Við gætum aftur á móti hafa fengið fylgi frá Framsóknar- flokknum. Þessi úrslit styrkja þann meiri- hluta sem hér er við völd og á ég von á því að hann haldi áfram, enda lögðum við málið þannig upp fyrir kosningamar. Enn hefur þó ekkert verið rætt um hvort Fram- sóknarflokkurinn verður með eða ekki, samstarf A-flokkanna einna er mögulegt," sagði Heimir. HafnarfjörAur: Guðmundur Arni Stefánsson, A-lista: „Úrslitin krafa um breytingar“ „VIÐ áttum von á umtalsverðri aukningu, en úrslitin komu samt sem áður á óvart. Ýmsar ástæður eru vafalaust fyrir þessum sigri. Við vorum með sterkan fram- boðslista og mál sem höfðuðu til kjósenda," sagði Guðmundur Arai Stefánsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins í Hafnar- firði. Alþýðuflokkurinn fékk fimm fulltrúa i bæjarstjóraina, en hafði aðeins tvo áður. „Það kemur vafalaust einnig til að meirihlutinn er orðinn þreyttur. Kjósendur gera kröfu um breyting- ar og hafa litið til Alþýðuflokksins sem var eini framboðsaðilinn sem getur knúið fram breytingar á stjóm bæjarins. Við erum tiibúnir til að stjóma bænum og ég tel líklegast að við óskum eftir viðræðum við Alþýðu- bandalagið um myndun nýs meiri- hluta, enda er það eðlileg framvinda eftir þessi úrslit. Það þarf að fara langt aftur í tímann til að finna sambærilega útkomu hjá okkur og kominn tími til að Alþýðuflokkurinn láti til sín taka í Hafnarfírði á nýjan leik. Kjósendur em þessu greinilega sammála. Við munum vinna skipu- lega að þeim fjölmörgu málum sem við emm með á oddinum. Það em þó engar galdraofsóknir í aðsigi og vonumst við eftir góðri samvinnu allrar bæjarstjómarinnar. Ég þakka kjósendum það traust sem þeir hafa sýnt okkur, við von- umst til að reynast þess trausts verðir," sagði Guðmundur Ámi. Einar Þ. Mathiesen, F-lista: „Fólk vill velja bæjarfull- trúana“ „ÉG TÚLKA úrslitin þannig að fólkið vilji fá að velja bæjarfull- trúana sjálft. Þeir listar sem eru fylgjandi prófkjöri, eins og við, eða hafa notað það, eins og Alþýðuflokkurinn, eru sigurveg- arar kosninganna," sagði Einar Þ. Mathiesen, efsti maður á lista Frjáls framboðs í Hafnarfirði sem bauð fram í fyrsta skipti og fékk einn mann kosinn í bæjar- stjórn. „Þeir flokkar sem verið hafa að þrengja val frambjóðenda inn í smærri klíkur, eins og Sjálfstæðis- flokkurinn, Félag óháðra borgara og Framsóknarflokkurinn, guldu hins vegar afhroð í kosningunum. Það er líka athyglisvert að sjá hvað listi Sjálfstæðisflokksins fær lítið fylgi, kjósendur hafna þessum lista. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Félags óháðra borgara er fallinn. Alþýðuflokkurinn er orðinn stærsta bæjarmálaaflið og má því búast við að hann hafi forystu um myndun nýs meirihluta. Ég sagði það fyrir kosningar að menn yrðu að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í bæjarstjóm, meðal annars að vera með opinn huga gagnvart samstarfi við alla. Ég stend við þetta, en tel þó líklegast að Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur ræði saman um nýj- an meirihluta, enda vora þessir flokkar saman í meirihluta fyrir nokkram áram. Ég tel að við hjá Fijálsu framboði höfum náð góðum árangri, sérstak- lega ef litið er til þess hvað hart var höggvið að okkur. Það var samstilltur hópur sem vann að þessu framboði og er ég afar þakk- látur fyrir stuðninginn," sagði Ein- ar. Arni Grétar Finnsson, D-lista: „Mjögsvo óvæntúrslit“ „ÞETTA eru mjög svo óvænt úrslit, en ég hef ekki skýringam- ar á reiðum höndum. Alþýðu- flokkurinn vann sigur og hlýtur því að hafa forystu um myndun nýs meirihluta. Hvað síðan tekur við í bæjarfélaginu get ég ekki fullyrt um,“ sagði Arai Grétar Finnsson efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4 menn kjöraa i bæjarstjórn, tapaði einum. „Félag óháðra borgara missti báða bæjarfulltrúa sína og fellur þar með út úr bæjarstjóminni. Þeir hafa átt fulltrúa í bæjarstjóm Hafnarfjarðar í 20 ár og verið í meirihluta allan þann tíma og unnið mjög gott verk. Sjálfstæðismenn hafa lengi !átt gott samstarf við fulltrúa óháðra borgara og hafa þeir átt sinn þátt í þeim árangri sem hér hefur náðst. Mitt mat er það að bænum hafi verið mjög vel stjómað og staða hans góð við upphaf nýs kjörtímabils. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði ein- um bæjarfulltrúa, en heldur að mestu atkvæðamagni sínu þrátt fyrir klofningsframboð eins af fyrr- verandi bæjarfulltrúum flokksins sem höfðaði fyrst og fremst til kjós- enda Sjálfstæðisflokksins. Alþýðu- flokkurinn vinnur á víða í Reykja- neskjördæmi, að hluta til á kostnað Sjálfstæðisflokksins. Með tilliti til klofningsframboðsins hefur Sjálf- stæðisflokkurinn haldið sínum hlut nokkuð vel í Hafnarfirði, enda var vel unnið fyrir kosningamar,“ sagði Ámi Grétar. ________Garðabaar;_________ Agnar Friðriksson, D-Iista: „Meirihlutinn stendur vel“ „ÁSTÆÐAN er vafalaust sú að við unnum mjög óvænt mann í síðustu kosningum og með litlum mun. Við töpuðum honum aftur núna með litlum mun. Þegar um er að ræða að hafa fimm fulltrúa af sjö er ekki nóg að hafa góðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.