Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR3. JÚNÍ1986 % f nauwm „ ég erannar frd vinstrí, í adtox\ röðinní- Flýttu þér prestur minn. Það er að renna af honum! HÖGNI HREKKVISI Þessir hringdu . . Kápa tekiní misgfripum Lilja Þorkelsdóttir hringdi: „Kápan mín, sem er brúnleit, yijótt ullarkápa, var tekin í mis- gripum á Kaifí Gesti, fostudags- kvöldið 16. maí. Sá sem tók káp- una er beðinn um að skila henni í fatahengið á Kaffí Gesti, eða hringja í mig í síma 32865." * Oánægður lesandi Óánægður lesandi hringdi: „Mig langar til að láta í ljós óánægju með það í blaðinu okkar, þó það eigi að heita blað allra landsmanna, að andstæðingar okkar í borgarstjóminni skrifí jafn mikið og raun hefur orðið á að undanfömu í blaðið. _ Ég er óánægður með þetta. Ég kæri mig ekkert um að fá greinar eftir Sigurjón Pétursson og fleiri þegar ég kaupi blaðið. Ef ég hefði áhauga á að lesa greinar eftir þetta fólk myndi ég kaupa mál- gögn þeirra. Þetta fólk er hvort eð er ekki með neitt annað en róg um okkar ágætu borgarstjóm og borgarstjóra." Góð þjónusta hjá fasteignasölum Húsfreyja hringdi: „Ég hef staðið í íbúðaskiptum að undanfömu og það var mikið fyrirtæki. Mig langar að færa fast- eignasölunum Húsvangi á Lauga- vegi og Þingholti í Bankastræti kærar þakkir fyrir ákaflega lipra og góða þjónustu. Það er alltaf verið að hnýta í fasteignasala og tala um að fyrir- tæki þeirra séu ónauðsynleg, en ég held að fólki brygði við ef þau yrðu lögð niður og það þyrfti að standa í öllu stappinu sjálft." Nægur hiti um ókomin ár Ein kulvís hringdi: „Reykvíkingar. Fögnum kaup- um á Olfusvatnslandinu sem tryggir okkur og afkomendum okkar nægan hita um ókomin ár. Þau þægindi sem heita vatnið gefur okkur er ekki hægt að meta til fjár, og er það vafalaust einn af helstu kostunum við okkar stóm höfuðborg." Gjaldið smekkleysa Almúgakona hringdi: „Ekki er ég sammála Ólafí Jó- hannessyni þar sem hann dásamar sjónvarpsþáttinn „Gjaldið" í Morg- unblaðinu. Mér fínnst þetta leikrit í einu orði sagt smekkleysa. Inni- haldið er á þá leið að stelpuskjáta giftist gömlum manni til §ár. Eftir það á hann ekki sjö dagana sæla. Síðan er henni rænt af glæpalýð og svalar fýsnum sínum með öðmm glæpamanninum í augsýn dóttur sinnar á táningaaldri. Gamli maður- inn vill síður láta allan auð sinn af hendi til glæpamannanna en það fínnst henni sjálfsagt og virðist stolt af framferði sínu. Ég vonaði satt að segja í lengstu lög að hann losaði sig við bestíuna sem ég gat alls enga samúð haft með. Eg tek það fram að ekki varð ég vör við að nokkrar heiðarlegar hugsjónir lægju að baki framferði glæpalýðs- ins, aðeins peningagræðgi. Ég er að vísu ekki mjög langskólagengin, en þannig kom gjaldið mér fyrir sjónir. Ef til er lágkúra þá var hún þama." Orð í tíma töluð Erna Jónsdóttir hringdi: „Mig langar að koma á framfæri við Velvakanda sérstöku þakklæti til Stefáns Jónssonar fréttamanns fyrir erindi hans sunnudagskvöldið 25. maí. Mér fannst það alveg frá- bært og orð í tíma töluð, að við hættum að dæma náungann fyrir- fram, áður en sekt er sönnuð. Hann nefndi m.a. Hafskipsmálið, þar sem það er í brennidepli núna, en það kom líka fram að það er ekki bara þetta mál, mörg önnur mál hafa komið upp undanfarið svo sem okurmálið. Mál eru blásin út og menn sakfelldir um leið, en mál eins og líkamsárásir, að ég tali nú ekki um kynferðisglæpi gagnvart bömum em nánast þögguð niður, jafnvel þó menn játi á sig verknað- inn er þeim sleppt aftur og geta þá haldið uppteknum hætti. Þetta fínnst mér hrikalega rangt, því menn þurfa sérstaklega að gæta sín á þessum mönnum. Því vil ég þakka Stefáni fyrir orð í tíma töluð." Yíkverji skrifar Nýlega komu skattskrár út fyrir álögð gjöld á árinu 1985. Eru þetta doðrantar miklir, sem gefa miklar upplýsingar um skattgreið- endur þessa lands. Mun það vera nær einsdæmi meðal þjóða, að skattskrá sé gefín út sem opinbert plagg og minnist Víkveiji þess að fyrir nokkmm ámm varð brezkur þegn vitni að því, þegar skattskrá kom út og menn vom í óða önn að skoða, hvað náunginn greiddi til samfélagsins. Breti þessi varð hvumsa við og spurði, hvort skatt- skrá væri virkilega gefín út opin- berlega. „í Bretlandi er þetta einka- mál skattgreiðanda og íjármála- ráðuneytis," sagði hann. Líklegast hafa allir flokkar lýst því einhvem tíma yfír, að skattalög- gjöfín íslenzka sé meinlega gölluð og í henni sé allt of mikið af götum, sem menn geti smogið í gegnum. Skattskráin, eins og hún er nú gefín út, er endanlegt plagg, þar sem búið er að taka tillit til kæra og leiðrétta villur, sem kunna að hafa orðið í álagningu. En hún opinberar gífur- legt óréttlæti og sannar, að beinir skattar og þá aðallega tekjuskattur og útsvar leggjast mjög misþungt á fólk. Það em sem sé aðeins laun- þegar, sem vinna hjá öðmm, sem bera byrðar þessa þjóðfélags í höf- uðdráttum, aðrir virðast sleppa einhvem veginn. Þannig er þessi innheimtuaðgerð eitthvert mesta óréttlæti þessa þjóðfélags, aðeins fáir bera byrðar margra og sam- neyzlan er í aðalatriðum greidd af þessari ákveðnu tegund launþega. Víkveiji varð nýlega vitni að því, er maður, sem annars er mjög yfír- vegaður og dagfarsprúður, tók að blaða í skattskránni, og hárin hrein- lega risu á höfði hans, hann sót- roðnaði í framan og hafði blótsyrði á vömm. En þrátt fyrir að stjóm- málamenn hafí oftar en einu sinni haft á orði, að hér sé um ranglæti að ræða, er ekkert gert til þess að uppræta það. Tekjuskattur og út- svar em af hinu illa, enda vart unnt að fínna þann íslending, sem ekki vílar fyrir sér að svíkja og setningin á framtalinu „að viðlögð- um drengskap" hljómar nánast eins og brandari ársins, þegar eyðublað- ið er sent út í byijun hvers árs. Það er og hlýtur því að vera skylda hvers stjómmálamanns að leggja niður þessa skattheimtu, ella verður afsiðun fólks algjör. En hvað getur komið í staðinn? Einhveiju sinni heyrðist, að ekki þyrfti svo ýlq'a mörg prósentustig í neyzlusköttum til þess að afla þess ijár, sem innheimtist fyrir tekjuskatt. Raunar er söluskattur orðinn mjög hár á íslandi og er þar ekki við bætandi, myndu eflaust einhveijir segja — en ljóst er að áfram verður ekki haldið með beinu skattana — oréttlæti ber að upp- ræta og einnig þarf að sjá sveitarfé- lögum fyrir nýjum tekjustofnum. Þetta er hlutverk stjómmálamann- anna. Þeim ber að fínna réttlátt skattform, svo að byrðamar leggist réttlátt á alla skattgreiðendur þessa lands. Takist þeim það, mun þorri fólks telja það glæp að svíkja undan skatti. XXX Enn ein spennandi kosninganótt er liðin. Landsmenn hafa setið sem límdir fyrir framan sjónvarps- og útvarpstækin og fylgst með talningunni. Fagmannlega var að verki staðið hjá fréttamönnum beggja stofnana og nýjasta tölvu- tækni gerði sitt til að auðvelda mönnum að átta sig á stöðunni hveiju sinni. Sveiflur vom meiri í kosningun- um en menn höfðu átt von á. Sér- staklega hljóta úrslitin að hafa komið krötum þægilega á óvart. f Reykjavík var eftirminnilega stað- fest að sjálfstæðismenn og þá fyrst og fremst borgarstjórinn njóta óvenjulegs trausts. xxx Aður en kosningunum er sleppt getur Víkveiji ekki látið hjá líða að minna á að hann eignaðist nafna í bæjarstjóm. Einn maður af lista Víkveija á Húsavík náði kosningu. XXX Stórmerk nýjung kemst í gagnið hjá Pósti og síma innan skamms. Hægt verður að hringja beint úr bílasíma hvert sem er í heiminum. Enginn munur er á að hringja úr hinum nýja bflasíma og venjulegum símum. Þetta leiðir hugann að þeim framförum sem orðið hafa allra síð- ustu árin hjá stofnuninni, bæði á sviði póst- og símamála. Yfírmenn þar hafa verið vakandi fyrir nýjung- um og innleitt þær hér með fullum stuðningi símamálaráðherrans, Matthíasar Bjarnasonar. Jón Skúlason póst- og símamála- stjóri lætur af störfum fyrir aldurs sakir á þessu ári. Hans þáttur í framförum hjá stofnuninni hefur að sögn kunnugra verið ákaflega mikill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.