Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986
19
sanna að fjöldi þeirra er fær um
það og sú aðgreining sem tíðkast
hefur, hefur beinlínis staðið fötluð-
um fyrir þrifum. Hvemig eiga „eðli-
legir" borgarar að fá tækifæri til
að læra að umgangast þá samborg-
ara sína sem eru fatlaðir? Þetta er
afar mikilvægt því fordóma og
vandamál í samskiptum fatlaðra og
hinna svokölluðu „eðlilegu" borgara
má oftast rekja til síðarnefnda
hópsins. „raiilegir" borgarar þurfa
tækifæri til að vinna bug á fordóm-
um sínum gagnvart fötluðum. Skól-
ar og aðrar menntastofnanir hafa
þar mikilvægu hlutverki að gegna.
Utanbókarlærdómur
Blaðamaðurinn telur að þriðja
„firran" í starfi kennara sé sú „að
utanbókarlærdómur, staðreynda-
nám og miðlun þekkingar eigi að
víkja fyrir „umræðu" nemenda og
kennara, sjálfsnámi og hópvinnu
og þjálfún og undirbúningi fyrir
„virka þátttöku" í lýðræðisþjóð-
félagi".
Við teljum að utanbókarlærdóm-
ur, staðreyndanám og miðlun þekk-
ingar fari fram í öllum skólum í
meira eða minna mæli. Sömuleiðis,
að ekki hafi verið hvatt til að þessir
þættir víki fyrir öðrum, heldur að
aukin áhersla verði lögð á bættar
aðferðir við nám og kennslu. Utan-
bókarlærdómur á vissulega rétt á
sér í námi bama, en aðeins í réttu
samhengi. Utanbókarlærdómur á
staðreyndum án skilnings og sam-
hengis á lítið sameiginlegt með
Raunverulegri menntun.
Það er orðið nokkuð langt síðan
Þórbergur Þórðarson lagði orð í
belg varðandi slíkt nám, en það sem
hann sagði um staðreyndanámið
Ingibjörg Ásgeirsdóttir
sem slitið er úr eðlilegu samhengi
er enn í fullu gildi: „Hvers vegna
er verið að sólunda tíma okkar í
svona lagað minnishrat? Hvem
andskotann kemur þetta lífi okkar
við? Og hvað situr eftir í manni,
þegar vindar nýrra áhrifa hafa
feykt þessu msli burt? Enginn nýr
skilningur á heiminum. Ekki heldur
aukin dómgreind. Því síður nein
djúphyggja. Þar situr ekkert eftir
annað en sama gróðurlausa auðnin,
sem þyrsti í fjóvgandi skúrir, áður
en þessi ítroðsluþyrrkingur byrj-
aði.“ (Ofvitinn 1940, bls, 35.)
Erfltt er að skilja af hverju blaða-
maður kallar það „firru" að reynt
sé að búa nemendur undir virka
þátttöku í lýðræðisþjóðfelagi.
Finnst honum þjóðfélagið sem við
Sigrún Guðmundsdóttir
búum í svo einfalt að það sé ástæðu-
laust að búa fólk undir virka þátt-
töku í því? Eða finnst honum það
„firra" að þegnarnir taki virkan þátt
í lýðræðisþjóðfélagi?
Samþættíng
Fjórða „firran" í skólastarfinu
er sú að „skil milli námsgreina eigi
að vera sem minnst og „samþætta"
beri námsgreinar eins og tök em
á“. Skil milli námsgreina í gmnn-
skóla og skil milli fræðigreina eins
og við þekkjum þau í deildum há-
skóla em ekki og hafa aldrei verið
í föstum skorðum. Greinamar þró-
ast vegna þess að viðfangsefnin
breytast ört. Heimspekingar hafa
um langan aldur glímt við að skipta
þekkingunni í greinar eða svið, en
það er langt frá því að menn hafi
orðið á eitt sáttir um eðlilega skipt-
ingu. Það er því ekki rétt að sníða
námsgreinum í gmnnskóla ákveð-
inn, þröngan stakk sem sé algild
ogeilíf ígangsflík.
En það er hægt að „samþætta"
á margan hátt, líka þannig að skil
milli hefðbundinna greina séu virt,
en að þær tengist í ákveðnum við-
fangsefnum. I öðm lagi er hægt
að samþætta þannig að ákveðið
þema tengi saman þekkingaratriði
af mörgum sviðum. Að lokum má
nefna námsþætti eins og t.d. kyn-
fræðslu og fræðslu um eiturlyf sem
falla ekki undir neina hefðbundna
námsgrein og óhugsandi virðist að
kenna án þess að samþætta t.d.
heilsufræði, siðfræði, félagsfræði
o.fl.
Af þessu má ljóst vera að það
er varla hægt að tala um sam-
þættingu um eitthvert eitt fyrirbæri
sem beri að forðast, án þess að
skilgreina nánar hvað við er átt.
Ótrúlegt er t.d. að Guðmundur
Magnússon geti kennt sögu af ein-
hveiju viti án þess að fara nokkum
tíma inn á hefðbundin svið landa-
fræði, félagsfræði, heimspeki eða
annarra greina.
Stafsetning
Þótt blaðamaður telji ekki upp
fleiri grillur í tölusettri röð, þá
heldur hann áfram ásökunum sín-
um á hendur kennurum. Hann álítur
að léleg stafsetningarkunnátta stafi
af því að víða sé hætt að kenna
stafsetningu og málfræði og vill
gjarnan vita í hvaða skólum svo sé
ástatt. Við vitum ekki um neina
slíka skóla og hjá Námsgagnastofn-
un fengum við þær upplýsingar að
allir grunnskólar í landinu panta
árlega fjölbreytt efni til móðurmáls-
kennslu. Auk þess hefur stofnunin
á undanfömum árum sífellt verið
að auka og bæta efni á þessu sviði.
Ólíklegt er að skólamir óski eftir
þessu í miklu magni ár eftir ár án
þess að það sé notað.
Lokaorð
Lítið hefur verið um rannsóknir
og kannanir á skólastarfí á íslandi,
skrifar blaðamaðurinn. Við tökum
undir þau orð og að þar þurfi úr-
að bæta. Slíkar rannsóknir gætu
komið í veg fýrir jafn órökstuddar
fullyrðingar og kennarar hafa und-
anfarið þurft að sitja undir.
Við leggjum áherslu á að það em
nemendur, kennarar og aðrir sem
starfa að skólamálum auk áhuga-
samra foreldra sem hafa hvað besta
innsýn í störf grunnskólanna. Full
ástæða er því til að vara fólk við
að taka alvarlega fullyrðingar
blaðamanns sem tekur munninn
fullan um leið og hann lýsir yfir
að sýn hans yfír skólastarf á íslandi
sé takmörkuð.
Guðmundur Magnússon hefði
getað sparað sér þá yfirlýsingu.
Þessi takmarkaða sýn hans á skóla-
málum kemur skýrt fram í öllu sem
hann skrifar um þau mál.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir er kennari
og starfar hjá Námsgagnastofnun.
Sigrún Guðmundsdóttir er kenn-
ari og stundar framhaldsnám í
kennslufræði og kennaramennt-
un.
Margra ára reynsla sannar gæði
þakmálningunar frá Málningu hf.
ÞOL er sérframleidd alkýðmálning,
sem innlend reynsla hefur
skipað í sérflokk vegna endingar
og nýtni.
ÞAKMÁLNING SEM ENDIST
ÞOL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali.
Handhægt litakort auðveldar
valið á réttum lit.
ÞOL tryggir þér fallegt útlit
og góða endingu.
málning'f