Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 + Maðurinn minn, KRISTINN EINARSSON kaupmaður, Laugavegi 25, andaöist á Öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, laugardaginn 31. maí. Fyrir mína hönd og barna okkar, Ella Marie Einarsson. t Sonur minn og bróðir okkar, JÓN GRÉTAR GUÐMUNDSSON, Gnoðarvogi 70, andaðist 1. júní. Ásta Jónsdóttir, Hllmar Guðmundsson, Heiðrún Guðmundsdóttir, Inga Dóra Guðmundsdóttir. + Eiginkona mín og móðir, ÁSDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR, er látin. Hannes Pálsson, Guðlaug Ágústa Hannesdóttir, Bragi Hannesson. + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTU HALLMUNDSDÓTTUR, Grettisgötu 20a, fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 5. júní kl. 13.30. Jarösett veröur f kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Fríkirkjuna í Reykjavík. Guðmundur Hjörleifsson, Margrét E. HJörleifsdóttir, Bernharð Guðnason, Hjörleifur G. Bernharðsson, Ágústa G. Bernharösdóttir, Bernharð M. Bernharðsson. + Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, LEIFS GUÐMUNDSSONAR, Rauöageröl 10, fyrrv. forstjóra Mjólkurfólags Reykjavfkur, verður gerö frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 3. júní, kl. 13.30. Ragnheiöur Guðbrandsdóttir, Hlff Leifsdóttir, Theódór Þorvaldsson, Guðmundur Leifsson, Helga Gunnþórsdóttir, Valdimar Leifsson, Bryndfs Kristjánsdóttir, og barnabörn. + Útför eiginmanns míns, tengdasonar, föður, tengdaföður og afa, EINARS TÖNSBERG framkvæmdastjóra, Glæsibæ 13, Reykjavfk verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 3. júní, kl. 15.00. Ingibjörg Tönsberg, Sigríður Bjarnadóttir, Hermann Tönsberg, Kristín Arnardóttir og barnabörn. + Útför ÖNNU MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR, Hlíðarbyggð 13, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júní kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennnar er bent á Krabbameinsfélag fslands. Ómar Ingólfsson. Minning: Einar Tönsberg framkvæmdastjóri Fæddur 13. janúar 1910 Dáinn 23. maí 1986 Einar Tönsberg fæddist í Kaup- mannahöfn 13. janúar 1910 og lést í Landakotsspítala 23. þ.m. Hann verður jarðsettur í dag, 3. júní, frá Fossvogskapellu kl. 3. Að lokinni skólagöngu kynnti hann sér garðyrkjustörf og kyn- bætur í alifuglaræktun. Hann flutt- ist til íslands 1930 og tók að sér forystuframkvæmdir við kynbóta- aliftiglabú í Grindavík og var þar í 8 ár. Árið 1941 réðst hann til Bakarameistarafélags Reykjavíkur sem framkvæmdastjóri við ali- fuglabú sem þá var verið að stofna á vegum félagsins. Einar Tönsberg giftist eftirlif- andi konu sinni, Ingubjörgu Jó- hannesdóttur, 5. október 1941. Þau eignuðust einn son, Hermann, sem er framkvæmdastjóri hér í borg. Kona hans er Kristín Amardóttir. Einar og Ingibjörg bjuggu 25 fyrstu hjúskaparár sín í Sogamýr- inni, síðustu árin í Glæsibæ 13, Árbæjarhverfi. Einar Tönsberg fékk strax áhuga á að læra íslensku sér að gagni, sem var nokkuð ólíkt mörgum löndum hans. Honum tókst það líka svo vel að hann varð snemma altalandi og skrifandi á íslensku og fékk íslensk- an ríkisborgararétt. Hann starfaði nokkuð að félagsmálum, svo sem í Det danske selskab, var í stjóm eggjaframleiðanda í 30 ár og einnig í stjóm Mjólkurfélags Reykjavíkur o.fl. Fljótt var okkur bakarameistur- um ljóst, að Einar Tönsberg var dýrmætur starfsmaður við alifugla- búið vegna þekkingar sinnar og mannkosta. En við óttuðumst að honum gæti dottið í hug að skipta um stöðu og starfa og yfírgefa okkur. Þá hugsaðist okkur að bjóða honum betri kjör og að gerast meðeigandi í búinu sem hann stjómaði. Hann gekk að þessu boði og samstarfíð stóð í rúm 40 ár. Einar var hinn ágætasti félagi í allri umgengni, trúr og tryggur starfsmaður og mátti ekki vamm sitt vita. Ingibjörg kona hans er einnig vel að sér um alifuglarækt og naut búið einnig sérþekkingar og starfskrafta hennar. Árlegir aðalfundir sem haldnir vom á heimili þeirra hjóna vom okkur ævinlega tilhlökkunarefni. Persónulega er ég Einari Tönsberg innilega þakklátur fyrir vinsemd hans á langri ævi. Einnig leyfist mér fyrir hönd Bakarameistarafé- lags Reykjavíkur að flytja hér alúð- arfyllstu þakkir fyrir samstarfíð og aðstandendum hans innilegustu samúð. Gisli Ólafsson Einar Tönsberg framkvæmdastjóri lést þ. 23. maí sl. 76 ára að aldri. Hann hafði ekki gengið heill til skógar síðustu 2 til 3 árin og annað slagið dvalið á sjúkrahúsum sér til hressingar. í þetta skipti átti hann ekki afturkvæmt. Einar var fæddur þ. 13. janúar 1910 í Kaupmannahöfn, ólst þar upp og lauk þar stúdentsprófí. Einar var einn þeirra dönsku manna sem komu til íslands með sérfræðikunnáttu í landbúnaðar- fræðum, ílentist hér og gerðist góð- ur íslendingur. Hann kvæntist ís- lenskri konu Ingibjörgu Jóhannes- dóttur frá Hömmm í Grímsnesi sem er kennari að menntun. Þau hjónin eignuðust einn son en bamabömin em nú orðin sjö að tölu. Einar kom til landsins í nóvember 1930 og var þá ráðinn að hænsna- búi Einars í Krosshúsum í Grinda- vík en hann hafði stofnað bú þetta árið áður. Einar stýrir þessum + Hjartanlega þökkum við öllum sem sýndu okkur samúð og kær- leika við andlát og útför systur okkar, mágkonu og frænku, SIGRÍÐAR SVEINBJARNARDÓTTUR, frá Ysta-Skála, Eyjafjöllum. Guö blessi ykkur öll. Systkinl hinnar látnu og fjölskyldur þelrra. Lokað Vegna útfarar LEIFS GUÐMUNDSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra verður skrifstofa, verslun og vöruaf- greiðsla okkar lokuð eftir hádegi í dag. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Lokað Vegna útfarar EINARS TÖNSBERGS framkvæmda- stjóra verður skrifstofa, verslun og vöruafgreiðsla okkar lokuð eftir hádegi í dag. Mjólkurfélag Reykjavíkur. Lokað Verður miðvikudaginn 4. júní vegna útfarar ÖNNU MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR. Guðmundur Jónsson hf., Bolholti 6, Reykjavík. Lokað Verður miðvikudaginn 4. júni vegna útfarar ÖNNU MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR. Vélar og verkfæri hf., Bolholti 6, Reykjavík. rekstri í 8 ár en fer þá til Reykjavík- ur og tekur upp ýmis konar störf bæði við fuglarækt og garðyrkju- störf m.a. í Hafnarfírði, Reykjalundi í Grímsnesi, að Reykjum í Mosfells- sveit og víðar. Haustið 1941 er hann fastráðinn við alifuglabú bakarameistara í Reykjavík og verður það hans æfístarf, en hann var framkvæmdastjóri þess í yfir 40 ár samfleytt. Einar var mjög félagslyndur og tók fljótlega þátt í félagsskap er varðaði starf hans. Hann varð fé- lagsmaður í samtökum fuglabænda í Reykjavík 1942. Hann var kjörinn í stjóm Sambands Eggjaframleið- enda um 1950 og var gjaldkeri þessara samtaka til 1983, er starf- semi félagsins breyttist. Einnig gekk hann í Mjólkurfélag Reykja- víkur, verslaði þar með fóður fyrir bú sitt lengst af, og starfaði sem deildarfulltrúi frá 1958. Einar var kosinn í stjórn MR 1973 og varafor- maður 1978 þar til hann lést. Ég kynntist Einari fyrst í Sam- bandi Eggjaframleiðenda og störf- uðum við þar saman í stjóm í nær tvo áratugi, og nú siðasta áratuginn höfum við verið nánir samstarfs- menn í stjóm Mjólkurfélags Reykja- víkur. Einar var vel gefínn maður og fær á mörgum sviðum en þó einkum á sviði bókhalds og reksturs fyrirtækja og með honum var gott að starfa. Þetta tækifæri vil ég nota til þess að þakka honum gott samstarf og árangursríkt, en hann var ávalt viðbúinn að rétta hendi og margir nutu greiðvikni hans og velvildar. Þá starfaði Einar í „Det danske selskab í Reykjavík og Dannebrog og gegndi þar ýmsum trúnaðar- störfum. Frá 1955 var hann í stjóm veiðifélags Úlfarsár og var það til dauðadags. Einar var vænn maður og vel látinn. Óvini átti hann enga, en eignaðist þvert á móti marga vini á vegferð sinni í hinum ýmsu félags- málastörfum sínum. Hann skilaði æfístarfí sínu hér á íslandi, varð ' góður og gegn þegn, en gleymdi þó aldrei uppruna sínum og fyrra föðurlandi. Áð leiðarlokum skulu Einari færðar þakkir fyrir sam- fylgdina og ættingjum færum við samúðarkveðjur. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson. Blómastofa Fnðfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.