Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 7
I
.UKIA
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986
7
Afgreiðsla og ritstjórnarskrifstofa Morgnnblaðsins á Akureyri eru í Hafnarstræti 85. Morgunblaðia/Skapti
Morgunblaðið opnar
afgreiðslu á Akureyri
SUNNUDAGINN 1. júní opnaði Morgnnblaðið afgreiðslu á Akur-
eyri. Er hún til húsa í Hafnarstræti 85, sama stað og ritstjómar-
skrifstofa blaðsins, sem opnuð var i desember sl. Símanúmer
afgreiðslunnar verður 23905.
Starfsmenn á afgreiðslunni
verða þrír, Rúnar Antonsson, sem
veita mun henni forstöðu, Asbjörg
Hjálmarsdóttir og Jódís Jósefs-
dóttir. Jódís hefur undanfarin ár
verið umboðsmaður Morgunblaðs-
ins á Akureyri. Við opnun af-
greiðslunnar flyst umboðið til
blaðsins sjálfs og verður Jódís
starfsmaður þess. Er það fengur
fyrir blaðið að njóta áfram starfs-
krafta hennar og þekkingar.
Á afgreiðslunni í Hafnarstræti
85 verður Akureyringum og raun-
ar Norðlendingum öllum boðið
upp á alla þá þjónustu sem Morg-
unblaðið veitir lesendum sínum
og viðskiptamönnum.
Mikið mun mæða á afgreiðsl-
unni í júnímánuði. Þeim Akur-
eyringum, sem ekki eru áskrifend-
ur að blaðinu, hefur verið boðið
að fá það ókeypis í einn mánuð
til kynningar. Lætur nærri að
Morgunblaðið sé borið út til 3000
Starfsmenn á afgreiðslu Morgunblaðsins á Akureyri eru
Rúnar Antonsson, Jódis Jósefsdóttir og Ásbjörg Hjálmarsdóttir.
heimila á Akureyri í júní. Af-
greiðslan veitir allar upplýsingar
um þessa kynningaráskrift.
Morgunblaðið opnaði ritstjóm-
arskrifstofu á Akureyri 15. des-
ember sl. Starfsmaður hennar er
Skapti Hallgrímsson blaðamaður.
Ritstjómarskrifstofan veitir alla
hugsanlega þjónustu á sviði frétta
og þar er ennfremur tekið við
greinum í blaðið, minningargrein-
um, bréfum og fyrirspumum í
Velvakanda o.fl. Sími ritstjómar
er21100.
Það er von Morgunblaðsins að
með opnun ritstjómar og af-
greiðslu á Akureyri muni enn
styrkjast tengsl blaðsins við
Akureyringa og Norðlendinga
alla.
AIOBIRk
TALKMAN
Fremstur
á Norðurlöndum
Mobira Talkman bílasíminn erótvírætt í fararbroddi á Norðurlöndum. Þartala
opinberar sölutölur skýrustu máli.
Kaupendur bílasíma setja gjaman þrjár kröfur á oddinn við val á bílasíma.
Mikil ending, lág bilanatíðni og fjölbreyttir notkunarmöguleikar.
(þeim efnum hefur Mobira Talkman vinninginn meðal notenda
innan NMT á Norðurlöndum.
Líkur Mobira Talkman til forystu á íslandi aukast enn frekar við það að öll
þjónusta, eftirlitog ísetning er í höndum þrautreyndra og valinkunnra fagmanna.
Renndu við eða hringdu í Hátækni í Ármúlanum og fáðu allar nánari
upplýsingar um Mobira Talkman - söluhæsta bílasímann á Norðurlöndunum.
Góðgreiðslukjör
II
Hátæknlhf.
Ármúla26, símar: 91 -31500-36700
108 Reykjavik
MARKAÐSHLUTDEILD FRAMLEIÐENDA BÍLASÍMAINNAN NMT ÁRIÐ1985*
Alls seldir árið 1985:83.525 bílasímar. Fjöldi notenda bílasíma innan NMT 31.12.1985:217.785
'Samkvæmt epinberum upplýsingum samnorrænnar stjórnarnefndar NMT á Norðurlöndum.