Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 7
I .UKIA MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 7 Afgreiðsla og ritstjórnarskrifstofa Morgnnblaðsins á Akureyri eru í Hafnarstræti 85. Morgunblaðia/Skapti Morgunblaðið opnar afgreiðslu á Akureyri SUNNUDAGINN 1. júní opnaði Morgnnblaðið afgreiðslu á Akur- eyri. Er hún til húsa í Hafnarstræti 85, sama stað og ritstjómar- skrifstofa blaðsins, sem opnuð var i desember sl. Símanúmer afgreiðslunnar verður 23905. Starfsmenn á afgreiðslunni verða þrír, Rúnar Antonsson, sem veita mun henni forstöðu, Asbjörg Hjálmarsdóttir og Jódís Jósefs- dóttir. Jódís hefur undanfarin ár verið umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Akureyri. Við opnun af- greiðslunnar flyst umboðið til blaðsins sjálfs og verður Jódís starfsmaður þess. Er það fengur fyrir blaðið að njóta áfram starfs- krafta hennar og þekkingar. Á afgreiðslunni í Hafnarstræti 85 verður Akureyringum og raun- ar Norðlendingum öllum boðið upp á alla þá þjónustu sem Morg- unblaðið veitir lesendum sínum og viðskiptamönnum. Mikið mun mæða á afgreiðsl- unni í júnímánuði. Þeim Akur- eyringum, sem ekki eru áskrifend- ur að blaðinu, hefur verið boðið að fá það ókeypis í einn mánuð til kynningar. Lætur nærri að Morgunblaðið sé borið út til 3000 Starfsmenn á afgreiðslu Morgunblaðsins á Akureyri eru Rúnar Antonsson, Jódis Jósefsdóttir og Ásbjörg Hjálmarsdóttir. heimila á Akureyri í júní. Af- greiðslan veitir allar upplýsingar um þessa kynningaráskrift. Morgunblaðið opnaði ritstjóm- arskrifstofu á Akureyri 15. des- ember sl. Starfsmaður hennar er Skapti Hallgrímsson blaðamaður. Ritstjómarskrifstofan veitir alla hugsanlega þjónustu á sviði frétta og þar er ennfremur tekið við greinum í blaðið, minningargrein- um, bréfum og fyrirspumum í Velvakanda o.fl. Sími ritstjómar er21100. Það er von Morgunblaðsins að með opnun ritstjómar og af- greiðslu á Akureyri muni enn styrkjast tengsl blaðsins við Akureyringa og Norðlendinga alla. AIOBIRk TALKMAN Fremstur á Norðurlöndum Mobira Talkman bílasíminn erótvírætt í fararbroddi á Norðurlöndum. Þartala opinberar sölutölur skýrustu máli. Kaupendur bílasíma setja gjaman þrjár kröfur á oddinn við val á bílasíma. Mikil ending, lág bilanatíðni og fjölbreyttir notkunarmöguleikar. (þeim efnum hefur Mobira Talkman vinninginn meðal notenda innan NMT á Norðurlöndum. Líkur Mobira Talkman til forystu á íslandi aukast enn frekar við það að öll þjónusta, eftirlitog ísetning er í höndum þrautreyndra og valinkunnra fagmanna. Renndu við eða hringdu í Hátækni í Ármúlanum og fáðu allar nánari upplýsingar um Mobira Talkman - söluhæsta bílasímann á Norðurlöndunum. Góðgreiðslukjör II Hátæknlhf. Ármúla26, símar: 91 -31500-36700 108 Reykjavik MARKAÐSHLUTDEILD FRAMLEIÐENDA BÍLASÍMAINNAN NMT ÁRIÐ1985* Alls seldir árið 1985:83.525 bílasímar. Fjöldi notenda bílasíma innan NMT 31.12.1985:217.785 'Samkvæmt epinberum upplýsingum samnorrænnar stjórnarnefndar NMT á Norðurlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.