Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 72
Sigurvegarar á Suðurnesjum Mjfrell Morgunblaðið/Bjami Nýkjörnir bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Keflavík og Njarð- vík við bæjamörkin. Hægra megin á myndinni eru 5 bæjarfulltrú- ar Alþýðuflokksins sem náðu meirihlutanum í bæjarstjórn Keflavíkur i kosningunum um helgina, f.h.: VUhjálmur Ketilsson, Jón Ólafur Jónsson, Guðfinnur Sigurvinsson, Hannes Einarsson og Anna Margrét Guðmundsdóttir. Vinstra megin á myndinni eru Njarðvíkingarnir Ragnar H. Halldórsson, Guðjón Sigur- björnsson og Eðvarð Bóasson, en Alþýðuflokkur er stærsti flokk- ur I Njarðvíkum eftir kosningarnar. Hafnarfj ör ður: Meirihlutaviðræður milli A-flokkanna hefjast í dag Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks á Akureyri hafa frjálsar hendur til að ganga til viðræðna við hvern hinna flokkanna sem er VIÐRÆÐUR Alþýðuflokks og I nýs bæjarstjómarmeirihluta í I þýðubandalagið svaraði í gær- AJþýðubandalags um myndun | Hafnarfirði hefjast i dag. Al- | kvöldi tilboði Alþýðuflokksins Vanskil við Orlofssjóð aldrei meiri: Liðlega 100 fyrirtæki skulda 100 milljónir Fjögur eða fimm fyrirtæki skulda helming þessarar upphæðar Ríkisstjórnin vill seija Kaupfélagi Skagfirðinga Vallhólm: Tapríkis- sjóðs lið- lega 40 milljón- ir króna Núvirði tilboðs KS tæpar 17 milljónir RÍKISSTJÓRNIN ákvað síð- - ^ degis í gær að ganga tíl samn- inga við Kaupfélag Skagfirð- inga um sölu á Graskögglaverk- smiðjunni Vallhólmi til Kaup- félagsins á grundvelli tUboðs þess. Metur ríkisstjómin tílboðið á tæpar 17 mUljónir króna, en þá hafa birgðir verksmiðjunnar verið undanskildar frá söluverð- inu. Ljóst er þvi að ríkissjóður kemur til með að tapa veruleg- um fjárhæðum á þessu, eða lið- lega 40 mUljónum króna sam- . kvæmt upplýsingum Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra. „Það þarf samþykki skiptaráð- anda fyrir þessari sölu,“ sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra í gær, „og svo er auðvitað nauðsynlegt að samkomulag náist við landbúnaðarráðuneytið þess efnis að kaupendumir geti leigt land Vallhólms áfram og við það miðað að þeir taki þær birgðir sem eru nú í eigu verksmiðjunnar í umboðssölu.“ Þorsteinn sagði að ef af sölunni yrði, þá myndu kaupendur greiða þessar tæpar 17 milljónir á 15 ámm með venjulegum vaxtalg'ör- um af skuldabréfum. Taldi hann •—<r að tap ríkissjóðs vegna þessarar sölu yrði liðlega 40 milljónir króna. Aðspurður um hvers vegna rík- isstjómin vildi ganga að svo lágu tilboði þegar verksmiðjan skuldaði nálægt 90 milljónum króna, sagði fjármálaráðherra: „Ástæðan fyrir því að ég taldi rétt að ganga að tilboði sem ekki var hærra en þetta, og ríkisstjómin samþykkti þá tillögu, er sú að það var nauð- synlegt að losa ríkissjóð út úr þessum rekstri. Ég tel að það sé beinn hagnaður fyrir ríkissjóð að losna við verksmiðjuna, og losna þar með við tugmilljóna Qárskuld- bindingar á næstu ámm, sem óhjá- ^ ^.kvæmilega hefðu fylgt rekstrinum eins og hann var orðinn. Það er betra að taka á sig áfall sem þetta í eitt skipti, en losna síðan undan þessum miklu útgjöldum í framtíð- inni.“ VANSKIL fyrirtækja við Orlofs- sjóð eru óvenjumikil í ár og var staðan í maílok þannig að skuldir fyrirtækja við Orlofssjóð voru ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 99,7 milljónir að meðtöldum dráttarvöxtum, samkvæmt upp- lýsingum Gunnars Valdimars- sonar forstöðumanns Póstgíró- stofunnar. Enn er eftir að greiða út um 22 miiljónir króna úr sjóðnum. Gunnar sagði að van- skil fyrirtækjanna við sjóðinn væru örugglega tvisvar sinnum meiri en á sl. ári. „Því er ekki að neita að mörg fyrirtæki eru í miklum vanskilum við Orlofssjóð," sagði Gunnar Vald- imarsson í samtali við Morgun- blaðið. Gunnar sagði að liðlega 100 fyrirtæki væru í vanskilum við sjóð- inn en það væru ekki nema Ijögur eða fimm fyrirtæki sem skulduðu um helming þessarar fjárupphæðar. Hann sagði að um 85% þeirra fyrir- tækja sem væru í vanskilum við Orlofssjóð væru fyrirtæki sem tengdust sjávarútvegi. Gunnar sagði að megnið af þessum vanskil- um væri frá sl. orlofsári, þ.e. að ekki hefði verið greitt inn orlof fyrir sl. orlofsár. Þó væri hluti skuldar- innar vegna vanskila frá fyrri or- lofsárum. Gunnar sagði að Orlofs- sjóður greiddi út orlof lögum sam- kvæmt, þó að fyrirtækin hefðu ekki greitt inn orlof starfsmanna sinna. Staðan væri hins vegar þannig nú að þær greiðslur sem eftir á að greiða vegna sl. orlofsárs yrðu ekki greiddar fyrr en sjóðurinn hefði bolmagn til. Gunnar sagði að skuldir fyrir- tækjanna við Orlofssjóð hefðu aldrei verið jafnmiklar og nú og þær væru líklega tvöfalt hærri en á sama tíma í fyrra. VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. um slíkar viðræður jákvætt og sagði Guðmundur Árni Stefáns- son, efsti maður á lista Al- þýðuflokksins i Hafnarfirði, í samtali við Morgunblaðið: „Við óskuðum í dag eftir viðræðum við fulltrúa Alþýðubandalagsins og hefur fyrsti fundur okkar verið ákveðinn á morgun." Þá var samþykkt á fjölmenn- um fundi alþýðuflokksmanna á Akureyri undir miðnætti í gærkveldi að gefa bæjarfulltrú- um flokksins fijálsar hendur um að ganga til samstarfs við hvern hinna flokkanna sem er. Á fundinum var vísað frá tillögu sem gerði ráð fyrir að Alþýðu- flokkurinn gengi til samstarfs við einstaka flokka. „Ég á von á að núverandi meiri- hluti í Kópavogi muni halda áfram að starfa saman," sagði Heimir Pálsson, efsti maður á G-lista í Kópavogi. Hann sagði þó ekki ákveðið hvort Framsóknarflokkur- inn yrði með í slíku samstarfí, enda væri samstarf A-flokkanna einna mögulegt. Ragnar Óskarsson, efsti maður G-listans í Vestmannaeyjum, sagði um niðurstöður kosninganna í Eyjum: „Við lítum á þetta sem eindregna ósk um vinstri meiri- hluta. Fulltrúar A-, B- og G-listans hafa fundað í dag og sýnist mér að okkur takist að mynda meiri- hluta." Mikill lax og stór LAXVEIÐI á stöng byrjaði vel í Borgarfjarðaránum Norðurá og Þverá, en í báðum veiddust 15 laxar á sunnudagsmorgun, en þá hófst veiðin. Síðan hefur aflast vel í Norðurá, en ekkert í Þverá, því foráttuvöxtur hljóp í hana með tilheyrandi kaffilit og á hádegi í gær virtist ekkert lát ætla að verða á flóðinu sem stafar af miklum rigningum á þessum slóðum. í Norðurá hefur ástandið ekki gengnir og allir hafa þeir verið verið eins slæmt og þar er um vænir, 8-14 punda í Norðurá, en bestu byrjun að ræða síðan árið 10-17 pundaíÞverá. 1977. Allir hafa laxamir verið Sjá bls. 2 „Eru þeir að nýrunnir með lús eða nýlega fá’ann?“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.