Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 Fjórir skólar lagðir niður: Akvörðun ráðherra vekur óánægju SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra hefur ákveðið að leggja niður hússtjórnarskólana á Varmaiandi í Borgarfirði, Laugum í Þingeyjarsýslu og á Laugarvatni auk héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði næsta vetur. Ollu starfsfólki skólanna hefur verið sagt upp frá og með 1. júní. Morgunblaðið leitaði álits skóla- stjóra og kennara skólanna á ákvörðun ráðherra. Skaði að missa þessa skóla „Það er náttúrlega ekkert gleði- hljóð i okkur,“ sagði Steinunn Ingi- mundardóttir skólastjóri Hússtjóm- arskólans á Varmalandi í Borgar- firði. Hún sagði að ákvörðunin kæmi sér ekki svo mjög á óvart. Lengi væri búið að ræða um að leggja hússtjómarskólana niður. „En það að þrír skólar em lagðir niður svona í einu vetfangi, það kemur á óvart. Með þessu hafa eiginlega verið lagði niður allir hús- mæðraskólar, utan einn sem er á Austurlandi og ekki kennir hús- stjómargreinar nema hálfan vetur- inn. Eg tel það alrangt að §öl- brautaskólar geti komið í stað heimavistarskóla í þessari grein og mér finnst skaði að missa þessa Verkin eru 36 að tölu, 18 mynd- ir, 18 ljóð og hveiju ljóði helguð ákveðin mynd. Flokkurinn er gefínn út í 60 eintökum árituðum og tölu- settum. í spjalli við þá félaga kom fram að þessi útgáfa er framhald sam- vinnu þeirra er hófst með bókinni Ljóð Mynd, sem kom út fyrir Ijórum ámm. Þar er fléttað saman ljóðum Thors og smámyndum úr þúsund mynda syrpu Amar. í fyrra kom út ensk útgáfa verksins og í tengslum við hana var gerður sjónvarpsþáttur þar sem Thor las ljóðin en myndverk Amar liðu fram og aftur um sviðið á meðan. „Sænska sjónvarpið gein við þessu," sagði Thor. „Svo ég orti ljóðin uppá nýtt, á sænsku, og las inná myndbandið." Gestir við opnunina á morgun geta fengið að sjá sænsku útgáfu þáttarins ef þá fysir. Öllu verkinu er skipt í tvennt og það er selt í þartilgerðum öskjum sem Öm hefur hannað. Til samans kosta öskjumar 40.000 krónur en mönnum er það I sjálfsvald sett hvort þeir kaupa aðra þeirra eða báðar. „Sýningin hér I Norræna húsinu skóla úr okkar þjóðlífi," sagði Stein- unn. Steinunn sagði að sér kæmi spánskt fyrir sjónir að spamaður við að leggja niður skólana væri jafn mikili og ráðherra léti í veðri vaka. Fámennt starfslið væri við skólana, þrír kennarar auk skóla- stjóra em t.d. starfandi við skólann á Varmalandi og fé til viðhalds á skólanum hefur verið í algjöru lág- marki undanfarin ár. Atján nemendur stunduðu nám í hússtjórn á liðnum vetri og að auki voru haldin námskeið í vefnaði og saumum á vegum skólans, sem fjörutíu nemendur sóttu. Þá hefur Grunnskólinn á Varmalandi fengið aðstöðu til heimilisfræðikennslu í skólanum og nemendur í valgrein við Bændaskólann á Hvanneyri hafa sótt þangað tíma. Verið að refsa okkur fyrir að fylgja tíðar andanum „Við teljum hér í Húsmæðraskól- anum á Laugum, að verið sé að koma aftan að okkur þegar skólinn er lagður niður án þess að halda einn einasta fund með heimamönn- um,“ sagði Hjördís Stefánsdóttir skólastjóri Húsmæðraskólans á er fyrst og fremst hugsuð sem kynning á verkunum," sagði Öm Þorsteinsson. „Við vonumst til að geta kynnt þau víða og stefnum að því að halda viðlíka sýningar einhvers staðar úti á landi í sumar. Ekki er heldur loku fyrir það skotið að hægt verði að selja eitthvað erlendis, því Thor hefur ort öll ljóðin bæði á ensku og íslensku og geta menn því valið um enska eða ís- lenska útgáfu verksins. Það er líka vel hugsanlegt að við gefum þetta út á fleiri tungumálum." Öm og Thor telja samstarf sitt hafa tekist feykivel og vilja óðir og uppvægir halda því áfram. „Við erum barmafullir af hugmyndum, þótt of snemmt sé að ljóstra nokkru upp núna. En það kemur ný bók innan skamms, svo mikið er víst. Ekki spillir heldur hvað fagmenn- imir, sem hafa unnið með okkur, hafa reynst okkur vel og sýnt mikinn áhuga. Það er sannarlega hvatning." Allt prentverk er unnið í Korpus og Grafík. Myndimar em unnar uppúr fmmmyndum í offset-litrófs- vél. Laugum í Þingeyjarsýslu. Undir- búningur undir kennslu næsta vetr- ar er þegar hafínn og hefur skólinn auglýst eftir nemendum og kennur- um. Hjördís sagði að nemendum hafi farið fækkandi á undanfömum ámm á hússtjómarbraut en sex nemendur stunduðu það nám frá áramótum. Hinsvegar var komið á tveggja ára framhaldsbraut í mat- vælatæknifræði í samvinnu við hér- aðsskólann á Laugum um 1980 og vakti sú braut mikla athygli. Um 160 nemendur stunduð nám á fyrsta og öðm ári á þeirri braut á liðnum vetri. Heimilisfræði, -sem er skyldufag í flestum bekkjardeildum gmnn- skólans, er í höndum kennara Hús- mæðraskólans og kennd í húsnæði skólans. Auk þess em haldin nám- skeið í fatasaum, tauþrykk og matreiðslu svo að eitthvað sé nefnt, á hveiju hausti, en við skólann starfa tveir kennarar auk skóla- stjóra. „Þannig að það er engan veginn rétt að skólinn sé ekki full nýttur. Við teljum okkur svo sann- arlega hafa sinnt okkar kennslu- skyldu og vel það,“ sagði Hjördís. „Okkur fínnst að vonum að verið sé að refsa okkur fyrir að fylgja tíðarandanum og bjóða upp á það sem á að bjóða upp á í dag.“ • • Omurleg- reynsla aö fylgjast meÖ þessari þróun „Við emm undrandi og óhressar yfir þessari ákvörðun ráðherra að leggja niður þá tvo húsmæðraskóla, sem hafa verið með heilsvetrarnám. Það hefði mátt reyna að sameina skólana til að byija með,“ sagði Halldóra Guðmundsdóttir kennari við Húsmæðraskólann á Laugar- vatni. Halldóra sagði að þörf fyrir hússtjómamám vær enn fyrir hendi þó það hefði ekki verið metið sem skyldi undanfarin ár. Átján nem- endur útskrifuðust frá skólanum um áramót eftir 3ja mánaða nám- skeið og tíu nemendur í vor eftir heils vetrar nám. Skólinn er byggð- ur fyrir 55 nemendur en helming húsnæðisins hefur íþróttakennara- skóla Islands nýtt, síðustu fjögur ár. „Skólinn hefur búið við mikið fjársvelti undanfarin ár og átt erfitt með að fylga tímanum hvað tækja- kost varðar," sagði Halldóra. Hún sagði að dregið hefði úr aðsókn fyrir fímm ámm og þá var fjárveit- ing til skólans lækkuð en nú síðustu ár þegar áhugi fyrir skólanum gerir vart við sig á ný og umsóknum fjölgar hefur fjárveiting ekki hækk- að að sama skapi. „Þetta hefur verið ömurleg reynsla að fylgjast með þessari þróun," sagði Halldóra. „Og hvað á að gera við þær um- sóknir sem okkur hafa þegar borist um skólavist næsta vetur?“ Við skólann starfa fjórir kennar- ar auk stundakennara. Mikil sam- vinna er milli skólanna á Laugar- vatni og sjá kennarar Húsmæðra- skólans um kennslu í heimilisfræð- um við barnaskólann og héraðsskól- ann. Þórarinn Sigurjónsson alþing- ismaður sem er formaður skóla- nefndar Húsmæðraskólans hafði samband við Morgunblaðið og tók undir með Halldóru og kvaðst harma ákvörðun ráðherra. 39 Skólaform sem á full kominn rétt á sér „Þetta kom vissulega á óvart," sagði Guðmundur Karl Guðmunds- son kennari við Héraðsskólann á Núpi við Dýrafjörð. „Undanfarin ár hefíir verið rætt um að fá fé til að lagfæra skólann. Þær framkvæmdir hafa að því að manni hefur virst verið í startholunum undanfarnar vikur en skólinn, sem byggður var af vanefnum á sínum tíma, hefur ekki fengið neitt flármagn til við-w halds undanfarin 10 ár.“ Brýnt er að gera við heimavistina, en ástand hennar er megin ástæðan fyrir minnkandi aðsókn að skólanum að sögn Guðmundar. Heimamenn eru hinsvegar hræddir um að loforð um endur- byggingu, sem fram komu í viðtali við ráðherra, verði ekki efnt frekar en í öðrum héraðsskólum. Skólamir hafa átt í erfiðleikum allt frá því að fastir nemendur skólanna hættu að sækja þá með tilkomu grunn- skólalaganna. Fimmtíu og sex nemendur hófu nám við skólann á Núpi sl. vetur og ríkti bjartsýni með framhaldið. Stóðu vonir til að skólinn yrði full- setinn næsta vetur með um 70 til 80 nemendur þrátt fyrir lélegt ástand á heimavist. Fjórir fastir kennarar störfuðu við skólann í vetur með skólastjóra auk tveggja stundakennara. „Þetta er skólaform sem á full- kominn rétt á sér,“ sagði Guðmund- ur. „Ef eitthvað, þá hefur okkur héma fundist þörfin fara vaxandi. Sjálfsagt þarf ekki að taka það fram að þessi ákvörðun er gríðarlegt fjár- hagslegt áfall fyrir sveitarfélagið. Mönnum hér hefur líka þótt þessi ákvörðun hættulegt fordæmi gagn- vart landsbyggðinni. Það er ekki það mikið fjármagn sem streymir á Vestfírði frá höfuðstaðnum.“ Thor og Öm með afsprengi sitt á ensku og íslensku. Morgunblaðið/Júiius Norræna húsið; Thor Vilhjálmsson og Orn Þorsteinsson sýna Spor í spori, flokk mynda við ljóð SPOR í spori er heiti flokks mynda og ljóða sem Öm Þorsteinsson myndlistarmaður og Thor Vilhjálmsson skáld hafa unnið í samein- ingu. í anddyri Norræna hússins verður opnuð sýning á verkunum í dag klukkan þijú og stendur hún í eina viku. ERTÞU GOÐUR? FJÁRÖFLUN 5. OG 6. JÚNÍ 1986 til tækjakaupa fyrir endurhæfingardeild hjartasjúklinga að Reykjalundi Wý LANDSSAMTOK HJARTASJUKLINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.