Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986 Um hjúkrunamám á Há- skólastigi á Akureyri Er framtíðin þar? eftir Hrafn Óla Sigurðsson og Sigríði Jónsdóttur Nýlega birtist í fjölmiðlum sú frétt að menntamálaráðherra hefði „brotið reykvíska háskólamúrinn" og gefið leyfi fyrir námi í iðnrek- starfræði 1987 á háskólastigi á Akureyri. í sömu frétt er þess getið að nú sé verið að kanna hvort ekki sé hægt að koma á hjúkrunamámi á háskólastigi á Akureyri þegar næsta haust. Hér á eftir viljum við gera þennan þátt að umræðuefni. Við Háskóla íslands (HÍ) hefur verið starfandi námsbraut í hjúkr- unarfræði (Níh) frá árinu 1973. Það starf hefur alla tíð farið fram við mikinn íjárskort, aðstöðuleysi og kennaraskort. Þegar unnið var að undirbúningi þessarar námsbrautar á árunum 1969—1973 gaf Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin þær leið- beiningar að kennarar þyrftu að vera einn fyrir hverja 20 nemendur. Síðastliðið haust eftir 12 ára starf höfðu aðeins fengist leyfi fyrir 5 stöðugildum sem 7 kennarar sátu í. Nemendafjöldinn var hins vegar 323, þannig að hlutfallið er einn fyrir 64!! Það má sem sagt sexfalda kennaraliðið. Því má spyija: Er auðveldara að fá stöðuheimildir fyrir kennara á Akureyri en fyrir Háskóla íslands? Níh hefur alltaf verið í leiguhús- næði og enn hefur ekki fengist afdráttarlaust svar um það hvemig búið verði að henni á næstu árum. Er auðveldara að útvega húsnæði á Akureyri? Mikið hefur verið rætt um skort á hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um til starfa. Það er einmitt þetta sem rekur svo á eftir Akureyring- um. En eigi þeirra nám á háskóla- stigi að vera samsvarandi náminu í HÍ tekur það 4 ár að útskrifa fyrsta hópinn. Ekki dregur úr skort- inum á meðan. Hjúkmnarfélögin hafa marg- sinnis á undanfömum ámm bent á orsakir þessa skorts en ráðamenn kjósa að daufheyrast við þeim. Það er í anda þess gildismats sem ríkir. Laun skulu einungis miðast við það hversu mikla peninga maður hand- fjatlar. Þeir sem hafa áhuga á að vinna með fólki og hjálpa því til sjálfsbjargar em ekki með áþreifan- lega peninga milli handanna, aðeins fólk og líf þess. Að mati hjúkmnarfræðinga náð- ist mikilvægur áfangi þegar ákvörð- un menntamálaráðherra lá fyrir um að Hjúkmnarskóli íslands (HSÍ) yrði lagður niður. Þeir höfðu lengi barist fyrir því og talið það eðlileg- ast að ein menntunarleið í HÍ gæfi réttindi til hjúkmnarstarfa. Þess má geta að ísland er fyrst Evr- ópulanda til að setja allt hjúkr- unamám í háskóla og langt á undan hinum Norðurlöndunum hvað um- ræðu um menntunarmál hjúkmna- rfræðinga varðar. Ifyrir þetta höf- um við notið álits hjá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni og ýmsum frammámönnum í menntunarmál- um erlendis. Nú bregður svo við að fram- kvæmdastjórar sjúkrahúsanna og ýmsir fleiri telja að það hafi verið alrangt að loka HSI, og HÍ geti aldrei menntað nógu marga hjúkr- unarfræðinga. I þróunarskýrslu Háskólans er gert ráð fyrir 190 manna árgangi í hjúkmnarfræði árið 1990. Þar-er vitanlega gert ráð fyrir að Níh fái nægilegt íjármagn og fyrirgreiðslu til að sinna sínu hlutverki. Það er því alröng ályktun að Níh geti ekki ein útskrifað þann Qölda hjúkrunarfræðinga sem þörf er á. I haust fækkaði innritunum í Níh vemlega eða úr 134 haustið 1984 í 74 haustið 1985. Þetta er bein afleiðing neikvæðrar umræðu um hjúkmn. Ungt fólk sér ekki ástæðu til að læra eitthvað sem veitir lægri laun en það fær með sitt stúdents- próf, t.d. á skrifstofu! Svo einfalt er nú það. Þessa þróun leysir hátt- virtur menntamálaráðherra ekki né nokkur annar með hjúkmnarskóla á háskólastigi á Akureyri. Sú umræða sem farið hefur fram á opinbemm vettvangi um hjúkr- unarkennslu á háskólastigi á Akur- eyri vekur ýmsar spumingar. 1. Hvað er átt við með hjúkmnar- kennslu á háskólastigi? Verður þetta nám „útibú" frá Níh og Háskóla íslands? Ef ekki, hvað þá? Er þetta e.t.v. nýja leiðin, loka HSÍ í Reykjavík og opna hann aftur á Akureyri — á háskólastigi! Hyggin vinnu- brögð það! Hrafn Óli Sigurðsson Ef þetta nám verður að vemleika þrátt fyrir gild og rökstudd mótmæli hlýtur það að vera krafa hjúkmnarfræðinga að það verði „útibú" frá Níh. Með því fengist markviss kennsla í hjúkmn sem byggði á einni menntunarleið. Hins vegar er þetta ekki raunhæf leið í dag, meðan eins illa er að Níh búið og raun ber vitni! Eðlilegasta og rökréttasta leiðin er hins vegar sú að efla Níh vemlega bæði að fastráðnum kennumm, kennslutækjum og aðstöðu sem þarf til góðrar kennslu í hjúkr- unarfræði. Þegar því er náð er raunhæft að bjóða nemendum að taka verklega hluta hjúkr- unarinnar á Akureyri. Pjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) er ágætlega fallið til kennslu í verklegri hjúkmn, ekkert síður en sjúkrahúsin í Reykjavík. 2. Hvaða kennarar, hjúkmnar- fræðingar og aðrir eiga að sjá um kennslu og hvaða menntun hafa þeir? Komið hefur fram í fréttum um þetta mál að til séu kennarar á Akureyri sem hafi réttindi til háskólakennslu í hinum ýmsu greinum, þar á meðal læknar, en ekkert minnst á hjúkmnar- fræðinga. Hjúkmnarfræði er sjálfstæð fræðigrein og það er stefna og krafa að hjúkmnarfræðingar Sigríður Jónsdóttir „Ef þetta nám verður að veruleika þrátt fyrir gild og rökstudd mót- mæli hlýtur það að vera krafa hjúkrunarfræð- inga að það verði „útibú“ frá Níh. Með því fengist markviss kennsla í hjúkrun sem byg-gði á einni mennt- unarleið. Hins vegar er þetta ekki raunhæf leið í dag ...“ kenni eigin fræðigrein. Lág- markskrafa til kennara í hjúkr- unarfræði, eins og öðmm há- skólagreinum, er sú að þeir hafi masterspróf (MS). Því miður hefur FSA ekki enn á að skipa hjúkmnarfræðingum með MS-gráðu. 3. Er aðstaða og tækjakostur til að kenna verklegar æfingar í undirstöðugreinum, s.s. efna- fræði (ólífrænni og lífrænni), lífefnafræði, lífeðlisfræði, ör- vemfræði, sýkla- og ónæmis- fræði, lyfjafræði og meina- fræði? Verklegar æfingar í þessum greinum em nauðsynlegar, samhliða fyrirlestrfum til að dýpka skilning á mikilvægu námsefni. 4. Hver er bókakostur sérfræði- bókasafns á Akureyri hvað varðar námsefni í hjúkmnar- fræði? Þ.e. í almennri og sér- hæfðri hjúkmn, sálarfræði, fé- lags- og heilsufélagsfræði, kennslufræði, stjómun, rann- sóknum í hjúkmn o.s.frv. Hjúkmnarfræði er reist á þekk- ingu í mörgum greinum og er nemendum því nauðsynlegt að hafa aðgang að góðum og ná- kvæmum bókum í þeim grein- um. Einnig er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að helstu erlendu hjúkmnartíma- ritum, þar sem nýjungar í fræðigreinum birtast fyrst í fagtímaritum. Þau em einnig nauðsynlegtil símenntunar. 5. Hvaðan fæst fé? Það hlýtur að teljast órökrétt að dreifa ijármunum í stað þess að styrkja það hjúkmnamám sem fyrir hendi er. 6. Hvemig er hægt að skipuleggja hjúkmnamám á háskólastigi á Akureyri á þremur mánuðum? 7. Er húsnæði fyrir hendi til kennslunnar? Sagt er að t.d. nýi Verkmennta- skólinn á Akureyri eigi í miklum húsnæðisvandræðum og sé kennt á sjö stöðum í bænum. Við teljum hjúkmnarstéttina og almenning eiga kröfu á skýmm svömm forsvarsmanna þessa máls við ofangreindum spumingum. Lokaorð Af framansögðu er ljóst að við teljum ekki tímabært að hefja kennslu í hjúkmnarfræði á Akur- eyri. Hvað varðar aðra háskóla- kennslu, emm við hlynnt henni í greinum sem hafa ekki verið kennd- ar hér'-á landi áður. Iðnrekstrar- fræði er eðlilegt val, þar sem fjöl- breyttur iðnaður er á Akureyri og mikil þörf fyrir menntað fólk á rekstrarsviði. Athyglisvert er að menntamálaráðherra ætlar rúmt ár til undirbúnings þessa náms. Heiraildir 1. Vilborg Ingólfsdóttir. Skortur á hjúkrunarfræd- ingum til starfa. Ástand og horfur. Landlæknis- embættið 1986. 2. Ingibjörg R. Magnúsdóttir. Námsbraut í hjúkr- unarfræði 1973—1983. Námsbraut í þjúkrunar- fræði, 1. desember 1983. 3. Ingibjörg R. Magnúsdóttir og Þórður B. Guðjóns- son. Ur þróunarskýrslu Háskóla íslands, Náms- braut í hjúkrunarfræði. Háskóli íslands, 1984. 4. Kennsluskrá Háskóla íslands 1985-1986. Hrafn ÓIi Sigurðsson erhjúk- runarfræðingur B.Sc. ogstarfar sem deildarh j úkrunarf ræðingur við fræðslu á skurðdeild Borg- arspítala. Sigríður Jónsdóttir er Ijósmóðir og hjúkrunarfræðinemi í HÍ og starfar sem aðstoðardeild- arstjóri á kvennadeild Landspít- ala. Launaskrið Leið sem rýrir hlut eftirlaunamanna og ellilífeyrisþega miðað við laun eftirKristin Björnsson Launaskrið er þegar vinnuveit- andi borgar starfsmanni hærri laun en umsaminn taxti ákvarðar. Að undanfömu hefur hinum skráðu launatöxtum mjög verið haldið niðri. Þetta býður upp á launaskrið. Vinnuveitendur verða að borga vel hæfu fólki meira en hin umsömdu laun til að halda því. Við þetta minnka áhrif launþegasamtaka, gæti jafnvel svo farið að vinnuveit- endur semdu við hvem starfsmann eftir því hve launaverðan þeir telja hann í stað þess að semja við verka- lýðsfélag, nema þá til málamynda til að hafa einhvem skráðan taxta sem er þá lægri en raunveruleg meðallaun. Það er mál út af fyrir sig, sem eigi verður rætt hér, hvert þetta leiðir launþegahreyfinguna og hvers virði hún verður ef áfrarn verður samið um svo lág laun að vinnuveitendur þurfa að bæta þau upp. En það er önnur óheillavænleg afleiðing þessarar þróunar sem ég vil benda á. Eftirlaun, sem lífeyris- sjóðir greiða, eru viss hundraðshluti af launum í starfsgreininni, og þau eru miðuð við umsamin laun eða hina opinberu taxta, ekki þau meðallaun sem eru raunveruleg eftir að launaskrið er orðið. Ellilíf- eyrir er ekki miðaður við skráð laun í landinu. Þegar nú raunveraleg laun í starfsgrein era að meðaltali hærri en skráð laun þýðir þetta að aldrað fólk sem látið hefur af starfi fær lægri eftirlaun en það ætti að hafa samkvæmt anda laga og reglu- gerða um eftirlaun og ellilífeyri. Kristinn Björnsson Tökum dæmi: Ríkisstarfsmaður, sem greitt hefur í lífeyrissjóð í 32 ár og lætur af starfí samkv. 95 ára reglunni, fær í eftirlaun 64% launa í starfsgreininni. Ef launaskrið, ómæld yfirvinna, bónus eða aðrar uppbætur hækka meðallaun í grein- inni um 10%, ætti þessi eftirlauna- þegi líka að fá 10% hærri eftirlaun „Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á óréttlæti sem leiðir af vissri þróun launamála. Þeir sem málið varðar þurfa að taka þetta til athugunar og koma fram úrbótum.“ en hann fær í raun og vera, ef hann á að njóta hlutfallslega þeirra kjara sem launþegi hefur. Hið sama á við um alla aðra þar sem greidd laun era hærri en skráð. Þama er því ranglæti sem bitnar á þeim sem síst skyldi. En hvað er þá til ráða, og era einhverjir sem úr þessu vilja bæta? Ég býst við að samtök launþega vilji það og sömuleiðis þau samtök sem aldraðir hafa stofnað að undan- fömu. Hugsanlegar leiðir era einkum tvær. Hin fyrsta að reyna að minnka nauðsyn launaskriðs með því að umsamin laun verði hækkuð svo að þau verði ávallt sem næst hinum raunveralegu launum. Þetta er að öllu leyti eðlilegast, og í rauninni era kjarasamnigar lítils virði ef það tekst ekki, því að þá verða þeir sem minnst mega sín útundan og fá aðeins greidda lága taxta. Önnur leið er að kanna stöðugt hver hin raunverulegu laun eru og miða upphæð eftirlauna og ellilíf- eyris við þau frekar en óraunhæfa taxta. Ef launaskrið er t.d. 10% verði greiðslur til aldraðra 10% hærri en annars væri. Þessi grein er skrifuð til að vekja athygli á óréttlæti sem leiðir af vissri þróun launamála. Þeir sem málið varðar þurfa að taka þetta til athugunar og koma fram úr- bótum. Höfundur er s&ífræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.