Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 38
m>! ivrúi. ríiuoaqtir.fiiH'í .aia^imnDnou MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 1986 Hvað segja þau um kosningaúrslitin? Freyr Ófeigsson: Við erum sig- urvegarar kosninganna Akureyri. „MÉR sjálfum finnst við vera sigurvegarar þessara kosninga. Min fyrstu viðbrögð eru þakk- læti og virðing fyrir kjósend- um,“ sagði Freyr Ófeigsson, efsti maður á lista Alþýðu- flokksins á Akureyri, eftir að úrslit voru kunn. „Mér finnst eðlilegt að þeir flokkar sem verið hafa í minni- hluta, Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur, kanni fyrst hvort þeir geti myndað meirihuta — en til þess verða Sjálfstæðismenn að éta mikið ofan í sig. Þeir verða að sætta sig við það að Alþýðu- flokkurinn eru orðinn næststærsti flokkurinn á Akureyri — i fyrsta skipti í sögunni að því er ég best veit. En ég mun tala fyrst við þá.“ — Hvað er það sem þeir verða að éta oni sig? „Skattastefnu sínu og niður- lægingu á ýmsum stofnunum bæjarins, til dæmis náttúrugripa- saftiinu og skólagörðunum. En þetta er nú sagt í sigurvímu," sagði Preyr Ófeigsson. Gunnar Ragnars: Mjög ánægður með útkomuna Akureyri. „ÉG ER mjög ánægður með útkomuna hjá okkur. Ég vek athygli á að við fengum 1% meira fylgi nú en siðast og þá unnum við ágætan sigur,“ sagði Gunnar Ragnars, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. „Ég held að þetta sé þriðja besta útkoma hjá Sjálfstæðis- flokknum á Akureyri frá aldaöðli — útkoman var aðeins betri 1974 og 1958. Ég held að meginniður- staða kosninganna sé sá sami og siðast — kjósendur vilja breyting- ar. Spumingin er aðeins sú hvort flokkamir meta þessar niðurstöð- ur rétt, á þann hátt sem kjósendur vilja." — Kom það þér á óvart að Alþýðuflokkur fengi 3 menn? „Ég hélt að þeir fengju fylgis- aukningu meðal annars vegna þess að kjósendur vilja breytingu en þetta var eilítið meira en ég bjóst við. Annars held ég að vilji kjósenda sé ljós — það er ekki hægt að sniðganga þá lengur." — Verða Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkur þá i meirihluta bæjarstjómar næsta kjörtíma- bil? „Ég held að það sé að minnsta kosti rökrétt að við tölum saman og athugum hvort við náum saman," sagði Gunnar Ragnars. Nýliðamir þrír i bæjarstjóra Akureyrar, frá vinstri: Heimir Ingimarsson, annar maður Alþýðu- bandalags, Áslaug Einarsdóttir, þriðji maður Alþýðuflokks, og Gísli Bragi Hjartarson, annar maður Alþýðuflokks. Signrður Jóhannesson: Neikvæð at- vinnumálaum- ræða hafði mikil áhrif Akureyri. „MÉR virðist að þessi neikvæða atvinnumálaumræða sem minnihlutaflokkarair komu af stað hafi haft veruleg áhrif á þessar kosningar — að kjósend- ur hafi trúað á þeirra töfrar- áð,“ sagði Sigurður Jóhannes- son, efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hefur verið í meirihluta í bæjarstjóm Akureyrar síðustu 12 ár. „Það kemur dagur eftir þennan dag og kosningar eftir þessar kosningar," sagði Sigurður. Fylgi okkar hefur verið mjög traust og það skilar sér til baka. Ég er eðlilega mjög óánægður með úrslitin — gerði ekki ráð fyrir að missa mann en vissi að við þyrftum að beijast fyrir honum." Sigurður sagðist engu geta spáð um meirihluta. „Ég veit ekki hvort nokkur ástæða er til þess að við verðum áfram i meirihluta," sagði hann en bætti við aðspurður að meirihluti Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks væri ekki eðli- legra en eitthvert annað mynstur að sínu mati. Sigríður Stefánsdóttir: Bestu kosn- ingar okkar frá 1966 Akureyri. „VIÐ ERUM mjög ánægð með okkar hlut á Akureyri. Þetta er bestu kosningar sem við höfum fengið siðan 1966 — við erum að endurheimta stöðu okkar frá því áður en klofning- urinn varð. Ég hefði þó auðvit- að getað kosið aðeins meira fylgi þannig að þriðji maðurinn hefði lent hjá okkur en ekki hjá Alþýðuflokknum,“ sagði Sigriður Stefánsdóttir, efsti maður á lista Alþýðubandalags- ins á Akureyri. Sigríður sagði að það hefði komið sér á óvart að Alþýðuflokk- urinn fékk 3 menn. „Já, ég verð að segja það. Það er hið óvæntasta i þessum kosningum. Ég bjóst við að þeir fengju 2 fulltrúa en ljóst var að 1 fulltrúinn gat lent hvar sem er. En ég bjóst síst við honum til þeirra. Eina skýringuna á fylgi Alþýðuflokksins tel ég vera að þeir voru ekki í meirihluta bæjar- stjómar, sem búið er að gagnrýna mikið, og heldur ekki í ríkisstjóm, þannig að þeir em stikkfri á báð- um stöðum. Fylgi ríkisstjómar- flokkanna fór þvi frekar yfir á þá en til okkar,“ sagði Sigriður. — Hveraig meturðu fram- haldið? „Ég sé fyrst og fremst tvo möguleika á meirihluta. Annars vegar svipað og 1978, að Al- þýðuflokkur, Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur fæm saman og hins vegar að Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur mynduðu meirihluta. En það fer ansi mikið eftir þvi hvaða afstöðu Alþýðu- flokkurinn tekur — með hveijum hann vill vinna." — Viljið þið vera áfram í meirihluta? „Við emm að minnsta kosti tilbúin í viðræður, en ég verð að segja að ef við fæmm í meirihluta þá vildi ég hafa ýmis atriði sett skýrar niður og ákveðnari en nú var. Það verður að vera ljósara að hveiju er stefnt." Sigri fagnað! Freyr Ófeigsson, efsti maður á lista Alþýðuflokks- ins, og eiginkona hans, Arnheiður Jónsdóttir, sigri hrósandi á kosninganótt. Akureyri: Góður sigur Sjálfstæðis- manna í Mosfellssveit Reykjum, Mosfellssveit. í sveitarstjóraarkosningunum sl. laugardag komu sjálfstæðis- menn út sem sigurvegarar og bættu við sig 1 manni í hrepps- nefnd og eiga nú 5 fulltrúa af 7 sem þar eiga sæti. Kosningabaráttan var svipuð og annars staðar, dauf framan af en lifnaði rækilega yfír hlutunum er kom fram í maímánuð. Prófkjör fór fram í febrúar hjá sjálfstæðismönn- um því nú var að koma fram ný staða og nauðsynlegt að gefa fólk- inu tækifæri til þess að breyta til. Prófkjör fór ekki fram við síðustu kosningar. I síðustu kosningum vom 1.714 á lgorskrá en nú hafði íjölgað mikið. Endanleg tala á kjör- skránni varð 2.376 en 1.877 kusu eða 82,46% og þátttaka dregist saman um 8% frá síðustu kosning- um11982. I viðtali við formann yfírkjör- stjómar, Bjöm Ástmundsson, kom fram að kosningin gekk að öllu leyti vel og engin teljandi vandamál komu upp né kæmr. Hinsvegar fóm umboðsmenn B-lista fram á að talið yrði aftur og var það gert í gær sunnudag, enda munaði aðeins 2 atkvæðum á fyrsta manni B-lista og 5. manni D-lista. Við endurtalningu kom ekkert nýtt fram og niðurstaðan frá kvöld- inu áður óbreytt og ótvíræð. Minni- háttar ágreiningsmál vom endan- lega jöfnuð og útskýrð við þetta tækifæri, enda aidrei svo að ekki þurfi að úrskurða um einhver minni- háttar ágreiningsmál. Úrslitin vom svofelld: A-listi Alþýðuflokks 240 atkvæði og 1 mann kjörinn. B-Iisti Framsóknarflokks 194 at- kvæði og engan mann kjörinn. D-listi Sjálfstæðisflokks 979 at- kvæði og 5 menn kjörna. G-listi Alþýðubandalags 357 at- kvæði og 1 mann kjörinn. L-listi flokks mannsins 22 atkvæði og engan mann kjörinn. Auðir seðlar 76 og ógildir 9. Þá fór fram kosning til sýslu- nefndar Kjósarsýslu en Mosfells- hreppur er enn aðili að samstarfí dreifbýlishreppa sýslunnar og kýs sér fulltrúa i sýslunefnd en þó sennilega í síðasta skipti. Sam- kvæmt nýjum sveitarstjómarlögum er gert ráð fyrir nýrri og annarri skipan þessara mála í framtíðinni. Ekki tókst að ná í nákvæmar tölur um úrslit sýslunefndarkosninganna en D-listi hafði þar yfírburðameiri- hluta og var Gunnlaugur J. Briem í Lækjartúni kosinn aðalmaður en til vara Jón Guðmundsson. Ýmsar bollaleggingar komu fram um möguleika hinna 5 lista sem buðu fram en það voru hinir 4 hefðbundnu flokkar og svo Flokkur mannsins. Framboð A-lista og B-lista þóttu ekki nægjanlega sterk vegna þess að í efstu sætum og baráttusætum vom fremur lítið þekktir menn sem höfðu lítið blandað sér í félags- og athafnamál hreppsbúa, enda fór það svo að A-listinn náði naumlega manni en B-listinn fékk engan mann kjörinn. Hinsvegar var fram- boð G-listans, Alþýðubandalags, talið einkennilega veikt og fremur ólíklegt til þess að ná öðm en hreinu flokksfylgi. Ástæðan var talin sú að frambjóðandinn í efsta sæti beitti sér fremur lítið, og að margra mati næstum ekkert í hörðustu baráttunni. í 2. sæti G-lista var frambjóðandi sem vantaði tilfínnan- lega þjálfun í kosningaslag eins og hann gerist með okkur hér á landi. í þriðja og vonlausu sæti sat hins- vegar aðalbaráttumaðurinn, Fróði Jóhannsson stórbóndi í Dalsgarði, og hlaut að vera fyrst og fremst að beijast fyrir kjöri efsta manns. Fylgismenn hans vom kannski ekki alveg inni á því að kjósa einhvem annan en hann og töldu menn að þetta væri ekki sigurstranglegt. Þá var einnig hitt að afskipti Þjóðvilj- ans af framboði G-listans í Mos- fellssveit og tíðar heimsóknir for- ystumanna komanna í Reykjavík vöktu tortryggni og litla tiltrú eða traust á frambjóðendum G-listans í Mosfellssveit. Framboð D-listans var hins vegar talið mjög sterkt og vel uppbyggt með þekktu og mjög svo virku fólki í efstu sætunum. Baráttumál D-listans vom fyrst og fremst málefnaleg og laus við allt persónunagg. D-listinn setti á oddinn hagsmunamál fólksins og ýmis framtíðarmál sem snerta fólk- ið og byggðina seinna meir og má þar til nefna t.d. landsmót Ung- mennafélaganna sem nú verður haldið að Varmá 1990 eða á 50 ára afmæli landsmótanna. Fyrsta mótið í þessari mynd var haldið í Hauka- dal 1940. Þetta þykir vel tilfallið þar sem sambandið okkar í Kjalar- nesþingi vann þetta fyrsta mót glæsilega. Breiðfylking fólksins í byggðar- laginu veitti góðu og dugmiklu fólki stuðning og hafnaði eftirminnilega sundurlausu liði A-flokkanna. Jón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.