Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 1
80SIÐURB
tfttttnfltfiiMfc
STOFNAÐ 1913
120.tbl.72.árg.
ÞRIÐJUDAGUR 3. JUNI1986
Prentsmiðja Morgunblaðsíns
Davíð Oddsson borgarstjóri um úrslit kosninganna:
Sjálfstæðismenn uppskáru árang-
ur verka sinna í Reykjavíkurborg
Sjálf stæðisf lokkurinn styrktí enn stöðu sína í Reykjavík. Alþýðuf lokkurinn jók fylgi sitt, fékk hreinan meirihluta
í Keflavík. Fylgi stjórnarf lokkanna minnkaði. Alþýðubandalagið bætti aðeins við sig. Kvennalistinn tapaði fylgi.
SjáIfstæðÍ8flokkurinn styrkti
stöðu sina í Reykjavik í sveitar-
stjórnarkosningunum á laugar-
daginn og hlaut öruggan meiri-
hluta í borgarstjórn, 9 menn af
15. Telur Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, að kosningaúrslitin í höf-
uðborginni sýni, að Sjálfstæðis-
flokkurinn uppskeri árangur
verka sinna f rá siðasta kjörtíma-
bili. Fylgi flokksins í heild
minnkaði og mest á svæðinu frá
Akranesi til Vestmannaeyja, þar
sem Alþýðuflokkurinn vann á.
Mestur var sigur Alþýðuflokks-
ins í Kef lavik, þar sem hann f ékk
hreinan meirihluta, og f Hafnar-
firði. Framsóknarflokkurinn
missti meirihluta á Dalvík og
fylgi Alþýðubandalagsins á Nes-
kaupstað, þar sem það fer með
meirihlutastjórn, minnkaði veru-
lega. Sjálf stæðisf iokkurinn vann
meirihluta í Ólaf sfirði og Grund-
arfirði, en tapaði honuni i Njarð-
vík og Vestmannaeyjum. Sjálf-
stæðismenn héldu meirihluta sín-
um á Seltjarnarnesi, í Garðabæ
og Stykkishólmi og í Hverga-
gerði og Mosfellssveit, þar sem
þeir juku fylgi sitt.
í sveitarstjórnarkosningunum
1982 sótti Sjálfstæðisflokkurinn á
um land allt. Þá guldu Alþýðuflokk-
ur og Alþýðubandalag afhroð miðað
við kosningarnar 1978. Framsókn-
arflokkurinn stóð í stað 1982 miðað
við kosningarnar 1978, þegar hann
tapaði miklu fylgi. Nú hélt fylgi
framsóknarmanna áfram að
minnka um 2,9% miðað við 1982,
hlaut hann alls 16.135 atkv. eða
13,3%. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
2,5% og hlaut samtals 51.823 at-
kvæði eða 42,7%, en 1982 jók flokk-
urinn fylgi sitt um 5,5%. Alþýðu-
flokkurinn jók fylgi sitt um 4,7%
og hlaut 20.035 atkvæði eða 16,5%,
Mynd þessa tók Ólafur K. Magnússon, Morgunblaðsins, af hinum
nýja borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í gær. í aftari röð
f rá vinstri eru varaborgarf ulltrúarnir Sólveig Pétursdóttir, Anna
K. Jónsdóttir, Haraldur Blöndal, Helga Jóhannsdóttir, Hulda
Valtýsdóttir, Þórunn Gestsdóttir og Guðrún Zoega. í fremri röð
Borgarstjórnarf lokkur sjálfstæðismanna
frá vinstri eru borgarfulltrúarnir Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, Páll Gíslason, Katrin Fjeldsted, Davíð Oddsson,
Magnús L. Sveinsson, Hilmar Guðlaugsson, Július Haf stein og Jóna
Gróa Sigurðardóttir. Á myndina vantar Sigurjón Fjeldsted, Ingólf
S. Sveinsson og Guðmund Hallvarðsson.
en 1982 tapaði hann 4,9%. Al-
þýðubandalagið jók fylgi sitt um
1,8% og hlaut 23.420 atkvæði eða
19,3%, en 1982 tapaði flokkurinn
6,8%. Kvennalistinn hlaut samtals
4.828 atkvæði eða 4% og tapaði
1,9% frá 1982.
í kosningunum voru kosnir 416
sveitarstjórnarmenn, 307 karlar
hlutu kosningu (73,8%) og 109
konur (26,2%) í 23 kaupstöðum og
37 kauptúnahreppum. Eftir sveitar-
stjórnarkosningarnar 1978 var
hlutfall kvenna í sveitarstjórnum
8,5% en 16,9% eftir kosningarnar
1982. Alls voru 151.008 á kjörskrá,
124.360 kusu eða 82.35%, 2810
seðlar á landinu öllu voru auðir eða
ógildir.
Sjá forystugrein i
miðopnu, kosningaúrslit á
bls. 24 og 25, 46 og 47,
samtöl við sveitarstjórnar-
menn og flokksforingja á
bls. 4, 28, 29, 30, 31, 38,
40 og 41 og frétt um meiri-
hlutaviðræður á baksíðu.
Yelena Bonner við komuna til Moskvu:
Ræddi við blöð til að
leiðrétta Moskvulygi
Moskvu. AP
YELENA Bonner sagði við komuna til Moskvu í gær að ástæðan
fyrir því að hún sneri aftur til Sovétrikjanna væri endurfundirnir
við eiginmann sinn, Andrei Sakharov.
Vinir Sakharov-hjónanna tóku á móti Bonner á flugvellinum í
Moskvu ásamt vestrænum sendif ulltrúum og tugum blaðamanna.
Frú Bonner sagði tilfinningar
sínar blendnar við komuna til Sovét-
ríkjanna, þar sem hún hefði orðið
að segja skilið við fjölskyldu sína,
sem búsett væri í Bandaríkjunum.
Á blaðamannafundi á flugvellin-
um í Moskvu sagðist frú Bonner
hafa rofið loforð um að ræða ekki
við blaðamenn á Vesturlöndum til
þess að leiðrétta „allar lygarnar sem
komið hafa héðan frá Moskvu" um
þau hjónin.
Frú Bonner kvaðst ætla að dvelja
í þrjá til fjóra daga í Moskvu áður
en hún héldi til Gorki, hinnar lokuðu
borgar, þar sem maður hennar er
í útlegð. Hún var mjög þreytuleg
við komuna eftir flugferð frá ítalíu.
Frá flugvellinum hélt hún inn til
borgarinnar í fylgd tveggja banda-
rískra þingmanna. Var þeim ekið í
bifreið bandaríska sendiráðsins.
Lögreglan handtók Serafim
Yevsukov, einn vina Bonner-hjón-
anna, á flugvellinum. Dóttir hans
afhenti frú Bonner blómvönd er hún
kom út úr flughöfninni. Serafim
hefur reynt að fá leyfí til að flytjast
úr landi fyrir sig og fjölskyldu sína
frá 1978.
Sjá „Hver andlega heill
maður . . ."ábls.32
AP/Slmamynd
Yelena Bonner hallar sér upp að
Alexei Semyonov, syni Andrei
Sakharov, á flugvellinum í
Mílanó í gærmorgun. Frú Bonner
hélt í gær til Sovétrikjanna eftir
hálfs árs dvöl á Vesturlöndum.
Herfor-
ingi flýr
l8l.iniabad.AP.
HERFORINGI í flugher Afgan-
istans hefur gengið til liðs við
skæruliða og er nú í búðum
þeirra í Pakistan. Hann segir
skæruliða hafa eyðilagt 40
afganskar herflugvélar og
laskað rúmlega 40 sfðasta árið.
Hershöfðinginn, Mir Alam
Khan, var yfirmaður Bagram-
flugstöðvarinnar norður af Kabúl.
Þar er gert við flugvélar, sem
laskast í bardögum sovézka inn-
rásarliðsins og afganska stjórnar-
hersins við skæruliða.
Khan segir sovézka innrásarlið-
ið i Afganistan hafa misst a.m.k.
jafnmargar herflugvélar og
stjórnarherinn.