Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ1986
fclk í
fréttum
Móðir Teresa:
Ég get ekki
hjálpað
heiminum
— en ég get rétt nokkrum
einstaklingum hjálparhönd
■■ g get ekki hjálpað heiminum en ég get rétt nokkrum einstakl-
ingtun hjálparhönd. Ég get annast þá og veitt þeim heimili."
Móðir Teresa er lágmælt og hún
heldur varlega um hendur mínar
og með ástúð, skrifar danska blaða-
konan Ellen Amstad. Og þannig
hefur móðir Teresa haldið í hönd
þúsunda fátæklinga í fátækrahverf-
um Kalkútta.
Guð veri með þér, segir hún oft
og mörgum sinnum. Samfundur
okkar átti sér stað í „Húsi móður-
innar" þar sem móðir Teresa býr
ásamt samstarfsfólki sínu í miðju
fátækrahverfi Kalkútta. Um 250
systur starfa þar ásamt móður
Teresu.
Það hvílir einkennilegur friður
yfir byggingunni. Hér virðist eng-
um liggja mikið á, enginn talar hátt
eða veldur ónæði. Það er helst að
ónæði stafi frá öllum þeim flölda
sem daglega kemur til að sjá móður
Teresu. Flestir verða að láta sér
nægja að sjá hana í svip, en margir
fá þó að taka í hönd hennar.
Hvítklæddar nunnur ganga
framhjá með bænabók í hendi. Þær
eru á leið til miðdagsguðsþjónustu
og skömmu síðar heyrist sálma-
söngur frá herberginu þar sem
nunnumar biðjast fyrir.
Móðir Teresa gengur berfætt í
hvítum sari með bláum röndum.
Andlit hennar er hrukkótt og hin
75 ár hafa sett mark sitt á hana.
En augun eru skír og heit.
Það eru aðeins nokkur hundruð
metrar frá „húsi móðurinnar" til
bamaheimilis móður Teresu í Kal-
kútta. Þangað koma daglega 200
sjúkar og fátækar manneskjur. Hér
fær fólkið mat og drykk í ílát sem
það hefur með sér. Gamlir menn
standa í biðröð og bíða eftir mat
en konur og böm sitja á hækjum
sér og bíða þess að komi að þeim.
Innan bamaheimilisins er einnig
verið að útdeila mat. Indversk smá-
böm á aldrinum 4-5 ára sitja í röð
- þau þakka kurteislega fyrir sig
þegar systumar koma með matar-
bakkana, brosa og hlægja.
í einni deild bamaheimilisins em
hvítvoðungamir og sofa sætt í
vöggu sinni. Það er líka sérstök
deild fyrir veik og fötluð böm. Alls
rekur móðir Teresa sjö fátækra-
heimili. Húm kallar þau ekki stofn-
anir eða spítala, heldur „heimili".
Hið þekktasta þeirra er heimilið
fyrir hina deyjandi; heimili fyrir
deyjandi öreiga. Það er svalt í
þessum stóra sal sem er þéttskipað-
ur rúmum. Hinir fátækustu meðal
fátæklingana deyja venjulega á
vegbrúninni eða í skúmaskotum og
enginn kærir sig um að hjálpa þeim.
Systumar taka þá upp af götunni,
unga og gamla. Þeim er komið í
rúm og þeir fá nógan mat. Hér
fínnur þetta fólk ást og umhyggju.
Og hér getur það dáið í friði. Þama
er að vísu fátt um þægindi en þetta
samt dásamlegur griðastaður
fyrir marga hinna sjúku.
Kalkútta er bara ein af mörgum
borgum þar sem móðir Teresa rekur
góðgerðarstarfsemi. Fátækraheim-
ili hennar em einnig til staðar í
borgum Evrópu, í Englandi, Þýska-
landi, Hollandi, Júgóslaviu, Italíu,
Spáni og Belgíu.
Sjálf er móðir Teresa fædd í
Júgóslavíu hinn 27. ágúst 1910.
Skímamafn hennar er Agnes
Gonxha Bojaxhiu en árið 1931 var
henni gefíð nafnið „Teresa". Tólf
ára gömul ákvað hún að gerast
nunna. Átján ára gekk hún í reglu
Loreto-systrana í Dublin á írlandi.
Móðir Teresa hefur heitið að fórna öllu Iífi sínu í þjónustu við hina
fátækustu meðal fátækra.
Sagt er að PáU páfi II hafi
komist mjög við er hann heim-
sótti heimiU móður Teresu fyrir
deyjandi öreiga í Kalkútta. Sjálf
sagði hin 75 ára gamla nunna
að heimsókn páfa hefði verið
stæðsta stundin í lífi sínu.
Salur hinna deyjandi — þarna er
fátt um þægindi en samt er þetta
dásamlegur griðastaður fyrir
marga.
Soltnar mæður biða þolinmóðar eftir mat ásamt börnum sínum.
Um tvöhundruð manns koma þarna daglega til að fá mat í ílát sin.
Hún var send til Indlands og þar
tók hún út reynslutíma sinn. í 20
ár kenndi hún við St. Maríuskólann
í Kalkútta allt fram til 1946 þegar
straumhvörf urðu í lífí hennar. Hún
segist hafa fengið guðlega köllun
er hún ferðaðist með lest milli
Kalkútta og Darjeeling, köllun um
að gefa allt sem hún átti og fóma
öllu sínu lífí fyrir hina fátækustu
meðal hinna fátæku.
Móðir Teresa fékk leyfí páfans
sjálfs til að starfa utan klaustursins
í fátækrahverfum Kalkútta. Þegar
hún tók við friðarverðlaununum
1979 sagði hún: „Ég lít á þessi
verðlaun er mér hafa verið veitt sem
viðurkenningu á tilveru hinna fá-
tækustu í heiminum. Þau eru viður-
kenning á tilvist okkar fátæku
bræðra og systra. Og þau em viður-
kenning á því að starf sem unnið
er í kærleika er einnig starf í þágu
heimsfriðar."
Móðir Teresa er dáð og virt,
Sjálfur páfínn fór í heimsókn til
„heimila“ hennar í Kalkútta fyrr á
þessu ári. Móðir Teresa leyfír sér
engan munað og er sístarfandi.
Nunnurnar lifa við strangan aga -
þær hafa til dæmis ekki leyfi til
taka við bréfí nema einu sinni í
mánuði. Og þær fá ekki leyfí til að
fara heim í frí fyrr en þær hafa
leyst af hendi átta ára þjónustu.
En nunnumar em áhugasamar
og starfsandinn er góður. Systumar
óska þess sjálfar að lifa í fátækt
og bæn. Og þær hafa sjálfar kosið
að þjóna guði í þjáningu.
Mat útdeilt fyrir framan barnaheimilið.