Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl 1986
Hvað segja þau um úrslit kosninganna:
Alþýðuflokkurog Kommúnistaflokkur----
BORGARSTJÓRNARKOSNINGAR
í REYKJAVÍK, 1930-1986
Hlutfallslegt fylgi flokkanna
1938'
Morgunblaðió/GÓI
Borgarstjómarkosningariiar í Reykjavík:
Fjórða mesta fylgi sjálfstæðismanna eftir stríð
FYLGI Sjálfstæðisflokksins í borgarstjómarkosningunura á laugardag-
inn er hið fórða mesta sem hann hefur hlotið í Reylq'avík eftir stríð.
í tveimur af þremur skiptum, 1958 og 1974, sátu vinstri ríkisstjómir
að völdum. Fylgi flokksins hefur sveiflast talsvert til, eins og með-
fylgjandi tafla og línurit sýna. Mest var fylgið 1958, 57,7%, en minnst
47,5% árið 1978, þegar flokkurinn missti meirihlutann í höfuðborginni.
Fylgi Alþýðuflokksins í Reyjavík var mest árið 1930, 34,5%, en síðan
hefur það að heita má farið jafnt og þétt minnkandi, með nokkrum
undantekningum. Fyigi Alþýðubandalagsins hefur mest orðið 29,8%,
en það var í kosningunum 1978. Fékk flokkurinn þá nær sama hlut-
fall atkvæða og sósíalistaflokkurinn, forveri Alþýðubandalagsins, í
kosningunum 1946. Fylgi Framsóknarflokksins varð mest í kosningun-
um 1970, 17,24%, en síðan hefur fylgið stöðugt minnkað og hefur
aldrei verið minna en nú.
Bæjar- eða borgarfulltrúar í Reykjavík voru 15 á árunum 1930 til
1982, er vinstri flokkamir fjölguðu þeim í 21 kjörtímabilið 1982—1986.
í samræmi við kosningaloforð sín fækkuðu sjálfstæðismenn borgarfull-
trúum á ný í 15. Fyrstu bæjarstjómarkosningar í Reykjavík fóru fram
1836 og voru bæjarfulltrúar þá 4. Árið 1836 var þeim fjölgað í 6,
1872 í 9, 1902 í 11 og 1908 í 15. En frá 1908-1930 var kjörtímabil
bæjarfulltrúa sex ár og voru þá kosnir fimm bæjarfulltrúar á tveggja
ára fresti.
Höfum unnið
markvisst
o g í samræmi
við gefin loforð
- segir Davíð Odds-
son borgarstjóri
DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri
sagði, að kosningaúrslitin sýndu
að Sjálfstæðisflokkurinn hefði
uppskorið árangur verka sinna
frá síðasta kjörtímabili. Unnið
hefði verið markvisst og í sam-
ræmi við gefin kosningaloforð.
Borgarbúum hefði líkað að Sjálf-
stæðisflokkurinn setti stolt sitt i
það að efndir fylgdu orðum.
Borgarstjóri sagði jafnframt, að
mikill þróttur hefði verið í málefn-
um borgarinnar og uppbygging á
öllum sviðum og það hefði ekki
farið fram hjá borgarbúum. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði verið sam-
hentur og lýst því yfír fyrir kjördag
hvemig stjómað yrði og á hvað
yrði lögð áhersla og það hefðu
borgarbúar kunnað að meta. Hjá
andstæðingum Sjálfstæðisflokksins
hefði hins vegar allt verið í einum
upplausnargraut.
„Ég er sannfærður um að margir
höfðu skömm á því hvemig kosn-
ingabaráttan var háð af hálfu Þjóð-
viljaliðs Alþýðubandalagsins og
hluta af frambjóðendum Alþýðu-
flokksins. Stuðningsmenn okkar
unnu mjög vel fyrir kosningamar,
þúsundir manna lögðu okkur lið,
og vil ég fyrir hönd okkar frambjóð-
enda Sjálfstæðisflokksins færa
þeim öllum bestu þakkir um leið
og ég þakka þeim sem veittu okkur
brautargengi í kjörklefanum," sagði
borgarstjóri að lokum.
Alþýðubanda-
lagið er á
réttri leið
- segir Siguijón
Pétursson
SIGURJÓN Pétursson sagði,
að úrslit kosninganna sýndu í
stórum dráttum lítið breytta
stöðu og að það væru vonbrigði
út af fyrir sig.
Siguijón sagði, að ljóst væri að
Alþýðubandalagið hefði bætt við sig
töluverðu fylgi. Atkvæðahlutfall
flokksins hefði ekki verið eins hátt
frá því árið 1950. Það sýndi að
Alþýðubandalagið væri á réttri leið.
Aðspurður um sterka stöðu Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík sagði
hann, að Sjálfstæðisflokkurinn
hefði lengi haft mjög sterka stöðu
í höfuðborginni og að sú sundrung
sem væri á milli andstöðuflokka
Sjálfstæðisflokksins væri ekki mjög
traustvekjandi fyrir Iqósendur.
Minnihlutaflokkamir hefðu ekki
geflð út yfirlýsingu um samstarf
eftir kosningar og að Alþýðuflokk-
urinn hefði t.d. beinlínis geflð út
þá yfírlýsingu að hann væri tilbúinn
til þess að starfa með Sjálfstæðis-
flokknum.
„Ef litið er á kosningaúrslitin í
heiid virðast stjómarflokkamir vera
að tapa fylgi. Alþýðubandalagið
vinnur sigra víða um land og við
getum verið ánægð með það. Al-
þýðuflokkurinn hefur einnig styrkt
stöðu sína eftir þessar kosningar
en hins vegar er á það að líta að
fylgi Alþýðuflokksins er mjög laust
svo ég tel að fyrst og fremst megi
draga þá ályktun af fylgisaukningu
þeirra að fólk sé óánægt með ríkis-
stjómina. Ég vil að lokum nota
þetta tækifæri til þess að þakka
Alþýðubandalagsmönnum fyrir
ötult og gott kosningastarf," sagði
Sigurjón.
Framsóknar-
menn geta
verið ánægðir
með árangur-
inn í Reykja-
vík
- segirSigrún
Magnúsdóttir
SIGRÚN Magnúsdóttir sagði, að
Framsóknarflokkurinn gæti vel
við unað með þann árangur sem
flokkurinn náði í Reykjavík og
þá sérstaklega ef tekið væri mið
af stöðu flokksins víða annars
staðar á landinu.
Hún sagði, að Framsóknarflokk-
urinn hefði unnið ákveðinn vamar-
sigur í Reykjavík. Flokknum hefði
ekki verið spáð mikiu fylgi í fyrstu
skoðanakönnunum en flokkurinn
hefði unnið á í kosningabaráttunni
og endað með 7% fylgi og einn
mann inni. Framsóknarflokkurinn
hefði ekki byijað sína kosningabar-
áttu fyrr en 1. maí og því gætu
Framsóknarmenn verið ánægðir
með árangurinn.
„Ég hafði vonað að Sjálfstæðis-
flokkurinn ynni ekki jafn stóran
sigur og raun bar vitni því ég tel
nauðsynlegt að veita flokknum
ákveðið aðhald. Ég á í raun og
veru erfítt með að skilja hina sterku
stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík. Það virðist vera rótgróið að
Sjálfstæðisflokkurinn eigi Reykja-
vík og sjálfstæðismenn leggja mikla
áherslu á að halda borginni. Einnig
tel ég að skýra megi kosningaúrslit-
in að hluta til út frá persónufylgi
Davíðs Oddssonar en margir virðast
fyrst og fremst hafa verið að kjósa
Davíð en ekki Sjálfstæðisflokkinn.
Að lokum vil ég þakka öllum stuðn-
ingsmönnum Framsóknarflokksins
fyrir frábært starf á liðnum vikum,"
sagði Sigrún Magnúsdóttir.
Sigur Sjálf-
stæðisflokks-
ins umfram
allt sigur
Davíðs
- segir Bjarni P.
Magnússon
BJARNI P. Magnússon sagðist
vera ánægður með hlut Alþýðu-
flokksins almennt. Hann sagði,
að árangur flokksins í Reykjavík
hefði þó mátt vera betri en engu
að síður gætu Alþýðuflokksmenn
verið ánægðir með árangurinn.
Þeim hefði ekki verið spáð miklu
fylgi í Reykjavík í upphafi kosn-
ingabaráttunnar en unnið mjög
á síðasta mánuðinn.
„Ég vii nota þetta tækifæri til
þess að þakka öllum Alþýðuflokks-
mönnum fyrir frábært starf undan-
famar vikur og ég vil einnig óska
Davíð Oddssyni til hamingju með
árangurinn, því sigur Sjálfstæðis-
flokksins var umfram allt hans
sigur," sagði Bjami.
það er að tilgangslaust sé að kjósa
fjórflokkana,“ sagði Áshildur Jóns-
dóttir.
Náðum
takmarkinu
- segir Áshildur
Jónsdóttir
Flokki mannsins
„VIÐ teljum úrslit þessara kosn-
inga benda til þess, að við höfum
náð hljómgrunni meðal fólks og
séum komin í góða aðstöðu til
að undirbúa næsta stig, sem er
Alþingiskosningar. Við teljum
ennfremur að við höfum náð
okkar fyrsta takmarki,“ sagði
Áshildur Jónsdóttir, efsti maður
á lista Flokks mannsins við borg-
arstjórnarkosningarnar.
„Við erum tiltölulega ánægð með
þessi úrslit. Við náðum takmarki
okkar að því leyti, að við erum orðin
til sem stjómmáílaflokkur. Höfum
komizt í gegnum fjölmiðlaþögnina.
Við hefðum auðvitað gjaman viljað
fá mann inn, en takmarkinu er samt
náð. Þrátt fyrir að við höfum verið
stimpluð sem vinstri flokkur feng-
um við 1000 atkvæði, sem sjálfsagt
einhver af fjórflokkunum hefði
gjaman viljað fá.
Næsta takmark er að undirbúa
Alþingiskosningar og við teljum
þessar kosningar góðan undirbún-
ing og byrjun fyrir þær. Við teljum
að við höfiim haft þó nokkur áhrif
á fólk. Sem dæmi um það má nefna,
að einn flmmti hluti fólks á kjör-
skrá sér ekki ástæðu til að nyta sér
rétt sinn til kosninga. Það teljum
við samþykki við málflutning okkar,
Glundroða-
kenning Sjálf-
stæðisflokks-
ins virðist
hafa borið
árangur
- segir Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
sagði, að ef Iitið væri á kosninga-
úrslitin í heild væri ljóst að ríkis-
stjómarflokkamir hefðu tapað
fylgi. Hins vegar væri Reykjavík
eitt en landsbyggðin annað. Ingi-
björg sagðist ekki vera ánægð
með kosningaúrslitin í Reykjavík
en þau hefðu þó ekki komið henni
áóvart.
„Glundroðakenning Sjálfstæðis-
flokksins virðist hafa borið árangur.
Fólkið hefur haft Sjálfstæðisflokk-
inn við völd. Það veit hvað það
hefur en ekki hvað það fær. Hins
vegar tel ég stefnu Sjálfstæðis-
flokksins hér í Reykjavík ekki þess
eðlis að hana beri að verðlauna.
Kvennalistinn virðist hafa fest sig
í sessi sem kvennapólitískt afl og
því ber að fagna. Ég er sérstaklega
ánægð með úrslitin á Selfossi en
þau sýna að fylgi Kvennalistans er
ekki aðeins bundið við Reykjavík,"
sagði Ingibjörg.