Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ 1986 45 Réttindamál ljósmynd- ara — af gefnu tilefni eftirÞóriH. * Oskarsson Það vakti furðu mína hversu mikla auglýsingu Ljósmyndarafé- lag íslands fékk í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins hinn 21. maí sl., á 60 ára afmælisári félagsins. Aldrei fór þó svo, að félagið fengi ekki athygli það árið. Ástæðan var sú, að Kristjáni Inga Einarssyni hafði nú loks verið birt ákæra frá Ríkissaksóknara, en nokkuð á annað ár er síðan að Ljósmyndara- félag íslands kærði starfsemi Kristjáns Inga og hafði lögfræðing- ur Landssambands iðnaðarmanna málið með höndum fyrir hönd Ljós- myndarafélags íslands. Fréttir í Ríkisútvarpinu var aðal- frétt útvarpsins næst á eftir því stóra máli, Hafskipsmálinu. Aðra eins athygli hafði féiagið mitt ekki fengið um árabil og nú var málinu fylgt eftir í kvöldfréttum útvarpsins með viðtölum við þann ákærða og undirritaðan, ásamt til- vitnunum í lögfræðing Landssam- bands iðnaðarmanna. Á annarri síðu Morgunblaðsins daginn eftir er svo enn meiri auglýs- ing og síðan er málinu fylgt eftir í Helgarpóstinum þamæsta dag, en Helgarpósturinn virðist vera sér- stakur málsvari þeirra, sem brotið hafa iðniöggjöfina gagnvart ljós- myndun. Vera má að síðar bætist við sitt- hvað fleira áður en blek undirritaðs er þomað. Ég hef lengi beðið með að gera grein fyrir kærumáium þeim, sem Ljósmyndarafélag íslands hefur staðið fýrir einfaldlega vegna þess, að ég hef ekki séð ástæðu til þess að hlaupa með þau í fjölmiðla. Hinsvegar sé ég mig tilneyddan til að taka mér penna í hönd þegar svo er komið málum, að maður sem hefur verið ákærður vegna brota á iðnlöggjöfinni, telur ástæðu til að hampa því aftur og aftur, að hann sé í raun sekur um slíkt, jafnvel þó að hann tilheyri sjálfur annarri iðngrein, sem mér er ekki kunnugt um að sé reiðubúin til að opna sig nemasíður væri. Hvað vakir fyrir mönnum, sem ráðast gegn einni stétt manna jafn- vel þó þeir tilheyri annarri? Það er eitt af því, sem ég hef aldrei getað skilið. Það hefur svo lengi sem ég hef haft afskipti af málum ljósmjmdara, verið tilhneig- ing til þess hjá hinum ólíklegustu aðilum, að ganga inn á þeirra störf. Menn í ágætustu stöðum hafa þreifað fyrir sér í ljósmyndun og er það vel, ekki harma ég slíkt. En þegar þeir telja sig hafa ástæðu til að gera ljósmyndun að atvinnu sinni að meira eða minna leyti, þá verða þeir að gera sér grein fyrir því, að til er hópur fólks, sem hefur lært þetta fag og vill gjaman halda í starfsréttindi sín alveg eins og þeir sjálfir, í sínu eigin fagi eða starfsgrein. Eitt af því, sem lagt hefur verið til grundvaliar í umræðunni er það, að atvinnuljósmyndarar stæðu í vegi fyrir því, að fólk mætti nota sínar myndavélar og taka myndir í þágu listsköpunar eða tilrauna sinna til að tjá sig með myndavél- inni. Þvílíkt og annað eins tal er al- gjörlega út í hött. Við í Ljósmyndarafélagi íslands höfum í raun dáðst að því hve góð- um árangri margir hafa náð í Ijós- myndun. Það eru einnig fjölmargir, sem gera góða hluti t.d. með hamri, tommustokk og múrskeið fyrir sjálfa sig og sína nánustu án þess að láta sér detta í hug að gera slíkt að atvinnu sinni. Þórir H. Óskarsson „Það er nauðsynlegt, að þeir sem hlut eiga að máli geri sér grein fyrir því að á bak við mig stendur stétt, sem hlotið hefur tilskilin réttindi í ljósmyndun og vill standa vörð um þau jafnt og aðrar stétt- ir. Það er þessi stétt, sem þrýstir á mig sem formann sinn, að gæta þessara réttinda.“ Það hefur verið sem rauður þráð- ur nú sl. á í málfari þeirra manna, sem vilja ryðja starfsréttindum Ijós- myndara úr vegi, að Ljósmyndara- félag íslands væri einhver klíka, eða lokaður leynifélagsskapur. Því fer víðs fjarri og er mér næst að telja, að ekki séu margar stéttir opnari. Ég vil ekki kasta rýrð á neinar aðrar stéttir í þessu landi hvað þetta mál snertir, en vil hinsvegar benda á sem dæmi að félag sem nýlega sendi frá sér fréttatilkynningu um að það hefði 75 félaga innan sinna vébanda hefur innan við 3 nema á samningi á þeim tíma sem 10—12 nemar eru í ljósmyndun hér heima auk fjölda annarra, sem eru við nám erlendis og eru féiagar í Ljósmynd- arafélagi Islands þó ekki nema 60 talsins. Það kemur því mjög illa við mig þegar ákærður Kristján Ingi segir í fjölmiðlum, að stéttinni sé haldið lokaðri. Svona er áróðurinn búinn að vera nú síðustu ár. í fyrra þegar nefndur Kristján fékk að vita, að hann hefði verið kærður gerði hann veður út af því svo mikið sem hann gat, en tókst þó ekki eins vel upp þá sem nú, að hann fékk sjálft Ríkisútvarpið til að gera þetta að einni aðalfrétt sinni í hádegisútvarpinu. Nú hefúr hann haft erindi sem erfiði vegna þess, að hann hefur vakið athygli ijölmargra á því, að hann hafi brotið iðnlöggjöfina jafn- vel þótt hann teljist sjálfur vera einn af þessum „bannsettu" iðnað- armönnum. Ljósmyndun á íslandi er ekki lokuð grein, nema síður sé, miðað við fjölda annarra starfs- greina og höfum við gefið verulega eftir af starfskröftum okkar miðað við fyrri ár og geri ég ráð fyrir, að sumum félögum mínum þætti, að ég hefði mátt vera mun harðari en ég hef verið. Það er sjálfsagt ástæðan fyrir því, að hópur manna hefur talið jafn eðlilegt og raun ber vitni, að hægt væri að ganga inn á störf ljós- myndara og þá sérstaklega í aug- lýsinga- og iðnaðarljósmyndun. Fjöldi þessara manna kemur úr öðrum starfsgreinum, sem krefjast starfsréttinda og ef að þeir geta fengið sínar stéttir til að opna sig upp á gátt, þá geri ég ekki ráð fyrir, að ljósmyndarar stæðu í vegi fyrir slíkri þróun, ef þróun skyldi kalla. Ifyrst og fremst er hér um að ræða frekju og yfírgang. Vegna þess, að þessir menn hafa ekki komist að hér í námi eða treyst sér til að fara til náms erlendis, þá fara þeir bara beint í störf eftir að hafa hlotið einhveija sjálfsmenntun og þjálfun aðallega hjá blöðum og tímaritum. Það mun vera til samkomulag frá því á stríðsárunum, herma eldri menn meðal okkar, sem virðast þá hafa verið munnlegt, því ekki er stafkrók um það að finna í fórum félagsins, þrátt fyrir umfangsmikla leit á liðnum vetri. Samkomulag þetta var á þá leið, að heimilt skyldi að hafa ófaglærða menn við ljósmyndun hjá blöðunum, svo lengi sem ekki fengjust fag- lærðir til þeirra starfa. Hinsvegar eru til dæmi þess nú allra síðustu ár, að ráðandi aðilar hjá dagblöðunum hafa staðið í vegi fyrir því, að faglærðir ljósmyndarar fengju þar störf þó þeir hafi sótt um. Má segja, að hér hafí áðumefnt samkomulag heldur betur snúist við og ekki verður sagt að hér hafí verið um hefndaraðgerðir að ræða, því að þessi atburðir hafa átt sér stað áður en við hófum kærur þær, sem nú era í gangi. Ljósmyndarafélag íslands hefur aldrei gert minnstu tilraun til þess að koma í veg fyrir að blaðaljós- myndarar eða aðrir seldu þær myndir, sem þeir hafa tekið, í þágu blaða eða á eigin spýtur, svo sem myndir á dagatöl eða yfírleitt til hverskonar birtingar. Þvert á móti höfum við aðstoðað marga við að verðleggja myndir sínar. Það er reginmunur á því og að taka að sér stærri og minni verkefni fyrir einstaklinga, félög ogfyrirtæki. í þokkabót er vitað, að fæstir þeirra, sem gengið hafa inn á þenn- an markað hafa innheimt söluskatt, sem ljósmyndurum er þó uppálagt að gera og hvað þá með aðra skatta og skyldur, en það er önnur saga, sem seinna gæti orðið ástæða til að skrifa um annað eins mál og þetta. Reyndar liggur fyrir hjá Q'ár- málaráðuneytinu krafa frá Ljós- myndarafélagi íslands um könnun á þeim þætti málsins, en það virðist vefjast fyrir starfsmönnum ráðu- neytisins að framkvæma þá könn- un, en fyrsta bréf félagsins vegna þessa er frá 10. október 1984. Þama er annað og ekki minna óréttlæti á ferðinni gagnvart fag- lærðum ljósmynduram en mörg dæmi era um það, að faglærðir ljós- myndarar hafa mátt sjá á eftir verkefnum í hendur hinna ófag- lærðu vegna verðmismunar, sem oft hefur verið sem nemur sölu- skattinum. Svo hlaupa menn út á torg og hrópa úlfur, úlfur loks þegar taka skal á þessum málum, sem þeir alltaf máttu reikna með að yrði gert og viðurkenna meira að segja opinberlega að hafa sett upp ljós- myndastofur án tilskilinna réttinda. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að það er allstór hópur fólks, sem hefur lagt á sig að fara í nám ýmist hér heima eða erlendis og sumir lagt út í mikinn kostnað m.a. í formi námslána. Við mig hafði t.d. samband ungur maður árið 1984 og var þá á leið í góðan skóla í Kalifomíu, sem taka skyldi minnst þrjú ár og reiknaði þessi ungi maður með því að koma heim með um það bil tveggja millj- ón króna skuldahala, miðað við verðlag þá, í formi námskostnaðar. Svo tala sumir um að framboð og eftirspum skuli ráða. Það er eins gott, að ungt fólk fái að vita það áður en lagt er út í annan eins kostnað og að framan greinir. Það hafa komið fram ýmsar kenningar frá þeim, sem stundað hafa ljósmyndun án tilskilinna rétt- inda og vitnað m.a. í samantekt nokkra, sem prófessor Sigurður Líndal tók saman fyrir Snorra Snorrason flugstjóra. Mér er það til efs, að prófessor Sigurður Líndal hefði látið frá sér fara allt, sem þar stendur ef hann hefði kynnt sér alla málavöxtu og skoðanir annarra en Snorra. Slíkar greinargerðir ætti ekki nokkur prófessor að láta panta hjá sér eins og um væri að ræða menn, sem taka að sér að semja afmælis- og minningargreinar. Snorri er m.a. þekktur fyrir myndir sínar af bátum á leið til innsiglingar og ekki veit ég til þess, að félagar í Ljósmyndarafélagi ís- lands hafí reynt að koma í veg fyrir það þótt vitað sé, að Snorri hafí síðan selt myndir sínar til áhafna viðkomandi báta. Myndir þessar hefur Snorri tekið af áhuga og á eigin ábyrgð og er ekkert við það að athuga. Það er meira að segja vel vegna þess, að engar myndir væra til af ýmsum fleytum ef Snorri hefði ekki verið þama að verki. Því skyldi það vera okkur þymir í augum þótt Snorri hefði upp í kostnað sinn vegna þess. Hjá Kristjáni Inga kemur fram sem og fleiram í þessum hópi, að ljósmyndun sé listgrein en ekki iðngrein. Ef myndir Kristjáns Inga af alþingismönnum teljast vera list, þá frábið ég mér að teljast til slíkrar listgreinar. Aftur á móti er engum vafa undirorpið að ljósmyndun getur flokkast undir list og hafa margir sýnt það í verki. Haldi menn sýningar á slíkum verkum og selji lysthafendum hefur Ljósmyndarafélag íslands ekkert við það að athuga. Þeir aðilar, sem hinsvegar hafa hafíð störf í smærri eða stærri stíl við ljósmyndun og tekið að sér alls- kyns verkefni og gefíð sig út sem slíkir verða að skilja það, að það era til lög í þessu landi varðandi starfsréttindi í ljósmyndun svo sem í flölmörgum öðram starfsgreinum. Það er ekki lausn þessara mála að vaða fram með frekju og yfírgangi og bijóta þessi lög. Það skiptir ekki máli hvaða lög og reglur era í öðram löndum meðan lög þessi era í gildi hér. Ekki einn einasti af þeim, sem brotið hafa þessi lög hefur gert minnstu tilraun til þess að ræða þessi mál við mig eða stjóm Ljós- myndarafélags Islands um það hvort fínna mætti einhveija lausn á þessum málum. Aftur á móti hafa þeir notfært sér kunningsskap og aðstöðu sína m.a. vegna starfa sinna á fjölmiðl- um til að læða inn vafasömum áróðri gegn faglærðum ljósmyndur- um og Ljósmyndarafélagi íslands. Það er þess vegna, sem ég nú tek mér penna í hönd. Lengur er ekki unnt að sitja án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er nauðsynlegt, að þeir sem hlut eiga að máli geri sér grein fyrir því að á bak við mig stendur stétt, sem hlotið hefur tilskilin rétt- indi í ljósmyndun og vill standa vörð um þau jafnt og aðrar stéttir. Það er þessi stétt, sem þrýstir á mig sem formann sinn, að gæta þessara réttinda. Það er eins farið í þessu sam- bandi sem öðra í málflutningi þess- ara mann þegar fram kemur í Helgarpóstinum, að ég hafí haft framkvæðið að því að kæra Kristján Inga Einarsson. Það er ekki persónulegt áhuga- mál mitt að kæra einn eða neinn, en ég reyni eftir bestu getu að sinna óskum félaga minna um að gæta hagsmuna þeirra og réttinda. Bjóst einhver við öðra? Höfundur er formaður Ljósmynd- arafélags íslands. SVAR MITT eftir Billy Graham Formælingar Margir vita að pabbi minn er góður, kristinn maður. Hann hefur á hendi ýmis verkefni í söfnuðinum. En heima er hann I rótarskapi og blótar meira að segja. Finnst yður þetta rétt hegðun? Nei, engan veginn. Biblían bannar okkur að leggja nafn Drottins við hégóma. Þó að faðir þinn játi fagurlega trúna á Krist og sinni starfínu í söfnuðinum, syndgar hann þegar hann blótar og sver. Biblían segir það. Framhald annars boðorðsins er á þá leið að Drottinn muni ekki láta þeim óhegnt, sem leggi nafn hans við hégóma. Faðir þinn er ekki undanskilinn. Margir kristnir menn eru kærulausir í tali. Þess vegna kennir Biblían okkur að hegða okkur sómasamlega, bæði til orðs og æðis. Heimurinn dæmir okkur eftir því, hvemig við tölum. Kristnir menn ættu að leitast við að vera andleg- ir í tali sínu og herma ekki eftir orðbragði heimsins. Orðin afhjúpa manninn. Þegar við beygjum okkur að fullu og öllu undir vald Krists, snertir það líka tal okkar. Pétur tók að sveija, þegar hann var sakaður um að vera lærisveinn Jesú. Hann vildi sanna, að svo væri ekki, enda hljóta orð hans að hafa virzt sannfærandi. En Jesús sagði við lærisveina sína: „Eg mun gefa yður talanda og vizku, sem allir mótstöðumenn yðar munu ekki megna að standa á móti eða mótmæla." (Lúk. 21,15). Þegar Pétur laut Kristi algjörlega, fór hann að vitna og lofa Guð í stað þess að formæla. Okkur ber að breyta á sama hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.