Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.06.1986, Blaðsíða 56
56________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 3.JÚNÍ 1986 Ætti að loka Is- lensku óperunni? eftir Sigurð Þór Guðjónsson Um daginn langaði mig til að lyfta mér upp með því að bregða mér í íslensku óperuna sem nú sýnir 11 Trovatore eftir Verdi. Ég hringdi í miðasöluna og pantaði einn miða og var í sjöunda himni. Svo spurði ég, eiginlega af rælni eins og það kæmi ekki málinu við, hvað miðinn kostaði. Og þá fékk ég svar sem kom mér ansi harkalega niður á jörðina: „Miðinn kostar þúsund krónur.“ Ég hafði reyndar búist við, að það væri talsvert dýrara að fara í Islensku óperuna en á bíó. En fýrr má nú rota en dauðrota. Mér kæmi ekki á óvart þó sýningar íslensku óperunnar sé dýrasta skemmtunin sem íslenskum almenningi stendur til boða. Því segi ég almenningi? Það liggur í augum uppi á þessum láglaunatímum að venjulegt fólk hugsar sig um tvisvar áður en það kaupir sig inn á jafn dýrselt gaman. Ég sé í anda gömul hjón, sem aðeins lifa á ellistyrknum, snara út tvö þúsund krónum fyrir eina kvöld- stund. Sömuleiðis er ég að reyna að sjá mér fyrir hugskotssjónum verkamann og konu hans sem orðið hefur þriggja bama auðið upplifa þá fjölskyldugleði að sjá og heyra einhverja frægustu óperu heimsins. Það eru fímm þúsund krónur takk! Ég er hræddur um, að Jóni Jónssyni hjólbarðaviðgerðamanni í Hólaseli fallist hendur frammi fyrir dýrleik slíkrar menningar og í stað þess að fara í Óperuna með hópinn sinn, skundi hann beint á næstu mynd- bandaleigu og kræki í eina fílmu með hetjunni Rambó. Skyldi annars alþingismaður sem ekki er jafn- framt rithöfundur hafa efni á því að fara í Óperuna en manni skilst að sú stétt dragi fram lífið á hug- sjónunum einum saman. Og hvað um þau 25% þjóðarinnar er lifa undir fátæktarmörkum samkvæmt nýlegri könnun sem margir vilja þó ekki taka til greina af því menn afneita oft óþægilegum staðreynd- um. Þannig væri lengi hægt að velta því fyrir sér hvað stærðin „þúsund króna aðgöngumiði" tákn- ar. Mér virðist augljóst að fólk sem hefur meðaltekjur og þaðan af minna sé ekki tíðir gestir í íslensku óperunni. Það hefur einfaldlega ekki ráð á slíkri list. En hveijir hafa þá efni á henni? Þeir sem peningana eiga að sjálfsögðu. Það er hátekjufólk og eignamenn. Þó verkamaður geti ekki boðið fímm manna fjölskyldu sinni í Óperuna munar hina ríku ekki um það. Fyrir forstjórann, heildsalann, lækninn og prófessorinn, að ekki sé minnst á braskarann og okrarann, er slíkt skítur á priki sem þeir fínna ekki fyrir. Islenska óperan, þetta óska- bam margra tónlistarvina, er því í reyndinni að verða leikfang yfír- stéttarinnar en er alþýðu fólks yfír- leitt lokaður heimur. Og má vera að það hafí alltaf verið meiningin. Erlendis er algengt að miðaverð óperuhúsa sé mismunandi eftir því hvar setið er í húsinu. Þar getur „fína fólkið" svokallaða fengið miða fyrir rokverð en fátækir námsmenn og þeir sem hafa úr litlu að spila geta keypt ódýr sæti eða jafnvel stæði sem kosta næstum ekkert. Þetta tryggir að allir komast á sýn- ingar. í löndum þar sem borgaraleg menning hefur blómstrað öldum saman ríkir ekki þetta flottræfils viðhorf til listarinnar sem hér á landi. íslenska óperan selur alla miða á þúsund krónur nema nokkur sæti sem kosta ennþá meira. Má vera að stærð hússins bjóði ekki upp á annað. En verð aðgöngumiða er auðvitað alltof hátt. Eg er viss um að það fælir marga frá Operunni sem ella létu sig ekki vanta. Sjálfur þekki ég þess nokkur dæmi. Það er þvi ekki víst að þetta háa gjald sé hagkvæmt frá rekstrarlegu sjón- armiði þegar til lengdar lætur. Hætt er við að dragi úr aðsókn þegar nýjabrumið hverfur. En hvers vegna eru miðarnir svona dýrir? Fróðlegt væri að fá svör við því. En mér finnst sennilegt að þær skýringar vísuðu einmitt til fjármála. Það sé dýrt að færa upp óperu, íslenska óperan sé fátæk stofnun er njóti lítilla opinberra styrkja og svo framvegis í þeim dúr. Af þessum sökum sé óhjákvæmilegt að hafa verð aðgöngumiða jafn hátt og raun beri vitni. Og allt væri þetta víst satt og rétt út af fyrir sig. En samt fyndist mér það ekki gild afsökun. Hvað myndi gerast ef miðaverð yrði lækkað? Færi ís- lenska óperan á hausinn? Og mætti hún þá ekki fara á hausinn? Eins og nú er í pottinn búið er hún ópera yfirstéttarinnar en kemur venjulegu launafólki ekki við. Spurningin er því þessi: Eigum við að hafa óperu fyrir yfírstéttina eða enga óperu? Fyrir mitt leyti er svarið einfalt og afdráttarlaust: Enga óperu. Skárra er að hafa enga menningu en menningu sem aðeins lítill hluti þjóðarinnar er fær um að njóta af fjárhagsástæðum. Ég legg því til að íslenska óperan verði lögð niður — eða málum skipað í það horf að almenningi verði gerður greiður gangur að henni. Eg er fús til að játa að þetta er harkaleg niðurstaða og að í óefni sé komið. En það er ekki mín sök. Ég tek það fram að með þessum orðum er ég alls ekki að áfellast íslensku óperuna. Þvert á móti vil ég veg hennar sem mestan og ég dáist að því hugsjón- arstarfi sem þar er unnið og þeim ströngu listrænu kröfum sem haldið er til streitu við erfíðar aðstæður. íslenska óperan Iýtur aðeins al- mennum þjóðfélagslögmálum sem hún hefur ekkert vald yfír. Og það er óþolandi að ástand mála sé orðið Sigurður Þór Guðjónsson „Mér virðist augljóst að fólk sem hefur meðal- tekjur og þaðan af minna sé ekki tíðir gestir í Islensku óper- unni. Það hefur ein- faldlega ekki ráð á slíkri list.“ slíkt að eina ópera þjóðarinnar skuli neyðast til að selja list sína slíku ofurverði að sára litlar líkur eru til að hún nái að nokkru verulegu marki til hins hversdagslega borg- ara. Nú stefnir að því að Islenska óperan verði daðurdrós ríka fólksins en í augum alþýðu ekki annað en tildurrófa snobbs og munaðar. Þetta mál er aðeins ein hlið þeirr- ar þjóunar er átt hefur sér stað á íslandi síðustu ár. En það er breið- ara bil mili ríkra og fátækra. Klofn- ingurinn í menningarlífi þjóðarinnar virðist vaxa að sama skapi. Hér er að rísa upp miklu skýrari og af- markaðri yfírstétt en fyrir fáum áratugum. Og hún skapar fyrir- brigði sem lítið hefur borið á hingað til. Það er listastarfsemi fámennrar klíku sem í krafti fjárhagslegrar aðstöðu heldur uppi menningu sem er þannig skipulögð að venjulegu fólki er gert mjög erfítt eða jafnvel ókleift að njóta hennar, enda er það ein hlið þessa fyrirbæris að ein- angra hinn fámenna „úrvalshóp" og halda sauðsvörtum almúganum utan við dýrðina. Það hækkar per- sónulegt sjálfsmat og þjóðfélags- lega virðingu hinna útvöldu. Þeir setja sig þannig skör hærra en aðra þjóðfélagsþegna. Þetta mætti nefna eins konar yfírstéttar hámenningu. Ef jafnframt er í uppsiglingu annar hópur sem oft er miklu háværari. Hann iðkar hreina og klára lág- menningu, miklu grófari, þjóðlaus- ari og einlægari í sjálfsdýrkun sinni, en áður hefur þekkst. Dæmi þessa er deginum ljósara þar sem var söngvakeppnin í Björgvin. Hugtak- ið lágmenning á annars ekki upp á pallborðið á okkar dögum. Þvert á móti þykir það bera vitni um ftjáls- hyggju og umburðarlyndi, gott ef ekki alþjóðlega víðsýni, að leggja öll menningarleg gildi að jöfnu. Ekkert er nú öðru betra í þeim efnum. Ef svo hlálega hefði til tekist að Gleðibankinn hefði slegið í gegn í Noregi hefðu afrek Snorra þar um slóðir þótt harla úrelt. Þess má geta að íslenska óperan felldi fyrirvaralaust niður auglýsta sýningu vegna söngvakeppninnar og var það dæmalaus dónaskapur og virðingarleysi við þá sem nenna ekki að taka þátt í þessu bulli. Hvað hefðu þeir gert á Metrópólitan og Skala? Afleiðingar þessa andlega fjöl- lyndis eru þær að þroskaðri menn- ing kemst ekki upp með moðreyk gagnvart afþreyingunni og á æ erfíðara um vik með að ná til al- mennings. Þó íslensk menning hafí ekki alltaf risið ýkja hátt og stund- um verið gert of mikið úr henni hefur jafnan ríkt ein menning í landinu. Og hún hefur verið sköpuð af Qöldanum og verið eign hans. Þetta virðist nú vera að breytast. Andleg viðleitni landsmanna er að klofna í tvennt. Annars vegar er „hámenning" fárra útvaldra en hins vegar „skrílmenning" alls þorra þjóðarinnar. Þetta er ef til vill eðli- leg afleiðing þreyttra þjóðfélags- hátta og þróunar tímans. En má vera að hér sé um eins konar úr- kynjun að ræða. Hver veit nema íslensk menning sé loks að syngja sitt síðasta vers og er hætt við að róðurinn verði þungur fyrir Sverri Hermannsson menntamálaráðherra þó hann sé að vísu margra manna maki. Það er vonandi ekki of móðg- andi að bera upp þessar spumingar hvað sem svörunum líður. Mér vitr- ari menn hafa þau kannski á reiðum höndum. Höfundur er rithöfundur. Nýju fötin keisarans eftirRagnar Halldórsson Frægt er ævintýri H.C. Ander- sens um nýju fötin keisarans. Svika- hrappar gengu á fund keisara og töldu honum trú um, að þeir gætu sniðið honum töfraklæði, þeirrar náttúru að hann gæti orðið þess vísari hvort þegnar hans væru heimskir eða ófærir að gegna embættum sínum eða öðrum störf- um í samfélaginu. Töframáttur skrúðans var í því fólginn, að ef einhver sá ekki fegurð hans og mikilleik, þá var sannað að hann var ótrúr sínu embætti og þar að auki svo heimskur, að hann var til engra starfa hæfíir. Þetta fannst keisara snjallræði og réði til sín skraddara og vefara úr hópi svikaranna og nú var sest við vef- stóla og skurðarborð og unnið af kappi nætur sem daga við gerð skrúðans. Vefarar og skraddarar heimtuðu silki o g purpura, gull og silfurþræði, meira og meira, því ekkert mátti skorta svo dýrð skrúðans yrði full- komin. Við lá sálarheill og velferð þjóðarinnar, að enginn reyndist heimskur, ótrúr eða utanveltu en allir eitt. Vefaramir reyndust sannspáir um að allir myndu sjá dýrðina, því hvers virði er heimskur maður, en einhver kynni kannski að vera „Keisarinn lagði því út í heiminn o g tók með sér vefara sína og skraddara og skrúðann góða, sem nú var full- búinn.“ sjóndapur og efast, en gagnrökin voru sterk: Það sem maður ekki skilur verður maður að segja að sé gott, annars er maður talinn heimskur. Úrslitastundin rann upp. Lýðurinn var kallaður út á strætin og keisarinn gekk bísperrtur í farar- broddi. Lotningarfullir fyrirmenn héldu uppi slóðanum. Aðdáun fjöld- ans var einróma. Aldrei hafði borið fyrir augu slík dýrð nokkurs klæðn- aðar. Staðreyndin blasti við. Enginn ótrúr, enginn heimskur. Þá laust eldingunni allt í einu niður: „Keisarinn er ekki í neinu!“ Nærstaddir heyrðu þetta og nú hrópuðu þeir og ailur lýðurinn: „Keisarinn er ekki í neinu, hann er nakinn!" Það var lítið bam sem sagði þetta. Spilaborgin hrundi. Svikaramir voru afhjúpaðir, en þeir höfðu á brott með sér auðæfí að nútíma verðlagi varla minna en tíu milljónir. Sagan endurtekur sig svo ná- kvæmt og táknrænt, að þegar riijað er upp þetta meistaraverk Ander- sens, sér íslenska þjóðin sig í spé- spegli. Keisaraveldi var stofnað hér þegar ráðamenn útvarps hleyptu af stokkunum furðulegu fyrirbæri, sem hlaut nafnið Rás 2. Til keisara var krýndur maður er helst hafði unnið sér til ágætis að þylja í endur- tekinni síbylju fáránlega texta við fáránleg lög um að fara í fríið á puttanum, brag og tónbull á neðsta plani. Keisarinn réði í þjónustu sína vefara og skraddara og unnið var nætur sem daga. Ekki vom spömð aðföngin svo helst var til að jafna kostnaði við úthald Skálholts- og Hólabiskups samanlagt til forna. Tumar vom reistir á hæstu fjöllum um land allt, svo allir mættu sjá og heyra þegar keisarinn birtist í dýrð sinni. Telpukrakki norður á Langanesi kvartaði undan því að hún heyrði ekki til keisarans og spurðist fyrir um það, í fjöllesnasta blaði þjóðarinnar, hvemig á því gæti staðið að hann hefði ekki komið við hjá sér þegar hann fór á puttanum um landið. Svar: Ekkert mál, og nýr tum var reistur. Heilaþvotturinn og múgsefjunin var svo komin í hámark. Gólað var og gargað í hverju homi, frá ystu ströndum til inndala. Vei þeim sem ekki sáu, heyrðu og kunnu að meta dýrðina. Heimskur hlaut sá að vera, hvað skal hann lengi lifa? Landið og þjóðin hækkaði og stækkaði. Kröflueldar sanna að verði þenslan of mikil leita náttúm- kraftar útrásar. Hið sama gildir um Rás 2 og þá verður að leggja undir sig allan heiminn. Minna kemur ekki til greina. Keisarinn lagði því út í heiminn og tók með sér vefara sína og skraddara og skrúðann góða, sem nú var fullbúinn. Blásið var í lúðra, bumbur barðar og þar eð ferðinni var heitið til frænda og víkinga í Norvegi, skyldi ekki klippa hár sitt né skegg fyrr en fullur sigur væri unninn. Hinn mikli dagur rann upp. Undirsátar drógu skrautslóða keis- arans, viðmðu hár sitt og dingluðu rófum, sungu kósí lítið lag svo allt var á suðupunkti. Þá, öllum að óvör- um, steig gamli Andersen fram á sviðið í líki lítils bams, sem kallaði svo allur heimurinn heyrði: „Keisar- inn er ekki í neinu! Keisarinn er nakinn!" Hirð keisarans reif hár sitt og skegg og lagði niður rófuna. Hirðin, sem heima sat svo vongóð og sigurviss og horfði á sjálfa sig í spéspegli sjónvarpsins, svo fjöl- mennt að tæmdust götur og torg, fann á þessari stundu að hún var allt í einu svipt þeirri einu lífs- huggun, sem svo mörgum er bjarg- ráð í öllu andstreymi, blekkingunni. Enginn mundi framar „ná endum saman“ í sálarlífínu. En við skulum ekki örvænta. Enginn vill nema um stundar sakir viðurkenna að hann hafí verið blekktur og allra síst gáfaðasta þjóð í heimi. Ófundsjúkir útlendingar tróðu á tær keisarans. Næst skulu þeir fá að sjá að nú er kominn til halds og trausts vorri þjóð reyrguð- inn Pan á öllum skemmtistöðum á Islandi og saman munu keisarinn og hann sigra heiminn. Höfundur er fyrrverandi lög- gœslumaður. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' jújum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.