Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Fullorðin kona staðin að búðarhnupli í Miklagarði FULLORÐIN kona var staðin að búðarhnupli í Miklagarði síðast- liðinn þriðjudag. Hún hafði falið innanklæða og í tösku sinni margvíslegar vörur, skó, blússu, búsáhöld og fleira merkt Mikla- garði, samtals að verðmæti um 10 þúsund krónur. Að sögn Jóns Sigurðssonar framkvæmdastjóra stórmarkaðarins hefur þessi kona legið lengi undir grun um þjófnað úr versluninni, en á þriðjudaginn sást hún stinga á sig vörum og var gripin skömmu síðar utan búðar. Jón kærði málið til Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Við húsleit hjá konunni fundust vörur merktar Miklagarði og öðrum búðum, að sögn Jóns, en RLR segir að ekki hafi sannast á konuna að hún hafi stolið þessum vörum. „Búðarhnupl er staðreynd, því miður, og við hjá Miklagarði höfum fylgt þeirri stefnu að kæra flest slík mál til rannsóknarlögreglunn- ar,“ sagði Jón. „Oft eru þetta krakkar sem eiga í hlut, og þá lát- um við foreldrana koma og sækja þá, en ef um er að ræða unglinga sem komnir eru til nokkurs þroska blöndum við lögreglunni í málið. En það sorglegasta við þetta er að stór hópur búðarhnuplara er eldra fólk. Spurðu mig ekki hvort það gerir þetta af þörf eða leiðindum, ég veit það ekki, en þetta er stað- reynd," sagði Jón Sigurðsson. I Miklagarði eru myndavélar sem fylgjast með öllu sem gerist, en að sögn Jóns nægir það ekki til að bægja freistingum frá sumu fólki. Á næstu vikum verður tekið upp nýtt öryggiskerfí í Miklagarði, sem algengt er erlendis og nokkrar verslanir hér hafa tekið upp. Það er fólgið í því að festar eru á vörum- ar sérstakar segulplötur, sem kveikja á þjófavamakerfí ef varan fer með þeim út úr búðinni. INNLENT AÐUR FL UGFREYJA - NUFLUGVIRKI Morgunblaðiö/Ami Sœberg EFTIR að hafa unnið sem flugfreyja í sex sumur hefur Geirþrúður Alfreðsdóttir nú klæðst samfestingi flugvirkjans. Hún starfar í Tæknideild Flugleiða og mun vera fyrsta konan sem starfar við viðhald á flugvélakosti fyrirtækisins. Hún gaf sér þó tíma til að horfa til ljósmyndarans er hann smellti þessari mynd af henni á Reykjavíkurflugvelli í gær. Sjá nánar á blaðsíðu 18. Heimild ríkisstjórnarinnar til fjármálaráðherra: Undirbúningur að laga- breytingn um Kjaradóm Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI í gærmorgun var samþykkt að heimila Þorsteini Pálssyni, fjár- málaráðherra að hefja undir- búning að lagabreytingu í þá veru að launaákvarðanir hvað varðar BHM-menn í störfum hjá ríkinu verði í framtíðinni ákvarðaðar í frjálsum samningum, en ekki með dómi Kjaradóms. Kjaradómur verður þó ekki lagður niður, held- ur mun verksvið hans þrengjast, og hann áfram úrskurða hver laun æðstu embættismanna verða, ráðherra og væntanlega þing- manna einnig, auk þess sem áfram verður hægt að vísa til kjaradóms kjaradeilum heilsu- gæslustétta og þeirra sem annast öryggisvörslu. „Það verður hafínn undirbúningur að slíkri lagabreytingu nú á næst- unni,“ sagði Þorsteinn Pálsson Qármálaráðherra í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagði að Kjaradómur myndi áfram ákvarða laun æðstu embættismanna, þing- manna og ráðherra. Hann sagði að Alþingi hefði á sínum tíma, sjálft ákveðið að Kjaradómur skyldi dæma hvert þingfararkaup væri, og því yrði það sjálft að taka ákvörðun, ef þar ætti að verða breyting á. Auk þess myndi Kjaradómur áfram fjalla um laun þeirra sem með öryggis- vörslu og heilsugæslustörf fara. Sigmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna (BHM) sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður álits á ofan- greindri ákvörðun ríkisstjómarinnar: „Eg býst nú við að fólk sé almennt mjög ánægt með þessa ákvörðun, einkum með hliðsjón af niðurstöðu Kjaradóms um sérkjarasamninga BHM-R." Hann sagði að félagið hefði enga sérstaka samþykkt gert í þessu máli, en hann teldi að sjónar- miðið væri þetta. Talstöðin óvirk og komnir af leið TF-SÝN, flugvél Landhelgis- gæslunnar, leitaði í gærmorgun að færeyska bátnum Hardaberg FD 364 sem lagði af stað frá Seyðisfirði til Fuglafjarðar að- faranótt miðvikudags. í fyrrinótt Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra: kölluðu skipveijar upp fjar- skiptastöðina í Þórshöfn og báðu um aðstoð vegna vélarbilunnar. Nokkru síðar rofnaði samband við bátinn. Áhöfn Landhelgis- gæsluvélarinnar fann Hardaberg um hádegisbilið á stað 210 mílur frá Dalatanga. Um borð í bátnum eru 4 menn. Ætlar að stofna fræðasetur með nafni Sigurðar Nordal 14. sept. Þann dag eru 100 ár liðin frá fæðingn Signrðar ÞANN 14. september nk. eru 100 ár liðin frá fæðingu dr. Sigurð- ar Nordal. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra hefur af því tilefni ákveðið að þann dag, verði stofnað sérstakt fræðaset- ur við Háskóla íslands, sem kennt verði við nafn Sigurðar Nordal. Hefur menntamálaráðherra skipað nefnd, er undirbúi stofnun þessa fræðaseturs. „Ég ætla á aldarafmæli Sigurð- ar Nordal, að stofna fræðasetur við Háskólann, sem kennt verður við nafn Sigurðar Nordal. Ég hef nýlega skipað nefnd til þess að undirbúa stofnun og rekstur fræðaseturs innan Háskóla ís- lands," sagði Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Davíð Ólafsson er formaður í þeirri nefnd, og með honum eru þeir Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Árnasafns og Páll Skúla- ■ son prófessor, forséti Heimspeki- deildar Háskólans. Sverrir var spurður hvaða hlut- verk hann ætlaði þessu fræða- setri: „Fræðasetrið á að efla rannsóknir hvarvetna í heiminum á íslenskri menningu að fornu og nýju og tengsl íslenskra og er- lendra fræðimanna í þeim efnum. Meðal annars með því að afla gagna um rannsóknir tengdar íslenskri menningu, sem stundað- ar eru í heiminum, og í öðru lagi að bjóða erlendum fræðimönnum til íslands, til að kynna rannsókn- ir sínar, afla gagna til rannsókna, eða stunda rannsóknir. í þriðja lagi að gangast fyrir ráðstefnum Sigurður Nordal prófessor. um íslenska menningu. í fjórða lagi að styðja eða stánda fyrir útgáfu rita um íslenska menn- ingu, þar á meðal til þess að kynna íslensk vísindarit um þau efni á erlendum vettvangi. í fímmta lagi að skipuleggja og hafa umsjón með kennslu í íslenskum fræðum fyrir erlenda stúdenta. í sjötta lagi að verða vettvangur fyrir er- lenda stundarkennara við Háskól- ann. í sjöunda lagi að stefna að því að samvinna takist við önnur Norðurlönd um rekstur stofnunar- innar.“ Sverrir sagði að nefndin ætti að gera tillögur og reglugerð fyr- ir fræðasetrið, um tilhögun stjóm- ar, fjármögnun og rekstrarform. Hann sagðist hafa beðið nefndina að hraða störfum sínum, þannig að hægt yrði að ganga frá stofnun fræðasetursins þann -14. septem- ber nk. Þegar TF-SÝN fann Hardaberg voru allir skipveijar uppi á dekki og veifuðu vélinni. Björgunarbátur- inn var uppblásinn. „Við fengum uppgefna staðsetningu bátsins frá danska varðskipinu Fylla, og gátum síðan miðað þá út sjálfír. Fylla hafði sent út þyrlu til að leita, en hún þurfti að snúa við til að ná í elds- neyti," sagði Kristján Jónsson, leiðangursstjóri á TF-SÝN. „Fund- um við Hardaberg síðan á stað sem er 45 gráður í norður frá þeirri stefnu sem eðlilegt væri að taka til Færeyja. Þeir voru komnir langt af leið, og stefndu í norð-vestur í staðinn fyrir suður." Að sögn Krist- jáns virðist sem báturinn hafí orðið rafmagnslaus milli kl. 6—7 í morg- un. Talstöðin var þá óvirk. Örbylgjusendir er um borð og send- ir hann út með rafhlöðu en gefur slitrótt merki. Þegar síðast fréttist var Fylla á leið til Hardaberg og ætlaði að taka bátinn í tog. Hardaberg er 29 tonna bátur. Hafði hann viðkomu á Seyðisfírði til að láta gera við rafkerfið. Menn veittu því athygli að báturinn var hriplekur, og.voru lensidælur hans jafnan í gangi á meðan báturinn lá við bryggju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.