Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Land og saga ________Bækur Siglaugur Brynleifsson Þorsteinn Jósepsson/Steindór Steindórsson: Landið þitt Island I-V. Asgeir Björnsson/Helgi Magnússon: Lykilbók unnin úr 1.-5. bindi eftir Þorstein Jóseps- son og Steindór Steindórsson. Bókaútgáfan Örn og Örlygur 1985. Landið þitt ísland tók að koma út 1966, endurútgefið fram til 1984 og kemur nú í heild með Lykilbók 1985. Höfundamir eru taldir hér að ofan, en auk þeirra hafa fleiri unnið að ritinu, svo sem Páll Líndal um Reykjavík, Björn Þorsteinsson um Þingvelli, Guðjón Ármann Eyj- ólfsson um Vestmannaeyjar og Einar Laxness um Bessastaði. Helgi Magnússon og Ásgeir Bjömsson hafa annast ritstjórn. Auk þessara einstaklinga hafa ýmsir fleiri unnið að útgáfunni. Síðast en ekki síst ber að nefna ritstjóra myndefnis og útlitshönnuð verksins, Örlyg Hálfdánarson. Hann dró að allt myndefnið og hefur hvorki sparað til þess fé né fyrirhöfn. Myndir em á 15. hundrað, þar á meðal gamlar teikningar og málverk, sem mikill fengur er að. Ljóst er að þessi þátt- ur veldur miklu um eðli og ágæti bókanna, Landið þitt ísland. Efninu er raðað í stafrófsröð í bindum 1-5 og í Lykilbókinni er sérstakur kafli um Bessastaði. Þar er einnig að finna nafnaskrár. Ör- nefnaskrá yfir öll sex bindin, síðan skrá um örnefni j einstökum sýslum og í Reykjavík. Örnefni utan sýslna er að finna í heildarskránni, þ.e. á hálendinu og meðfram ströndum. Skrá er um einstaklinga, vemr og vætti. Síðan kemur Ieiðréttingaskrá og loks skrá yfir heimildamenn. Fmmkvöðull að þessu verki var Örlygur Hálfdánarson og hann leit- vinnu við Jean Dulac — af honum var síðar reist stytta til að heiðra minningu hans. I litla hópnum er einnig Philippe, dálítið gmnsamleg- ur náungi sem Katherine treystir ekki. Þar kemur að hópurin er svik- inn í hendur nazistunum og þar hefur líklega Phillipe verið að verki. Katherine er sleppt af sjálfum slátr- aranum, vegna beiðni Philippe. Hún er honum ekki þakklát fyrir lífgjöf- ina og vitnar gegn honum í réttar- höldum síðar. En það kemur fyrir ekki. Hún hefur fyrir löngu gefist upp að fá að vita hið sanna í mál- inu. Með Poul tekst hún á hendur ferð til Suður-Frakklands og þá kemur margt upp á yfirborðið sem hana hafði kannski gmnað, en er óhugnanlegra en svo að hún hafi getað trúað því fyrr. Spennandi saga hjá Anthony. Eins og fyrri daginn snöfurlega skrifuð og skemmtileg. Örlygur Hálfdánarson aði til Þorsteins Jósepssonar, sem hann áleit manna hæfastan til þess að takast það á hendur. Steindór Steindórsson skrifar um Þorstein Jósepsson og starf hans að ritinu í formála. Fyrsta gerð ritsins var hugsuð sem handbók fyrir ferðamenn, en staðfræði er einlægt bundin sög- unni og nú er verkið ekki síður sagnfræðilegt en staðfræðilegt, þetta er allsheijar upplýsingarit um Island og sögu þjóðarinnar, encyk- lópedískt að gerð. Myndefnið er geysimikið, allt í lit. Eins og segir í kynningu: „Saga og sérkenni þúsunda staða, bæja, kauptúna, héraða og landshluta ásamt hundmðum litmynda.“ En ritið er meira en þetta, fjölmargir kaflar em kryddaðir svipmyndum úr þjóðsögum og sögnum og kom- ast þannig til skila leiftur úr meðvitund genginna kynslóða, Per- sónusaga er snar þáttur þeirra upplýsinga sem hér má finna og ýmiskonar þjóðlegur fróðleikur. Það bregður fyrir myndum af einkenni- legum persónum og furðulegum atburðum tengdum þeim. Þetta ívaf eykur fjölbreytileika ritsins og þar kemur nafnaskráin í lykilbókinni í góðar þarfir. Þar má finna einstakl- inga sem nefndir em í ritinu og auk þess vætti og dularvemr, drauga og afturgöngur, sem margar hveij- ar hafa frægt mörg_ býli landsins, hver kannaðist við írafell, ef ekki væri Irafells-Móri? Ömefnaskrárnar em tvær, eins og áður er getið, heildarskrá og skrá um ömefni eftir sýslum. Þess- ar skrár em nokkurs konar lykill að ritinu og koma í mjög góðar þarfir öllum þeim, sem kynna sér staðfræði og sögu. Ritið er ekki aðeins uppflettirit, það er einnig náma þjóðlegs fróð- leiks, sagnfræði og persónusögu og þar með hið skemmtilegasta lestrar- efni. Myndakafli Örlygs Hálfdánar- sonar, Leiftur frá liðnum öldum, er einstaklega vel valinn, þar er bmgð- ið upp myndum úr lífsháttum þjóðarinnar fyrmm, byggingum og sérstæðu landslagi. Steindór Steindórsson Þorsteinn Jósepsson Bindin em alls um 2.000 blaðsíð- ur, tvídálka og eins og áður segir er myndefnið fjölbreytilegt og mikið að magni, margar myndanna em listilegar teknar og bera vitni um smekkvísi og hugkvæmni. Stað- fræðilegt og sögulegt uppsláttarrit sem þetta krefst mikillar vinnu og natni og hlýtur alltaf að vera í stöð- ugri endurskoðun og endurmati. Upplýsingarit um land, þjóð og sögu er ótæmandi verkefni og verður aldrei fullunnið, ef svo má segja. En þetta verkefni og úrvinnsla þess er eitthvert hið þarfasta fyrirtæki íslenskrar bókaútgáfu síðustu ára- tugina. Það er vissulega meira en full þörf á slíku riti, þegar unnið er að því beint og óbeint að slíta öll tengsl við land, sögu og uppmna og með þeim árangri, einkum fyrir tilstuðl- an núverandi fræðslustefnu, að talsverður hluti þjóðarinnar veit ekki lengur „hvað fjallið yfir bænum heitir". Þeir einstaklingar sem vom fmmkvöðlar þessa verks og hafa unnið það í núverandi mynd hafa lagt sitt af mörkum gegn þeirri umskiptingu og afmenningarstefnu sem nú ógnar íslenskri menningar- arfleifð og íslenskri tungu. Hafnarfjöröur Nýkomið til sölu: Brattakinn. 5 herb. rúmgóð rishæð með sérinng. Gott út- sýni. Bílskúr. Laus strax. Vesturbraut. 4ra herb. 73 fm n.h. í timburhúsi. Verð 1,6 m. Hverfisgata. 2ja herb. risíb. í timburhúsi. Verð 950 þús. Grindavík. 120 fm falieg efri hæð í tvíbhúsi v/Víkurbraut. Verð 1,7-1,8 millj. Ámi Gunnlaugsson m. Austurgötu 10, sími 50764. 29555 Móabarð — Hafnarfirði Vorum að fá í einkasölu 126 fm einbýlishús við Móa- barð í Hafnarfirði. Stór ræktuð lóð. Eignin er laus nú þegar. Verð 3,8-4 millj. fastelgnasalan EIGNANAUST*'^ Bólstaðarhlið 6 — 105 Reykjavík — Símar 29555 - 29558. Hrólfur Hjaltason, viöskiptafræöingur. NÝTT SÍMANÚMER 69-1 1-00 Með Eyj af er ðum sf. um eyjasund Stykkishólmi. EYJAFERÐIR sf. hafa nu um skeið farið margar ferðir um ævintýraríka staði Breiðafjarð- ar. Pétur Ágústsson skipstjóri, sem hefir lagt mikið fé ásamt öðrum í þetta ágæta framtak, á mikið hrós skilið. Fréttaritari Morgunblaðsins brá sér í ferð kl. 20.00 eitt kvöldið ásamt fleiru fólki og sér, eftir þá ferð, ástæðu til að vekja athygli sem flestra á hversú hér er góð ferð og upplyfting um leið. Það er farið inn um Hvítubjamar- eyjar, þar skoðað fuglalíf og náttúruundur, þaðan áfram inn um eyjar og inn í Hvammsfjörð og far- ið um sérkennilega og skemmtilega strauma, þá er farið um Purkeyjar- sund þar sem sérstakt bjarg er skoðað, farið inn í Eiríksvog þaðan sem Eiríkur rauði lét upp í Græn- landsferð sína, Dimunarklakkar skoðaðir og ýmislegt þar í kring og síðan farið um sundin með við- komu í Þórishólma. Ferðin tekur um eina og hálfa klukkustund. Báturinn er útbúinn góðum sætum líkt og í rútu, gluggar allt í kringum salinn svo útsýni er gott. Og allt eins og best verður á kosið, leiðsögn og frásaga leiðsögumanns er svo eins og þar stendur, rúsínan í pylsuendanum. Árni Sumarbústaður í Grafningi Ca 60 fm sumarbústaður á fallegum stað í Heiðar- bæjarlandi. Stofa, 2 svefnherb., eldh. og snyrtiherb. Stór verönd. Bátaskýli. Rafmagn. Glæsilegt útsýni. Verð 1700 þús. 26600 Fasteignaþjónustan Auituntrmti 17,«. Á Þorsteinn Steingrimss< lögg. fasteignasali Nýtt skrifstofuhúsnæði Vorum að fá til sölu nýtt ónotað glæsil. skrifstofuhúsn. í nýju húsi miðsvæðis í Reykjavík. Húsnæðið er alls 275 fm en er skiptanlegt í tvær jafnstórar einingar (2x137,5). Öll sameign er óvenjuglæsil. m.a. marmari á gólfum, lyfta, upphituð bílastæði, trjágróður í garði o.fl. Getur hentað undir ýmiss konar starfsemi m.a. sem lækna- stofur. Teikn. og nánari uppl. á skrifstofunni. 26600 Faateignaþjónuatan Awtuntrmti 17,«. 2UC0. tnJté Þorsteinn Steingrimsson, lögg. tasteignasali. MH>BOR Skeifunni 17 (Ford-húsinu) 3. hæð Sími: 688100 Ath.: Opið virka daga frá kl. 9-19. Opið sunnudaga frá kl. 13-17. Athugiö! Erum fluttir úr miðbærtum í Skeifuna. Bjóðum alla fyrrverandi og tilvonandi viðskiptavini velkomna. SEUENDUR ATHUGIÐ ! Óskum ejtir öllum stœrðum og gerðumfasteigna á söluskrá — Skoðum og verðmetum samdœgurs — Höfum fjöldan allan af góðum kaupendum að 2ja, Sja og Ura herbergja íbúðum Sverrir Hermannsson, Bærlng Ólafsson, Róbert Ámi Hreiðarsson hdl., Jón Egilsson lögfr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.