Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Golf: Opna Volvo- Olís mótið OPNA Volvo-OLÍS-mfoið í golfi verður á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók um helgina. Mótið hefst klukkan 10 á laugardaginn. Búist er við mik- illi þátttöku víða að, en þeir sem hafa ekki enn tilkynnt sig á mótið geta gert það í dag eða á morgun hjá Sverri í síma 95-5714 eða í goifskálanum í síma 95-1575. Vegleg verðlaun og aukaverðlaun eru í boði. Hlíðarendavöllur, sem er 9 holu völlur, hefur aldrei verið skemmtilegri, enda hafa kylf- ingar unnið mjög vel í vellinum að undanförnu. Golfmót á Jaðarsvelli OPIÐ golfmót fyrir starfsfólk á heilsugæslusviði verður haldið á Jaðarsvelli á Akureyri á morgun, laugardag, og hefst kl. 10 fyrir hádegi. Leiknar verða 18 holur með og án for- gjafar, en Austurbakki hf. gefur verðlaun til mótsins. Aðalfundur körfuknattleiks- deildar Vals AÐALFUNDUR Körfuknatt- leiksdeildar Vals verður hald- inn f félagsheimilinu á Hlíðarenda þriðjudaginn 22. júlí klukkan 17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. 6. flokkur: Skagamót 1986 SKAGAMÓTIÐ í 6. flokki í knattspyrnu verður haldið f annað skipti 8-10 ágúst næst- komandi. Mótið f ár verður tileinkað 40 ára afmæli. íþróttabandalags Akraness. Mótið var haldið í fyrsta skipti í fyrra. Þá sendu 4 félög lið til keppni, ÍA, UBK, ÍK og Valur. í ár verður mótið mun veglegra með fleiri iiðum. Keppt er í flokki a- og b-liða utanhúss, keppt t innanhúss- knattspyrnu, mini-golfi, haldin grillveisla, farið í skoðunarferð um Akranes o.s.frv. Verðlaun í mótinu eru mjög glæsileg. Keppt er um 2 forláta bikara fyrir a- og b-lið auk fjölda annarra verðlauna. Fjöldi þátt- takenda er mjög takmarkaður og verða lið sem áhuga hafa á að vera með að tilkynna þátt- töku fyrir kl. 16.00, 20. júlí. Nánari upplýsingar og skrán- ing er í símum 2373 (Rúnar) og 1493 (Sigurður Arnar) milli 9 og 11 á kvöldin. Víðir-IA í kvöld EINN leikur verður f 1. deild karla f kvöld. Vfðir og ÍA mæt- ast í Garðlnum. í 2. deild karla verður einnig einn leikur á dagskrá. KA og KS leika á Akureyri. í 1. deild kvenna leika Valur og Breiða- blik á Valsvelli og hefjast allir þessir leikir kl. 20.00. Verður Stuttgart v-þýskur meistari? — nýr þjálfari, nýr fyrirliði og 10 nýir leikmenn Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, fróttaritara í NÝJASTA hefti vestur-þýska fþróttablaðsins „Kicker“ er fjall- að um Stuttgartliðið og mögu- leika þess á meistaratitlinum næsta keppnistímabil sem hefst 12. ágúst. Stuttgart er nú með nýjan þjálfara, nýjan fyrirliða og 10 nýja leikmenn, sem keyptir hafa verið til félagsins á síðustu mánuðum. Stuttgart hefur selt Karl Heinz Förster, varnarmanninn sterka, til Frakklands fyrir 3,5 milljónir marka. En nýi þjálfarinn, Coordes, sem var áður aðstoðarþjálfari hjá Bayern Munchen, hefur keypt alls 10 leikmenn og ætlar sér stóra hluti í vetur. Meðal þeirra sem hann hefur keypt eru: Varnarmað- urinn, Michael Schröder, frá Hamburger, Bertram Beierlorzer, frá Bayern Munchen og á hann að taka við stöðu Försters í vörn- inni. Markvörðinn, Eike Immel, frá Borussia Dortmund og framherj- ann Bunk, sem lék með Berlín í 2. deild á síðasta keppnistímabili og skoraði mikið. Mikill áhugi er á knattspyrnu í Stuttgart og gera áhangendur liðs- ins miklar kröfur til leikmanna. Morgunbiaösins f Þýskalandi. Sérstaklega með tilliti til frammi- stöðu liðsins 1984, er þeir urðu meistarar og svo í fyrra er þeir urðu í 5. sæti og áttu góðan enda- sprett og léku til úrslita í bikar- keppninni. Þjálfarinn, Coordes, sem er 41 árs og hefur leikið 157 leiki í Bund- eslingunni, gerir miklar kröfur og aðal áhersluna leggur hann á sjálfsöryggi leikmanna og að leggja áherslu á hvern leik og spyrja svo að leikslokum. „Ég er sannfærður um að við verðum með í baráttunni um meistaratitil- inn á þessu keppnistímabili, við höfum alla burði til þess,“ sagði hinn nýráðni þjálfari Stuttgart. Það er talið að aðeins tveir leik- menn eigi fast sæti í liðinu, Ásgeir Sigurvinsson og Guido Buchwald. Helsti höfuðverkur liðsins er vörn- in, hvernig tekst að fylla skarð Försters. Miðjan er sú öflugasta í Bundesligunni að mati blaða- manna „Kicker". Ásgeir sem leikstjórnandi, Buchwald, Hart- mann og Allgöver, sem verður að berjast um sæti í liðinu þar sem hann nýtti sér allt sumarfríið. Blað- ið segir að eina staðan á vellinum • Ef að líkum lætur leikur Páll Ólafsson áfram í Þýskalandi. Með honum á myndinni til vinstri er Sigurður Sveinsson Páll til Diisseldorf PÁLL Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, hélt til Þýskalands í morgun til viðræðna við forráða- menn Dsseldorf, en félagið hefur gert honum tilboð um að leika með líðinu. Páll sagði í samtaii við blaða- mann Morgunblaðsins í gær að sér litist vel á tilboö Dsseldorf og allar líkur væru á að hann tæki því, „en þetta skýrist ekki fyrr en ég hef rætt nánar við þá. Mér hefur liðið vel í Þýskalandi og þar vil ég helst vera". Sem kunnugt er lék Páll með Dankersen síðasta keppnistímabil og stóð sig mjög vel, þó liðið hafi ekki náð að halda sæti sínu í deild- inni. Páil var skorinn upp á fingri á dögunum og getur því ekki byrj- að að æfa handknattleik á fullu fyrr en um miðjan næsta mánuð. sem ekki er hægt að uppfylla ef leikmaður meiðist sé staða Ás- geirs, sem nefndur er „íshafs Zico“. Framherjarnir Pacic og Klinsmann, eru hættulegir hvaða vörn sem er. Nýi markvörðurinn, Immel, og Roleder munu berjast um markmannsstöðuna. Ef miðjumennirnir leika af fullri getu í vetur verður Stuttgart í bar- áttunni um meistaratitilinn, að sögn blaðsins. (Mm • Coordes, þjálfari Stuttgart. Friðarleikarnir: Tap gegn B-liði Sovétríkjanna ÍSLENSKA landsliðið i'handknatt- leik tapaði í gær fyrir B-liði Sovétríkjanna 20:22 eftir að hafa verið undir 9:11 í hálfleik. íslendingar léku vel til að byrja með, en urðu að sætta sig við tap gegn B-liði Sovétríkjanna, sem hefur reyndar staðið sig vel í keppninni. Eins og greint hefur verið frá teljast leikir B-liðsins ekki með í keppninni og hafa því ekki áhrif á röð liða í mótinu. Sigurður Sveinsson skoraði 5 mörk í leiknum, Geir Sveinsson og Júlús Jónasson 4 mörk hvor, Valdi- mar Grímsson 3 mörk, Jakob Sigurðsson 2 mörk og Hilmar Sig- urgíslason og Héðinn Gilsson eitt mark hvor. Þá unnu Pólverjar Bandaríkja- menn 21:20, en íslendingar unnu Pólverja fyrr í vikunni. íslenska liðið leikur gegn Tékk- um í dag og er það jafnframt síðasti leikur liðsins í mótinu. EM-unglinga: Ekki Skotar íþetta sinn FYRIR skömmu var dregið í Evr- ópukeppni drengjalandsliða og piltalandsliða og það sem mest kemur á óvart f sambandi við þennan drátt er að drengirnir skuli ekki leika við Skota eins og svo mjörg undanfarin ár. Að þessu sinni leika þelr við Austur- Þjóðverja. í keppni pilta 18 ára og yngri er keppt í riölum og ísland lenti í riðli með Dönum, Belgum og Pól- verjum að þessu sinni. Keppni piltaliðsins er tveggja ára keppni og er hugmyndin að reyna að fá tvo leiki í haust og fjóra á næsta ári en leikir drengjana verða í haust. Pollamót KSÍ og Eimskips: Úrslit um helgina ÚRSLITAKEPPNIN í pollamóti KSÍ og Eimskips fer fram á KR- vellinum um helgina. Keppt erí f A- og B-liðum 6. flokks og leika úrslitaliðin f riðlum. Þetta er þriðja pollamótið á vegum KSÍ og Eimskips. I undankeppn- inni var leikiö í 7 riðlum víðs vegar um landið og komst efsta liðiö í hverjum riðli í úrslitakeppnina. I 6. flokki A leika í A-riðli Valur, FH, Völsungur og Sindri, en í B-riðli KR, Víkingur og Bolungarvík. í 6. flokki B leika í A-riðli KR, Þór Akureyri, Bolungarvík og Fram, og í B-riðli Sindri, Hornafirði, FH og Valur. Leikirnir í úrslitakeppninni fara fram á morgun og sunnudag á KR-vellinum og verða sem hér segir: Laugardagur 19. júlf: Völlur 1 Úrsllt Völlur2 A: Valur:Sindri ..... ArVíkingur: Bolungarvfk B: KR:Fram B: FH: Valur A: FH:Völaungur ..... A: KR:Víkingur B: Þór A:Bolungarvfk. B: Sindri:FH A: SindrirVölsungur . A: Bolungarvfk.KR B: Fram:Bolungarvfk.. B: Valur.Sindri Kl. 10:00 10:40 11:20 12:00 12:40 13:20 14:00 14:40 15:20 16:00 Uralit A: Valur:FH B: KR:Þór A A: FH:Sindri B: Þór A:Fram A: Völaungur:Valur B: Bolungarvfk:KR Sunnudagur 20. júlf Kl Völlur 1 Úralit Völlur2 11:00 B: leikur um 6. sœti ........ B: leikur um 3. sœti 11:40 A: Löikur um 5. sœti ........ A: leikur um 3. sœti 13:00 B: leikur um 1. sœti ....4... 14:00 A:leikurum1.saati ........... 14:40 Veröl.afh. Urslit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.