Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 47 Morgunblaðið/Bjami Valsmaðurinn Magni Pétursson reynir hór skot að marki ÍBK í gærkvöldi. Sigurjón Kristjánsson og Einar Ásbjörn Ólafsson fylgjast spenntir með. ÍBK skaust í annað sætið — eftir sigur á lánlausu liði Vals Valsvöllur, 1. deild Valur-ÍBK 0-1 (0-1) Mark ÍBK: Óli Þór Magnússon á 36. minútu. Gul spjöld: Gísli Grétarsson, Sigurður Björg- vinsson og Siguröur Guðnason ÍBK. Dómari: Þorvaröur Björnsson og haföi hann ekki nógu góö tök á leiknum. Einkunnagjöfin: Valur: Guömundur Hreiöarsson 2, Þorgrímur Þráinsson 2, Bergþór Magnússon 2, Guöni Bergsson 3, Ársæll Krístjánsson 2, Ingvar Guömundsson 2, Sigurjón Kristjánsson 3, Valur Valsson 3, Hilmar Sighvatsson 3, Magni Pétursson 2, Ámundi Sigmundsson 2, Jón Grétar Jónsson, vm. lék of stutt. Samtals:26 ÍBK: Þorsteinn Bjarnason 4, Einar Ásbjörn Ólafsson 3, Rúnar Georgsson 2, Freyr Sverris- son 2, Valþór Sigþórsson 2, Siguröur Björg- vinsson 2, Gísli Grétarsson 3, Gunnar Oddsson 2, Ingvar Guömundsson 2, Óli Þór Magnússon 3, Ingvar Guömundsson 2, Sig- urður Guðnason vm. 2, Skúli Rósantsson, vm. lék of stutt. Samtals: 29 Valsmenn hófu leikinn með mikl- um látum og ekki hefði verið ósanngjarnt þó að liðið hefði skor- að þrjú mörk á fyrsta hálftímanum. Mark Óla Þórs Magnússonar, ÍBK, kom síðan eins og þruma úr heiðskíru lofti. Keflvíkingar voru þá í sinni fyrstu sókn í leiknum. Óli Þór eygði glufu í Valsvörninni og náði að skjóta knettinum efst í markhornið. Síðari hálfleikur var ekki jafn skemmtilegur á að horfa og sá fyrri. Keflvíkingar reyndu allt hvað þeir gátu að halda hlut sínum og sóknarlotur Valsmenna voru bit- lausar. Tvívegis komst mark ÍBK í hættu í hálfleiknum en Þorsteinn Bjarnason varði skot Magna Pét- urssonar og Hilmars Sighvatsson- ar. Gestirnir fengu þó besta færi hálfleiksins er Skúli Rósantsson komst einn innfyrir vörn Vals en Guðmundur markvörður bjargaði með úthlaupi. Það má með sanni segja að knattspyrna sú er ÍBK bauð uppá hafi ekki verið áferðarfalleg. Liðið var stálheppið í fyrri hálfleiknum og í þeim síðari börðust allir leik- menn liðsins vel. Með sigrinum komst liðið í annað sæti deildarinn- ar. Valsmenn höfðu undirtökin á miðjunni allan leikinn og eftir yfir- burðum þeirra að dæma í fyrri hálfleik hefðu úrslit þegar átt að vera ráðin í leikhléi. Þegar sýnt var að mark léti standa á sér hjá liðinu fóru sumir leikmanna liðsins að reyna of mikið upp á eigin spýtur með litlum árangri. „Þeir áttu ekkert svar við baráttu okkar“ — sagði Þorsteinn Bjarnason ÍBK „ÞETTA var sigur baráttu og liðsheildarinnar. Við bárum alltof mikla virðingu fyrir Vals- mönnum í fyrri hálfieik en í síðari hálfleiknum fundum við það út að þeir áttu ekkert svar við baráttu okkar,u sagði Þor- steinn Bjarnason, markvörður ÍBK eftir sigur liðsins á Val í gærkvöldi. „Við erum komnir í annað sætið og þá er stefnan að sjálf- sögðu sett á það fyrsta. Næsti leikur okkar verður gegn Fram og ég get lofað því að Fram þarf að berjast fyrir stigum sínum þar. Við höfum verið á góðri siglingu eftir tap í þremur fyrstu leikjunum og svo verður vonandi áfram." „Það var sárt að tapa þessum leik. Við megum ekki við að tapa stigum" sagði Guðni Bergsson. „Við áttum skilið að vinna því við áttum meira í leiknum. Þrátt fyrir að þessi stig séu töpuð er ég viss um að við verðum meðal efstu liða í lokin,“sagði Guðni._______________ Grindavík vann Reyni Grindavík sigraði Reyni Sand- gerði er liðin mættust í gærkvöldi i A-Riðli 3. deildarinnar f knatt- spyrnu. Fyrri hálfleikur var markalaus en í þeim síðari skor- uðu heimamenn þrívegis gegn einu marki Reynismanna. Steinþór Helgason, Ólafur Ing- ólfsson og Þórarinn Ólafsson skoruðu mörk Grindavíkur en eina mark Reynis skoraði Sigurjón Kristjánsson. ÍAvann ÍBK Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í gærkvöldi. ÍA sigraði ÍBK 2-1 er liðin mættust í Keflavík. Það var Karitas Jónsdóttir sem skoraði bæði mörk Skaga- stelpnanna en Helga Eiríks- dóttir skoraði mark IBK. Opið bréf til dómaranefndar KSI og knattspyrnuforystunnar Akureyri, 16. Júlf. VIÐ SEM stöndum i þvf annars skemmtilega starfi að reka knatt- spyrnudeildir úti á landsbyggðinni göngum að þvf verki vitandi það að mikill hluti starfsins muni fara í útvegun fjármagns til rekst- ursins, enda búum við við þau skilyrði að hafa yfirleitt minni tekjumöguleika en félögin t.d. á höfuðborgarsvæðinu, og að auki mun hærri reksturskostnað sem auðvelt er að rökstyðja með mikl- um ferðakostnaði. Því finnst mér hart að knatt- spyrnuforustan skuli ekki leggja sitt af mörkum til þess að gera þetta starf eins auðvelt fyrir okk- ur og hægt er, án þess að verið sé að biðja um ölmusu eða meira en aðrir fá. Þvert á móti lýsir framkoma t.d. þeirra sem sjá um dómaramál algjöru virðingarleysi fyrir því sem við erum að reyna að gera. Ég skal nefna dæmi. Á leik KA og Fram í Bikarkeppni kvenna sem fram fór á Akureyri 14. júlí hafði boðunarmaður dómara á Akureyri boðað dómara og línu- verði. Það kom því mjög á óvart þegar úr höfuðstöðvunum í Reykjavík var sendur dómari flug- leiöis, og línuverðir meö bifreið- um frá Húsavík og Grenivík. Afleiðingar þessa urðu þær að dómarakostnaður við leikinn nam 10 þúsund krónum. Við er- um að reyna að halda úti kvennaliði þótt ekki séu mögu- leikar á tekjum á móti t.d. vegna aðgöngumiðasölu, en framkoma eins og þessi getur hreiniega orðið til þess að menn gefast upp. Lítum þá á dómarakostnað í 2. deild karla. Svokallað jöfnunar- gjald er nú kr. 14.500 á leik og hefur það hækkað úr 9.000 kr. á síðasta ári, eða um 60% á með- an verðbólga hefur veriö 20—25%. Og þetta dugirekkitil. Sem dæmi um það hvernig þessum málum er stjórnað úr Reykjavík má nefna að á leik Ein- herja og KA á Vopnafirði 15. júlí komu dómari og línuverðir úr Reykjavík á 7 manna flugvél. Sá kostnaður nam 38.800 krónum og þegar annar kostnaður hafði bæst við nam dómarakostnaður við leikinn 42.885 krónum! Sem dæmi um hvernig spara hefði mátt í þessu tilviki má nefna að 5 manna flugvél frá Akureyri sem hefði getað flutt dómaratríó frá Norðurlandi hefði kostað 13.800 kr. Og fyrir þá sem enn þurfa tölur til að skilja, má nefna að ferð 18 manna liðs KA á leik- inn kostaði 30.400 krónur, eða 12.485 kr. minni upphæð en ferðakostnaður dómaranna úr Reykjavík. I fyrra þegar jöfnunargjald á leik vegna dómara var 9.000 kr. varð afgangur í mótslok. Nú fara menn ekki í launkofa með að 14.500 kr. jöfnunargjald muni ekki duga, og þá hljóta allir að sjá að eitthvað er að. Jöfnunargjald vegna dómara- kostnaðar í 2. deild nemur samtals rúmlega 1,3 milljónum króna í ár og mun verða hækkað. Þetta eru miklar upphæðir fyrir fjárvana félög úti á landsbyggð- inni sem búa við geysilegan ferðakostnaö með leikmenn sína. Að sjáifsögðu er hægt að skilja það sjónarmið að dómarar þurfi að komast í ferðir til að dæma ekki alltaf í sama um- hverfi hjá sömu liðum, en eins og þessi mál eru rekin í dag er engu líkara en að það sé orðið aðalatriðið í dag að dómarar geti verið á sífelldu flandri um landið, án tillits tii þess kostnaðar sem það leiðir af sér fyrir félögin. Þeir sem þessi mál annast ættu að sjá sóma sinn í því að taka nú til höndum og skipu- leggja þessi mál betur, og hafa þá að leiðarljósi að fjáröflun fé- laganna sem oftast gangur undir nafninu „betl“ gengur út á annað Stefán Gunnlaugsson, formað- ur knattspyrnudeildar KA. en að afla fjár til flandursferða dómara um landið. Virðingarfyllst, Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnu- deildar KA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.