Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Smíði leiktækja hafin í Hólminum Stykkishólmi. TRÉSMIÐJAN Ösp hf. hefur starfað hér í Stykkishólmi yfir 20 ár, bæði að húsbyggingum viðgerðum og öðrum viðfangs- efnum i smíðum. Hún var stofnuð af Herði Kristjánssyni húsa- smíðameistara og fleirum og var Hörður driffjöður hennar um árabil. Trésmiðjan hefir verið mikill at- vinnugjafí hér í Hólminum. Húsa- v kynni hennar og vélakostur er góður og hefur farið batnandi með árunum. Síðustu árin hefirtrésmiðjan snú- ið sér að smíði einingahúsa, eða um 12 ára skeið. Þessi hús má víða sjá, bæði hér í Hólminum og víðar um land. Hafa þau reynst vel og þeir sem þau hafa fengið verið ánægðir með tilhögun og smíði þeirra og þótt gott að búa í þeim. Þijár gerðir þessara húsa hafa um árin verið á markaðnum. Fréttaritari átti tal við Ríkarð Hrafnkelsson skrifstofustjóra fyrir- tækisins og spurði hann nánar út í starfsemina. Hann sagði að einingahúsin x hefðu vel staðist verðsamanburð við aðra og eins gæði. Einnig gat hann þess að nú um skeið hefði orðið mikill samdráttur í húsbyggingum af mörgum ástæðum og þetta hefði komið hart niður á þeim og þeir því orðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Aðalverkefnið í dag er bygging heilsugæslustöðvarinnar í Stykkishólmi sem byggð er í sam- bandi við sjúkrahúsið. Því verkefni er ekki enn lokið og hefur staðið nokkur ár, enda stórt. Þetta er vönduð bygging sem á að þjóna héraðinu um tugi ára. Það nýjasta sem Ösp er með á pijónunum er smíði leiktækja fyrir bamaleikvelli, smíðuð úr timbri. Þetta eru rennibrautir, yfirbyggðir sandkassar, klifurtré, kastalar o.fl. Þessi tæki eru hönnuð af Kristínu Jónsdóttur arkitekt og hafa þau fengið góðar viðtökur og þegar ver- ið seld út á land og einnig hér í Hólminum. Ríkarður sagði að sér fyndist eins og líf væri aftur að færast í húsbyggingar og þeir hefðu auglýst Asparhús á ný. Húsnæðis- lán hefðu gefið vonir um bata og því væru þeir að búa sig undir frek- ari smíði húsanna. Trésmiðjan Ösp er vel í stakk búin. Hún rekur einn- ig steypustöð og hefur dugandi starfsmenn að sögn Ríkarðs. Ami 69-11-00 Auglýsingar 22480 Aígreiðsla 83033 ••• • VEITINGAHÚSIÐ í GLÆSIBÆ simi: 686220 Opið um helgina eins og venjulega. Hljómsveitin KÝPRUS kvartett leikur fyrir dansi. Opið frá kl. 22.00 - 03.00. Snyrtilegur klæðnaður - aldurstakmark 20 ára. do Sími 68-50-90 vemMGAHús HÚS GÖMLU DANSANNA Gömlu dansarnir fkvöld kl. 9-3. Hlj óms veitin Ármenn ásamt hinni vinsælu söng- konu Mattý Jóhanns Hinn velþekkti franski matreiÖslumeistari MR. HUARDERIC frá Paríssem hefur verið yfirmatreiÖslumaÖ- uráhinum þekktu veitingastööum: Ruc Univers Ralais Royal Paris L’automobile Club de France Place de la Concorde Paris mun matreiÖa i Naustinu nœstu daga IFORRETTUR LANGOUSTINES ..BISQUE" Humarsúpa „bisque" I aqalrett.F— TOURNEDOS ELAMBÉSAUX POIVRES ROSE ET VERT Eldsteikiur tournbauti með rjómapiparsósu AGNEAU MARINE AU VIN ROUGE SAUCE GRAND VENEUR Marineraður lambavöóvi meó grand veneur-sósu MIGNONS DE PORC A LA GRAINE DE MOUTARDE Grisalundir meó grainte de moutarde ESCALOPES DE SAUMON A L 'OSEILLE Gufusoóinn !ax meó sorell-sósu FLETAN AUX BLANCS DE POIREAUX SAUCE BERCY Pönnusteikl luóa með hvitlauk og hvitvinssósu eftirréttUr— ÍLE FLOTTANTE Fljótandi eyja aö hatti Eric Dönsum á draumasviði í kvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar frá Sauðárkróki, aðeins þessa einu helgi í Reykjavík. Nýr salur Nú býðst gestum okkar léttur málsverður í nýjum sal er teng- ist Súinasal frá kl. 8.00 til 2.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.