Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 34
34 , í'iirr"' r'OC1 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBORG PÉTURSDÓTTIR, Asvallagötu 69, lést í Borgarspítalanum 8. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sórstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Borgarspítalans fyrir frábæra umönnun. Anna Dís Björgvinsdóttir, Svala Schwarsz, Lawrence Schwartz, Selma Björgvinsdóttir, Ulrich Falkner, Pétur Björgvinsson, Margrét Björgvinsdóttir, Steinar Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN h. guðmundsson, áður til heimilis að Steinagerði 3, andaðist á Hrafnistu miðvikudag- inn 16. júlí. Alfreð Kristjánsson, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Anna Kristjánsdóttir, Bjarney Kristjánsdóttir, Jónína Kristjánsdóttir, Valborg Jónsdóttir, Valgeir Lárusson, Helgi Veturliðason, Örn Helgason, Jón Ásgeir Jónsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, JAKOBfNA ÞÓRÐARDÓTTIR, síðast til hoimilis að Hverfisgötu 83, Reykjavfk, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 16. júlí sl. Fyrir hönd vandamanna, Guðbjðrg Benjammsdóttlr, ÞórAur Georgsson. + Frænka mín, SIGRfÐUR SVEINSDÓTTIR, Nönnugötu 1B, andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 16. júlí. Lárus Petersen og vandamenn. + Bróðir okkar, KRISTJÁIM SAMÚELSSON, Grenimörk 1, Selfossi, lést i Sjúkrahúsi Suöurlands 16. júlí. Kristín Samúelsdóttir, Tryggvi Samúelsson. + Útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU BRYNJÚLFSDÓTTUR, Tryggvagötu 3, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 19. júlí kl. 13.30. MagnúsTómasson, Tómas Magnússon, Sigríður Pálsdóttir, Matthi'as Magnússon, Jóna Lérusdóttir, Jenný Magnúsdóttlr, Ragnar Hermannsson, Þórhallur Magnússon, Hafdfs Guðbergsdóttir og bamabörn. + Útför eiginmanns míns og föður okkar, ÞORSTEINS GEORGS JÓNASSONAR, Ljósalandi, Hveragerði, fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14. Jónas Þorsteinsson, Viggó Þorsteinsson, Árni Þorsteinsson, Helgi Þorsteinsson, Sigríður Þorsteinsdóttir. ögn Sigf úsdóttlr, Margrét Þorsteinsdóttir, Sverrir Þorsteinsson, Sigurður Þorsteinsson, Rósa Þorsteinsdóttir, j. Sigurbjörn Ing- þórsson - Minning Fæddur 17. júlí 1934 DáimiC.júlí 1980 Að kveldi sunnudagsins 6. júlí sl. lést Sigurbjörn Ingþórsson, kontrabassaleikari, í Borgarsjúkra- húsinu eftir áralöng veikindi. Hann var sonur Unu Pjetursdóttur og Ingþórs Sigurbjörnssonar, sem nú syrgja einkason sinn í hárri elli. Sigurbjörn lifði bernskuna á Sel- fossi og lauk þar skyldunámi með ágætum, en snemma fór að bera á óvenjugóðum tónlistarhæfileikum hjá hinum unga pilti. Fór hann kornungur að kynna sér píanó, org- el og harmoniku eða þau hljóðfæri sem hendi voru næst. Sigurbjörn var varla kominn á fermingaraldur- inn þegar hann tók að leika á dansleikjum í byggðarlaginu og fór þá þegar mikið orð af getu hans og hæfileikum. Brátt stefndi hugurinn hærra eins og efni stóðu til og Sigurbjörn innritaðist í Tónlistarskólann í Reykjavík eftir að fjölskyldan flutt- . ist til höfuðborgarinnar. Kennari hans, síðar samverkamaður og vin- ur meðan báðir lifðu, var Einar B. Waage, 1. bassaleikari Sinfóníu- hljómsveitar íslands. A þessum árum lék Sigurbjörn með mörgum nafntoguðum hljóm- sveitum eins og tríói Árna Elfar (1953), hljómsveit Svavars Gests (1954-55), Orion Quintett Eyþórs Þorlákssonar (1955—56), hinni nafntoguðu hljómsveit Gunnars Ormslev og Hauks Morthens, sem vann til verðlauna í Moskvu 1957, og þannig mætti lengi telja. Bless- unarlega eru til nokkrar hljóðupp- tökur frá þessum árum og má m.a. heyra Sigurbjörn sveifla mikið á jazzplötu Gunnars Ormslev, enda léku þeir oft saman. Ekki var Sigurbirni nóg að vinna þessa sigra sína hér heima heldur var honum eins og eðlilegt að sækja á brattann. Árið 1959 innritaðist hann í Tónlistarháskólann í Ham- borg, þar sem hann var næstu fjögur árin. Stóð hann sig þar með sóma og bætti stórum við kunnáttu sína. Að námi loknu réðst hann til Sinfóníuhljómsveitar íslands og lék þar um tveggja áratuga skeið. I röð bassaleikaranna stendur þar einn eftir, frá fyrri tíð Jón Sigurðsson, og mun hann leika einleik við útför , starfsbróður síns í dag. Sigurbirni þótti vænt um starfs- systkini sin eins og hljómlistina og það sama gilti um þau er hann eign- aðist eftir að hann fór í vinnu hjá Olís um skeið eftir að hann lagði hljómlistina á hilluna fyrir fáeinum árum. Hann lék síðast opinberlega hjá Jazzklúbbi Reykjavíkur snemma á árinu 1985. Það er erfitt fyrir okkur vini Sig- urbjörns að finna honum verðug kveðjuorð. Ekki verður heldur með orðum lýst þeim andlegu og líkam- legu erfiðleikum, sem hann mátti þola mörg sín síðustu æviár, þó góðir foreldrar gerðu sitt besta með hjálp heilbrigðisstétta. Verður sú harmatala ekki flutt hér. Forsjónin sér blessunarlega fyrir því, að alla jafna sitja eftir hinar fögru og skemmtilegu minningar í hugum okkar. Hvað Sigurbjörn varðar var hann allra yndi og eftir- læti á meðan hann gekk heill til skógar og gat gefið öðrum af sjálf- um sér. Hann fékk snemma á sig gælunafnið Bjössi bassi og okkur þótti hann greindur, músíkalskur og skemmtilegur. Ekki sakaði það neitt nema síður væri, að hann var að listamanna sið rómantískur og hrifnæmur og umfram allt við- kvæmur. Hann átti létt með að hrífa aðra með inn í heim tónlistar og fagurs umhverfis. Hann hafði metnað fyrir hönd tónlistargyðjunn- ar og vann henni heils hugar sem og landi sínu enda unni hann því og leitaði oft í barm fósturjarðarinn- ar í útivist. Bjössi var mannvinur og unni því fólki, sem tengdist honum á lífsleið- inni og þó mest foreldrum sínum, sem hann taldi aðalþolendur í hans eigin veikindum. Börnin sín hefði hann gjarnan viljað hafa nær sér, enda unni hann þeim heitt þó úr fjarlægð væri. Þegar Bjössi var sæmilega frískur hittumst við vinir oft en þegar syrti í álinn lét hann það nægja að hringja í okkur og vildi að við hringdum til hans. Hon- um var ekki um að vera innan um fólk þegar veikindin hrjáðu hann. Við töluðum oftast um lífið og til- veruna, tilgang með- og mótlætis, en alltaf voru umræðurnar fullar af von og góðri trú á jákvæðari öfl heimsins. Að ferðalokum spyrjum við eðli- lega, hvort við hefðum getað gert betur fyrir Bjössa, en slíkar hugsan- ir gagna ekkert. Hann hafði lengi barist og var orðinn þreyttur. Það er huggun harmi gegn, að þessi æskufélagi og vinur skuli hafa hlotið hvíld, þó við hefðum í eigin- girni okkar gjarnan viljað eiga hann hjá okkur ögn iengur og það við góða heilsu. Samferðamenn Sigurbjörns Ing- þórssonar og starfssystkini í Félagi íslenskra hljómlistarmanna senda foreldrum hans, dóttur, syni og öðru venslafólki djúpar samúðar- kveðjur. Boginn hans Bjössa leikur ekki framar um strengi bassafiðlunnar, en tónn góðs tónlistarmanns mun halda áfram að óma í minningunni. Hraf n Pálsson Sverrir Garðarsson Mér barst sú harmafregn að vin- ur minn Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari væri allur. Hann var lengi vel einn þekktasti skemmti- kraftur Reykjavíkur, fríður sýnum og hár vexti þannig að það var tek- ið eftir honum, þar sem hann stóð á sviðinu og skemmti af miklu ör- yggi. Okkar kynni hófust er Úlfar Þórðarson augnlæknir lagði mig inn á Landakotsspítala til smá augnað- gerðar, sem tókt vel, en Sigurbjörn var þar er ég kom, og hann var þar líka þrem vikum síðar er ég fór. Ekki man ég lengur hvað gekk að Sigurbirni, en hann var hress og kátur, og spjölluðum við mikið saman, eins og gerist um drengi á fermingaraldri sem eru að velta lífinu og tilverunni fyrir sér. Þá hafði Sigurbjörn mest gaman af munnhörpunni sinni, enda var hann þá þegar farinn að troða upp á skemmtistöðum sem skemmtikraft- + Útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR AÐALBJÖRNSDÓTTUR, Hvolsvegi 25, Hvolsvelli, sem lóst 10. júlí sl., fer fram frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 19. júlí nk. kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta Krabbameins- félag íslands njóta þess. Fyrir hönd annarra vandamanna, Þorbjörg Grímsdóttir, Aðalbjörn Þór Kjartansson, Kristrún Kjartans. Hólmfríður Kjartansdóttir, Björn Ingí Gíslason, barnabörn og barnabarnabarn. ur. Okkar kynni urðu ekki mikil eftir þetta, en hann heilsaði ævin- lega upp á mig, þar sem hann var að skemmta, áður en ég kvæntist, og aldrei varð ég var við að hann hefði áfengi um hönd undir slíkum kringumstæðum. Hann átti þó nokkuð langa sjúkdómssögu á Borgarspítalanum, og fannst mér með ólíkindum að slíkur ágætis- maður skyldi gefast upp. Ég minnist brúðarmyndar af honum og gullfallegri stúlku í Morgun- blaðinu, og ræddi ég einu sinni við þau yfir kaffibolla á Hressingar- skálanum og virtist hamingjan og framtíðin blasa við þeim báðum. Með Sigurbirni Ingþórssyni er genginn einn fremsti hljómlistar- maður þjóðarinnar, sem átti þó nokkuð langa sjúkdómssögu. Á seinni árum þegar ég rakst á hann var hann hættur að brosa. Hann gekk til leiks særður maður, án þess að hann gæfi sig upp. Ég sendi ættingjum og aðstandendum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég veit að allir hinir mörgu sem nutu hæfileika hans munu fylgja honum síðasta spölinn, og ég veit að Drott- inn vor mun opna dyr sínar upp á gátt fyrir þessum næma og hæfi- leikaríka listamanni, sem átti sögu sem ég mun hvorki skilja fyrr né síðar. Sumarliði Steinarr Benediktsson Systrakveðja: Bjössi bróðir okkar lést á Borg- arspítalanum 6. júlí sl. Þegar við minnumst hans er okkur efst í huga myndir frá fyrstu bernsku hans, hvað hann var yndislegur drengur, fallegur, stilltur og prúður. Dugleg- ur að læra eftir að í barnaskóla kom. Svo taka unglingsárin við, með sama námsáhuga og dugnaði. Glæsilegur ungur maður, er hann tekur inntökupróf í Tónlistarskól- ann í Reykjavík, því músíkin var hans áhugamál, sama hvort spilað var á harmoniku, orgel eða píanó, því allt lék í höndum hans og huga, sem tónlist við kom. Svo kom kontrabassinn, sem tók allan huga hans. Við, fjölskylda hans í Sigtúni 45, eigum margar glaðar minningar frá þeim tíma er músíkin glumdi um húsið marga vetur. Eftir að námi lauk í tónlistar- skóla hér fór hann til Þýskalands á tónlistarháskóla i Hamborg, stundaði þar tilskilið nám í fjóra vetur og lauk prófi með ágætum. Við getum ekki minnst yngri bróður okkar án þess að minnast hins eldri, Svavars Benediktssonar, sem látinn er fyrir fáum árum. Hann var einnig tónlistarmaður og eru mörg mjög falleg lög til eftir hann. Þegar Bjössi „bassi" og Svavar Ben. stilltu hljóðfæri sín saman, var yngsta systir þeirra glöð og skemmti sér vel. Bjössi bróðir okkar var auga- steinn foreldra sinna, móður okkar og stjúpa. Við vottum þeim innileg- ustu samúð okkar systranna og biðjum við guð að gefa þeim styrk og þrek. Fari kæri bróðir okkar í friði. Unnur Ragtia, Rulda ogOlga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.