Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 19 17. Olympíuleikarnir í eðlisfræði: „Þekktum ekki tilraunatækin“ — sögðu íslensku keppendurnir London, frá fréttaritara Morg^unbladsins, Viðarí Ágústssyni. HINNI eiginlegu keppni á Ólympíuleikunum í eðlisfræði, sem fram fara i framhaldsskól- anum í Harrow, lauk í morgun. A laugardaginn verða afhent verðlaun meðal annars fyrir bestu lausnir fræðilega og verk- lega hlutans ásamt verðlaunum fyrir fallegustu lausnina og þá skemmtilegustu. I morgun voru lögð fyrir kepp- endur samtals fimm klukkutíma Ólympíuleikarnir í stærðfræði: Bandarík- in og Sovét- ríkin efst ogjöfn — lið íslands í 33. sæti LIÐ Bandarikjanna og Sovétríkj- anna urðu efst og jöfn á Ólympíuleikunum i stærðfræði sem nú er nýlokið i London. Lið íslands varð í 33. sæti af 37 lið- um. I keppni einstaklinga varð Ungveiji efstur annað árið í röð með öll dæmin rétt. Af Islending- unum varð Fjóla Rún Björns- dóttir efst eða í 130. sæti af 210. Að sögn Benedikts Jóhannesson- ar fararstjóra voru keppendur ekkert þunglyndir vegna þessa og töldu vel þess virði að verja tveimur mánuðum í keppni sem þessa. Það sem Islendingana hefði helst vantað væri meiri þjálfun í fjölbreyttari dæmum og meiri þekkingu, með meiri vinnu hefðu þau getað staðið jaftifætis öðrum þjóðum. Islendingarnir byrjuðu mjög vel og var Iiðið efst eftir fyrsta dæmið af sex en síðan tók að halla undan fæti. Þetta fyrsta dæmi var talna- dæmi og var fólgið í því að sanna að ef maður hefði tölumar 2,5 og 13 og einhvcrja aðra heila tölu stærri en núll þá væri hægt að margfalda einhveijar tvær af þess- um Ijórum tölum saman þannig að tala sem væri einum lægri en út- koman væri ekki heil tala marg- földuð með sjálfri sér. Þegar upp var staðið voru þau með að meðaltali um eitt og hálft dæmi rétt hvert. Athygli vakti að eitt af dæmun- um sem notuð voru í keppnina var framlag íslendinga. verkefni úr verklegri eðlisfræði. Vom það tvær tilraunir sem kynnt- ar vom í ólympíuráðinu í gærkvöldi, þýddar, vélritaðar og ljósritaðar í fyrrinótt. Luku íslensku fararstjór- arnir þessu verki um klukkan fímm um nóttina en kínversku fararstjór- amir vom enn að þegar keppendur mættu til leiks klukkan hálf níu. Miðvikudagurinn, milli fræðilega og verklega hlutans, var hvíldar- dagur eins og reglur Ólympíuleik- anna kveða á um. Bresku gestgjafamir buðu þátttakendunum til Oxford og Rutherford-Appleton Laboratories, þar sem breskir vísindamenn nota leisi- og nift- eindageisla til rannsókna. Þar á bæ virtust menn hafa steingleymt þeim unga nemanda Rutherfords, Marst- en, sem gerði nafn þess fyrmefnda heimsfrægt með því að fínna að gullþynna endurkastaði alfageisl- um. Kristján S. Guðmundsson og Kristján Halldórsson, nítján ára nýstúdentar frá MR, komu meðal hinna fyrstu út úr verklega hlutan- um. „Við höfðum aldrei séð litrófs- greini eins og notaður var í regnbogatilrauninni," sögðu þeir. „Tölvuforritið sem líkti eftir hreyf- ingum agnanna var hins vegar skemmtilegt og ef ekki hefði þurft að skrifa svona langar og margar tölur hefðum við kannski klárað úrvinnslumar". Þeir eru fegnir að keppninni er lokið og hlakka til að fara siglandi niður Thames til Greenwich. Sannarlega tími tii kominn. Fæstir hafa efni á að sjóða fisk- inn sinn daglega í hvítvíni. Allir hafa efni á MYSU -þið notið hana í staðinn. Mysan hefur mjög svipuð áhrif á bragðgæðin, auk þess sem súrinn hefur þau áhrif að eggjahvítuefni fisksins hleypur fyrr og lokar sárinu, en það tryggir varðveislu næringarefnanna. Hvernig væri að prófa eina uppskrift? lh l mysa, Vz l vatn, 2 tsk. salt, 4 lárviðar- lauf, 800 g stór lúða, 10-12 sveskjur, 1-2 msk. rúsínur, Vz dl vatn, 1 msk. hveiti, 2 msk. sykur, 2 eggjarauður, 1 dl kaffirjómi (má sleppa). Blandið saman mysu, vatni og salti og látið suðuna koma upp. Setjið lúðuna í sjóðandi soðið og látið hana bull- sjóða í 1-2 mín. Takið pottinn af hellunni og látið fiskinn bíða í soðinu um stund. Færið hann síðan upp á fat og byrgið, til þess að halda henni heitri. Skohð sveskjur og rúsínur og sjóðið í soðinu í 5-10 mín. ásamt lárviðar- laufi. Búið til hveitijafning og jafnið súp- una. Látið sjóða í 5 mín. Þeytið eggja- rauður og sykur í skál. Jafnið nú súpunni út í eggjarauðurnar og helhð henni síðan út í pottinn og hitið að suðu. (Má ekki sjóða). Bragðbætið að síðustu með rjóm- anum. Berið fram soðnar kartöflur, smjör, gúrku og tómata með lúðunni og borðið súpuna með. MYSA - til matar og drykkjar - daglega. < C0 X. 3 < Mjólkurdagsnefnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.