Morgunblaðið - 09.08.1986, Page 47

Morgunblaðið - 09.08.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 47 „Að sjálf- sögðu kærir FH leikinn“ - sagði Þórir Jóns- son eftir leik ÍA og FH í gærkvöldi „ÞAÐ ER engin spurning að við kærum þennan leik. Við viljum láta á það reyna hvort sami leik- maður getur verið bæði á at- vinnumannasamningi hjá Antwerpen í Belgíu og á áhuga- mannasamningi hjá Akranesi,“ sagði Þórir Jónsson hjá FH, eftir leikinn gegn ÍA í gærkvöldi, sem FH tapaði. „Við gerðum að sjálfsögðu eng- ar athugasemdir fyrir leikinn, því þetta varð ekki Ijóst fyrr en seint í dag, og við vildum að sjálfsögðu ekki fara að gera veður út af ein- hverju sem ef til vill yrði ekkert. En okkur finnst ekki hægt að lið geti fengið til sín atvinnumenn svona á miðju sumri þegar þeir eru samningsbundnir félögum úti í heimi. Við kærum því leikinn og látum reyna á það hvort þetta stenst. Við höfum svo sannarlega ekkert á móti því að Pétur leiki í íslensku knattspyrnunni, en þessi mál veröur að fá á hreint," sagði Þórir. • Vfðismaðurinn Guðjón Guð- mundsson átti mjög góðan leik í stórsigrinum á UBK. stórsigri IA á FH KAPLAKRIKAVÖLLUR 1. deild: FH-ÍA 1:4. 0:2 Mark FH: Pálmi Jónsson. Mörk ÍA: Valgeir Barðason 2, Pótur Póturs- son, Guöjón Þórðarson. Gul spjöld: Guðmundur Hilmarson FH. Dómarí: Eysteinn Guðmundsson, og dæmdi þokkalega. Áhorfendur: Um 300 EINKUNNAGJÖFIN: UA FH: Halldór Halldórsson 2, Viðar Halldórs- son 2, Henning Henningson 2, Guömundur Hilmarsson 2, Magnús Pálsson 2, ólafur Danivalsson 2, Leifur Garöarson 2, Pálmi Jóns- son 3, Ingi Björn Albertsson 2, Kristján Hilmarsson 2, Kristján Gíslason 2. Ólafur Kristjánsson (vm) 2, Hörður Magnússon (vm). Samtals 23 stig. Lið ÍA: Birkir Kristinsson 2, Heimir Guömunds- son 4, Siguröur Lárusson 2, Siguröur B. Jónsson 2, Guðjón Þórðarson 3, Sveinbjörn Hákonarson 2, Guðbjörn Tryggvason 2, Júlíus P. Ingólfsson 2, Ólafur Þórðarson 3, Pótur Pótursson 3, Valgeir Baröason 3. Hafliði Guð- jónsson (vm) lók of stutt. Samtals 28 stig. Blessuð náttúruöflin settu mark sitt á þennan leik - hvæsandi rok eftir endilöngum vellinum og stöð- ug rigning. En hann var samt ekki afleitlega leikinn. í fyrri hálfleik, á móti vindinum, höfðu Skagamenn yfirburði og í leikhléi áttu menn von á markasúpu þegar þeir færu að leika undan vindi. En eins og svo oft vill verða þá léku FH-ingar mun betur á móti rokinu en undan því, og þeir stóðu vel í Akurnesingun- um í þeim síðari og tókst að skapa sér nokkur ágæt marktækifæri. Það var enginn annar en Pétur Pétursson sem gerði fyrsta markið í leiknum í gærkvöldi. Varla telst það glæsilegt - hann náöi að pota tánni í knöttinn í þvögu á markteig og hann lak milli fóta vamarmanna og í markhornið. Skagamenn náðu því forystu strax á 15 mínútu. Fimm minútum síðar komst Val- geir Barðason innfyrir og skaut í þverslá og út, en tíu mínútum síðar hrökk boltinn í hönd varnarmanns FH inn í teignum þegar lítil hætta Stærsti sigur Vídis- manna í 1. deild GARÐSVOLLUR 1. deild: Víðir-UBK 5-0 (1-0) Mörfc Víðis: Grétar Einarsson á 20 mín., Vil- berg Þorvaldsson á 62. mín., Guðmundur Knútsson á 65. mínútu, Daníel Einarsson víti á 69. mínútu og Guöjón Guömundsson á 77. mínútu. Gult spjald: Hreiöar Hreiöarsson UBK. Dómari: Friögeir Hallgrímsson sem dæmdi mjög vel. Áhorfendur: 200 EINKUNNAGJÖFIN: Víðir: Gísli Hreiöarsson 4, Björn Vilheimsson 3, Vilhjálmur Einarsson 3, Ólafur Róbertsson 2, Daníel Einarsson 3, Guöjón Guðmundsson 4, Vilberg Þorvaldsson 3, Guömundur Knúts- son 3, Grétar Einarsson 3, Mark Duffield 2, Klemens Sæmundsson 2, Gísli Eyjólfsson vm. og Þóröur Þorlóksson vm. lóku of stutt. Samtals: 32 UBK: örn Bjarnason 2, Ingvaldur Gústafsson 2, Magnús Magnússon 3, Ólafur Bjömsson 3, Jón Þórir Jónsson 3, Guömundur Valur Sig- urösson 2, Hreiöar Hreiöarsson 2, Hákon Gunnarsson 1, Helgi Ingason 1, Rögnvaldur Rögnvaldsson 2, Guömundur Guömundsson 2. Vignir Baldursson vm. og Steindór Elísson vm. lóku of stutt. Víðismenn léku undan roki og rigningu í fyrri hálfleik og sóttu talsvert meira án þess að skapa sér mörg marktækifæri. Á 15. mínútu fékk liðið fyrsta marktæki- færi leiksins er Örn Bjarnason blikamarkvörður þurfti að taka á honum stóra sínum til að verja skot Grétars Einarssonar. Fimm mínútum síðar hafði Grétar betur í viðureign við Örn. Aðdragandinn var sá að Gísli Hreiðarsson tók langt útspark. Einum varnarmanni blikanna mistókst að skalla knött- inn sem barst til Guðmundar Knútssonar. Hann renndi boltan- um fyrir markið þar sem Grétar var á réttum stað og skoraði ör- ugglega. Þremur mínútum síðar fengu blikar sitt besta marktækifæri. Jón Þórir Jónsson komst þá einn inn- fyrir vörn Víðis en Gísli varði hörkuskot hans meistaralega. Á 37. mínútu munaði litlu að heimamenn bættu öðru marki við er Guðjón Guðmundsson átti gott skot sem Ólafur Björnsson bjarg- Texti Ólafur Thordersen aði á ótrúlegan hátt á línu. Breiðablik var betri aðilinn á fyrstu mínútum síðari hálfleiksins. Eftir það fóru Jeikmenn Víðis í gang, léku stuttan' samleik, héldu knettinum niðri og notuðu kantana vel, með góðum árangri. Á 62. mínútu leit annað mark Víðis dagsins Ijós. Eftir þunga sókn fékk Vilberg Þorvaldsson boltann inn í miðjum vítateignum og skor- aði með föstu skoti er hafnaði út við stöng. Aðeins þremur mínútum síðar kom mark númer þrjú. Guð- jón Guömundsson átti heiðurinn að undirbúningnum. Hann gaf góða fyrirgjöf inn í vítateig UBK þar sem Guðmundur Knútsson kom aövífandi og stýrði boltanum í netið. Á 69. mínútu fékk Víðir víta- spyrnu er Guðjóni Guðmundssyni var brugðið og Daníel Einarsson skoraði af öryggi úr spyrnunni. Víðismenn drógu sig nokkuð aftar á völlinn eftir fjórða markið en sóknir Kópavogsbúa gáfu eng- an árangur. Á 77. mínútu fengu Víðismenn aukaspyrnu. Grétar Einarsson tók spyrnuna strax og gaf á Guöjón Guðmundsson sem var einn og óvaldaður í vítateig UBK og skoraði af öryggi. Víðismenn léku síðari hálfleikinn af mikilli skynsemi og öryggi og' liðið átti toppleik miðað viö að- stæður. Það er óhætt að segja að ieikurinn í gærkvöldi hafi verið sá besti hjá liðinu í sumar og með slíkum leik getur það boðið hvaða liði deildarinnar sem er byrginn. Texti: Guðjón Arngrímsson Mynd: Júlíus var á ferðum. Sannkölluð óheppni, en Guöjón Þóröarson skoraði af öryggi úr vítinu á móti rokinu með föstu skoti neðst í hornið. FH-ingar áttu einnig sín færi í fyrri hálfleik, m.a. komst Ingi Björn* einn innfyrir en náði ekki að hemja boltann í vindinum og skaut yfir. í síðari hálfleik gerðist fátt markvert framan af, liðin skiptust á að sækja, Skagamenn reyndu hvað þeir gátu að spila þvert undan vindinum, en FH-ingar stungu sendingum sinum gjarnan upp í hornin. Á 35. mínútu síðari hálfleiks bættu Skagamenn við þriðja mark- inu - Ólafur Þórðarson átti lúmskt skot af löngu færi, Halldór hélt ekki boltanum, og Valgeir og Pétur fylgdu báðir á eftir og komu sér saman um að sá fyrrnefndi renndi knettinum í tómt markið. FH-ingar svöruðu fyrir sig skömmu síðar. Pálmi skallaði þá fyrirgjöf beint í fangið á Birki í Akranesmarkinu - hann sló bolt- ann niður, beint fyrir fætur Pálma sem skaut viðstöðulaust í netið. Síðasta markið kom síðan á lok- amínútu leiksins - Guöbjörn átti þá góða lága fyrirgjöf sem Valgeir þrumaði innanfótar í netið frá markteig - fallegasta mark leiksins. Pétur Pétursson lék ágætlega, ógnaði vel, en er varla í full- kominni æfingu. Skagaliðið lék^ yfirhöfuð vel, einkum Heimir Guö- mundsson, sem er að verða einn besti varnarmaður landsins, fljót- ur, ákveðinn og skilar undantekn- ingalítið boltanum vel frá sér. FH-ingar voru jafnir en einfaldlega ekki nógu góðir. • Guðjón Þórðarson skorar af öryggi úr vítaspyrnu Skagamanna í fyrri hálfleik. Pétur skoraði í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.