Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
180. tbl. 72. árg.
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Beirút:
Bílsprenging í
verslunargötu
Beirút, Líbanon, AP. ^ i J
NÍTJÁN manns fórust og 90 slös-
uðust þegar bílsprengja sprakk
í gær í Austur-Beirút, hverfi
kristinna manna. Talið er, að
maður hafi verið i bifreiðinni
þegar hún sprakk.
Sprengjan sprakk í mikilli versl-
unargötu í Austur-Beirút og urðu
miklar skemmdir á 30 verslunum.
27 bifreiðir ónýttust og eldur kom
upp í tveimur íbúðablokkum. Út-
Mikil eyðilegging varð í spreng-
ingunni.
Jafntefli í
7. skákinni
Frá Margeiri Péturssyni, London.
ÞAÐ varð ekkert úr frekari tafl-
mennsku í sjöundu einvígisskák
Kasparovs og Karpovs sem fór í
bið á miðvikudagskvöldið. Samið
var jafntefli símleiðis í gærmorg-
un. Það var Karpov sem bauð
jafnteflið.
Biðieikur Kasparovs var 41. —
Kg8. Hann hafði riddara og tvö peð
fyrir hrók Kai-j>ovs. Staðan var al-
mennt talin í jafnvægi. Að loknum
sjö skákum í einvíginu er staðan
jöfn, þrír og hálfur — þrír og hálf-
ur. Áttunda skákin verður tefld í
kvöld, þá hefur Kasparov hvítt.
Fjórða umferð á opna samveldis-
mótinu var tefld í gær. Jóhann
Hjartarson vann enska alþjóða-
meistarann Hebden. Jón G. Viðars-
son vann Singh frá Indlandi. .Jóhann
hefur nú þijá og hálfan vinning en
Jón einn vinning.
varpsstöðin „Rödd Líbanons", sem
kristnir menn reka, sagði og hafði
eftir vitnum, að maður hefði verið
í bifreiðinni þegar sprengjan
sprakk.
í gær var bæld niður uppreisn
innan helstu samtaka kristinna
manna í Líbanon. Vildu uppreisnar-
menn hafa nánara samstarf við
Sýrlendinga en hermenn hollir Sam-
ir Geagea, sem er mjög andvígur
afskiptum Sýrlendinga, neyddu þá
til uppgjafar.
Reykingar í flugvélum:
Bindindis-
mennirnir
fá afslátt
Houston, Texas, AP.
CONTINENTAL-flug-
félagið bandaríska ætlar
að bjóða öllum þeim, sem
ekki reykja, 10% afslátt
af farmiðaverði. Mun
þetta kostaboð standa i
tæpa tvo mánuði til
reynslu.
Forráðamenn flugfélags-
ins tóku þessa ákvörðun eftir
að bandaríska vísindaaka-
demían lét frá sér fara
skýrslu þar sem hvatt var til
algjörs banns við reykingum
í flugvélum í innanlandsflugi.
Var bent á óhollustuna, sem
af reykingúm stafar, ekki
aðeins fyrir þá, sem reykja,
heldur einnig fyrir þá, sem
neyðast til að anda að sér
reyknum, og auk þess á það,
að reykingar um borð í fíug-
vélum geta verið hættulegar
öryggi farþega og áhafnar.
Reynslan af þessu nýmæli
hjá Continental-flugfélaginu
mun síðan skera úr um fram-
haldið.
AP/Símamynd
„Múrnum fagnað“
í fyrradag var þess minnst víða um heim, að 25
ár'eru liðin frá því að Berlínarmúrinn var reist-
ur. í Vestur-Þýskalandi héldu þeir Helmut Kohl,
kanslari, og Willy Brandt, leiðtogi jafnaðar-
manna, ræður um þennan bautastein, sem
kommúnistar hafa reist sjálfum sér, en í Austur-
Þýskalandi var tímamótunum fagnað með
„stuðningsgöngu við múrinn“ og hersýningu.
Erich Honecker, leiðtogi a-þýskra kommúnista,
er fyrir miðri mynd að heilsa hermönnunum en
honum til hægri handar er Willi Stoph, annar
ráðamaðurinn i frá. Á vinstri hönd Honeckers
er yfirmaður „hinna vopnuðu herja verksmiðju-
verkamanna“.
Tamílar handteknir
í Vestur-Þýskalandi
Grunaðir um að hafa skipulagl siglinguna til Kanada
Hamborg ojf St. Johns, AP.
TVEIR Tamílar frá Sri Lanka
voru í gær handteknir i Vestur-
Þýskalandi og eru þeir grunaðir
um að hafa tekið þátt í að skipu-
leggja siglingu 152 annarra
Tamíla til Kanada. Enn er ekki
ljóst með hvaða skipi þeir fóru
en orðrómur er um, að það sé
frá Hamborg.
Sri Lankabúamir voru handtekn-
ir í Hamborg en í nágrannabæn-
um Stade dveljast margir landa
þeirra. Við athugun hefur komið í
ljós, að 20-25 Tamílar eru horfnir
úr bænum og grunar yfirvöld í
Neðra-Saxlandi, að þeir séu nú
Orðrómur er um, að þetta skip, Nttmberg, hafi flutt tamílsku flótta-
mennina.
Kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum:
Spurt hvort Islendingar
tefji framgang málsins
Kaupmannahöfn, lb Björnbak, fréttaritari Mor^unbladsins.
A FUNDI með fréttamönnum
eftir utanríkisráðh’errafund
Norðurlanda hér í Kaupmanna-
höfn var Matthías Á. Mathie-
sen, utanríkisráðherra,
spurður að því hvort íslending-
ar hefðu á fundinum tafið fyrir
framgangi hugmyndarinnar
um kjarnorkuvopnalaust svæði
á Norðurlöndum. Utanríkisráð-
herra sagði, að Islendingar
vildu, að svæðið næði frá Aust-
ur-Grænlandi til Úralfjalla.
Á utanríkisráðherrafundinum
komu hvalveiðar ekki til umræðu
og sagði Sten Andersson, utan-
ríkisráðherra Svíþjóðar, að
ástæðan væri'sú, að áður hefði
verið tekin ákvörðun um að tak-
marka þær.
Fyrir ráðherrafundinum lá til-
laga um að skipuð yrði sérstök
embættismannanefnd til að fjalla
um kjamorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum. Varð það niður-
staða fundarins, að forstöðu-
mönnum stjórnmáladeilda
utanríkisráðuneytanna skyldi fal-
ið að kanna allar hliðar þcssa
máls fyrir næsta fund ráðherr-
anna. Verður hann haldinn í
Reykjavík í lok marsmánaðar
næstkomandi.
Sjá ennfremur viðtal
við Matthías Á. Mathiesen
á bls. 20.
staddir í Kanada ásamt Tamílum
frá öðrum stöðum í Vestur-Þýska-
landi og hugsanlega öðmm Evr-
ópuríkjum. Frá árinu 1980 hafa
36.000 Tamílar sótt um landvist í
Vestur-Þýskalandi en flestum verið
neitað um hana. Þó hefur þeim
ekki verið vísað brott úr landinu.
Sjómaður á Nýfundnalandi, sem
tók þátt í að flytja Tamílana úr
björgunarbátunum, segir, að sumt
af fólkinu hafí verið í björgunar-
vesti með áletruninni Hapag-Lloyd,
nafni skipafélags í Hamborg.
Gámaskip frá því sigla reglulega
til New York og Halifax á Nýja-
Skotlandi. Hefur sérstaklega eitt
skipa þess, Nurnberg, verið nefnt
í þessu sambandi.
Kanadísk stjómvöld hafa gefið í
skyn, að Tamílamir fái að vera um
kyrrt í landinu ef þeir geta fært
sönnur á þjóðemi sitt. Nokkurs
uggs gætir þó um að annað flótta-
fólk frá þriðja heiminum muni reyna
þessa sömu aðferð við að komast
til Kanada.