Morgunblaðið - 15.08.1986, Síða 6
6
MORGtJNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚSf 1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
Tónlistar-
deildin
Eins og ég gat um í gærdags-
greininni eru þeir býsna
gamansamir á fréttastofu út-
varps, á sama tíma og félagarnir
á rás 2 stofna Bítlavinafélag
stofna starfsmennimir á frétta-
stofunni Castróvinafélag, hver
maður hefur jú rétt á sínum
prívathúmor. Nú og stundum eru
menn fyndnir alls óvart. Þannig
var undirritaður á ferð í bfl sínum
síðdegis síðastliðinn miðvikudag.
Sól var hátt á lofti fyllt sumarang-
an. Hvert sem augað leit sást
stritandi mannfólkið að laga götur
borgarinnar fyrir afmælisdaginn
eða að smíða hátimbraða afmælis-
palla. I slíku veðri er lundin að
sjálfsögðu létt og ég kveikti á
útvarpinu í bflnum mínum og
stillti á rás 1. Veðurfregnum var
rétt að ljúka og drungaleg rödd
veðurfræðingsins skemmdi lítt
sumarkomuna síðbúnu, því enn
var spáð björtu veðri. Þá tók þul-
urinn við ögn vandræðalegur:
Næst á dagskrá er tónlist eftir
Pjotr Tsjaíkvoski. Fyrst forleikur
að Ballettinum: Rómeó og Júlía.
Hallé-hljómsveitin leikur, Okko
Kamu stjómar.
Hœfirskel...
Persónulega hef ég gaman af
Tsjaíkovski, en þegar ábúðarmiklir
hljómar forleiksins fylltu bílinn,
flýtti ég mér að slökkva. Þessi
nítjándualdartónlist hæfði einhvem
veginn svo illa umhverfinu að ég
átti ekki annarra kosta völ, þið
skiljið, eða er við hæfi til dæmis í
kátri brúðkaupsveislu, þar sem
brúðhjónin sveiflast um dansgólfið,
að byrja allt í einu að leika ballett-
tónlist? Með þessum orðum er ég
alls ekki að bera í bætifláka fyrir
hina oft stöðluðu og steingeldu
poppmúsik er flæðir um hlustir frá
Rás 2 og kananum hér suðvestan-
lands, en stundum hljómar poppið
alveg prýðilega og í samhljómi við
amstur dagsins. En blessuð tónlist-
ardeildin á rás 1 er nú einu sinni
lokuð innan fjögurra veggja og þar
sér hvorki til sólar né regns. Er
ekki löngu kominn tími til að breyta
fyrirkomulagi tónlistardeildarinnar
í þá veru að þar sé ekki njörvuð
niður tónlistardagskrá er tekur ekki
hið minnsta tillit til umhverfis og
aðstæðna? Þannig hefði mátt hugsa
sér að í stað þess að þulurinn á
miðvikudaginn var hefði lesið með
grafarhljómi í röddinni: Næst á
dagskrá er tónlist eftir Pjotr
Tsjaíkovski. Þá hefði staðið í dag-
skránni: Klassík á miðvikudagseft-
irmiðdegi að hætti þular.
Enn á ný
Enn á ný skín sólin allt í kringum
bílinn minn og á afmælisbamið sem
verið er að færa í matrósafötin, í
viðtækinu er veðurfræðingurinn að
syngja sitt síðasta vers og nú hljóm-
ar rödd þular: Kæru hlustendur nú
er sumar og sól og héma útaf út-
varpshúsinu við Skúlagötu breikkar
óðum hraðbrautin er sópar gestun-
um í afmælisveisluna. Við félagam-
ir á tónlistardeildinni höfðum
ákveðið að leika tónlist eftir Pjotr
Tsjaíkovski en svo fannst okkur hún
einhvern veginn ekki hæfa degi sem
þessum og ákváðum að leika þess
í stað valsa eftir Jóhann Strauss.
Undirritaður hækkar í viðtækinu
og ekur sæll og glaður sinn veg, í
ys og skarkala hinnar rísandi borg-
ar sem er þrátt fyrir allt ekki bara
safn dauðra mannvirkja, heldur
griðarstaður lifandi og framsæk-
inna mannvera.
Ólafur M.
Jóhannesson.
Bréf úr myrkri:
Lesið úr verkum
Skúla Guðjónssonar
frá Ljótunnarstöðum
■■BBH í dag ætlar
-j a 00 Baldur Pálma-
A son að lesa úr
ritum Skúla Guðjónssonar
frá Ljótunnarstöðum í
þætti sem ber nafnið Bréf
úr myrkri.
Skúli var rithöfundur og
lést fyrir skömmu. Hann
var blindur nærri hálfa ævi
sína en skrifaði þó á þeim
tíma einar sex bækur.
Hann samdi einnig oftsinn-
is pistla um daginn og
veginn sem lesnir vom í
útvarpi, auk þess sem lesið
var úr ýmsum bókum hans
og ein þeirra, Heyrt en
ekki séð, var lesin í heild
árið 1968.
Skúli skrifaði um skeið
í Þjóðviljann um dagskrá
útvarpsins og ýmsar hug-
leiðingar út frá henni.
Baldur Pálmason mun lesa
Úr tveimur af bókum Skúla,
Bréfi úr myrkri, sem var
hans fyrsta bók, og úr bók-
inni Svo hleypour æskan
unga.
A undan lestrinum flytur
Baldur formálsorð.
Bergerac
■■■■ Þeir sem hafa
91 io gaman af saka-
" A málamyndum
ættu að fá eitthvað við sinn
smekk í sjónvarpinu í
kvöld. Kl. 21.10 er á dag-
skrá fjórði þátturinn af tíu
í breskum sakamála-
myndaflokki um rannsókn-
arlögreglumanninn
Bergerac sem starfar á
eyjunni Jersey í Ermar-
sundi.
Bergerac er hið mesta
hörkutól og gefur illmenn-
unum sem ætla að notfæra
sér skattfríðindin á Jersey
engin grið.
í síðasta þætti barði
hann eftirminnilega á
nokkrum fíkniefnasmygl-
urum og vafalaust tekst
honum að koma nokkrum
fúlmennum bak við lás og
slá í kvöld.
te'ýýMp|
Eigur Richards
■■■■ Bíómynd sjón-
9930 varpsins í kvöld
^ " er bresk, frá ár-
inu 1980, og nefnist Eigur
Richards, Richard’s
Things.
Kona nokkur fréttir að
eiginmaður hennar liggur
þungt haldin á sjúkrahúsi.
Þegar hún kemur á sjúkra-
húsið bregður svo við að
enginn fæst til að segja
henni með hvaða hætti eig-
inmaðurinn, Richard, hafi
slasast.
Þegar konan fer að
grenslast fyrir um þetta
kemur í ljós að maður
hennar er ekki allur þar
sem hann er séður. Með
aðalhlutverk fara Liv Ull-
man og Amanda Redman.
Mynd þessi er byggð á
skáldsögu eftir Frederic
Raphael og leikstýrði
Anthony Harvey henni.
Þýðandi Reynir Harðarson.
Lausar hendur:
Fjallað um geim-
verur í léttum dúr
■■■■ í kvöld er á dag-
9 Q 00 shrá rásar eitt
þáttur Uluga
Jökulssonar, Frjálsar hend-
ur.
Þar verður fjallað í létt-
um dúr um geimverur og
ýmsar hugmyndir sem
menn hafa gert sér um þau
greppitrýni sem hafast við
úti í geimnum.
Ungur fræðimaður ætlar
að flytja pistil um það
hvernig geimverum er lýst
í vísindaskáldsögum og
einnig verður ijallað um
sögu Kristmanns Guð-
mundssonar, Ferðin til
stjarnanna, og lesið brot
úr henni.
UTVARP
F0STUDAGUR
15. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
7.15 Morgunvaktin.
7.30 Fréttir. Tilkynningar
8.00 Fréttir. Tilkynningar
8.15 Veðurfregnir
8.30 Fréttir á ensku.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barn-
anna: „Olla og Pési" eftir
Iðunni Steinsdóttur. Höf-
undur les (7).
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar. Tónleikar, þulur velur
og kynnir.
9.45 Lesið úrforustugreinum
dagblaðanna.
10.00 Fréttir
10.05 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá kvöldinu áður
sem Guðmundur Sæ-
mundsson flytur.
10.10 Veðurfregnir
10.30 Ljáöu mér eyra. Um-
sjón: Málmfríður Sigurðar-
dóttir. (Frá Akureyri.)
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur. Umsjón:
Anna Ingólfsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar
12.20 Fréttir
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 „Bréf úr myrkri". Baldur
Pálmason les úr ritum Skúla
Guðjónssonar á Ljótunnar-
stöðum og flytur formáls-
orð.
14.30 Nýtt undir nálinni. Elín
Kristinsdóttir kynnir lög af
nýútkomnum hljómplötum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Á hringveginum —
Norðurland. Umsjón: Örn
Ingi, Anna Ringsted og Stef-
án Jökulsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.
a. Útdráttur úr óperettunni
„Paganini" eftir Franz Le-
hár. Margit Schramm,
Rudolf Schock, Ferry Grub-
er og Dorothea Chryst
syngja með Gúnter Arndt-
kórnum og Sinfóníuhljóm-
sveit Berlínar; Robert Stolz
stjórnar.
b. „Ruslan og Ljudmila",
forleikur eftir Michael
Glinka. Concertgebouw-
hljómsveitin leikur: Bernard
Haitink stjórnar.
c. Atriði úr „Kátu ekkjunni"
eftir Franz Lehár. Elizabeth
Harwood, Teresa Stratas
og Werner Hollweg syngja
með kór þýsku óperunnar í
Berlín og Filharmoníuhljóm-
sveit Berlínar; Herbert von
Karajan stjórnar.
17.00 Fréttir.
17.03 Barnaútvarpiö. Stjórn-
andi: Vernharöur Linnet.
Aðstoðarmaður: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.45 i loftinu — Hallgrímur
Thorsteinsson og Guðlaug
María Bjarnadóttir.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.50 Náttúruskoöun. Erling-
ur Hauksson sjávarliffræö-
ingur flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins. Val-
týr Björn Valtýsson kynnir.
20.40 Sumarvaka.
a. Þrekraun Bensa. Margrét
Guðmundsdóttir les siðari
hluta frásagnar Erlings
Sveinssonar.
b. íslensk alþýðulög. Jó-
hann Konráösson og Krist-
inn Þorsteinsson syngja.
c. Æskuminningar Ingveld-
ar ömmu. Helga Einars-
dóttir les úr bókinni „Afi og
amma" eftir Eyjólf Guð-
mundsson frá Hvoli.
Háafell. Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum les úr bók-
inni „Á ferö" eftir séra
Ásmund Gíslason
21.30 Frá tónskáldum. Atli
Heimir Sveinsson kynnir
tónverkið „Greniskógurinn"
eftir Sigursvein D. Kristins-
son.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Hljómskálamúsík. Guð-
mundur Gilsson kynnir.
23.00 Frjálsar hendur. Þáttur
í umsjá llluga Jökulssonar.
24.00 Fréttir.
00.05 Lágnætti. Spilað og
spjallað um tónlist. Edda
Þórarinsdóttir talar við Þor-
kel Sigurbjörnsson tón-
skáld.
1.00 Dagskrárlok. Næturút-
varp á rás 2 til kl. 3.00.
FOSTUDAGUR
15. ágúst
9.00 Morgunþáttur
i umsjá Ásgeirs Tómassonar,
Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Sigurðar Þórs Salvarssonar.
SJÓNVARP
19.15 A döfinni
Umsjónarmaður Maríanna
Friöjónsdóttir
19.25 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies) Fjóröi þátt-
ur. Teiknimyndaflokkur eftir
Jim Henson. Þýðandi: Guðni
Kolþeinsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingarogdagskrá
20.40 Unglingarnir í frumskóg-
inum. Umsjónarmaður Jón
Gústafsson. Stjórn upp-
FÖSTUDAGUR
15. ágúst
töku: Gunnlaugur Jónasson.
21.10 Bergerac
- Fjóröi þáttur. Breskur
sakamálamyndaflokkur i tíu
þáttum. Aðalhlutverk: John
Nettles. Þýöandi: Kristmann
Eiösson.
22.25 Seinni fréttir
22.30 Eigur Richards
(Richard's Things)
Bresk biómynd frá árinu
1980. Leikstjóri: Anthony
Harvey. Aðalhlutverk: Liv
Ullman og Amanda Red-
man. Myndin er byggð á
skáldsögu eftir Frederic
Raphael. Kona nokkur fréttir
að bóndi hennar liggur slas-
aður á sjúkrahúsi. Þegar
þangað kemur eru menn
tregir til að greina henni frá
tildrögum slyssins. ÞaÖ
kemur líka á daginn aö eig-
inmaðurinn hefur leynt hana
ýmsu um sjálfan sig. Þýö-
andi: Reynir Harðarson.
00.15 Dagskrárlok
12.00 Hlé
14.00 Bót i máli
Margrét Blöndal les bréf frá
hlustendum og kynniróskalög
þeirra.
16.00 Fritíminn
Tónlistarþáttur með feröa
málaívafi i umsjá Ásgeröar
Flosadóttur.
17.00 Endasprettur
Þorsteinn G. Gunnarsson
kynnir tónlist úr ýmsum áttum
og kannar hvaö er á seyði um
helgina.
18.00 Hlé.
20.00 Þræðir
Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir.
21.00 Rokkrásin
Umsjón: Snorri Már Skúlason
og Skúli Helgason.
22.00 Kvöldsýn
Valdís Gunnarsdóttir kynnir
tónlist af rólegra taginu.
23.00 Á næturvakt
með Vigni Sveinssyni og Þor-
geiri Ástvaldssyni.
3.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00
10.00, 11.00, 15.00, 16.00
og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
REYKJAVÍK
17.03—18.00 Svæöisútvarp fyr
ir Reykjavík og nágrenni — FM
90,1 MHz.
AKUREYRI
17.03—18.30 Svæðisútvarp fyr-
ir Akureyri og nágrenni — FM
96,5 MHz.