Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
9
RAGNHEIÐARSTAÐAFERÐ
Farin veröur hópferð á hestum á Ragnheiðarstaði
frá Víðivöllum föstudaginn 22. ágúst kl. 14.00.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu félagsins fyrir 20.
ágúst.
HESTHÚS TIL LEIGU
Tilboð óskast í 28 hesta hús á Viðivöllum og við
Bústaðaveg. Einnig óskast tilboð í 28 hesta hús til
reksturs tamningarstöðvar.
Tilboð þurfa að berast skrifstofu félagsins fyrir 20.
ágúst.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Síðumula 22, 108 Reykjavík.
Simi 688720.
„Dapurlegir
minnmgar-
dagar“
Orörétt segir í forystu-
grein Þjóðviljéuis í gæn
„Þjódimar í austanverðri
Evrópu búa vid fagnað-
ariausari minningardaga
um mestu viðburði nú-
timasögu sinnar, en
flestar þjóðir aðrar. Og
opinberar skrúðgöngur i
höfuðborg Þýska al-
þýðulýðveldisins í gær
megna ekkert frekar en
hersýningamar við sama
tækifæri, að dylja það að
íbúum lýðveldisins er
síður en svo kær sá al-
manaksdagur, sem á
hveiju ári dregur at-
hyglina að ömurlegasta
mannvirki i landinu,
múmum sem skiptir
borginni Berlin í austur
og vestur."
Síðan segir blaðið, að
múrinn sé ekki aðeins
liindmn á landamærum,
hann sé tákn um „skip-
brot þeirrar samfélags-
skipunar, sem í nafni
sósialismans var komið
upp í löndum Austur-
Evrópu undir ægivaldi
Sovétríkja Jósefs
Stalíns." Minningardag-
ar um múrinn séu þeim
mun dapurlegri, sem
þetta skipbrot verði aug-
ljósara, og „dapurlegast-
ir þeim sönnum sósíalist-
um, sem um skeið töldu
að tilraunin i austan-
verðri Evrópu væri ekki
dauðadæmd".
Rétt er að staldra hér
við og vekja athygli á
orðunum „sannir sósíal-
istar“ og „um skeið“.
Hveijir skyldu þessir
„sönnu sósíalistar", sem
„um skeið“ trúðu á Sov-
étrikin, vera? Hér er
væntanlega átt við þá
forystumenn Sósialista-
flokksins sáluga og siðar
Alþýðubandalagsins, sem
héldu uppi skipulögðum
blekkingum um raun-
veruleikann í kommún-
istarikjunum. Og það var
ekki aðeins gert „um
skeið", eins og Þjóðvilj-
inn segir, heldur áratug-
um saman. Það var ekki
fyrr en Sovétstjómin
sjálf viðurkeimdi hina
níðingslegu glæpi, að
tvær grímur fóm að
renna á Þjóðviljamemi
og aðra íslenska sósial-
Á afmæli |
Berlínarmúrsins
Þjóðviljinn og Berlínarmúrinn 1
Þegar fjölmiðlar um heim allan vörðu miklu
rúmi til að minnast aldarfjórðungsafmælis
Berlínarmúrsins í fyrradag birtist aðeins lítil
eindálka frétt um efnið í Þjóðviljanum. Blaðið
tók hins vegar við sér í gær, e.t.v. vegna um-
fjöllunar annarra fjölmiðla, og birti þá auk
fréttar og fréttaskýringar, forystugrein um
Berlínarmúrinn. í Stakstéinum í dag er fjallað
um þau sjónarmið, sem fram koma í þessari
forystugrein Þjóðviljans, og ennfremur er rifjað
upp, hver voru viðbrögð sama blaðs í ágúst
1961, þegar austur-þýsk stjórnvöld hófu að
reisa múrinn.
ista. Auðvitað veit leið-
arahöfundur Þjóðviljaus
þetta, en hann er augljós-
lega að reyna að umríta
söguna svo hún verði
ekki of „óhagstæð".
„Skref til
friðar“
Síðari helmingur Þjóð-
viljaleiðarans um Berlín-
armúrinn fjaliar ekki um
múrinn eða sósíalismann,
heldur kjamorkuvopna-
laus svæði á Norðurlönd-
um! Þar er rifjað upp,
að daginn áður en af-
mælis Berlínarmúrsins
var minnst hafi leiðtogar
Norðurlanda stigið skref
„frammá við til afvopn-
unar og friðar með þvi
að fela undirmöiuium
sinum að kanna sameig-
inlega hvemig bægja
megi frá norðurslóðum
þeim vígvélum, sem
smíðaðar eru með kjam-
orku.“ Ályktunarorð
blaðsins em: „Þjóðvilj-
mn . . . vonar að
. . . ákvörðun [forsætis-
ráðherranna] verði
söguleg. Þannig hefði
aldarfjórðungs afmælis
múrsins í Berlin veríð
minnst á viðeigandi hátt
um norrænar byggðir."
í ljósi þess, hver skiln-
ingur Þjóðviljans á
„kjamorkuvopnalausum
Norðurlöndum" hefur
verið, er þetta harla kyn-
leg niðurstaða. Þjóðvilj-
inn hefur talið það
framlag til fríðar, að
Norðurlönd lýsi einhliða
yfir kjamorkuvopna-
lausu svæði, en eins og
margsinnis hefur veríð
bent á hér í blaðinu, er
slík yfirlýsing til þess
eins fallin að veikja vam-
arstöðu Norðurlanda og
Atlantshafsbandalagsins,
ef hún er ekki liður i
gagnkvæmum samning-
um stórveldanna. Ein-
hliða yfirlýsing myndi
styrkja Sovétríkin og
auka ófríðarliættuna og
það þarf næsta ævintýra-
legt imyndunarafl til að
segja að þannig sé af-
mælis Berlínarmúrsins
minnst á „viðeigandi"
hátt.
Sjálfsögð
ráðstöfun
Árið 1961, þegar hafist
var handa um að reisa
Berlinarmúrinn, vora
skrif Þjóðviljans um
ástandið í Austur-Evrópu
talsvert frábmgðin því,
sem nú tíðkast. Fyrsta
frétt blaðsins um bygg-
ingu múrsins 15. ágúst
1961 bar fyrirsögnina
„Landamæra gætt á milli
borgarlilutaima f
Berlín". Þar sagði m.a.:
„Þessar ráðstafanir
koma ekki á óvart, því
að við þvi liafði veríð
búist síðustu daga að
austur-þýsk stjómvöld
myndu láta til skarar
skríða til að binda endi á
hið óeðlilega ástand sem
ríkt hefur í samskiptum
Vestur-Berlinar við um-
heiminn." Og blaðið vék
að mótmælum gegn
gaddavirunum og sagði
um mótmælendur:
„. . . vom það mest ung-
ir galgopar, sem létu
öllum illum látum og átti
vestur-þýska lögreglan
fuUt í fangi með að
hemja þá.“
Daginn eftir birti blað-
ið langa þýdda grein, þar
sem borið var blak af
austur-þýskum stjóm-
völdum, en sú grein var
skrífuð áður en fram-
kvæmdir hófust við
Berlinarmúrínn og þvi
ekki á hann minnst. Hinn
17. ágúst birti blaðið svo
áberandi grein undir fyr-
irsögninni „Lokað fyrir
hatursáróður Vestur-
veldanna í Berlín." Þar
sagði í upphafi: „Áróð-
ursgögn Atlanthafs-
bandalagsins reyna nú
með ofsalegum bægsla-
gangi að hamra þeirri
lygi inn í fólk að tak-
mörkun samgangna milli
hemámssvæðanna i
Berlín sé brot á alþjóð-
legum samningum um
borgina. Þessi fullyrðing
er fjarstæða. Það sem
austur-þýsk yfirvöld
hafa nú gert i Berlín er
sjálfsögð ráðstöfun og
ólijákvæmileg afleiðing
af brotum vesturveld-
anna á samningum um
Berlín . . .“
í forystugrein Þjóð-
viljans þennan sama dag
er fjallað um Berlinar-
múrinn með árásum á
Bandaríkin (!) og með
alkumium spádómsmætti
blaðsms er fullyrt að
„framþróunin i
sósialistisku ríkjunum
verður sífellt örari og
traustarí, en auðvaldsrík-
in eiga æ erfiðara með
að leysa vandamái sin
jafnt heimafyrir sem á
alþjóðavettvangi". Rétt
er að hafa í huga að það
em þó ekki nema 25 ár
frá því þetta var skrifað.
Næstu daga hélt blaðið
síðan að veija austur-
þýsk stjómvöld, réttlæta
Berlínarmúrinn og hæð-
ast að flóttafólki. Er
sannarlega ánægjulegt,
að nú 25 árum siðar skuli
blaðið gera sér grein fyr-
ir þvi að í þessu efni hafði
það rangt fyrir sér.
Sex mínútna
Tendrast eins og eldspýta
Logar í 6 mínútur
eldspýta
Fljótlegt, öruggt, lyktarlaust
Venjulegar
eldspýtur
Heildsölubirgðir ^MMm MATCH
Wf’KARL K. KARLSSON & CO.
Skúlatúni 4