Morgunblaðið - 15.08.1986, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
Meistari söngleikjanna kvaddur
— um kvikmyndaleiksljórann Vincente Minnelli
eftir Sigurbjörn
Aðalsteinsson
Minnelli
Gæsaveiðimennimir leggja frá
sér byssur sínar og skoða landa-
kortið sitt. Það fer ekki milli mála,
þeir eru villtir. Þeir eiga erfitt með
að skilja hvemig þeir villtust, því
allt í einu eru þeir staddii- á stað
sem ekki er á kortinu þeirra. Eftir
að hafa rætt málin um stund í kyrrð
skosku hálandanna verður Banda-
ríkjamönnunum tveimur litið niður
í dalinn fyrir neðan þá. Þokan sem
yfir honum liggur er tekin að ókyrr-
ast og skyndilega feykist hún brott
og sjá, í Ijós kemur þorj). Þeir rýna
aftur í kortið, en ekki segir neitt
um þoip á þessum slóðum.
Þeir ganga niður til þorpsins til
að spytja til vegar. Er þangað kem-
ur sjá þeir að glatt er á hjalla,
þoipsbúar eru að búa sig undir
brúðkaupsveislu og aðkomumenn-
irnir tveir taka þátt í gleðskapnum.
Þeir hafa ekki verið lengi þar þegar
þeir komast að því að ekki er alit
með felldu. Þetta þorp er ekki eins
og önnur. Einn þorpsbúa tjáir þeim
að þorpið, sem heitir Brigadoon,
birtist mennskum mönnum aðeins
einu sinni á hundrað ára fresti, sem
aðeins er einn dagur í lífi íbúanna.
Þetta er viðfangsefni hins nýláta
kvikmyndaleikstjóra Vincente
Minnelli í söngleiknum Brigadoon
sem gerður var árið 1954, á ára-
tugnum þegar Minnelli náði hátindi
sem kvikmyndagerðannaður.
Myndin var á sínum t.íma harðlega
gagnrýnd af þeim sem slíkt hafa
að atvinnu og sögð gervileg. Töldu
þessir fróðu menn það hafa verið
ranga ákvörðun að taka myndina á
sviði MGM-kvikmyndaversins, það
hefði átt að taka hana úti í náttúr-
unni.
En endurmats er þörf og þegar
maður spyr sjálfan sig hvernig á
að gera kvikmynd um efni sem
aðeins gæti gerst í hugarheimi villt-
ustu draumóramanna er svarið
augljóst. Svona mynd á að vera
gervileg, vegna þess að hún fjallar
um gervilegt efni. Þetta sá Minn-
elli en, því miður, fæstir aðrir.
Önnur mynda Minnelli sem var
gagnrýnd á sínum tíma er Sumir
komu á hlaupum (Some Came
Running, 1958). Þarna er ekki um
að ræða söngleik heldur glóandi
melódrama eins og það gerist best.
Gagnrýnendur sögðu myndina
draslaralega, og hittu þar naglann
á höfuðið. Nema hvað þeir töldu
það vera galla á myndinni og hittu
á þumalinn. Enn er endurmats þörf.
Það eru þrjár meginsögupersónur í
Sumir komu á hlaupum. Tvær
þeiira eru fyllibyttur og fjárhættu-
spilarar sem vinna sér inn allan sinn
pening í pókerslag. Sú þriðja er það
sem kalla mætti dækju á góðu
má!i(?). Ef einhver spyrði mig
hvemig lífsháttur þessa fólks væri,
þá segði ég draslaralegur. Þá er
bara eftir að leggja saman tvo og
tvo og fá út íjóra en ekki einn og
þijá íjórðu eins og gagnrýnendur.
En þó fólkið í myndinni stundaði
þennan lifnað, blundaði í innra
manni þeirra gullhjarta. Hjá Frank
Sinatra kom það í ljós þegar hann
var fullur, sama er að segja um
Dean Martin þegar hann var fullur,
en hann var líka alltaf fullur (hefur
eitthvað breyst?). Hjá Shirley
MacLaine glitrar alltaf á gullhjart-
að, hvort sem hún er full eða ófull
og í lok myndarinnar kastar hún
sér fyrir kúlu sem var ætluð Sin-
atra, manninum sem hún elskar.
Minnelli náði þama einskonar
hámarki á ferii sínum, senan í veit-
ingahúsinu, þar sem Dean Martin
þarf að setja útúrdrukkinn förunaut
sinn í stellingar, er einhver best
leikstýrða sena í sögu kvikmynd-
anna. Og eltingaleikurinn í iok
myndarinnar, þar sem hið frábæra
litaskyn Minnellis kemur berlega í
ljós, má sömuleiðis telja meðal
áhrifamestu stunda í siigunni.
Vincente Minnelli kom til
Hollywood árið 1940. Hann var þá
þegar orðinn þekktur leikstjóri á
Broadway. Það var að boði Arthur
Freed sem Minnelli kom til Holly-
wood og hóf að leikstýra kvikmynd-
um. Freed hafði verið skipaður
yfirmaður söngleikjadeildar MGM-
kvikmyndaversins. Dagskipunin var
að gera MGM að stærsta og besta
framleiðanda söngleikja í heimin-
um. Freed hafði kynnst Minnelli í
fyrri heimsóknum þess síðarnefnda
til draumaborgarinnar og þótti sýnt
að ætti hann að vera fær um að
framfylgja skipunum yfirboðara
sinna, yrði hann að hafa Minnelli
við hlið sér.
Eftir 4 ára menntun, og tvær
myndir var sprengjunni varpað.
Fyrsta meistarastykki Minnellis og
um leið upphaf einveldis MGM-
söngleiksins, einveldis senl stóð í
18 ár og hófst cins og það endaði,
með söngleik undir leikstjórn Minn-
ellis og í framleiðslu Freeds. Fyrsta
stórvirkið var Hittumst í St. Louis
(Meet Me in St. Louis, 1944) og
fjallaði um ár í lífi óskiip venjulegr-
ar bandarískrar fjölskyldu. Fátt
markveil gerðist í myndinni, en það
sem heillaði bíógesti vom þau góðu
tök sem Minnelli hafði á daglegu
amstri fjölskyldunnar, skapbreyt-
ingum sem stjórnuðust af árstíða-
skiptum, auk stórgóðra söngatriða.
Þó varla sé hægt að tala um eitt
aðalhlutverk í Hittumst í St. Louis
er enginn vafí á hver stelur at-
hyglinni. Bamastjarnan Judy
Garland var orðin fullorðin kona,
ljóti andarunginn hafði breyst í fal-
legan svan og við kvikmyndun á
atriði þar sem hún syngur Have
Yourself a Merry Little Christmas
fóru viðstaddir að gera sér grein
fyrir að samband Garland og Minn-
elli var annaað og meira_ en
samband leikara og leikstjóra. Ástin
skein út úr hvetju skoti og áður en
töku myndarinnar lauk voru þau
byijuð að búa saman.
Vincente Minnelli og Judy Gar-
land giftu sig árið 1945, en eftir
aðeins tveggja ára hjúskap tóku að
myndast sprangur í hjónabandið.
Garland, þá aðeins 25 ára að aldri,
var byijuð að taka inn ótæpilega
mikið af pillum og lét sífellt bíða
eftir sér er verið var að taka upp
Sjóræningjann (The Pirate, 1947)
sem Minnelli leikstýrði. Hún sakaði
eiginmann sinn og mótleikara, Gene
Kelly, um að hafa stofnað til sam-
særis gegn sér og var erfið í
samskiptum. Hjónin ákváðu að gera
ekki fleiri myndir saman, en það
dugði ekki til að bjarga hjónabandi
þeirra og því lauk með skilnaði árið
1951.
Minnelli brást við með því að
sökkva sér niður í vinnu og kom
úr því kafi með eitt af sínum þekkt-
ustu og bestu vcrkum, Ameríku-
maður í París (An American in
Paris, 1951).
Myndin fjallar um lífsglaðan list-
málara, sem er leikinn af Gene
Kelly. Hann fer um stræti borgar
ljósanna, Parísar, og málar undir
sterkum áhrifum frá impressionist-
um. Kelly verður ástfanginn af
Leslie Caron, sem leikur þarna í
sinni fyrstu mynd, en á grímuballi
skilar hún honum aftur rauðri rós
sem hann hafði gefið henni og
hryggbrýtur hann. I sorg sinni ger-
ir Kelly skissu af Plaee de la
Concorde en rífur hana í reiði sinni.
Með þessu atriði hafði allt handritið
verið kvikmyndað en aðstandendur
myndarinnar vildu halda áfram og
sýna ballett.
Minnclli og Kelly, sem samdi
dansana, settust því niður en við
þeim blasti aðeins hvítt blaðið, rifin
skissa og rauð rós. En með þetta
í veganesti lögðu þeir af stað í eitt
S-S rA»0-»SÍ!>.!
. a Á
Minnelli meðal veggmynda úr frægustn myndum hans.
Sveitin við sundin
Ný bók Sögufélagsins í ritröðinni
Safn til sögu Reykjavíkur
ÚT ER KOMIN hjá Sögufélaginu ný bók í ritröðinni Safn til sögu
Reykjavíkur. Bókin heitir „Sveitin við sundin“ og er eftir Þór-
unni Valdimarsdóttur sagnfræðing. Höfundurinn og Einar
Laxness formaður Sögufélagsins afhentu I þessu tilefni borgar-
stjóra Reykjavíkur, Davíð Oddssyni, fyrsta eintak bókarinnar á
fréttamannafundi sl. miðvikudag, en hún er framlag Sögufélags-
ins til borgarinnar á tveggja á
Sveitin við sundin fjallar um þátt
í sögu höfuðstaðarins, landbúnað-
inn, sem stundaður var sem at-
vinnugrein í hjarta sjálfs höfuðstað-
arins til tiltölulega skamms tíma.
Það kom fram á fréttamannafund-
inum, að í dag eru enn tveir bændur
í Reykjavíkurborg, sem stunda bú-
skap.
Bókin skiptist í fimm meginkafla:
Fyrsti nefnist Lítill höfuðstaður og
er inngangur. Þá er fjallað um ráð-
stöfun bæjarlandsins í öðrum kafla.
Þriðji kaflinn er um ræktun bæjar-
landsins. Þá er kafli er nefnist
húsdýr og afurðir þeirra og í fimmta
a afmæh hennar.
kafla er sagt frá mótekjunni og
garðyrkjunni í kafla, er ber heitið
Jarðargróður. Bókin er samtals 328
blaðsíður að stærð með mörgum
myndum.
Höfundur bókarinnar, Þórann
Valdimarsdóttir, fæddist í
Reykjavík árið 1954. Hún varð
stúdent frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1973, lauk BA-prófí í
sagnfræði og ensku frá Háskóla
íslands 1979, cand.mag.-prófí í
sagnfræði frá sama skóla lauk hún
1983. Hún hefúr síðan starfað við
kennslu og ritstörf. í viðtali við
Morgu nblaðið/Þorkell
Davíð Oddsson borgarstjóri þakkar höfundinum, Þórunni Valdimarsdóttur, bókargjöfina. Einar Lax-
ness formaður Sögufélagsins lengst til hægri.
Timburhús í Hafnarfirði
Við Reykjavíkurveg er til sölu vandað timburhús. Hæð,
kjallari og ris um 57 fm að grunnfleti. Á hæðinni eru 3
herb. og eldhús, 2 herb. og bað í risi, 2 herb., snyrtiað-
staða og þvottahús í kjallara. Bílskúr.
Árni Gunnlaugsson hrl.
Austurgötu 10, sími 50764.
blaðamann sagði Þórann að bókin
væri að hluta práfritgerð hennar til
cand.mag.-prófs. Eftir hana kemur
út önnur bók nú fyrir jólin, það er
ævisaga Einars Ólafssonar í Lækj-
arhvammi. Þá kvaðst hún vera að
vinna að bók, sem ljallaði um 18.
aldar sögu.
Einar Laxness formaður Sögufé-
lagsins sagði í ávarpi á frétta-
mannafundinum, þegar bókin var
kynnt, að hún væri framlag félags-
ins til tveggja alda afmælis
Reykjavíkurborgar. Hann þakkaði
ennfremur fyrir stuðning við út-
gáfuna, borgarstjóra, borgarstjórn,
Stéttarsambandi bænda og Jarð-
ræktarfélaginu.
Borgarstjóri tók ennfremur til
máls og þakkaði framlagið. Hann
sagði m.a. að komandi kynslóðir
ættu áreiðanlega eftir að meta bók-
ina enn betur en nútímafólk því
ætíð væri erfiðara að ná í skottið
á sögunni, þegar menn létu dragast
að hefja eftirforina, eins og hann
orðaði það.
Fyrri bækur Sögufélagsins í
flokknum Safn til sögu Reykjavíkur
eru: Kaupstaður í hálfa öld, Bæjar-
stjóm í mótun 1836-1872,
Reykjavík í 1100 ár, Reykjavík,
miðstöð þjóðlífs og Ómagar og ut-
angarðsfólk. Fátækramál Reykja-
víkur 1786-1907.