Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 11

Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 11 stórfenglegasta ferðalag söng- leikjakvikmyndanna. Rissa Kellys liggur á götunni í tveimur hlutum. Skyndilega feykir vindhviða þeim saman og hægt og rólega breytist hún í sviðsmynd af Place de la Concorde. Kelly gengur inná sviðið, að eina litaða hiutnum á því, rósinni rauðu. Hann tekur hana upp og um ieið flæðir litur í sviðsmyndina og hún verður að málverki eins og eftir Dufy. Kelly leitar að stúlkunni sem hryggbraut hann og kemur á blómamarkað við Rue la Madeleine með pensilfari Renoir. Áfram heldur Kelly um stræti Parísar eins og Utrillo og Rousseau hefðu séð þau, síðan að óperunni að hætti meistara Van Gough og þaðan til Montramartre, þar sem Lautrec hefur verið að verki. í lokin kemur málarinn aftur að gosbrunninum á Place de la Concorde og við tekur 18 mínútna langur ballett, uns sviðið tæmist og Kelly stendur einn og yfirgefinn eftir. Það eru ótal fleiri myndir sem liggja eftir þennan meistara sem lést seint í sl. mánuði eftir langvar- andi veikindi. Band Wagon og Gigi, sem hlaut átta Oskarsverðlaun og var síðasti stórsöngleikur MGM, The Bad and the Beautiful, Á björt- um degi sést til eilífðar (On a Clear Day You Can See Forever) og Heiman frá hæðinni (Home From the Hill) eru aðeins nokkrar þeirra gæðakvikmynda sem Minnelli hefur skilið eftir sig. Meistari söngleikjanna og meló- dramans er horfinn okkur sjónum og er kominn til síns Brigadoon. Nafn Minnellis verður ætíð tengt blómaskeiði söngleikjanna, hann gerði aldrei þau hjákátlegu mistök sem sjást oft í söngleikjum seinni tíma og hann vissi alltaf hvar dans- inn krafðist þess að myndavélin væri staðsett. Kvikmyndaunnendur um allan heim fyllast tómleika, og lítil von um að í skarðið, sem hann skilur eftir, verði fyllt. En eftir standa minnisvarðarnir, sem flestir glitra eins og gull og fyr-ir þá erum við þakklát. Höfundur hefur nýlokið námi í kvikmyndagerd á Englandi. * Arbók Lands- bóka- safnsins 1984 komin út ÁRBÓK Landsbókasafns ís- lands fyrir árið 1984 er komin út. Á því ári voru liðin fjögur hundruð ár frá útgáfu Guðbrands Þorlákssonar á biblíunni. Árbókin er því að nokkru leyti helguð Guð- brandsbiblíu. í ritinu er meðal efnis að finna grein um Guðbrand og bókaútgáfu hans, eftir Einar G. Pétursson, sem jafnframt bjó til prentunar fáein atriði um biblíuna úr Minnis- og reikningabók hans. Þá er einnig að finna gi'ein eftir Eirík J. Eiríks- son sem heitir Móðurmálið og Heilög ritning. Finnbogi Guðmundsson og Carl-Otto von Sydow skrifa grein sem fjallar um eintak af Jónsbók í Visby, og Nanna Olafsdóttir skrif- ar um handrit Eddukvæða Bjarna Thorarensen. Einnig bjó Finnbogi Guðmundsson til prentunar þijú bréf Rögnvalds Ág. Olafssonar ti! Guðmundar Finnbogasonar. Að lokum er síðan að finna skýrslu landsbókavarðar um Landsbóka- safnið um árið 1984. Hátíðarmessur á höfuðborgarafmæli Á SUNNUDAGINN kemur, þann 17. ágúst, verður þess minnst í öllum kirkjum og messustöðum Reykjavíkur, að höfuðborgin okkar er að verða tvö hundruð ára. Auk þess sem meira verður haft við í söng og hljóðfæraleik en vant er yfir sumarmánuðina í hinu svokallaða hátiðalausa misseri kirkjuársins, hefur borg- arfulltrúum og varaborgarfull- trúum verið sérstaklega boðið að taka þátt í messuflutningnum. Guðsþjónustumar hefjast allar kl. 11 fyrir hádegi og auk prest- anna og hins hefðbundna stárfsliðs safnaðanna flytja borgarfulltrúar ávörp eða lesa lexíur og bænir dags- ins og stíga einnig í stólinn til að flytja prédikun sunnudagsins. Hef- ur verið leitað til borgarfulltrúanna og varaborgarfulltrúanna af for- ystumönnum safnaðanna, þar sem þessir kjörnu fulltrúar eiga heima og þeir beðnir um þetta eða boðið þetta, allt eftir því hvernig menn vilja túlka. En af hendi safnaðanna er þessi þátttaka hinna kjörnu leið- toga til þess að leggja áherslu á stöðu kirkjunnar í borginni og þátt þjóðkirkjunnar allrar í mótun þess þjóðlífs, sem við njótum og þökkum nú á þessum tímamótum í sögu Reykjavíkur. Klukkan tvö síðdegis er síðan biskupsmessa í Dómkirkjunni og mun biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, prédika en altaris- þjónustu annast prestar Dómkirkj- unnar ásamt dómprófasti. Við þá messu sem flestar hinna er lögð áhersla á lag og texta, sem tengj- ast Reykjavík og íbúum hennar. Er það von presta og sóknar- nefnda og allra þeirra, sem hér starfa saman, að messurnar verði fjölsóttar og sunnudagurinn því góður undirbúningur afmælisdags- ins sjálfs með bænahaldi og boðun. En höfuðborginni biðjum við bless- unar og öllum íbúum hennar en leiðsögn þeim, sem þar eru valdir til forystu. Ólafur Skúlason dómprófastur. TOYOTA P. Samúelsson & Co. hf. hefur rekið bílasölu fyrir notaða bíla samhliða sölu nýrra Toyota bifreiða að Nýbýlavegi 8 í Kópavogi. Nú hefur verið gerð breyting þar á og sala notaðra bifreiða flutt í nýtt húsnæði í Skeifunni 15. Þar er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir þá sem eru að kaupa, vilja selja, eða skipta notuðum bíl. Sýningarsalurinn er nokkuð stór á íslenskan mælikvarða, enda mun þægilegra að skoða bifreiðar innan húss en utan. Bifvélavirki tekur alla okkar bíla í söluskoðun áður en þeir eru settir í sölu. Með því móti getur kaupandi kynnt sér mun betur en áður ástand hverrar bifreiðar. Sölumennirnir eru þaulvanir og leggja sig fram um að veita góða þjónustu. P.S. Við seljum ekki eingöngu góðar, notaðar Toyota bifreiðar, því við höfum ílestar tegundir bíla á söluskrá. SKEIFUNNI 15 108 REYKJAVÍK SÍMI (91)687120

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.