Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 13
dsei T8Ú0Á t.í fluoAauTaö’3 .qiQAjanuDflOM
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
13
Fundur samstarfsráðherra Norðurlanda á Höfn í Homafirði:
Samningur um stofnun þróunar-
sjóðs fyrir vestlæg Norðurlönd
Dagana 19.-20. ágúst verður haldinn á Höfn í Hornafirði ráð-
herrafundur samstarfsráðherra Norðurlanda, en fundir samstarfs-
ráðherra eru haldnir með reglulegu millibili h.u.b. sex sinnum á ári
til skiptis í löndunum.
Fundinn sitja samstarfsráðherr-
amir Halldór Ásgrimsson, sjávarút-
vegsráðherra, Christian Christen-
sen, umhverfismálaráðherra
Danmerkur, Gustav Björkstrand,
menntamálaráðherra Finnlands,
Bjame Mörk Eidem, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, og Svante lund-
kvist, landbúnaðar- og sjávanit-
vegsráðherra Svíþjóðar.
Ráðherrarnir skiptast á um for-
mennsku í ráðherranefndinni. Sl.
ár var Matthías Á. Mathiesen for-
maður og var það í fyrsta skiptið,
sem íslendingur hefur á hendi for-
mennskuna, en í ár er finnski
menntamálaráðherrann, Gustav
Björkstrand, formaður ráðherra-
nefndarinnar. Þá munu og sitja
fundinn þeir Jonathan Motzfeldt,
formaður grænlensku landstjórnar-
innar, og Atli Dam, lögmaður
Færeyja, svo og allmargir embætt-
ismenn.
Meðal mála, sem á dagskrá em,
má nefna ályktun Norðurlandaráðs
Reykhólasveit:
Heyskap og
flugvelli
að ljúka
Reykhólasveit.
HEYSKAP er víða lokið hér og
aðrir eru að Ijúka við heyskap
þessa dagana. Grasspretta var
ágæt og þurrkar miklir og því
er heyfengur mikill og góður.
Allgóð atvinna hefur verið hér
um slóðir í vor og sumar. Flugvall-
argerð á Reykhólum er að ljúka og
verður flugbrautin nær einn kíló-
metri. Einnig er hér verið að
undirbúa veg undir bundið slitlag
og á að þekja sex kílómetra á næstu
dögum.
Þörungavinnslan hefur starfað í
sumar á svipuðum grunni og áður.
Á næstu dögum kemur hingað skip
að taka 500 tonn af þangmjöli.
-Sveinn
Ólafsvík-
ingar að
fylla
kvótann
Olafsvík.
GÓÐ TÍÐ hefur verið
síðustu vikur til lands og
sjávar. Rólegt hefur verið
yfir sjósókn vegna sumar-
leyfa, en nú eru róðrar
hafnir að nýju hjá rækju-
bátum og trillunum.
Afli hefur verið þokkaleg-
ur, en dragnótabátar hafa
lítinn afla fengið. Aflamörk
báta eru nú óðum að fyllast.
Togarinn Már hefur aflað
sæmilega. Hluta aflans er
landað hér heima, en annars
sent utan í gámum. Togskipið
Jökull fiskar allvel og landar
heima. Atvinna hefur verið
næg og allar afurðir seljast
ört og fara eftir hendinni.
Ms. Suðurland lestaði í gær
saltfisk, svo ekki er sporður
eftir. Sama gildir um fiski-
geymslurnar.
Helgi.
um norrænt samstarf á alþjóðavett-
vangi, en það færist í aukana að
Norðurlöndin hafi með sér samstarf
á alþjóðavettvangi og þau komi
fram sem einn aðili í ýmsum al-
þjóðamálum, t.d. í sambandi við
aðstoð við þróunarlönd, á sviði ör-
yggismála og upplýsingamiðlunar
vegna kjarnorkuslysa, í sambandi
við loftmengun o.s.frv. Þá verða
m.a. rædd ýmis atriði varðandi fjár-
veitingar og fjárlög, en samstarfs-
ráðherrarnir fara með yfirstjórn
fjárlagagerðar norrænu ráðherra-
nefndarinnar fyrir hönd ríkisstjóma
landanna, segir í fréttatilkynningu
frá stjórnarráðinu.
Þróunarsjóður fyrir
vestiæg Norðurlönd
Aðaldagskrármálið verður þó, að
á fundinum munu ráðherramir
ganga formlega frá samþykkt og
undirritun „Samnings um stofnun
norræns þróunarsjóðs fyrir hin
vestlægu Norðurlönd“ („Udvikl-
ingsfond for Vestnorden") og
staðfesta samþykktir sjóðsins fyrir
hönd ríkisstjórna landanna.
Stofnun þessa sjóðs hefur lengi
verið í deiglunni og undirbúningur-
inn fyrst og fremst verið á vegum
byggðamálaráðherranna, en
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra fer með byggðamál hér,
svo og „Nárp“ — norrænu embætt-
ismannanefndarinnr um byggða-
stefnu- og undirnefnda hennar.
Á 34. þingi Norðurlandaráðs,
sem haldið var í Kaupmannahöfn í
mars sl., gerði ráðið að tillögu sinni
með 65 atkvæðum og engu at-
kvæði á móti, að samþykkt yrði
tillaga ráðherranefndarinnar um
stofnun norræns þróunarsjóðs fyrir
hin vestlægu Norðurlönd. Síðar var
ákveðið að samstarfsráðherramir
gengju frá undirritun milliríkja-
samnings þar að lútandi og
samþykkta sjóðsins.
Á ráðherrafundinum á Höfn í
Homafirði 19. þ.m. mun Halldór
Ásgrímsson, sjávarútvegs- og sam-
starfsráðherra Norðurlanda, undir-
rita samninginn fyrir hönd Islands.
í 1. gr. samningsins segir um
markmið sjóðsins:
Sjóðurinn er stofnaður í þeim til-
gangi að efla fjölhæft og samkeppn-
ishæft atvinnulíf á hinum vestlægu
Norðurlöndum (Færeyjum, Græn-
landi og íslandi) með lánveitingum
og styrkjum, ennfremur með því
að veita litlum og meðalstómm fyr-
irtækjum ábyrgð til að ráðast í
verkefni sem em tengd þeim eða
em til hagsbóta fyrir þau. Sjóðnum
er jafnframt ætlað að stuðla að
aukinni samvinnu Norðurlandanna
á sviði iðnaðar, viðskipta og tækni,
bæði milli hinna vestlægu Norður-
landa innbyrðis svo og samvinnu
þeirra við önnur Norðurlönd.
„Stofnfé sjóðsins skal vera jafn-
gildi 14,1 milljóna bandaríkjadala
(USD) í dönskum krónum, og skipt-
ist framlagið sem hér segir:
Ríkisstj. Danmerkui- 2,7 m. USD
Landstj. Grænlands 0,1 m. USD
Landstj. Færeyja 0,1 m. USD
Ríkisstj. Finnlands 2,7 m. USD
Ríkisstj. íslands 0,4 m. USD
Ríkisstj. Noregs 2,7 m. USD
Ríkisstj. Svíþjóðar 5,4 m. USD
Stofnféð greiðist sjóðnutn sam-
kvæmt sérstakri greiðsluáætlun
fram til 1. mars 1995.“
Aðsetur sjóðsins skal vera í
Reykjavík og fulltrúar hans skulu
vera í Þórshöfn og Nuuk.
Skelltu þér á nýja
PHILIPS-ÞVOTTAVÉL
VIÐ TÖKUIUI ÞÁ GÖMLU
UPP í Á KR. 3000.-
Philips-þvottavélar hafa
verið^fáanlegar um alllangt
skeið, mörgum til mikils
ama. En nú færum við
viðskiptavinum okkar þá
gleðifregn að þær eru
fáanlegará ný.
Til þess að auðvelda
fólki að endurnýja þá
tökum viðgömlu
þvottavélina uppí á kr.
3000.-
Reynsla og þekking er
undirstaða framleiðslu
Philips-þvottavéla. Þæreru
sérhannaðartil að standast
öll gæðapróf og bjóða
aðeins það besta eins og
Philips er þekkt fyrir.
NOKKRAR UPPLÝSINGAR UM NÝJU VÉLARNAR:
• Tekur inn á sig heitt eða kalt vatn • Með því að nota nýtni-stillinguna
sparast um 30% af orku • Allt að 1000 snúninga vinda • Sérstakur „stuttur"
þvottur fyrir föt sem eru aðeins lítils háttar óhrein • 9 stillingar fyrir viðkvæman
þvott • Tekur 4.5 kg af þvotti
PHILIPS
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8, SÍMI 27500. HAFNARSTRÆTI 3, SÍMI 20455.
ERUM SVEIGJANLEGIR
í SAMNINGUM