Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
17
þeirri samkeppni. Fjölmörgum
fiystihúsum verður áreiðanlega full
þörf á sölusamlagi í framtíðinni.
Af því að ég þurfti að grípa
frystihúsapennann aftur vegna
hans Þorsteins, vil ég nota tækifær-
ið til að ræða lítillega þá víxiverkun
sem varð í uppbyggingu frysti-
vinnslunnar. Ég hef verið spurður
af hverju ég hafi sleppt þessu mik-
ilsverða atriði, og játa að ég gerði
það viljandi. Þessi víxlverkun í upp-
byggir.gunni var með þeim hætti,
að á ýmsum stöðum keyptu menn
fyrst skip og það kallaði á byggingu
frystihúss, sem var svo byggt of
stórt fyrir eitt skip, og þá varð að
kaupa annað, en frystihúsið reynd-
ist þá of lítið fyrir tvö, og þá varð
enn að stækka húsið og það varð
of stórt fyrir tvö skip og þá var
keypt það þriðja. Hitt gat svo líka
gerzt, að fyrst væri byggt frystihús
á staðnum og síðan keypt skip og
víxlverkunin yrði með öfugum
gangi við þá fyrri. Nú er það svo,
að ég er hallur undir byggðastefnu
í sjávarútvegi, vegna þess, að ég
veit, að svo lengi sem við þurfum
að bjargast af sjávarútvegi, verðum
við að viðhalda byggð í sjávarpláss-
unum. Sjávarútvegur á íslandi
verður ekki nema svipur hjá sjón,
ef við missum fólk úr þeim plássum.
Fólk verður að alast upp í þessum
atvinnuvegi, ef það á að vera gang-
ur í honum. Áðurnefnd víxlverkun
var sem sagt angi af byggðastefn-
unni en átti einnig rætur sínar í
verðbólgu og skattakerfinu. Ef eitt-
hvað stóð út af hjá fyrirtæki, og
það átti jafnt við um allar atvinnu-
greinar okkar, þá fjárfesti fyrirtæk-
ið í dauðans ofboði og sjávarútvegs-
fyrirtæki þá í nýju skipi eða stærra
frystihúsi. Af þessum sökum, við-
haldi byggðar í sjávarplássum og
fjölgun fólks þar og nauðsyn fjár-
festingar til að bjarga að peningar
færu ekki í verri eyðslu, siglt fyrir
þá í sólarlönd, var ég ekki viss um
að víxlverkunin hefði verið mislukk-
an og lét hana því eiga sig. Og
þetta læt ég nægja af minni hálfu
um þetta margþætta fyrirbæri.
★
Þótt fyrir mér sé meginatriðið í
grein Þorsteins að hann játar, að
grundvallarsjónarmið í rekstri Cold-
water hafi verið Coldwater en ekki
frystihúsin né fiskveiðamar hér-
lendis, þá finnst mér rétt að benda
á fleira sem maðurinn sagði. Ekki
kann ég þó að kveða niður aftur-
göngur, ég veit ekki nema um einn
galdramann í ætt minni, en altént
get ég gert krossmark fyrir Þor-
steini, það dugði oft fyrrum, ef
góður hugur fylgdi og ekki vantar
mig hann.
„Það er ekki rétt,“ segir Þor-
steinn, „að íslenzku verksmiðjurnar
í USÁ — (að íslenzku tali, Þor-
steinn, heitir USA Bandaríki
Norður-Ameríku en þó oftar kölluð
Bandaríkin) — hafi verið byggðar
fyrir fé frá íslandi. Þær hafa ver-
ið byggðar fyrir lánsfé sem þær
hafa sjálfar staðið undir að end-
urgreiða."
Með hvaða peningum endur-
greiddu þær það lánsfé, Þorsteinn,
nema með ágóðanum af sölu
íslenzks fisks? Jafngildir það ekki
að þ_ær séu byggðar fyrir íslenzkt
fé? Ég á eitthvert hrafl af gömlum
aðalfundaræðum formanna SH og
það er sérstaklega ein, sem gæti
hresst eitthvað upp á minni Þor-
steins í þessu efni. Það er svo sem
ekki nýlunda að forstjórar, sem
hafa í mörgu að snúast, séu ekki
fróðastir manna um sögu fyrirtækja
sinna. Þorsteinn er líka of ungur
til að geta munað þetta rétt. Það
er eitt sem hvílir á okkur, sem full-
orðnir erum, að leiðrétta sögulegan
misskilning yngri manna.
Þá segir Þorsteinn, að það sé:
„rangt, að sjávarútvegur á íslandi
standi undir árlegum rekstrarkostn-
aði verksmiðjanna með lágu fisk-
verði, því að þær borga fullt verð
(leturbr. mín) fyrir allt sem þær fá
frá íslandi." Ekki get ég fundið,
hvar ég fjallaði um árlegan rekstar-
kostnað sölu- og fiskréttaverk-
smiðjanna í greinum mínum, en
fyrst Þorsteinn nefnir þetta, þá er
ég þama á öðru máli og tel þetta
rétt — en mér er spum: Hvað er
„fullt verð“? Er það verðið, sem
kaupandinn telur sig geta borgað
mest, eða er það verðið sem selj-
andi telur sig þurfa að fá? Líklega
á Þorsteinn við markaðsverð og þá
er því til að svara, að það hefur
alls ekki dugað okkur þetta „fulla
verð“.
En þetta svar, „fullt verð“, lætur
Þorsteinn duga um ekki minna mál
en sölukostnaðinn í Bandaríkjunum
og vinnslukostnaðinn hérlendis fyrir
Coldwater og Iceland Seafood. Það
er á honum enn snúðurinn: „Haldið
ykkur saman. Coldwater og Iceland
Seafood borga fullt verð. Og hana
nú.“
Þorsteinn segir, að verð fiskflaka
hafi fimmfaldast á þeim 22 árum,
sem hann var forstjóri Coldwater.
Það segir lítið fyrir okkur, Þor-
steinn, sem höfum ámm saman
margfaldað allt með minnst 50 frá
ári til árs. Og það er víst ekki
margt sem ekki hefur fimmfaldast
í verði í heiminum á aldarfjórðungi.
Þorsteinn skrifar mig fyrir því,
að ég vilji „losa frystihúsin við Cold-
water og væntanlega einnig Iceland
Seafood“. Þarna háir honum lestr-
arkunnáttan, búinn að týna henni
niður eins og Eyvindur, enda úti-
legutími þeirra álíka langur. Ég
segi þó berum orðum í 5. grein
minni:
„Nú er enginn að tala um að
leggja Coldwater og Iceland Sea-
food fyrir róða, heldur að það sé
gert upp á hveijum tíma, hvort
vinnsla borgi sig fyrir þessi fyrir-
tæki og þá hvaða vinnsla, en ekki
pressast við undir líf og blóð að
vinna sem mest af fiski fyrir þau,
hveiju sem til er kostað, þegar ann-
arra markaða er völ, sem betur
gæti borgað sig að vinna á í einn
tíma eða annan."
Með þessum orðum er ég að end-
urtaka, að það öryggissjónarmið,
sem ríkt hefur í vinnslu fyrir Banda-
ríkjamarkað, sé orðið úrelt: við
þurfum ekki lengur að vinna fyrir
þann markað nema það borgi sig.
Sem sagt, Þorsteinn, það sem
við erum að glíma við hér heima
er uppgjör á mörkuðum. Okkur
duga því engar fullyrðingar þínar
um „ftillt verð“ eða annað álíka
snakk út í hött. Heldur öll spil á
borðið, ekkert minna. Við viljum
halda bandaríska markaðnum og
eigum að geta það, honum duga
110—120 þúsund tonn, — en það
dugir ekki lengur að frystihúsin
geti ekki borgað sæmilegt verð fyr-
ir fisk né sæmilegt kaup fyrir
vinnslu á þann markað, og nú hefur
þessi markaður fengið samkeppnis-
markaði, sem við þurfum að bera
saman við þann bandaríska, og
þess vegna viljum við fá spilin á
borðið, öll, og við þurfum ekki leng-
ur að sækja þau í þínar hendur.
Ólafsvík:
Hverjum spotta fagnað sem bundinn er slitlagi
Ólafsvík.
HÉR hefur verið meira um er-
lenda ferðamenn í sumar en
oftast áður. Nokkur tjöld hafa
verið á tjaldstæðinu hverja nótt.
Aftur á móti virðast Islendingar
eðlilega leggja meiri áherslu á
að ferðast um landið þar sem
hægt er að aka meira á bundnu
slitlagi. Þá velja menn ógjarnan
Snæfellsnes.
Þeir hjá FIB virðast gera sér
grein fyrir þessu enda létu þeir
þess getið í útvarpi fyrir verslunar-
mannahelgina að á Snæfellsnesi
yrði engin þjónustubifreið frá
þeim. Þrátt fyrir allt koma þó hing-
að árlega margir unnendur
snæfellskrar náttúrufegurðar. Var
til dæmis allmargt fólk í tjöldum
í Dritvík um verslunarmannahelg-
ina.
Varðandi bundna slitlagið þykir
Snæfellingum lítt saxast á limina
hans Bjöms, en fagna þó hveijum
spotta. Full ástæða er fyrir okkur
að taka undir það sjónarmið sem
sett hefur verið fram, m.a. í for-
ystugrein Morgunblaðsins, að nýta
beri lágt olíuverð og önnur skilyrði
til að flýta lagningu á vegi. Staðan
er nú þannig í þessari þófnu skák,
að með lítilsháttar fóm mætti
koma af stað glæsilegri fléttu sem
tryggði sigur.
Helgi.
.. ...........■"!,....... II..II..I—■llillllt.in.il 11,11.»11.1.1 .) III . IUMM
^SAMBANDIÐAUGLÝSIR
SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32 SÍMI 82033
KRÓKHÁLSI 7 SÍMAR: 672888 og 82033
Festingar og saum |
fyrir burðarvirki ■