Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið.
Kaupstaðarafmæli
í öllum lands-
fjórðungnm
Konungur íslands og Dan-
merkur gaf verzlunina
fijálsa við alla þegna sína frá
og með 1. janúar 1788. Þessi
ákvörðun var birt í opnu bréfi
18. ágúst 1786. Þá er jafnframt
kunngjört um sex íslenzk byggð-
arlög, sem hljóta skuli „kaup-
staða rétt“: Reykjavík,
Grundarfjörð, ísafjörð, Akur-
eyri, Eskifjörð og Vestmanna-
eyjar. Reykjavík ein hefur haldið
kaupstaðarréttindum samfellt
síðan. Öll þessi byggðarlög hafa
kaupstaðarréttindi að íslenzkum
lögum í dag nema Grundarfjörð-
ur.
Verzlunareinokun, sem hér
var við lýði 1602-1788, var
Þrándur í Götu framfara í þjóð-
félaginu, eins og allir fram-
kvæmdafjötrar. Réttsýnir Danir
settu fram rökstuðning fyrir
verzlunarfrelsi og stofnun kaup-
staða á Islandi þegar á fyrri
hluta 18. aldar, samanber rit-
gerð Hans Becker 1736. Hann
setur þá þegar fram tillögur um
fimm kaupstaði á íslandi, þar á
meðal Hafnarfjörð, sem hann
vildi gera að höfuðborg. Islenzk-
ir baráttumenn fyrir verzlunar-
frelsi og framförum í landinu
stóðu einnig að tillögugerð um
stofnun kaupstaða, samanber
ritgerð Erlends Ólafssonar árið
1770 um æskilegt þéttbýli á
Skutulsfjarðareyri (þar sem nú
stendur ísafjarðarkaupstaður),
sem raunar frjallaði ekki síður
um nauðsyn þess að fá hingað
til lands erlent fagfólk til að
þjálfa heimamenn í fískveiðum
á þilskipum og marks konar
handverki og iðnaði.
Islenzk sveitarfélög eiga ræt-
ur lengra aftur í sögu okkar en
þjóðríkið sjálft. Þegar fyrir
stofnun þess höfðu Islendingar
stofnað hina fornu hreppa, en
hreppaskipan í landinu hélzt án
stórvægilegra breytinga til
skamms tíma. Hlutverk þeirra
var athyglisvert um sitt hvað.
Þar er til dæmis að fínna fyrsta
vísi að tryggingum hjá ger-
mönskum þjóðum. Stofnun sex
kaupstaða hér á landi fýrir 200
árum var hinsvegar staðfesting
á nauðsynlegri þjóðfélagslegri
framvindu, frá einhæfni og fá-
tækt bændasamfélagsins, sem
hér hafði staðið lítt breytt um
margar aldir, til velmegunar og
nýrra þjóðfélagshátta, eins og
þeir blasa við okkur í dag. Kaup-
staðir á íslandi vóru fyrstu
mikilvægu skrefín til samtímans.
Þeir vóru mikilvægir áfangar að
efnahagslegu og stjórnarfars-
legu sjálfstæði þjóðarinnar.
Það eru sum sé fleiri staðir
en höfuðborgin, Reykjavík, sem
fagna 200 ára kaupstaðaraf-
mæli um þessar mundir.
Framvindan í þessum byggðar-
lögum hefur um margt orðið
önnur en í landnámi Ingólfs. Öll
skipa þau hinsvegar veglegan
sess í íslenzku samfélagi í dag.
Akureyri og ísafjörður eru höf-
uðstaðir hvor í sínum landsfjórð-
ungi. Vestmannaeyjar hafa
sérstöðu sem einn af mikilvæg-
ari hornsteinum í undirstöðuat-
vinnuvegi okkar, sjávarútvegi.
Og Eskifjörður og Grundarfjöður
eru einnig blómleg sjávarútvegs-
pláss og verzlunarstaðir. Astæða
er til að samfagna íbúum þess-
ara þéttbýlisstaða á 200 ára
afmæli fyrstu kaupstaðarrétt-
inda og árna þeim gæfu og
gengis um langa framtíð.
Þegar konungur veitti fram-
angreindum stöðum „kaupsta
rétt“, 18. ágúst 1786, talar hann
jafnframt um „þvílíkt frelsi, sem
vér með annrri allramildastri
fyrirskipan viljum sérílagi síðar-
meir kunngjöra, og skal þessum
stöðum þar með unnast slík
fríheit, er Vér álítum nægileg
til þess að áfysa bæði nokkra
framandi og eins vora eigin
þegna, til að taka þar bústaði
og hagnýta öll gæði, er íslands
ágóði býður“. Það sem konungur
kallar „þvílíkt frelsi" og „fríheit"
byggðarlaganna heitir máske í
dag — á máli stjórnmálamanna
— að efla sjálfstæði sveitarfé-
laga og stuðla að valddreifíngu
til þeirra frá ríkinu.
Þrátt fyrir ný sveitarstjórnar-
lög (nr. 8/1986), sem fela í sér
nokkra „réttarbót“ til handa
sveitarfélögum, vantar enn
nokkuð á nauðsynleg „fríheit"
þeirra, m.a. að færa staðbundin
verkefni og tilheyrandi hluta af
skattgjöldum fólks og fyrir-
tækja, margvíslegum, til þeirra
— í ríkari mæli en þegar hefur
verið gert. En það er vonandi
að ríkisvaldið muni „sérílagi og
síðarmeir kunngjöra þvílíkt
frelsi“ til handa sveitarfélögun-
um, þann veg að þau geti betur
nýtt „fríheit" sín — og „hagnýtt
öll þau gæði, er íslands ágóði
býður fram“, svo tilvitnuninni í
konungsboðskap sé enn haldið.
Það mætti raunar gerast fyrr
en síðar. Og tvö hundruð ára
kaupstaðarafmæli nokkurra
þéttbýlisstaða — í öllum lands-
fjórðungum — er kjörið tilefni
til slíkra ákvarðana.
Hingað og ekki lengra!
eftír Jónatan Þór-
mundsson, prófessor
Hingað og ekki lengra!
Margir hafa lagt orð í belg um
svokallaða hvalveiðideilu íslendinga
og Bandaríkjamanna. Sýnast flest
ummæli á einn veg og sundurlyndis-
fjandinn kveðinn niður í bili. Það
þykir kannski ekki á bætandi að
leggja fleiri orð í þann sama belg.
Sum mál eru þó þeirrar náttúru,
að öll teikn um góða samstöðu eru
landi og lýð til nokkurs gagns.
Jafnrétti ríkja í orði
og á borði
Samkvæmt þjóðarétti eru öll ríki
jöfn að lögum án tillits til stærðar,
íbúaíjölda, efnahags og þjóðskipu-
lags. Jafnréttisregla þessi er m.a.
staðfest í 2. gr. sáttmála Sameinuðu
þjóðanna: „Bandalagið byggist á
grundvallarreglunni um fullvalda
jafnræði allra meðlima þess.“ Jafn-
réttið felst t.d. í þeirri aðalreglu,
að atkvæði smáríkja vega jafnt og
atkvæði stórþjóða hjá alþjóðastofn-
unum og á alþjóðaráðstefnum (sem
undantekningu má nefna reglurnar
um Öryggisráð SÞ). Annað dæmi
um þennan grundvallarrétt ríkja er
sú regia, að ekkert n'ki getur tekið
sér lögsögu yfir öðru ríki né heldur
geta dómstólar þess eða stjórnvöld
vefengt lög eða stjórnvaldsaðgerðir
annars ríkis.
Ekki þarf að fara í neinar graf-
götur um veiuleikann í þessu efni.
Hann er vitanlega allur annar en
regiur segja til um, að frátöldum
atkvæðisréttinum. Grundvallarrétt-
ur smáríkja til virðingar og jafn-
réttis má sín oft lítils í skiptum við
stæri’i ríki. Stóiveldin túlka gjama
alþjóðareglur eftir eigin geðþótta
eða leggja á þær mat eftir eigin
löggjöf og virða þá einskis löggjöf
annarra ríkja. í stað beinna hern-
aðaraðgerða tíðkast nú æ meira
alls konar efnhagsþvinganir. Þótt
hvert ríki hafi vitaskuld rétt til að
móta efnahagslíf sitt og viðskipti
við útlönd eftir eigin höfði, felst
vait í þeim rétti heimild til handa
einstökum ríkjum að beita önnur
ríki efnahagsþvingunum. Yfirleitt
verður að ætlast til, að til slíkra
þvingana sé gi-ipið af alþjóðastofn-
unum eins og Sameinuðu þjóðunum.
Ofríki og lág-kúra
I hvalveiðideilunni mega aukaat-
riði ekki skyggja á aðalatriðin. Sala
á hvalkjöti ofan í Japani eða refi
og minka er hreint aukaatriði. Af-
koma landsmanna stendur hvorki
né fellur með hvalveiðum, og jafn-
vel náttúruvemdarsjónarmið geta
orðið léttvæg. Meginatriði málsins
er, að stórveldi hefur sýnt af sér
ótrúlegt ofríki miðað við lítið til-
efni, látið freistast til þess að knýja
annað ríki til að lúta sínum lögum
í stað þess að fara viðurkenndar
leiðir í alþjóðasamskiptum, svo sem
að semja um lausn með hliðsjón af
mismunandi lagareglum og ólíkri
túlkun alþjóðareglna eða með því
að leita úrskurðar alþjóðástofnunar,
samtaka eða gerðardóms. Slíkar
málaleitanir hefðu byggst á giund-
vallarreglunum um fullveldi, jafn-
ræði og virðingu allra sjálfstæðra
ríkja.
Lágkúran í öllu þessu er, að þetta
sama stórveldi hefur ekki treyst sér
til — vegna eigin hagsmuna — að
styðja efnahagsþvinganir gegn
öflugu n'ki í Afríku, sem um langan
aldur hefur kúgað meirihluta þjóðar
sinnar.
Óleikur við aðrar
smáþjóðir
Ríki jafnt sem einstaklingar geta
auðvitað leikið sjálf sig svo grátt
sem þau vilja. En hvað um sið-
ferðilega ábyrgð þeirra gagnvait
öðrum? Þótt við íslendingar höfum
ekki haft kjark til að taka meiri
áhættu í þessu máli (sennilega af
ótta við versnandi lífskjör, ef fisk-
markaðir lokast), getum við spurt
okkur sjálf: Erum við ekki að gera
öðrum smáþjóðum óleik með því
slæma fordæmi að láta undan ofríki
stórveldis? Mátti ekki ætlast til
annars og meira af þessari mennt-
uðu og stoltu þjóð? Forsætisráð-
herrar Norðurlanda hafa nú kveðið
Jónatan Þórmundsson
„ Grund vallarréttur
smáríkja til virðingar
og jafnréttis má sín of
lítils í skiptum við
stærri ríki. Stórveldin
túlka gjarna alþjóða-
reglur eftir eigin
geðþótta eða leggja á
þær mat eftir eigin lög-
gjöf og virða þá einskis
löggjöf annarra ríkja. I
stað beinna hernaðar-
aðgerða tíðkast nú æ
meira alls konar efna-
hagsþ vinganir. “
upp úr með það, að um sé að ræða
illþolandi afskipti af hvalveiðimál-
inu, þ.e. af innanríkismálum íslend-
inga. Þegar svo er komið, er þá
ekki orðið tímabært að taka sam-
skiptin við þetta erlenda ríki og
e.t.v. fleiri til heildarendurskoðunar
og hyggja betur að gagnkvæmni í
samskijitum við þau. Hvers vegna
skyldu vegabréfsáritanir ekki vera
gagnkvæmar, svo að dæmi sé tek-
ið? Við glötum þá kannski ein-
hvetju, segja menn. En erum við
ekki menn til að halda höfði og
þiggja einungis það, sem við borg-
um fyrir?
Almenningsálitið
Sú var tíðin, að íslendingar lögðu
mikið undir og höfðu betur. Land-
helgisstríðið vannst fyrst og fremst
með ötulli baráttu, mikilli kynning-
arstarfsemi og almenningsálitinu í
Evrópu, sem snerist okkur í vil.
Nú þegar við eigum undir hiigg að
sækja gagnvart stórveldi, sem á
síðustu ánim hefur bakað sér vax-
andi óvinsældir í Evrópu, leggjum
við niður skottið.
Varnarmál og
viðskiptamál
íslenskir ráðamenn hafa réttilega
lagt áherslu á að blanda ekki sam-
an vamarmálum og viðskiptamál-
um. Það væri raunar órökrétt, ef
þátttakan í NATO og vamarstöðin
em enn við lýði vegna öi-yggis-
hagsmuna okkar sjálfra. Hvorki
almenningur né stjórnvöld hafa mér
vitanlega notað varnarstöðina sem
keyri á Bandaríkin út af deilumálum
við önnur ríki. Hitt er þá heldur,
að Bandaríkjamenn sjálfir hafi ver-
ið hræddir um hana, þegar eitthvað
hefur á bjátað í samskiptum þjóð-
anna. Varnarstöðin getur því haft
nokkuit gildi sem sjálfsögunattæki
fyrír viðkomandi stórveldi. En svo
mjög gæti almenningi blöskrað, að
jafnvel hörðustu NATO-sinnar
kynnu að vilja semja um varnirnar
við NATO-ríki í Evrópu.
Samningasnilli
íslendinga
Samkomulag var ekki gert í
Washington, sögðu talsmenn
íslenskra stjórnvalda. Samt tókst
samkomulag, fyrst og fremst um
að aðilar væru ósammála, að því
viðbættu að stórveldið í vestri léti
af aðalhótun sinni gegn því að
íslensk stjórnvöld breyttu áætlun-
um sínum. ‘ Að öðrum kosti vofðu
yfir efnahagsþvinganir og sölubann
á hvalafurðir. Má kannski nefna
það nauðungarsamning?
íslenska ríkisstjórnin sendi strax
frá sér yfirlýsingu um málið og gaf
þannig bandarískum stjórnvöldum
góðan tíma til að kanna yfirlýsing-
una út í æsar með hjálp fjölmennrar
sérfræðingasveitar. í stað þess að
gefa yfirlýsingar nokkurn veginn
samtímis, svo sem almennt tíðkast
um viðræður og samkomulag jafn-
ingja á alþjóðavettvangi, voru
íslensk stjórnvöld annaðhvoit knúin
til þess að spila strax út öllum sínum
spilum, eða þau vom svo sannfærð
um snilli sína, eð engu máli skipti,
þótt sérfræðingarnir vestra rembd-
ust við að finna snjallan mótieik
gegn Islendingum.
Oft er þakkai-veit, að stjórn-
málamenn sýni varkárni, og stilling
er sjálfsögð í öllum mannlegum
samskiptum, líka þótt ofríki sé haft
í frammi. Það er aðal góðra stjórn-
málamanna að átta sig á, hvenær
taka beri áhættu og hvenær ekki,
á sama hátt og þeir ættu að hafa
betri þjálfun, yfirsýn og ábyrgðar-
tilfinningu en flestir aðrir til að
átta sig á, hvaða siðakröfur megi
gera til þeirra. Það er rétt, sem
sagt var í útvarpi nýlega, að engan
veginn er ti-yggt, að sérfræðingar
séu hæfari til mats á slíkum atriðum
— og ættu ekki að vera það, nema
þeir helli sér sjálfir út í stjórnmál.
Þá hlýtur sérfræðin að koma að
nokkru gagni fremur en hitt.
Hvar standa Islend-
ingar nú?
Aðalspurningin í hugum margra
er sú, hvar Islendingar standi nú,
hvort þeir séu nokkuð betur settir
en þótt þeir hefðu hunsað hótanir
að vestan. Óljóst er um viðbrögð
Japana, þegar þetta er ritað. Borist
hefur úr viðskiptaráðuneytinu í
Washington yfirlýsing, sem fremur
sýnist ýta undir en draga úr hættu
á víðtækum samtökum gegn
íslenskum viðskiptahagsmunum
þar í landi. Getur hugsast, að við
Islendingar sitjum uppi með bæði
skaðann og skömmina?
Höfundur er prófessor við laga-
deild Háskóla íslands.
Meðaltalsreikningur
Sigurðar E. Guðmundssonar
eftir Björn Vernharðsson
Allir kannast við blindu mennina
og fílinn. Blindu mennirnir könnuðu
fílinn og lentu á misjöfnum stöðum
og fóru síðan að rífast um útlitið.
En núna hefur Sigurður E. Guð-
mundsson komist í spilið. Hann
hefur með aðstoð svokallaðs starfs-
hóps Húsnæðisstofnunar reiknað
vexti frá vori 1985 og nú með að-
stoð öflugs tölvuforrits. Þessir
snillingar hafa reiknað það út að,
fíllinn er að meðaltali eins og trekt
í Iaginu.
Þannig er svar sem Sigurður E.
Guðmundsson hefur sent frá sér í
Morgunblaðið 6. ágúst síðastliðinn
um vaxtakjör stofnunarinnar á svo-
nefndum hlutaverðtryggðum
lánum. Lánin geta að meðaltaii ver-
ið hagstæð. Þeir sem borga af
þessum lánum frá seinni hluta tíma-
bilsins borga ekki eins háa vexti
og þeir sem borga af lánum sem
voru tekin fyrri hluta tímabilsins.
Það getur verið að lán Húsnæðis-
stofnunar séu að meðaltali hag-
stæð, en af mínum lánum borgaði
ég yfír 43% vexti eða yfir 8% vexti
umfram vísitölu.
Til að taka af allan vafa vil ég
hér með sýna hvað ég gréiddi í
„Það getur verið að lán
Húnsæðisstofnunar séu
að meðaltali hagstæð,
en af mínum lánum
borgaði ég yf ir 43%
vexti eða yf ir 8% vexti
umfram vísitölu.“
raun og veru. Eftir að hafa greitt
af mínum lánum í maí 1985 skuld-
aði ég alls 207.569 krónur. Þessi
skuld hækkaði á síðastliðnu ári um
89.774 krónur eða um 43,25%.
Þessi hækkun er rúmlega 8% um-
fram vísitöluna sem hækkaði aðeins
um 32,43%.
Allan þennan tíma var hámarks-
ávöxtun 5% á slíkum lánum
samkvæmt ákvörðun Seðlabank-
ans. Sigurður E. Guðmundsson
ætti að vita þetta sem forstöðumað-
■ ur Húsnæðisstofnunar og virða
slíkar ákvarðanir.
Eg get ekki skilið hvernig vaxta-
kjör þessara lána eiga að vera
húsbyggjendum ljós þegar nefnd
sérfræðinga, svonefndur starfs-
hópur frá Húsnæðisstofnun hefur
Björn Vernharðsson
verið að skoða þessi mál frá því um
vorið 1985 og hefur ekki áttað sig
á því enn og ætlar sér að fínna það
út nú með aðstoð öflugs tölvufor-
rits á tveimur vikum.
Mitt álit er að kveðskapur Sig-
urðar sé töluvert sérkennilegur
þegar verið er að telja okkur trú
um að hann og þessi stofnun hans
sé að gæta hagsmuna okkar en er
með vaxtaútreikning sem hvorki
hann né þjóðin botnað í.
Annars er svar Sigurðar allt með
þeim hætti að hann sé ekki of viss
í sinni sök. Hann sagðist hljóta að
vísa mínum ásökunum á bug. Af
hverju vísar hann þeim ekki ákveð-
ið á bug? Hann telur að ásakanir
mínar séu ekki á rökum reistar.
Er hann ekki viss? Við höfum reynt
að láta vaxtakjör hlutaverðtryggðra
lána ríma ég veit ekki við hvað.
Hans skoðun er að greiðslubyrði
minna lána sé ekki þyngri en þeirra
sem veitt eru í dag. Enginn var að
spyija um hans skoðun og greiðslu-
byrði er ekki til umræðu heldur
vaxtaútreikningur sem samrýmist
ekki ákvörðun Seðlabankans um
slík lán sem er annar handleggur
og heitir okur á íslensku máli. Sig-
urður lýsti því svo að ekki hafí verið
tekin afstaða í því að endurgreiða
vexti sem gætu verið hærri en
ákvörðun Seðlabankans. Þetta er
ekki rétt hjá Sigurði miðað við skrif-
legt svar Húsnæðisstofnunar til mín
því þar er skýrt tekið fram að það
á ekki að bakreikna vextina en út
af hveiju hefur aldrei komið skýr-
ing.
Það er furðulegt svar hjá Sig-
urði, eftir að sýnt hefur verið svart
á hvítu með bréfi okkar til Hús-
næðisstofnunar, að við hjónin
borguðum yfír 8% vexti á síðasta
ári af okkar lánum, að halda því
fram að það séu bara betri kjör
3,5% sem nú er reiknað af lánum.
Það er vonandi að svokallaður
starfshópur Húsnæðisstofnunar
komist að því hvemig reikna eigi
vexti á næstu vikum en ef þeim
þrýtur skilningur er þeim bent á
að vaxtareikningur er kenndur ítar-
lega í 12 ára bekk barnaskóla og
ég er viss um að einhver kennari
þessa árgangs er tilbúinn að taka
Sigurð E. Guðmundsson og starfs-
hópinn í sérkennslu vegna þessa
verkefnis.
Það er mér alveg óskiljanlegt að
slík fáviska um peninga skuli vera
til staðar hjá stofnun sem þjóðin
öll hefur treyst fyrir þúsundum
milljóna króna síðustu áratugina
og ætlar Sigurði E. Guðmundssyni
nú að ávaxta lífeyrissjóðina okkar
til viðbótar.
Sigurður E. Guðmundsson má
vita, að það sem okkur hjónum var
gert að greiða síðustu 2 árin eru
ekki lágmarkskjör heldur meint
okur. Húsnæðisstofnun lánar
kannski að meðaltali á lágmarks-
kjörum en ekki mér og þúsundum
öðmm.
Þessvegna er fíllinn að meðaltali
eins og trekt í laginu hjá Sigurði
E. Guðmundssyni.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
AF ERLENDUM VETTVANGI
EFTIR ANDRÉS MAGNÚSSON
Gorbachev sést hér á Sigurtorgi í Leníngrad, sem áður hét Pétursborg. Hann hefur lagt áherslu á
að vera alþýðlegur og fer gjarnan út á götu til þess að „kynnast vandamálum fólksins af eigin raun“.
Eru Sovétríkin
á frjálsræðisbraut?
Á VESTURLÖNDUM hafa að undanförnu verið uppi raddir uin
að stjórnarfar i Sovétrikjunum sé að færast í frjálslyndisátt.
Hafa menn rakið það til Mikhails Gorbachev og bent á að hann
sé ólíkt fijálslegri i fasi en fyrirrennarar hans. Það kann að
vera rétt, enda ekki ýkja erfitt. En er stjórnarfarið „opnara"?
Gorbachev hefur geti sér grein
fyrir því að flokkinn skortir að-
hald. „Við höfum enga stjórnar-
andstöðuflokka, félagar,“ sagði
hann á fundi með flokksforkólfum
í Khabarovsk fyrir skömmu. Ekki
svo að skilja að hann telji að
dreifa beri ábyrgð flokksins á
fleiri herðar, en Gorbachev veit
að innan flokksins er ekki að fínna
þá nýjungagirni og framtakssemi
sem Sovétríkin þurfa á að halda
eigi þau ekki að dragast enn
meira aftur úr hinum frjálsa heimi
en orðið er.
Gorbachev hefur á undanföm-
um mánuðum ferðast um Sov-
étríkin til þess að útskýra fyrir
fólki hvaða breytingar það em
sem hann telur nauðsynlegar á
efnahagslífínu. En hann hefur
einnig gert sér grein fyrir því að
meira þarf til en orð hans, eigi
raunverulegar breytingar að eiga
sér stað. Flokksforingjar í ein-
stökum borgum og byggðarlögum
sveipa umdæmi sín Potemkin-
tjöldum og lofa öllu fögm, þegar
Gorbachev á leið um, en minna
er um að staðið sé við fögm orðin
eftir að Gorbachev hefur lokað
dymm Kremlar á eftir sér.
Gorbachev hefur heitið tak-
markaðri valddreifingu, á þann
hátt að völd sveitarstjórna og
minnstu stjórnkerfiseininganna
verði aukin. Flokksfélaga sína
hefur hann hvatt til „uppbyggi-
legrar sjálfsgagnrýni“. Það á
einnig að vera dtjúgur þáttur í
hinu breytta stjórnarfari, að mis-
tök séu viðurkennd og þeir sem
þau gera gagnrýndir í fjölmiðlum,
sem nú (væntanlega í fyrsta
skipti, fyrst breytinga var þörf)
eiga að vera „óhræddir við að
segja sannleikann". Em þessar
breytingar nægar?
Gorbachev hefur sagt að áætl-
anir hans í efnahagsmálum séu
byltingarkenndar. í eymm
margra gamalla og tryggra
flokksmanna hljómar tal hans sem
versta guðlast, en sú kynslóð er
vön því að allar ákvarðanir komi
að ofan og þeim sé framfylgt án
efasemda um ágæti þeirra. Fram
að þessu hafa mörkin milli leyfi-
legrar gagnrýni og óleyfílegrar
ávallt veríð mjög skýr, en í kjölfar
stefnu Gorbachevs verða þau æ
óljósari. Af þeim dæmum sem
Vesturlandabúar hafa kynnst má
þó vera ljóst að varlega er farið.
Er skemmst að minnast alls puk-
ursins í kring um Chernobyl-
slysið. Það sem þó var e.t.v. at-
hyglisverðara vom yfirlýsingar
Gorbachevs. Annars vegar sagði
hann að ekki dygði lengur að
þegja um það sem miður færi.
Þá yfirlýsingu gripu vestrænir
fréttamenn á lofti og þótti hún
bera ótvíræðan vott um ftjálslyndi
Gorbachevs. Hins vegar voru svo
ítrekaðar lygar og rangfærslur í
máli hans og embættismanna
hans, að furðu gegndi. Boris
Scherbina, talsmaður Sovétstjórn-
arinnar, sagði að starfsmönnum
Alþjóða kjarnorkumálastofnunar-
innar hefði verið gert kunnugt um
slysið strax í byijun, en starfs-
menn stofnunarinnar vísa því á
bug sem þvættingi. Þá vakti at-
hygli að Gorbachev sakaði
bandarísk stjórnvöld um að hafa
þagað yfir kjarnorkuslysinu á
Þriggjamílnaeyju árið 1979 í tíu
daga. Einkennilegt má teljast að
leiðtogi eins öflugasta ríkis heims
láti standa sig að þvílíkum rang-
færslum, sem svo auðvelt er að
afsanna. Annaðhvort veit Gor-
bachev að hann getur farið með
ósannindi og komist upp með það,
eða þá að ræðuskrifarar hans em
orðnir svo gegnsýrðir af áróðrin-
um að þeir gera ekki lengur
greinarmun á sannleika og lygi.
Andóf í Sovétríkjunum
Hingað til hefur verið hægt að
skipta þeim þeim gagnrýnendum
Sovétríkjanna, sem of langt hafa
gengið, í tvo hópa. Annars vegar
em þeir sem kvarta undan ein-
stökum þáttum sovésks stjómar-
fars, svo sem mannréttindabrot-
um og trúarbragðaofsóknum.
Hins vegar em þeir sem em ósátt-
ir við pólítíska stefnu stjómvalda
og vilja færa „einsflokkskerfið" í
lýðræðislegra horf, en innan
ramma kommúnísks rétttrúnaðar.
Fyrri hópurinn er miklu stærri
og um leið háværari. Þeir vekja
einnig mun meiri athygli erlendis.
Gorbachev hefur sagt bemm orð-
um að hann telji sig ekkert hafa
við þessa menn að ræða og telur
þá gagnbyltingarsinna.
Gorbachev hefur sýnt andófs-
mönnum fulla hörku og má nefna
að hinn 3. ágúst vom þrír Vestur-
landabúar handteknir i Moskvu
fyrir að dreifa bæklingum um
hættur geislavirkni, án þess að
sovésk stjórnvöld væm gagnrýnd
sérstaklega.
Gorbachev hefur heldur ekki
sýnt nein merki þess að sovéskum
gýðingum verði í auknum mæli
leyft að flytjast til ísrael.
Engar líkur virðast vera á því
að pólitískum föngum (10.000-
20.000 manns?) fækki og enn
síður að frelsisvon þeirra þúsund
andófsmanna, sem talið er að sé
haldið á „geðveikrahælum", hafi
aukist.
Hins vegar er talið að þeir sem
vilja breyta heildarskipulagi mála,
þeir sem vilja ekki einungis fá
íeiðréttingu einstakra atriða, hafí
töluverða möguleika á að á þá sé
hlustað, að því tilskildu að eitt-
hvað sé að marka Gorbachev.
Stefnuskrá samtaka, sem hing-
að til hafa verið óþekkt á Vestur-
löndum, komst með einhveijum
hætti í hendur blaðamanns breska
blaðsins The Guai-dian í síðasta
mánuði. Samtökin, sem nefnast
„Hreyfíng fyrir sósíalískri end-
urnýjun", mæltu með mörgum
efnahagsúrbótum, sem talið er að
Gorbachev sé hlynntur. Gengið
var skrefi lengra og mælst til
þess að starfrækt yrðu önnur
stjórnmálasamtök en þau sem eru
á vegum flokksins. Þau yrðu einn-
ig kommúnísk og væri hlutverk
þeirra að koma fram með tillögur
um ýmis mál, sem síðan yrðu lögð
fyrir flokkinn. Reynist stefnu-
skráin vera ekta (sem er alls ekki
víst), má gera ráð fyrir að hún
endurspegli að einhveiju leyti þær
skoðanir, sem eru að velkjast í
hugum ungra og upprennandi
kommúnista á sovéskri frama-
braut.
Þessar hugmyndir hafa þótt
minna um margt á hugmyndir
þær sem Roy Medvedev reifaði
snemma á áttunda áratugnum.
Menn hafa veitt því athygli að
vegur Medvedevs hefur aukist
nokkuð eftir að Gorbachev komst
til valda, en menn minnast einnig
hvernig fór fyrir hugmyndum
hans.
Þó svo að Gorbachev sé allur
af vilja gerður til þess að færa
sovéskt efnahagskeifi til betri
vegar, má vera ljóst að við ramm-
an reip er að draga. Það andóf
sem Gorbachev þarf að óttast
kemur ekki frá andstæðingum
flokksins, heldur óánægðum
flokksfélögum.
The Economist, Counterpoint ojj The
Observer