Morgunblaðið - 15.08.1986, Page 36
88Gi TwiOA .ði ji;;;)AOU’r>.or>i ,uiu/ui.t/iioíu>.'/;
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
Systraminning:
Júlía Sigurbergsdóttir
Elín Sigurbergsdóttir
Fædd 3. júlí 1899
Dáin 8. ágúst 1986
Júlía Sigurbergsdóttir andaðist á
Hrafnistu hér í borg aðfaranótt hins
8. þ.m. Hún hvarf hljóðlátlega um
hinstu dyr, eins og hún hafði geng-
ið götu lífs síns, reiðubúin að greiða
síðustu skuldina af sömu hógværu
hugprýði og stillta trúartrausti og
hún hafði mætt atvikum og kröfum
daga sinna.
Júlía fæddist 3. júlí 1899 að
Fjósakoti í Meðallandi. Hún var hið
níunda í röð þrettán barna hjónanna
Árnýjar Eiríksdóttur og Sigurbergs
Einarssonar. Þau urðu að flýja af
ábýli sínu vegna sandfoks, þegar
Júlía var tíu ára, en fengu þá ábúð
á næstu jörð, Háu-Kotey, ogbjuggu
þar síðan.
Það var þröngbýlt í Meðallandi
á þessum tíma, jarðimar flestar
smáar og margar spilltust stórlega
eða eyddust af sandágangi. En
mörg þessara smáu býla fram-
fleyttu stórum fjölskyldum. Böm
þeirra Ámýjar og Sigurbergs kom-
ust upp og urðu vel að manni.
Fjórtánda bamið bættist við hópinn
þeirra, undirritaður dóttursonur,
þegar hann missti móður sína.
Hann hafði reyndai- misseri fyrr, á
fyrsta vetri sínum, dvalist hjá þeim
um tíma vegna mjólkurleysis heima.
Þá var þar og móðir Árnýjar, há-
öldruð og lasburða.
Einhvemveginn var alltaf nægi-
legt til að skammta á þesum
mannmarga bæ. Sigurbergur var
ötull og dugmikill, Árný ekki síður
í sínum verkahring, allt varð ljúf-
fengt og heilnæmt, sem hún bjó til
inatar í hlóðaréldhúsi sínu og búr-
kytru. Öll voru börnin vinnufús og
verklagin, þau urðu snemma liðtæk
heimafyrir og eftirsótt til viðvika
og vistar á öðrum bæjum.
Það var mikil glaðværð í litlu
íjósbaðstofunni í Háu-Kotey og við
stöi-fin úti sem inni, hlátur og söng-
ur, sögur, lesnar eða sagðar, og
græskulaus gamanmál. Og helg
alvara líka, þegar lesinn var lestur-
inn í vökulok og á sunnudögum og
hátíðum. Systkinin vom samhent
um að vinna foreldrum sínum.
Heimanfylgjan, sem þau höfðu
meðferðis út í lífið, var ekki þung
í vösum en ósvikið andlegt vega-
nesti.
Systkinin dreifðust, þegar for-
eldramir bmgðu búi 1919. Júlía
hélt hingað suður í atvinnuleit, vann
í fiski eða fór í kaupavinnu á sumr-
um, en á vetmm „þénaði" hún, eins
og það var kallað þá. Fljótlega eft-
ir að hún kom suður réðst hún til
hjónanna Kristínar Sigurðardóttur
og Helga Helgasonar, verslunar-
stjóra, á Óðinsgötu 2. Svo fór, að
þar varð heimili hennar um langt
árabil. Hún hafði ekki hug á að
ráða sig fremur til starfa annars
staðar, og húsbændur hennar vildu
ekki skipta, meðan hennar væri
kostur.
Hún tengdist þessu heimili sterk-
um böndum. Það fannst, að húsráð-
endur mátu hana mikils og böm
þeirra unnu henni hugástum. Það
hom í hennar hlut að hjúkra frú
Kristínu í þungri banalegu hennar.
Jafnan minntist hún þeirrar göfugu
konu með virðingu og hlýju. Börnin
frá Óðinsgötu 2 og fjölskyldur
þeiira bundu órofa tryggðir við
Júlíu og reyndust henni hugulsamir
vinir til síðustu stundar.
Mig bar að þesu húsi einn júnídag
fyrír 60 ámm, kominn að austan
þeirra óvænlegu erinda að komast
í skóla. Júlía stóð í dymm með það
bros og fang, sem ég hafði saknað
um sinn. Og Kristín að baki henni,
tillitshýr. Svo vetmm skipti var ég
síðar að fullu eða nokkm til fæðis
í þessu húsi, átti þar auk þess íhlaup
til lestrar, þegar mér lá á. Ég naut
Júlíu að í þessu, var í rauninni á
hennar kosti, þau góðu hjón, Kristín
og Helgi, höfðu drengskap til þess
að bjóða henni þetta og meta við
hana með þessum hætti störfin í
þágu heimilisins. Ekki er líklegt,
að ég hefði komist yfir þennan
hjalla á menntabraut án þessarar
hjálpar. En svo var Júlíu farið, að
ef einhver taldi sig eiga henni gott
að gjalda, kaus hún fremur að aðr-
ir nytu þess en hún sjálf.
Næsti megináfanginn á vegferð
Júlíu hófst fyrii- nær fjörutíu ámm.
Þegar foreldrar hennar gerðust elli-
móð vildi hún vera nær þeim. Þeir
vom mörg efri árin sín í góðu skjóli
Valgerðar, dóttur sinnar, og manns
hennar, Bjöms Sigurðssonar, í
Nýjabæ og síðar Kirkjufeijuhjá-
leigu í Ölfusi. Júlía fór austur
þangað til þess að hjúkra föður
sínum, þegar hann varð sjúkur.
Kært hafði jafnan verið með þeim
systmm. Nú tóku þær höndum sam-
an og fýlgdust að úr því, meðan
báðar lifðu. Júlía kaus sér ekki
annað hlutskipti fremur en að ann-
ast um foreldra sína, þegar þeir
þurftu þess mest við, og létta undir
með systur sinni. Aðstoð hennar
kom sér vel fyrir Valgerði, þegar
öðlingurinn Björn missti heilsuna.
Júlía lifði þau hjónin bæði. Systur-
sonurinn, Sigurður Gísli Guðjóns-
son, og fjölskylda hans naut ástríkis
hennar í ríkum mæli, og það fékk
hún endurgoldið í ræktarsemi þeirra
og alúð. Nánust varð samleiðin með
Guðjóni Sigurðssyni og Vem Val-
garðsdóttur, konu hans, og dætmm
þeirra, sem gáfu henni marga sólar-
stund, þegar degi tók að halla.
Síðustu árin dvaldist Júlía á
Hrafnistu. Hún veiktist alvarlega
fyrir nokkmm árum, en náði sér
upp aftur, þótt þróttur hennar væri
mjög svo þrotinn eftir það. Sjón-
dépra bagaði hana, en sálarkröftum
fékk hún að halda óskertum, sínu
góða minni og dómgreind. Og ekki
bar skugga í heiðríkjuna í huga
hennar. Á Hrafnistu lifði hún fag-
urt aftanskin, naut frábærs viðmóts
og umönnunar elskulegs starfsliðs,
eignaðist nýja vini, sem vom þakk-
látir fyrir að kynnast henni. Þijár
sambýliskonur hennar á Hrafnistu
hurfu héðan á undan henni, hver
af annarri. Þær urðu henni kærar
allar og þeim þótti gott að hafa
hana nærri sér, eins og öllum fyrr
og síðar. Undir lokin deildi hún
herbergi með Gyðríði Pálsdóttur frá
Seglbúðum. Sú samvera varð þeim
báðum til mikillar gleði. Þær gátu
miðlað hvor annarri af sjóði minn-
inga sinna og trúarreynslu. Júlía
var allshugar þakklát fyrir að fá
að njóta þessa góða fömneytis í
kvöldhúminu.
Saga Júlíu Sigurbergsdóttur er
ekki stór hið ytra. En stór sál á
mikla sögu, þótt hvergi verði letruð
nema í fáein hjörtu. Hún var að
upplagi atgerviskona, vel gefin til
munns og handa, mikil birta í svip
hennar, stórvel verki farin. Henni
varð mikið úr margþættri
lífsreynslu sinni, bæði ljúfu og sáru.
Sínar mestu stundir átti hún ein
með Guði. En hugarfar hennar,
göfgað við allt, sem mætti henni,
varð öllum þeim, sem kynntust
henni náið, sterkt og dýrmætt ívaf
í lífssögu þeirra, ósvikinn, helgur
þáttur í reynslu þeirra. Hún gekk
að störfum þernunnar með þeim
drottningarsvip og fasi, sem sönn
sjálfsvirðing skapar. Hún studdi,
hjúkraði, hjálpaði með hógværri
festu og ástúð hins heila hjarta, sem
þjónar af þörf, finnur hamingju sína
i sjálfsafneitun og fórnfýsi. „Ég er
á meðal yðar eins og þjónninn,“
sagði sá, sem mestur var allra.
Júlía gaf okkur mörgum ótví-
ræðan bjarma af lunderni hans.
Sigurbjörn Einarsson
í dag fer fram frá Kotstrandar-
kirkju litför Júlíu Sigurbergsdóttur
frá Kirkjufeijuhjáleigu, Ölfusi. Hún
lézt að Hrafnistu, 8. júlí sl., eftir
rúmlega viku legu, hvíldinni fegin.
Lífsgangan var orðin löng og oft á
tíðum ströng.
Júlía fæddist að Fjósakoti, Með-
allandi, 3. júlí 1899. Foreldrar
hennar voru Árný Eiríksdóttir og
Sigurbergur Einarsson og var hún
ein af 13 börnum þeirra. Eru nú
aðeins 3 þeirra á lífi. Þau eru: Arn-
fríður, Hjörleifur og Guðrún.
Júlía er með foreldrum sínum í
Meðallandi, ýmist á Fjósakoti eða
Háu-Kotey, þar til um tvítugt, er
hún flytur til Reykjavikur og gerist
þjónustustúlka hjá Kristínu Sigurð-
ardóttur og Helga Helgasyni skrif-
stofustjóra hjá Zimsen og þar var
ekki tjaldað til einnar nætur. Árin
urðu yfír 20.
Fyrstu árin er hún með frú
Kristínu og lærir margt af henni,
hún var bæði hagsýn og í alla staði
myndarleg húsmóðir. Svo kemur
að því að Kristín missir heilsuna
og vildi helzt vera heima, þar til
yfir lyki. Bað Kristín þá Júlíu að
taka að sér heimilið. Bömin voru
4, öll að vaxa úr grasi, það yngsta
12 ára gamalt og er hún ráðskona
að Óðinsgötu 2, þar til Helgi bregð-
ur búi.
Eg finn það gegnum svefninn,
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn,
ég veit, að það er konan,
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.
Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín beztu Ijóð.
(Davíð Stef.)
Fjölskyldan að Óðinsgötu 2
reyndist Júllu vel, þær systurnar
Sigríður og Rannveig hafa alla tíð
haldið góðu sambandi við hana og
glatt hana oft og vel.
Mín kynni af Júlíu föðursystur
minni voru öll á einn veg. Hún var
mér sem haldreipi, á þeim árum sem
ég þurfti kannske mest á því að
halda. Er ég sem unglingur kom
til höfuðstaðarins og átti að fara
að standa á eigin fótum, þá var
gott að koma við á Óðinsgötu 2 og
hlusta á heilræði og þiggja góð-
gjörðir. Aldrei hef ég fundið jafn
góða eldhúslykt eins og þar, mér
finnst ég finna ilminn ennþá og
muna hann. Júlla var fyrsta flokks
matselja, þá voru nú ekki tæki og
tól nútímans til að létta undir með
og ekki farið að frysta matvæli
heima fyrir og varð því að sjóða
niður þann mat, sem geyma átti til
vetrarins. Því var búsældarlegt að
kíkja í geymslurnar hjá Júllu minni
á haustin.
Þáttaskil verða hjá henni, er hún
flytur austur í Ólfus til systur
sinnar, Valgerðar. Þangað eru þá
fluttir foreldrar þeiira, Ámý og
Sigurbergur, og hugsa þær í sam-
einingu um afa og ömmu, þar til
er þau létust. Voru sonarsynir Val-
gerðar mikið þar á sumrum og einn
þeirra, Guðjón, ílentist þar og átti
Júlla sinn stóra þátt í uppeldi hans.
Guðjón er giftur Veru Valgarðs-
dóttur og eiga þau 2 dætur, Júlíu
og Þórhildi. Þar með eignaðist Júlla
mín sína fjölskyldu. Þau hafa reynst
henni eins vel og bezt verður á
kosið. Telpurnar hafa verið henni
ljósgeislar í ellinni. Þær vissu það
að Júlla frænka var við það að
missa sjónina og þá þurfti að passa
hana vel.
Júlla var hógvær og fór ekki
geyst á lífsbrautinni. Hún var alla
tíð fremur veitandi en þiggjandi,
hún taldi sig gæfumanneskju, þó
að hún hafi verið heilsuveil oft á
tíðum. Hún uppskar árangur af öllu
því sem hún gerði gott í þeim er
hún liðsinnti um ævina. Júlla var
mikið trúuð kona, setti allt sitt
traust á frelsarann.
Á Hrafnistu leið Júllu vel eftir
t
Eiginkona min,
LOVÍSA AÐALHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Klapparstíg 5,
Ytri-Njarðvík,
lést á Heilsuhælinu í Hveragerði aðfaranótt 14. ágúst.
Fyrir hönd vandamanna,
Reynir Ólafsson og fjölskylda.
t
Útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
DAGMAR G. JACOBSEN,
Ránargötu 26,
fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. ágúst, kl. 10.30 f.h.
Sigriður og Sverrir Bergmann, Katrin og Egill Á. Jacobsen,
Dagmar Þóra og Björn, Elín Ingibjörg og Birgir,
Margrét og Sverrir Egill, Þorvaldur og Katrin Þórdís,
Sigriður Lovisa og Þóra Björg.
t
Systir okkar,
MARÍA AUÐUNSDÓTTIR,
Efri-Hól
Vestur-Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju laugardaginn 16. ágúst
kl. 14.00.
Andrés Auðunsson,
Katrín Auðunsdóttir,
Guðrún Auðunsdóttir,
Sigriður Auðunsdóttir.
föngum. Starfsfólkið var henni
mjög gott. Nú er lífsgöngu þessarar
góðu konu lokið. Hún var mér bæði
vinur og elskuleg frænka. Systkin-
um Júllu sendi ég samúðarkveðjur,
einnig Hrefnu, Sigurði, börnum og
barnabörnum, frá frændfólkinu á
Reynimel 24.
Ég bið Júllu minni Guðs blessun-
ar og hafí hún þökk fyrir allt og allt.
Guðríður Steindórsdóttir
Hún Júlla okkar er dáin. Mig
langar til að minnast hennar með
nokkrum orðum. Ég varð þeirrar
gæfu aðnjótandi frá blautu bams-
beini að kynnast henni.
Júlía fæddist þann 3. júlí 1899.
Foreldrar hennar voru Sigurbergur
Einarsson og Ámý Eiríksdóttir.
Hún ólst upp hjá foreldrum sínum.
Síðan fór hún til Reykjavíkur í vist
hjá ágætisfólki, þeim Kristínu,
Helga og börnum þeirra. Hún fór
síðan til Kirkjufeijuhjáleigu, til að
hugsa um foreldra sína ásamt
ömmu minni. Að foreldrum hennar
látnum dvaldist hún áfram að
Kirkjufeijuhjáleigu og bjó þar til
dauðadags en var með annan fótinn
að Hrafnistu síðustu árin.
Júlla hafði góða frásagnargáfu
og unun var að hlýða á frásagnir
hennar af æskuárum sínum.
Minnisstæðust er mér frásögn
hennar af Kötlugosinu.
Aldrei féll Júllu verk úr hendi,
sem dæmi má nefna að eftir vinnu-
daginn pijónaði hún alltaf þegar
hún horfði á sjónvarpið. Júlla var
kát og létt í skapi en samt hörð
af sér og hafði ákveðnar skoðanir
á ýmsum málum. Hún var mjög
trúuð og efaðist aldrei um tilvist
annars lífs.
Júlla giftist aldrei og eignaðist
engin börn. Hún var mjög hænd
að'' börnum. Börn voru hennar líf
og yndi. Síðustu yndi hennar voru
nafna hennar Júlía Valva og Þór-
hildur Rún Guðjónsdætur.
Hún átti oft við minniháttar veik-
indi að stríða. Síðast varð heilablóð-
fall henni að falli.
Ég á góðar minningar um Júllu.
Guð blessi minningu hennar.
Valur
Elín Sigurbergsdóttir var fædd
að Fjósakoti í Meðallandi 28. júní
1896. Hún lést 25. apríl 1986. For-
eldrar hennar voru Árný Eiríks-
dóttir og Sigurbergur Einarsson.
Hér verða ekki ri^uð upp æviá-
grip eða ævisaga. Elínar var minnst
í þessu blaði, á útfarardegi hennar,
3. maí sl.
Ég var ekki gömul þegar ég
heyrði talað um þessa frænku mína,
sem bjó svo óralangt frá okkur,
alla leið austur í Meðallandi. Því
fylgdi jafnan töfraljómi, er minnst
var á hana. Hún Ella spilaði meira
að segja á harmónikku, það var nú
nóg fyrir okkur krakkana, (dans-
fíflin), til að lyfta henni í hærra
veldi.
Svo líður að því að Elín og Bjarni
flytja að Litla Saurbæ í Ölfusi. Þá
höfðum við búið í þeirri sveit um
nokkur ár, í Ósgerði. Upphófst nú
mikil tilhlökkun, hjá mannskapnum
að hitta frændfólkið. Var því farið
í heimsókn. Ekki gleymi ég því, er
ég sá Elínu í fyrsta sinn, er hún
tók á móti mér í bæjardyrunum,
það var mikil reisn yfír henni og
myndarbragur, er ætíð fylgdi henni.
Gestrisni var henni í blóð borin og
viðmót alit eftir því. Bjarni Pálsson
maður hennar var líka mjög góður
heim að sækja og talaði um heima
og geima. Bcim þein-a tvö voni
hálfstálpuð, Lilja og Kjartan, bráð-
skemmtileg bæði tvö. Eitt er víst,
að alla tíð hefur verið jafn gott og
gaman að heimsækja Ellu frænku,
takandi á móti manni, með sínu
sérstaka blíða og fallega brosi,
hlustandi á hana, segja sögur úr
Meðallandinu, frá gömlum dögum.
Síðast, er ég heimsótti hana,
tókst heni verulega upp og áttum
við yndislega stund. Maðurinn minn
sagði einhvern tíma, er við höfðum
verið hjá henni: mikið er hún alltaf
skemmtileg hún Elín og gott að
koma til hennar. — Þetta fannst
öllum, er henni kynntust.
Ég bið henni Guðs blessunar á
eilífðarbraut og iillum hcnnar af-
komendum gæfu og gengis.
Guðríður Steindórsdóttir