Morgunblaðið - 15.08.1986, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
37
Sigríður Björns-
dóttir — Minning
Fædd 1. janúar 1902
Dáin 5. ágúst 1986
Hún Sigga „okkar“ sögðum við
á neðri hæðinni. Sigga tanta köll-
uðu systurbörnin hana og þeirra
börn, á efri hæðinni á Lokastíg 7.
Sigga var alltaf tilbúin að fóstra í
skemmri eða lengri tíma og átti
ætíð hug okkar allra.
Sigríður hét hún að sjálfsögðu
og var Bjömsdóttir. Faðir hennar
var Björn Eiríksson bóndi að Karls-
skála. Móðir hennar hét Guði’ún
Þorsteinsdóttir og var hún frá Víði-
vallagerði í Fljótsdal.
Sigga hlaut sem guðsgjöf lund,
sem stjórnaði lífsstíl hennar: mildi,
hógværð og nægjusemi. Þetta
nægði henni. Hún sá tilgang í lífinu
með að vera nálægt þegar með
þurfti. Við vissum lítið um hennar
einkamál. Þau ræddi hún ekki. Ég
man eftir Siggu fyrstu jólin sem
hún var með okkur, ég þá smá
stelpa, en hún svo ung, svo falleg
og fín eins og hefðarkona. Hún bar
fagran hring á fingri. Ég spurði
hana formálalaust: Hver gaf', orðin
svolítið rómantísk. Hún svaraði:
Kærastinn minn sálugi. Ég spurði
hana aldrei aftur. Þannig afgreiddi
hún sín einkamál. Um annan-a hag
var henni annt og tók þátt í því af
lífi og sál. Hún dó eins og hún
hafði lifað, leið frá okkur í faðmi
systur sinnar, Helgu. Þar, hjá henni
og Inga Árdal og börnum þeirra
var hún búin að eiga heima lengi
og gegnt hlutverki þar fyrir utan
verslunarstörfin. Það var fallegt
tríó sem hélt hópinn eftir að börnin
voru flogin úr hreiðrinu, en þar
áttu þau ætíð athvarf. Alltaf var
notalegt að líta inn til þeirra á Loka-
stígnum og finna þann góða hugblæ
sem fylgdi æskuheimili okkar. Þau
héldu húsandanum, sem fóstra okk-
ar, Guðný, skóp. Nú halda þau
áfram Helga og Ingi. Einkennandi
var fyrir Siggu síðasta myndin sem
ég geymi af henni í huga mér. Það
Aldarminning:
Helga Jónsdóttir
Fædd 2. ágúst 1886
Dáin 2. október 1961
Þann 2. ágúst síðastliðinn var á
Varmalandi í Borgarfirði minnst að
eitt hundrað ár eru liðin frá fæð-
ingu Helgu Jónsdóttur við mikið
fjölmenni afkomenda og vanda-
manna.
Þennan dag skartaði sveitin sínu
fegursta, sól og heiður himinn.
Helga Jónsdóttir var fædd eins
og fyrr segir 2. ágúst 1886 á
Breiðabólsstöðum í Reykholtsdal og
ólst að mestu leyti upp í skjóli föð-
ur síns. Ung að árum varð hún eins
og títt var að fara að vinna fyrir
sér og var hún í vinnumennsku á
ýmsum bæjum í uppsveitum héraðs-
ins._
Árið 1912 flutti hún til Reykja-
víkur, þar sem hún bjó til æviloka.
Hún bjó flest sín ár í Reykjavík
á Þrastargötu 9 með manni sínum,
Jóni Frímanni Friðrikssyni, en
missti hann frá börnunum ungum
1930.
Skömmu síðar hóf hún sambúð
með síðari manni sínum, Jóni Jóns-
syni frá Þinganesi, og var þar stigið
mikið gæfuspor og reyndist hann
henni hinn besti lífsförunautur og
börnum hennar góður.
Á Þrastargötunni var Helga vel
þekkt sem afliurða verkkona, dugn-
aðurinn og kjarkurinn slíkur að orð
fór af. Var hún með afbrigðum
hjálpfús og er þessum eiginleika
hennar og lífi best lýst í minningar-
gi-ein þeirri, sem tengdasonur
hennar, Guðmundur Böðvarsson
skáld á Kirkjubóli, ritaði í Þjóðvilj-
ann að henni látinni 12. október
1961. Þar segir m.a. frá því er
hann var staddur í litla eldhúsinu
hennar og sex lítil börn komu úr
húsunum í kring að fá ýmislegt
lánað og gi-eiddi Helga götu þeirra
án orða. Var þetta talandi dæmi
um hjaitalag hennar að vera alla
tíð veitandi frekar en þiggjandi.
Þrastargata 9 var eins og svo
mörg önnur alþýðuheimili í þá daga
sannkallað menningar- og myndar-
heimili, þar sem mættust menn af
háum og lágum stigum. Þar var
leyst úr hvers manns vanda, enda
var Helga eðlisgreind með afbrigð-
um og fljót að koma auga á leið
úr sérhveijum vanda.
Helga naut eins og margir henn-
ar samtíðarmenn lítillar skólagöngu
en það var ekki hægt að finna að
það væri henni Þrándur í Götu. Hún
var einlægur unnandi góðrar tón-
listar og ljóðelsk svo af bar og kunni
ógrynni góðra ljóða eftir ýmis stór-
skáld. Hún hafði ákaflega gott vald
á íslensku máli og talaði gjarnan í
líkingum. Ættfróð svo af bar og
leituðu menn til hennar eftir vitn-
eskju um þau efni.
Helga Jónsdóttir var framúrskar-
andi glaðsinna, einlægt með bros á
vör, þó skaprík.
Hún var góð og sönn móðir öllum
börnum sínum og afar ástúðleg
amma og minnast allir eftirlifandi
t
Innilegar þakklr til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og tengda-
föður,
KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR,
Hlfðargötu 11,
Akureyri.
Dórothea Kristinsdóttir,
Gunnlaug Kristjánsdóttir,
Kristinn Kristjónsson, Guðný Halldórsdóttir,
Elfa Kristjánsdóttir, Jóhann Þórðarson.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðarför föður okkar, tengdafööur og afa,
SIGURJÓNS ÁRNASONAR,
Pétursey, Mýrdal.
Elín Sigurjónsdóttir,
Þórarinn Sigurjónsson,
Árni Sigurjónsson,
Eyjólfur Sigurjónsson,
Sigurður Sigurjónsson,
Slgurbergur Magnússon,
Ólöf Haraldsdóttir,
Ásta Hermannsdóttir,
Erna Ólafsdóttir,
Bergur Örn Eyjólfs
barnabörn.
var tæpum tveim dögum áður en
hún dó. Lítil frænka hennar leiddi
hana að borði úti í horni, og þar
settust þær að spilum og skemmtu
sér báðar jafnvel. Ég kinkaði kolli
til Helgu og sagði eitthvað á þessa
leið: Það er gamla sagan. Það er
alltaf Sigga og börnin.
Með þessum fátæklegú kveðju-
orðum langar mig að þakka
samveruna fyrir hönd okkar systk-
inanna og barna.
Guðný Th. Bjarnar
t
Þakka auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður
minnar,
SIGRÍÐAR TÓMASDÓTTUR,
Austurbrún 6.
Pótur Gíslason.
Lokað
Skrifstofa okkar verður lokuð í dag, föstudaginn 15.
ágúst, vegna jarðarfarar DAGMAR G. JACOBSEN.
Bergdal hf.
Birting afniælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og iniiiningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. Iiæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
gi-ein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð um
hinn látna. Leyfilegt er að birta
ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi
og skal þá höfundar getið. Sama
gildir ef- sálmur er birtur. Megin-
regla er sú, að minningargreinar
birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
eða eldra. Hins vegar eru birtar
afmælisfréttir með mynd í dagbók
um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að
handrit séu vel frá gengin, vélrit-
uð og með góðu línubili.
afkomendur hennar sem slíkrar.
Hún eignaðist níu börn sem öll kom-
ust til manns, mikið mannkostafólk,
og eru afkomendur hennai' nú orðn-
ir talsvert á annað hundrað. Helga
bar börnin sín mjög sterkt fyrir
bijósti jafnt þau sem alla tíð dvöldu
hjá henni og hin sem vegna að-
stæðna gátu ekki notið samvista
við hana, en úr því var bætt og á
fullorðinsárum þeirra voru mjög
náin samskipti milli móður og
barna, sömuleiðis tengdabarna sem
voru henni mjög kær og var alla
tíð ákaflega gott samband milli
hennar og þeirra.
Eftirlifandi afkomendur minnast
hennar með þökk og virðingu og
taka hennar lífsmáta og viðmót sér
til fyrirmyndar.
Meðan sveimar blíður blær
um bláa himingeima,
meðan sól i heiði hlær
og hafsins öldur streyma,
meðan svanur sætt með kvak
svanna gleður þjóðir
okkar sérhvert andartak
er jær helgað, móðir.
(Kr. Jónsson)
Vandamenn
REYKJAVK
1786-1986
■©- GM m
□PEL ISUZU
Viö veröum meö lokaö
frá hádégi 18. ágúst
og tökum þátt j
í hátíðarhöldunum. j
BÍLVANGURsf
HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300