Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986
Islandsmótið ítennis:
Spennandi keppni
lýkur um helgina
• íslandsmótið í siglingum verður um helgina.
íslandsmótið
bátum hefst
í DAG hefst þriggja daga keppni
siglingamanna um titilinn ís-
landsmeistari á kjölbátum 1986
og munu siglingamenn tefla fram
sínu besta liði til að manna hvert
rúm þeirra 20 báta sem væntan-
lega taka þátt í keppninni, en
áætla má að þátttakendur verði
allt að 100. Undanfarin ár hefur
þessi keppni verið hápunktur
siglingakeppenda, enda mikið
fjör og hart barist.
Keppnin hefst á Fossvogi í
0á kvöld, með því að bátar verða
skoðaðir. Farið er yfir allan örygg-
isbúnað og kannað hvort fylgt sé
reglum um búnað báta til siglinga
við landið. Ræst verður til keppni
kl. 19.00 og sigld gefin braut til
Reykjavíkur þar sem siglingamerki
umhverfis Seltjarnarnes og eyjar
verða notuð sem merki. Markið
verður væntanlega í mynni
Reykjavíkurhafnar.
Á laugardag og sunnudag verð-
ur keppnin haldin á „Ytri höfninni"
annað hvort utan Engeyjar og Við-
eyjar eða eyjarnar látnar falla inn
í brautirnar.
ÍSLANDSMÓTINU í tennis lýkur
nú um helgina með undanúrslita-
leikjum í einliða- og tvíliðaleik
karla á föstudagskvöld og úrslita-
leikjum i' öllum flokkum á laugar-
dag. Þessir teikir fara fram á
hinum nýju tennisvöllum við Hót-
el Örk í Hveragerði. Mótið hófst
si'ðastliðinn föstudag og settu
veðurguðirnir strik í reikninginn
í upphafi mótsins, en samt hefur
tekist að halda leikjaáætlun.
Öll keppni í mótinu er með út-
sláttarfyrirkomulagi og verða
samtals leiknir rúmlega 100 leikir
í mótinu. Keppendur eru 39 í karla-
flokki og 9 í kvennaflokki, en í
unglingaflokkum eru samtals 37
keppendur, heildarfjöldi keppenda
á mótinu eru því 85. Það er tölu-
verð fjölgun frá því í fyrra, enda
vex nú íþróttinni óðum fiskur um
hrygg hér á landi.
í einliðaleik karla var höfð for-
keppni um sæti í úrslitakeppninni
og tóku 26 keppendur þátt. I henni
sigruðu þeir Ingvar Guðjónsson,
Guðmundur T. Árnason, Victor
Urbancic og Einar Ólafsson. Á
á kjöl-
ídag
Mjög mikill stærðarmunur er á
þeim bátum sem taka þátt; keppn-
inni, en þeir minnstu eru 18 fet,
svokallaðir „micro-bátar" en flagg-
skip flotans er Sæstjarnan, 30 feta
skúta með mjög stóran seglflöt.
Þrátt fyrir stærðarmun báta
geta þeir keppt á sömu brautum
þar sem gefin hefur verið út jöfn-
unartala milli bátanna, forgjöf.
Þannig geta síðustu bátar unnið í
keppninni allt eftir þvi hve vel skip-
stjóri og áhöfn hafa ráðið við vind
og strauma í hverri keppni.
Golfmót
GS GENGST fyrir opnu öld-
ungamóti nú um helgina 1
Leirunni. Leiknar verða 18
holur á sunnudaginn og verð-
ur ræst út frá klukkan 10
árdegis en skráning fer fram
á laugardaginn í golfskálan-
um.
Á mánudaginn verður auka-
mót hjá GR, ágústmótið, og
verður ræst út frá klukkan 11
árdegis. Leiknar verða 18 hol-
ur með forgjöf en einnig verða
veitt verðlaun fyrir besta skor
af gulum teigum.
Stigameistaramót íslands
verður haldið á velli Keilis í
Hafnarfirði á laugardag og
sunnudag. Keppni þessi er
holukeppni þar sem stiga-
hæstu menn sumarsins reyna
með sér. Á laugardaginn
keppa 16 efstu, sá er tapar
fellur úr keppni og eftir hádepi
keppa þeir sem eftir eru. Ur
þeirri keppni falla fjórir og
munu þeir reyna með sér fyrir
hádegi á sunnudag og úrslita-
leikurinn verður síðan eftir
hádegi á sunnudaginn.
Læknar gangast fyrir golf-
móti hjá GR á fimmtudaginn
28. ágúst og verður ræst út
hjá þeim frá klukkan 15 til 17.
Blönduós:
Meistaramót í golfi
FYRSTA meistaramót golfklúbbs-
ins Óss var haldið daganna 2. og
3. ágúst á golfvelli félagsins i'
Vatnahverfi. Keppt var í tveimur
flokkum, meistaraflokki og ungl-
ingaflokki.
í karlaflokknum sigraði Jón Jó-
hannsson á 229 höggum. í öðru
sæti á sama höggafjölda varð
Guðmundur Ragnarsson en hann
varð að lúta í lægra haldi fyrir Jóni
í bráðabana. Páll Valgeirsson varð
í þriðja sæti með 239 högg. í ungl-
ingaflokki varð Steindór Grímsson
hlutskarpastur en Hjörvar Péturs-
son varð annar og Olafur Sveins-
son þriðji. Vegleg verðlaun voru í
boði sem Hótel Blönduósgaf. Enn-
fremur voru veitt kylfuverðlaun og
til þess að hreppa þau þurfti að
slá kúluna næst holu 2. Kylfuverð-
launin hlaut Einar Jóhannesson og
vatnaði 7,84 m upp á að kúlan lenti
í holu 2. Mótsstjóri á þessu fyrsta
meistaramóti Blöndósinga í golfi
var Sturla Bragason. Jón Sig.
miðvikudag var leikin önnur um-
ferð í úrslitakeppni karla og urðu
úrslit þar þannig að Kjartan
Óskarsson sigraði Árna T. Ragn-
arsson 6—1, 6—3 og Arnar Arin-
bjarnar sigraði Kristján Baldvins-
son 6—0, 6—2 og munu þeir Arnar
og Kjartan leika saman í undanúr-
slitum en á hinum vængnum
sigraði Úlfur Þorbjörnsson Ragnar
R. Árnason 6—1, 6—1 og Jón Páll
Gestsson sigraði EinarÁsgeirsson
6—3, 6—3 og munu þeir Úlfur og
Jón Páll því leika í hinum undanúr-
slitaleiknum.
í tvíliðaleik karla tóku 10 lið þátt,
en þar keppa í undanúrslitum
bræðurnir Úlfur og Atli Þorbjörns-
synir gegn Einari Óskarssyni og
Guðbirni Gunnarssyni, en á hinum
vængnum Ragnar T. Árnason og
Jón Páll Gestsson gegn Árna T.
Ragnarssyni og Kristjáni Baldvins-
syni. í einliðaleik kvenna keppa til
úrslita Margrét Svavarsdóttir og
Dröfn Guðmundsdóttir og í tvíliða-
leik kvenna Margrét Svavarsdóttir
og Steingerður Einarsdóttir gegn
Guðnýju Eiríksdóttur og Þórdísi
Edvald. í tvenndarleik leika til úr-
slita Margrét Svavarsdóttir og
Úlfur Þorbjörnsspn gegn Guðnýju
Eiríksdóttur og Árna T. Ragnars-
syni. í einliðaleik pilta 11—13 ára
leika til úrslita Stefán Pálsson og
Eiríkur Önundarson, en í einliðaleik
pi|ta 14—16 ára leika til úrslita
Ragnar T. Árnason og Atli Þor-
björnsson.
Eins og fyrr sagði fara úrslit
mótsins fram við hina nýju velli
Hótel Arkar í Hveragerði á föstu-
dag kl. 17—21 og á laugardag kl.
10.30—18 og er öllum áhorfendum
heimill ókeypis aðgangur að úr-
slitaleikjunum.
Hópferð á leik
Juventus og Vals
NÚ FER að styttast í að Evrópu-
leikirnir í knattspyrnu verði
leiknir. Skagamenn leika fyrri
leikinn hér heima 16. september
og daginn eftir keppir Fram hér
heima einnig. Valsmenn halda
hinsvegar til Tóri'nó á Ítalíu þar
sem þeir leika 17. september við
risana í Juventus en seinni leikur-
inn verður hér heima 1. október.
Ákveðið hefur verið að efna til
hópferðar á leik Vals og Juventus
í Tórínó og er það ferðaskrifstofan
Útsýn sem sér um þessa ferð.
Ferðin tekur eina viku og hægt er
að framlengja dvölina á Ítalíu eða
í London ef menn vilja frekar
stoppa þar og sjá einhverja leiki á
Englandi.
Dvalið verður í fimm daga í Lign-
ano og tvo daga í Tórínó áður en
haldið er heim á leið og kostar
ferðin 24.000 fyrir hvern einstakl-
ing og er aðgöngumiðinn á leikinn
innifalinn í því verði. Það þarf ekki
að fara mörgum orðum um Juvent-
us. Þeir eru heimsmeistarar
félagsliða í knattspyrnu og í liðinu
leikur margur knattspyrnusnilling-
urinn og nægir þar að nefna þá
Michel Platini og Mikael Laudrup.
lan Rush mun ekki leika með liðinu
fyrr en næsta keppnistímabil þó
svo þeir séu búnir að kaupa kapp-
ann en það ætti ekki að koma í
veg fyrir að áhorfendur skemmti
sér hið besta þar sem stemmning-
in á velli Juventus er með eindæm-
um. ____, , ,___
Pétursmálið:
Dæmtá
fimmtudag?
HÉRAÐSDÓMUR íþróttabanda-
lags Hafnarfjarðar „dómtók"
Pétursmálið á fundi í Hafnarfirði
i' gærkvöldi. Þá veitti dómurinn
kæru FH-inga móttöku.
Eftir að mál hefur verið dómtek-
ið fá málsaðilar allt að viku frest
til að afla sér gagna, en vonast
er til að það þurfi ekki að taka svo
langan tíma. Stefnt er að því að
dæma í málinu í lok næstu viku -
á fimmtudag eða föstudag. Gissur
Kristjánsson, lögfræðingur, er for-
maður dómsins.
Hitachi-mót á Selfossi
GOLFKLUBBUR Selfoss heldur
árlegt Hitachi-golfmót á laugar-
daginn á Svarfhólavelli við Sel-
foss. Leikið verður með og án
forgjafar og ræst út frá kl. 8.30
til 13.
Verðlaun í mótinu verða hin
glæsilegustu, þ. á m. litsjónvarp
og myndbandstæki fyrir holu í
höggi, hvor á sinni braut. Einnig
verða aukaverðlaun til þeirra sem
verða næstir holu á þessum tveim-
ur brautum.
Þetta er 5. árið í röð sem Hitac-
hi-mótið er haldið. í fyrra var það
haldið á Strandarvelli austan við
Hellu og þá tóku þátt 70 manns.
Núna eru kylfingar á Selfossi á
heimavelli sem orðinn er mjög
góður og er búist við góðri þátt-
töku í mótinu. .gjg Jóns.
iþróttaskólar að byrja
1 I #%■%«! L-. I I #%■ ■!##, rYi n A m á I/1 ■ ■ rv* A + i #-» ■ • ■ # ■ . „ .
Handboltaskóli Hauka hefst
eftir helgina, 18. ágúst, og er
hann opinn öllum börnum á aldr-
inum 6—14 ára. Kennt verður f
Haukahúsinu og eru börn á aldr-
inum 6—8 ára beðin að mæta
klukkan 10, 9—11 ára strákar kl.
11, stelpur klukkan 13, 12—14
ára strákar mæta klukkan 14 og
stelpur á sama aldri klukkustund
síðar. Skólanúm verður síðan
slitið laugardaginn 23. ágúst
með miklu móti.
Körfuknattleiksdeild Hauka
verður með körfuboltaskóla í
ágúst fyrir drengi og stúlkur og
verður kennt í húsi Viðistaða-
skóla. 7—9 ára krakkar mæti
klukkan 10, 10 og 11 ára klukkan
13 og þau elstu, 12—14 ára,
klukkan 15. Námskeiðið hefst á
mánudaginn og það stendur í
eina viku.
Körfuknattleiksskóli ÍR hefst
Seljaskóla þriðjudaginn 19.
ágúst og lýkur 29. sama mánað-
ar. ÍR-ingar byrja klukkan 9 á
morgnana og þá mæta 11 ára
krakkar. Ári yngri mæta klukkan
10 og klukkutíma síðar koma 8
ára börn til leiks. Klukkan 13 eru
það krakkar sem eru 7 ára og
klukkan 14 þau sem eru 9 ára.
Innritun fer fram á morgun í and-
dyri Seljaskóla milli klukkan 13
og 16.