Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
Fyrsti heiðursborgari
Reykjavíkur
Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup var fyrsti heiðursborgari Reykja-
víkur og annar af tveimur frá upphafi. Á áttræðisafmæli sr. Bjama
21. október 1961 komu borgarstjóm og helstu embættismenn borg-
arinnar til heimilis hans og konu hans, frú Áslaugar Ágústsdóttur,
í Lækjargötu 6b. Það hús varð síðar eldi að bráð og er þar nú auð
lóð. Afhenti Geir Hallgrímsson borgarstjóri séra Bjama heiðurs-
skjal í þessu tilefni með ávarpi þar sem hann var gerður að fyrsta
heiðursborgara Reykjavíkur.
Óiafur K. Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins var að sjálf-
sögðu viðstaddur og tók þessar myndir sem hér em birtar.
Séra Bjarni flytur ávarp.
Geir Hall-
grímsson
borgarstjóri
sæmir sr.
Bjarna titlin-
um heidurs-
borgari
Reykjavíkur.
Frú Áslaug er
lengst til
hægri á
myndinni.
Séra Bjarni í hópi borgarfulltrúa
og embættismanna borgarinnar.
taki dæmi þá hefur íþróttafélagið hér átt í mikilli
samkeppni um fólk við gömlu og rótgrónu félögin
í Reykjavík og leikfélag hefur átt mjög erfitt upp-
dráttar hér, eins og reyndar í fleiri sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu."
Vaxtarverkir vegna örrar fjölgnnar
Hvað erfiðleika í uppbyggingu varðar bendir
Kristján Guðmundsson á að í Kópavogi var íbúa-
ijölgun mjög ör um tíma sbr. að fyrir 50 árum
vom innan við 100 íbúar skráðir á svæðið, þegar
bærinn hlaut kaupstaðarréttindi 1955 var íbúatalan
um 3.700 manns, en í dag búa í Kópavogi nálægt
14.600 íbúar. „Fjölgunin hefur verið jafnari í seinni
tíð og ekkert nema gott um það að segja því hér
vom vissir vaxtarverkir um tíma og bæjarfélagið
leið fyrir öra ijölgun. Sem dæmi má geta þess að
það gerðist nokkur haust að í þessu litla bæjarfé-
iagi hófu fleiri böm gmnnskólanám en í Reykjavík,"
segir Kristján.
57% höfuðborgarsvæðisbúa í
viðskiptum og þjónustu
Um atvinnumál svæðisins er hér vitnað í greinar-
gerð Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins, „Drög
að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 1985-
2005“, sem kom út árið 1985. Þar er fjallað um
svæðið í heild og kemur fram að í lok ársins 1983
vom alls starfandi rúmlega 69.000 manns á höfuð-
borgarsvæðinu, þar af 31.000 konur, en á sama
tíma var íbúafjöldi svæðisins 128.000 íbúar.
Hlutfallsleg skipting íbúa höfuðborgarsvæðisins
eftir atvinnugreinum hefur breyst mikið síðustu tvo
áratugina, starfsmönnum í sjávarútvegi, bygging-
ariðnaði, samgöngum farið fækkandi, en aukning
orðið á sviði viðskipta og þjónustu. f þeim greinum
starfa nú um 57% allra virkra framteljanda á höfuð-
borgarsvæðinu, en í svokölluðum fmmgreinum,
sjávarútvegi og landbúnaði, aðéins um 3-4%. Til
samanburðar starfa á landinu öllu 22% virkra fram-
teljenda í fmmgreinum.
Landbúnaður með hliðsjón
af nálægð þéttbýlis
En þess ber þó að geta að á höfuðborgarsvæðinu
em staðir þar sem hefðbundin landbúnaðarstörf em
nær eingöngu stunduð, þ.e. í Kjósar- og Kjalames-
hreppum. Þar bera þau þó keim af nálægð við
höfuðborgarsvæðið, eins og Jón Ólafsson, oddviti í
Kjalamesshreppi bendir á. „Fyrir rúmum tuttugu
ámm var hér mikil mjólkurframleiðsla, en þróunin
hefur orðið sú að núna er mjólkurframleiðsla ekki
í neinu mæli nema á fjórum bæjum og sauðijár-
rækt eiginlega ekki nema á tveimur. Landbúnaðar-
greinamar hér em t.d. eggjaframleiðsla, kjúklinga-
framleiðsla og svínakjötsframleiðsla og þar njótum
við góðs af nálægðinni við höfuðborgarsvæðið."
Nauðsyn að skapa 13.000-21.000
ný atvinnutækifæri
Um þróun atvinnumála á svæðinu segir m.a. í
fyrmefndri greinargerð Skipulagsstofunnar með
tilliti til áætlaðrar mannfjöldaþróunar á svæðinu
verði þörf á að skapa á bilinu 13.000-21.000 ný
atvinnutækifæri á höfuðborgarsvæðinu fram til
ársins 2005. f því sambandi er tekið fram að líklega
séu þessar tölur þó of lágar því að í framreikning-
um hafi ekki verið gert ráð fyrir því að skapa þurfi
ný atvinnutækifæri fyrir einstaklinga sem missa
störf vegna aukinnar hagræðingar og sjálfvirkni í
rekstri. í greinargerðinni kemur einnig fram að
meðalQöldi atvinnulausra á svæðinu hefur á sl. tíu
ámm verið 2.500 á ári.
Svo áfram sé fjallað um atvinnumálin má geta
þess að á vegum SSH er starfandi sameiginleg
atvinnumálanefnd með það að meginmarkmiði að
efla samvinnu sveitarfélaganna í atvinnumálum og
bæta tengsl atvinnurekenda og launþega. Þá er
ennfremur í bígerð að sveitarfélögin níu komi sér
upp sameiginlegum iðnþróunarsjóði til að efla ný-
sköpun í atvinnulífinu.
Að halda í unga fólkið
En þegar um er að ræða eitt atvinnusvæði og
nær samfellda byggð, hvemig gengur sveitarfélög-
unum í kringum Reykjavík að halda í sitt yngra
fólk, sem m.a. sækir skóla sveitarfélaganna í milli
og framhaldsmenntun að miklu leyti til borgarinnar?
Jón Gauti Jónsson, bæjarstjóri í Garðabæ kveður
bæjaryfirvöld hafa komið til móts við yngri bæjar-
búa með aukinni úthlutun lóða fyrir íjölbýlishús á
liðnum árum, sem og það að bærinn bauð yngri
Garðbæingum einbýlishúsalóðir á lægra verði en
annars. Hann telur ennfremur að nýi miðbærinn
og aukið dagvistunarpláss hafi átt talsverðan þátt
í að hvetja yngri Garðbæinga til áframhaldandi
búsetu í bæjarfélaginu, en á sl. fjórum árum jókst
íbúatalan upp í 6.000 þegar að um 2.500 manns
settust að í bænum á meðan 1.700 fluttu burt,
þannig að með fæðingum fjölgaði í bænum um 900
íbúa. Hann bendir einnig á að á sama tíma hafí
atvinnufyrirtækjum fjölgað í bænum úr 30 í á milli
80—90 og það haft talsverð áhrif
Frá Seltjamamesi er ekki ósvipaða sögu að
segja, þar þótti ljóst fyrir nokkmm ámm að byggð-
in væri orðin nokkuð einhæf og lítið úrval húsnæðis
fyrir yngra fólk. Bæjarfélagið gerði þá samning
við Byggung um byggingu fjölbýlishúsa og kveður
Sigurgeir Sigurðsson það skipulag sem hófst fyrir
um 10 ámm með markmiðið að ná yngra fólki í
bæjarfélagið hafa tekist vel.
Innfæddir hafa aðrar kenndir
til bæjarins
í Kópavogi hafa verið um langt skeið starfandi
tvö byggingarsamvinnufélög og segir Kristján bæj-
arstjóri að margir ungir Kópavogsbúar hafí notfært
sér sem og að þeir sem sæki um lóðir í bænum
núorðið séu mikið til Kópavogsbúar í húð og hár,
þ.e. afkomendur þeirra sem fluttu í bæinn í kring-
um 1950. „Böm þessa fólks em núna orðnir sjálf-
stæðir einstaklingar með sínar fjölskyldur og em
að koma til starfa á vegum bæjarins, jafnvel sem
bæjarfulltrúar og það er alveg nýtt. Þetta fólk
heftir líka allt aðrar kenndir til bæjarins."
í Hafnarfírði hefur lítið borið á vandamálum af
þessum toga og er algengt að Hafnfírðingar búi í
bænum til frambúðar, hvort sem þeir stunda sína