Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 7
w'i T?/ioh yí mfDMimmjB ÆGA-wiíjJoaoM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. AGUST 1986
%
Aimar heiðursborgari
Reykjavíkur
Annar af tveimur heiðursborgurum Reykjavíkur var Kristján
Sveinsson augnlæknir. Kristján var gerður að heiðursborgara árið
1975. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri afhenti Kristjáni þá
skjal þar sem sú ákvörðun borgarstjórnar er skráð, að hann hafi
verið kjörinn heiðursborgari Reykjavíkur, en myndin, sem hér er
meðfylgjandi, er tekin við þá athöfn.
Hin myndin er tekin af Kristjáni við störf á lækningastofu sinni
í gamla húsinu við Skólabrú bak við Dómkirkjuna. Hann er hér
að skoða nafna sinn úr hópi bamabamanna, Kristján Bjarnason.
atvinnu þar eða ekki. Guðmundur Ámi Stefánsson,
bæjarstjóri, telur ástæðuna ekki síst liggja í eftirfar-
andi: „Hér búa um 14.000 manns og bærinn er
ekki stærri en svo að menn geta sameinað kosti
hins litla bæjarfélags og þau persónulegu tengsl
sem skapast en á sama tíma er stutt í ysinn og
þysinn sem fylgir höfuðborginni.
Gestir höfuðborgarinnar
borga fyrir sig
í framhaldi af þessi bendir Guðmundur Ámi á
að vissulega þurfí íbúar í nágrenni Reykjavíkur að
sækja ýmsa þjónustu til borgarinnar, en því megi
ekki gleyma að þar sé oft um að ræða þjónstu á
vegum ríkisins. „Og þeir borgarbúar sem sjá ofsjón-
um yfir aðsókn annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins
í þjónustu borgarinnar skyldu ekki gleyma því að
með þeirri aðsókn koma aukin viðskipti og gestir
höfuðborgarinnar borga fyrir sig,“ eins og Guð-
mundur Ámi kemst að orði.
Sigurgeir Sigurðsson bendir ennfremur á að
„loksins" séu Seltimingar famir að getá boðið
Reykvíkingum upp á þjónustu, en það felst m.a. í
því að heilsugæslustöðin á Seltjamamesi sem var
tekin í notkun 1981 og þjónar Reykvíkingum sem
búa allt austur að Bræðraborgarstíg.
Samvinna samvinnunnar vegna
aldrei góð
Þá hefur ennfremur verið sú samvinna í skólamál-
um að Seltirningar fara yfirleitt í framhaldsdeildir
til Reykjavíkur og greiðir bærinn þá tilskilin náms-
vistargjöld, en Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi
tekur við gmnnskólanemendum úr Reykjavík. Em
menn almennt ánægðir með samvinnuna í skólamál-
um eins og fleiri málum, þó að Jón Gauti, bæjarstjóri
í Garðabæ bendi á að „góð samvinna sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynleg og sérstaklega
þar sem hún er íbúum viðkomandi sveitarfélaga
hagstæð. En samvinna samvinnunnar vegna verður
laldrei góð.“
Sameiginleg þjónusta fyrir
aldraða brýn
Hvað samvinnu í framtíðinni varðar bendir Sigur-
geir Sigurðsson á að stórt verkefni verði aukning
íbúa höfuðborgarsvæðisins í efri aldursflokkum og
þjónusta í þeirra þágu, sem hann telur að verði að
samræma á svæðinu öllu. í greinargerð Skipulags-
stofu höfuðborgarsvæðisins er bent á nauðsyn
þessa, en samkvæmt mannfjöldaútreikningum
hennar hafa þær breytingar helst orðið á svæðinu
að bömum hefur fækkað á undanfömum ámm, en
fólki á miðjurn aldri og á ellilífeyrisaldri fjölgað og
bendir allt til að framhald verði á þeirri þróun,
sérstaklega sé litið til lengri tíma.
Börnum fækkar
Á skipulagsstofunni hefur verið unnin aldursskí-
fa af áætluðum mannfjölda á höfuðborgarsvæðinu
árið 2034, sem sýnir hvert stefnir, öldruðum fjölg-
ar vemlega á þessu tímabili en bömum og ungling-
um á skólaaldri fækkar og gerist það þrátt fyrir
heildarfjölgun íbúa. Þessi þróun mun hafa mikil
áhrif m.a. á skólamál, heilbrigðismál, félagsmál og
húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu . „Það verður
tvímælalaust að telja mjög mikilvægt að strax verði
tekið á þessum málum á sameiginlegum gmnd-
velli,“ segir Gestur Olafsson. „Hér er um að ræða
talsvert flókin mál sem snerta m.a. bæði mann-
virkjagerð, skipulag þjónustu, útivista og möguleika
vinnandi fólks til að sjá öldruðum farborða.
Af öðmm framtíðarspám sem Skipulagsstofan
hefur gert má nefna að gert er ráð fyrir að á
næstu 5-10 ámm verði aðgerða þörf á helstu sam-
gönguleiðum s.s. breikkun gatna og nýlagning
aðalgatna, en bílaeign á höfuðborgarsvæðinu 1985
var um 430 bifreiðar á hverja 1.000 íbúa, en líklegt
þykir að bílaeign á svæðinu verði um 550 bifreiðar
á hverja 1.000 íbúa í lok skipulagstímabilsins. Hvað
almenningssamgöngur varðar hefur m.a. verið lagt
til að rekstur almenningsvagna á svæðinu verði
samræmdur og að ný íbúðahverfi verði skipulögð
þannig að leiðir almenningsvagna í gegnum þau
verði sem greiðastar.
Þéttbýlt höfuðborgarsvæði þéttist enn
Hvað skipulagsmál almennt varðar bendir Krist-
ján Guðmundsson á nauðsyn þess að samræmi sé
á milli í skipulagningu þar sem útjaðrar bæjarfé-
laga mætast, þannig að tenging verði á milli og
samvinna sveitarfélaganna þar um. Telur hann
þetta eitt mikilvægasta atriðið í skipulagsmálum á
höfuðborgarsvæðinu. Um þetta segir Gestur Ólafs-
son að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
jhafi frá upphafi lagt áherslu á að sveitarfélög og
éinstaklingar gerðu sér sem besta og raunhæfasta
grein fyrir stöðu og framtíðarmöguleikum þessa
svæðis, þannig að hægt væri að bregðast við í tíma.
„Einstök sveitarfélög geta tvimælalaust leyst
mörg verkefni betur en hægt er að gera með sam-
vinnu sveitarfélaga, en á öðrum sviðum getur góð
samvinna lyft grettistaki. Hér nægir að nefna sam-
starf um Bláfjallasvæðið og fjárhelda girðingu um
höfuðborgarsvæðið sem nú er að ljúka. Sameiginleg
stefnumótun um uppbyggingu gagnvirkrar boðveitu
um höfuðborgarsvæðið er einnig orðin mjög aðkall-
andi.
Líklegt er að mjög verulega dragi úr íbúafjölgun
á höfuðborgarsvæðinu laust eftir aldamót ef áfram
heldur sem horfir. Á þessu svæði eru því að mynd-
ast algerlega ný viðhorf og það er mjög mikið
hagsmunamál þess fólks sem hér býr, og reyndar
þjóðarinnar allrar, að þau séu skoðuð í sameigin-
legu ljósi. Ef við tökum á þessum málum sameigin-
lega getum við vænst þess að íbúar á höfuðborgar-
svæðinu öllu geti í vaxandi mæli búið við svipuð
lífsgæði, þjónustu og möguleika á sem flestum svið-
um. Ef okkur tekst þetta ekki er hægt að fullyrða
að við munum glata mörgum þeim möguleikum sem
við eigum í dag,“ segir Gestur Ólafsson. Og víst
er að, að þessu sem öðru, sérstaklega í ljósi þess
að þéttbýlt höfuðborgarsvæði á eftir að þéttast enn
um ókomin ár.
(Heimildin Skipula# Höfudborjfarsvædisins 1985*2005, Aðalskipulag
Reykjavíkur 1963-1983 o.fl.)
SAMANTEKT /VILBORG EINARSDÓTTIR