Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 Úr annálum Þessa mynd málaði Jón Helgason biskup eftir ljósmynd af miðbænum, séð f rá þaksvölunum á Glasgow, 1868. Lifandi myndir í Bárubúð - Titra minna eríáður (12.1.1906) „Lifandi myndir hafa verið sýndar hér þtjú kvöld í Báru- búð, og tekizt mjög vel, engu síður en hjá hinum norsku, er sýndu hér lifandi myndir í hittifyrra, og sumt enda betur en hjá þeim. Húsfyllir hefur verið þessi kvöld, sem sýning- arnar hafa verið haldnar, og skemmtunin þótt hin bezta. Það er félag eitt hér í bænum, Ólafur John- son og Co., sem stendur fyrir þessu og hefur fengið myndirnar eða rúll- urnar („filmur", sem kallaðar eru) að láni frá útlöndum fyrir ákveðna leigu um vissan tíma. Uppfunding þessi, sem er ein af uppfundingum Edisons, er tiltölu- lega ný. A síðustu árum hefur uppfundingin verið endurbætt mik- ið, einkum í þá átt að gera myndirn- ar skýrari og stöðugri fyrir augað, enda titra þær nú langtum minna en áður . (l!r Öldinni okkar) 167 sdlir heim- ilisfastar Með auglýsingu dagsettri 18. ágúst 1786 var gefið fyi'irheit um verslunarfrelsi, sem lengi hafði ver- ið þráð af landsmönnum, en með sömu auglýsingu var Reykjavík og 5 kaupstöðum öðrum veitt kaup- staðarréttindi. Þegai’ auglýsingin var útgefin vonj í Reykjavík 167 sálir heimilisfastar, en að meðtöldu næsta umhverfi kaupstaðarins, er taldist til Reykjavíkursóknar, voru íbúarnir 302 (en á öllu landinu voru íbúar alls 38.363). Allur þorri íbúa hins væntanlega kaupstaðar var verkafólk að ein- hvetju leyti í þjónustu innrétting- anna og alþýðufólk, sem lifði á handafla sínum. Aðal virðingamað- ur þorpsins var forstjóri konungs- verslunarinnar og um leið innrétt- inganna, Christian Sunehenberg og næstir honum að virðingu voru tveir „assistentar“ og hinn dansk/þýski verkstjóri Giese. Um „mennta- menn“ var alls ekki að ræða á kaupstaðarlóðinni væntanlega aðra en tugthúsráðsmanninn Guðmund stúdent Vigfússon og Gunnar stúd- ent Sigurðsson, fræðara tugthús- limanna. (Jón Helgason: Árbækur Reykjavíkur 1786-1936) Vafalaust versti stað- urinn á íslandi Henderson prestur enski dvaldi í Reykjavík vetrarlangt 1814-15 og átti fundi með nokkrum prestum og veraldlegum embættismönnum um stofnum biblíufélags. Um vetr- ardvölina segir hann m.a. í ferðabók sinni: „Reykjavík er vafalaust versti staðurinn á íslandi, er menn geta dvalið í að vetrarlagi. Félagsbragur- inn er hinn auvirðilegasti, sem hugsast getur. Þar er samkomu- staður ýmissa útlendinga, eru flestir þeirra alveg ómenntaðir og dveljast á íslandi aðeins í gróða- skyni. 'Þar er ekki aðeins hörmuleg auðn fyrir trúaða menn, heldur og algjör vöntun á sérhverri upp- sprettu andlegrar menntunar-. Þar eru haldnir 2-3 dansleikir á hverjum vetri og stundum leika helstu íbúar sjónleika; í þessum tilgangi leggja þeir undir sig yfirréttarhúsið og flytja hiklaust bekki úr dómkirkj- unni, til að eitthvað sé að setjast á.“ Jón Helgason: Árbækur Reykjavíkur 1786-1936) Leif s búð (Auglýsing úr Þjóðólfi árið 1902) „Komdu í Leifs búð: hann Leifur er þar og leikur við sérhvem sinn fingur. Við raðir af ostum og rúsinumar og riklinginn glaður hann syngur. Og „confect" hann selur með ástarbragð alt, og epli og vínber hann hefur, ■ og trosið svo ágætt og „elegant" salt hann alt að því fólkinu gefur. Þar haframjöl knúsað á heiltunnum fæst og hræðileg ósköp af kæfu, eldhústau, leirtau svo Ijómandi glæst og lifandi fimin af gæfu. En gangir þú aleinn um örlagahjam og ógni þér heimslífsins vígvél, þá eignastu lítið og litfagurt bam: hjá Leifí fást handa því stígvél". Hjá Leifi fást skínandi kærleikans kort um kandísin rauða ég segi, að sá sem að etur hann elskar sport og óvíst er bara’ að hann deyi. Og stúlkumar hlæja og hvískra þar dátt, á himneskum sætindum smjatta. En strákamir bijóstsykur bryðja þar hátt og botna ekkert í þessum skratta. (Úr Öldinni okkar.) jaaaifitiinioniKim Dmttet Borgarleikhúsið REYKJAVK 1786-1986 Lentur í Reykjavík fann Tæknisýninguna | í Borgarleikhusinu Byggingadeild endurbyggíngu tækniþjónustu Byggino- við H: Borr um nýbyggingu, viðhald og veítir öðrum stotnunum alarheimilis aldraðra ýbyggingar fyrír Þekkingargetraun TÆKNISÝNING REYKJAVÍKURBORGAR OPIÐ KL. 5-22 í DAG 17. ÁGÚST Fiarstýrðir bátar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.